Vikublaðið - 17.09.1993, Page 10
10
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
/• Dog I’accd Hermans eru lítið fyrir myiulalökitr og regna gfir-
hugsa um eitthvað annað á meðan ú þeim stendur. Frá vinstri:
Wilf Andg og Colin. Fgrir ufian slendur Gert Jan.
S
Asunnudagskvöldið spilar
skosk/hollenska hljómsveit-
in The Dog Faced
Hérmans á Tunglinu. Hinir eigin-
legu hljómsveitarmeðlimir, þau
sem standa uppi á sviði og spila á
hljóðfærin, eru reyndar öll ífá
Skotlandi. En hljómsveitin hefur
aðsetur í Hollandi og hljóðmaður-
inn sem fylpr þeim á tónleika-
ferðalögum er hollenskur.
Hvaian kemurþetta nafn?
- Þetta er bara kjánalegt nafn úr
kjánalegri mynd.
Þar með er það útrætt. Hljóm-
sveitin var stofnuð í F.dinborg árið
1986. Hljóðfæraskipunin er ekki
dæmigerð. Ekki frekar en sú tónlist
sem Dog Faced Hermans spila.
Marion syngur og spilar á trompet
og bjöllur. Hún semur líka textana.
Andy spilar á gítar og gyllta fiðlu,
Colin á bassa og Wilf á tommur.
Tónlistina semja þau í sameiningu.
Fimmti meðlimurinn, hljóðmað-
urinn Gert Jan (hollenskt nafn sem
ekki er hægt að bera fram) bættist í
hópinn efdr að DFH flutti aðsetur
sitt til Hollands.
Þjóðlagafrídjasspönk -
eða eitthvaö allt annað
Dog Faced Hermans (hér eftir
DFH) hafa spilað víða, bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu. Þau
hafa komið fram á sjónvarpsstöð-
inni BBC og sænska ríkisútvarpið
(!) bauð þeim einu sinni að halda
tónleika í beinni útsendingu í út-
varpinu í Gautaborg.
Fyrstu tónleikar DFH hér á
Iandi voru á Tveimur vinum. Lík-
lega þekktu fæst okkar sem vorum
á hljómleikunum mikið til tónlistar
DFH. Höfðum kannski lesið eitt-
hvað í Pressunni um blending af
frídjassi, pönki og heimstónlist.
Það er kannski ekki fjarri lagi,
a.m.k. hlusta þau flest á tónlist sem
hægt væri að flokka svona. En skil-
greiningar skipta litlu. Sjálf vilja
þau ekki skilgreina músíkina, segja
það hlutverk okkar blaðamannanna
- erfitt starf blaðamennskan. Þau
játa að þessi vandkvæði við að finna
hljómsveitinni stað í músíkkflór-
unni geti valdið erfiðleikum, t.d.
þegar verið er að bóka hljómsveit-
ina eða auglýsa hana. En málið eru
ekki að flokka heldur að upplifa og
tónleikar með DFH gleymast
seint. Tónlistin er einkennileg, en
það er eitthvað sem grfpur, sefjar.
Hún er að því leyti nálægt pönki að
hún er hrá, áleitin, en stundum
koma kaflar með fallegu trompet-
sólói og allt í einu hljóma stríðir
fiðlutónar. Allt hljómar þetta eins
og það gæti ekki öðru vísi verið.
Semjum tónlistina
saman
- Við setjum tónlistina saman og
hún helst saman, svona einfalt er
það. Við semjum tónlistina saman.
Utkoman er summa þess sem hvert
okkar um sig hefur fram að færa.
Ekkert okkar er sérstaklega „tekn-
ískt“ á hljóðfærin, það er það sem
við gerum saman sem virkar á ein-
hvern óútskýranlegan hátt. Ef eitt
okkar hætti, þá yrðu það endalok
hljómsveitarinnar. Tónlist okkar er
ætlað að höfða til tilfinninganna,
það er ekkert eins óþolandi og tón-
list sem virðist korna aðeins frá
heilanum. Sjálf vinnum við ekki út
frá neinni formúlu. Ef okkur finnst
við vera að endurtaka okkur þá
breymm við um stefnu.
Þau voru ánægð með fyrsta
konsertinn
Andy: Eg hafði gaman af hljóm-
sveitunum sem hituðu upp fyrir
okkur; Stilluppsteypu, Púff og
Kolrössu Krókríðandi. Það var
ekki endilega allt gott, en það sem
þau spiluðu var framandi, öðruvísi.
Þau voru að spila sína eigin tónlist.
Níutíu prósent þeirra hljómsveita
sem hita upp fyrir okkur spila tón-
list sem við vitum fyrirffam hvern-
ig er: hard core, indie, eða ein-
hverja aðra skilgreinda tónlistar-
stefnu.
Aheyrendur á Tveim vinum
voru flestir um og undir tvítugu.
-Það er óvenjulegt að spila fyrir
svona unga áheyrendur. Það var á-
gætt en hvar voru allir jafnaldrar
okkar?
Kannski er ástæða þess hve á-
horfendur voru ungir sú að sá sem
flytur hljómsveitina inn, sér um
kynningu og bókanir eru sautján
ára strákur úr hljómsveitinni Still-
uppsteypu.
Sjálf eru þau öll á fertugsaldri
nema hljóðmaðurinn og fengust
við margvíslega hluti áður en tón-
listin varð þeirra aðalstarf. Wilf
gerði teiknimyndasögur, hannaði
boli og plaköt og einu sinni sá hann
um útlit tímarit kjarnorkuandstæð-
inga í Skotlandi.
Wilf: Flestir þeirra gengu svo í
Verkamannaflokkinn. Það myndi
ég aldrei gera. Eg kýs ekld lengur,
treysti ekki flokkunum. Nú er
Verkamannaflokkurinn kominn á-
líka langt til hægri og Ihaldsflokk-
urinn var fyrir tíu árum. Það er
ekki svo mikill munur á flokkun-
um.
Marion: Eg var í myndlistar-
skóla. Þegar hljómsveitin tók sér
hlé í eitt ár nú fyrir þremur árum
þá fór ég til Póllands þar sem ég
vann að skúlptúrum. Eg hef haldið
nokkrar sýningar og stefni að fleir-
um.
Andy: Eg var í mannffæði, en
hafði fyrst og fremst áhuga á þeim
þáttum námsins, sem tengjast hlut-
verki tónlistar í ólíkum samfélög-
um, hvernig hún virkar á fólk.
Colin: Ég var sjálfboðaliði hjá
samtökum sem unnu með fólki
sem var að koma út úr fangelsi eða
venja sig af eiturlyfjum. Við lögð-
um mikla áherslu á að virkja sköp-
unargáfu fólks. Starfsemin fékk
enga opinbera styrki, en lifði á
framlögum einkaaðila. Um það
leyti sem við ákváðum að helga
okkur hljómsveitimii þá var þetta
að leysast upp.
Ádeilur og ástarljóð
Textar Marion eru engir dæmi-
gerðir rokktextar, enda er DFH
engin rokkhljómsveit og sækir á-
hrif sín ekki síður til þjóðlaga- og
heimstónlistar og í frídjass. Ekki
síst til saxafónleikarans Ornette
Coleman. Merking textanna er
ekki alltaf auðskilin. Þeir eru nær
því að vera ljóð en textar. Sumir
textanna á nýjasta diskinum, „Hum
of Life“, eru snarpar ádeilur, Hear
the Dogs er á kaldhæðin lýsing á
því hvernig hin ríku Vesturland
taka eða taka ekki á móti flótta-
mönnum.
Á textablaðinu eru Vesmrlönd
sögð sýna tvískinnung í málefnum
flóttamanna, nema Bredand sem
hæli sér af ómannúðlegri stefhu í
málefnum flóttamanna. Viva er
stemmingsljóð þar sem litið er aft-
ur tíl unglingsára söngkonunnar í
upphafi efnahagskreppunnar, The
Hook and the Wirc fjallar um ó-
löglega fóstureyðingu. En textarn-
ir eru ekki allir um dapurlega hluti.
Love is the Heart of Everything,
títíllinn er frá rússneska skáldinu
Mayakovsky, er fallegt ástarljóð:
„Ég þigg þig með augum mínum -
verm hluti þessa andartaks.“
Marion: Það er smndum svolítið
gremjulegt þegar fólk sem kemur á
tónleikana gemr ekki náð texmn-
um. Þess vegna lámm við þá alltaf
fylgja diskunum okkar.
Sviðshreyfingar Marion eru sér-
stakar og ólíkar hreyfingum söng-
kvenna í rokkhljómsveimm.
Andy: Llreyfingar hennar tjá það
sem hún er að segja í texmnum.
Sviðshreyfingar okkar eru aldrei
fyrirfram ákveðnar.
Marion: Mér líður vel á sviðinu,
þar er ég eins og heima hjá mér.
Bréffrá stóru útgáju-
fyrirtækjunum fara
beint í ruslið
Konkurrel, lítið útgáfufyrirtæki í
Amsterdam, gefúr tónlistina þeirra
út.
- Við erum ekki með samning -
gerum það sem okkur sýnist, en
þau hafa reynst okkur vel.
Haftð þið reynt að komast að hjá
stœn-a litgáfiifyrirtieki?
- Nei, við inyndum ekki treysta
því. Við höfúm fengið bréf frá stór-
um útgáfufyrurtækjum. Það síðasta
fór beint í tunnuna. Það er sjaldn-
ast neitt varið í þá tónlist sem kem-
ur frá stóru útgáfufyrirtækjunum.
Það er allt of inikil íhlumn í tón-
listina, stöðugar málamiðlanir. Hjá
stóm útgáfufyrirtækjum fer líka allt
of mikill peningur f yfirbygging-
una, það er ótrúleg sóun og hljóm-
sveitirnar fá minnstan hluta þess
sem inn kemur.
Til þess að ágóði verði af plömm
þarf að selja miklu meira hjá stóru
fyrirtækjunum. Þó að við seljurn
aðeins nokkur þúsund eintök af
plömnum okkar í Evrópu og eitt-
hvað svipað í Bandaríkjunum, þá
högnumst við á þeim. Ef við seld-
um fimmtíu þúsund plömr þá væri
það mjög mikið fyrir okkur, en það
þætti ekkert hjá stórfyrirtæki.
Flestar þeirra hljómsveita sem
semja við svoleiðis fyrirtæld gefa út
eina plöm og hætta svo. Álagið er
of mikið.
Við viljum ekki spila á stórum
stöðuin og risatónleikar þar sem
fjórar hræður spila fyrir fimmtíu-
þúsund eru fáránlegir.
Andy: Það minnir jafnvel á áróð-
ursfundi Hitíers, áheyrendur verða
andlitslaus múgur.
Colin: Ég er ekki sammála. U2
tónleikar eru skelfilegir en mér
finnst þetta of mikið sagt.
Um kvöldið spiluðu þau svo í
Norðurkjalla Menntaskólans í
Hamrahlíð. Viðbrögðin og læti
áhorfenda voru slík að Marion varð
að standa aftast á sviðinu sem er
mjög lágt og Colin benti krökkun-
um vinsamlegast á að fara varlega.
Þau gæm meitt sig. Það er ekki víst
að lætin verði svona mikil á síðustu
tónleikuin Dog Faced Hermans
hér á landi á sunnudagskvöldið,
enda verða áheyrendur væntanlega
aðeins eldri. En tónleikarnir verða
góðir.
Diskar hljómsveitarinnar Dog
Faced Hermans eru seldir á tón-
leikum og í Hljómalindinni í Aust-
urstræti. Þeir sem vilja nánari upp-
lýsingar geta skrifað til:
DFH, Postbus 14767,
1001 LGAmsterdam Holland
-IS.
Aðdáendur hljómsveitarinnar voru svolítið herskáir í Norðurkjallaranum í MH og þurfti hóp fílefldra manna til
þess að verja hljómsveitina. Þrengslin voru slík að meira að segja veggimir svitnuðu. Hljómsveitin er góð en er
nauðsynlegt að láta svona? Fór þetta ekki úr tísku með Clash? Myndir: Gunnar Þór Gunnarsson.
Mynd: Ol.P.
UPPUFIÐ
reynið ekki að