Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 1994 BLAÐ SEM V I T E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Þjóðráð hf. Auglýsingasími: (9D-813200 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðlun hf. Styrkja^ þarf málstað íslands Margir fiskistofnar í Norður- Atlantshafi eru ofveidd- ir og sóknin er meiri en hóflegt sýnist. Samt sem áður er ljóst að Islendingar munu á næstu misserum stunda tals- verðar úthafsveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum utan okk- ar efnahagslögsögu. Þær geta í bráð orðið mikilvægur fengur fyrir þjóðarbúið og haft í för með sér aukna at- vinnu og bætta afkomu heimilanna í landinu. Hér erum við stödd í ákveðinni þversögn sem er óþægileg, en verður engu að síður að fást við á hinum pólitíska vettvangi. Það vantar bæði stefiiu og stjórn á þessa hluti. Núverandi ríkisstjórn virðist helst fylgja þeirri línu að móta stefnuna jafnóðum og stjórna eftirá. I þessu mikla máli sent snertir lífshagsmuni okkar er afar brýnt að styðjast við grundvallarmarkmið vegna þess að um flókin alþjóðleg deilumál er að ræða. Utgerð og fiskvinnsla við Norður-Atlantshaf á víða í erfiðleikum og fiskiskip fást nú á útsöluverði, t.d. í Kanada. A það hefur verið bent að það kunni að vera sögulegt hlutverk Islendinga sem fiskveiðiþjóðar að taka að sér að endurskipuleggja fiskveiðar og fiskiðnað á þessu heimssvæði. Sé svo stórt hugsað má augljóst vera að ekki dugir að halda að sér höndum eða einblína á okkar efnahagslög- sögu. I ljósi þess meðal annars að framundan er ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar hefur Steingrím- ur J. Sigfússon varaformaður Alþýðubandalagsins hafið umræðu um hvernig halda megi á málstað strandríkis sem ætlar í senn að ná sem mestum réttindum á nær- svæðum sínum og auka sókn sína á úthafið. „Þau viðhorf hafa verið uppi í sjávarútvegsráðuneytinu og víðar í stjórnkerfinu að hagsmunir Islendinga liggi fyrst og fremst í því að halda fram rétti strandríkja and- spænis ásókn úthafsveiðiþjóða. I þeim anda höfum við einskorðað okkur við fiskveiðar í landhelginni og á síð- ustu árum kappkostað að draga úr umframgetu fiski- skipastólsins þannig að jafnvægi myndist á milli afrakst- urs Islandsmiða og stærðar flotans. Þessi stefna beið skipbrot þegar útgerðir tóku að leita út fýrir landhelgina til að bæta sér upp síminnkandi afla á heimamiðum.“ Steingrímur telur brýnt að stjórnvöld vakni til lífsins og taki til við að styrkja málstað Islands með markvissri stefnumótun. I fyrsta lagi eigi Islendingar að vera í farar- broddi þeirra sem sækja og gæta réttar fiskveiðiþjóð- anna, í öðru lagi þarf framganga okkar að standast kröf- ur um verndnun og hófsamlega nýtingu auðlinda, í þriðja lagi verður réttindasókn okkar umhverfis eigin efnahagslögsögu og á úthafinu að vera á grundvelli Al- þjóða hafréttarsáttmálans og í fjórða lagi þarf sókn okk- ar í Barentshafið að byggja á aðild að Svalbarðasam- komulaginu og prófun á réttarstöðu Norðmanna. Þá þarf að stefna að því að alþjóðlegir samningar náist um veiðistjórnun á öllum helstu úthafsveiðisvæðum. Loks er nauðsynlegt að stjórnvöld nái samkomulagi við útgerð- armenn um að sókn Islendinga á úthafsmið verði ekki þjóðinni til vansa og að fiskiskip verði undir fána Islands. Hver „á“ sæti Alþýðubanda- lagsins á framboðslistanum ? A fundi kjördæmisráðs ABR 15. / \ jan. s.L, þar sem mætíng var J- JLgóð, var samþykkt með at- kvæðum allra viðstaddra fulltrúa að taka þátt í sameiginlegu framboði vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Valdir voru þrír íulltrúar AI- þýðubandalagsins í samráðshóp flokkanna um framboðsmálin. Svo mikil samstaða ríkti á fundin- unt uni þessar afgreiðslur að honum lauk á innan við hálfri klukkustund. Hvernig á að bjóða sig fram? Samkvæmt samkomulagi flokkanna skipar Alþýðubandalagið í 2. og 5. sæti listans og síðan í 12. sæti og þrjú önnur sæti enn aftar á Iistanum. Sú skipan að bjóða hópnum sem stóð að H-lista í síðusm borgarstjórn- arkosningum 10. sætíð hefur valdið ýmsum, m.a. ntér, vangaveltum. Þær vangaveltur hafa þó vikið fyrir ánægj- unni með sameiginlega listann og þær víddir sem hann gæti gefið í stjórn- málum næstu missera. Vonandi tekst vel til með valið í 10. sætið. Með tílliti tíl þess taugatitrings sem gert hefúr vart við sig í fjölmiðlum undanfarna daga vegna vals á ffain- bjóðendum Alþýðubandalagsins á listann, hefði auðvitað á fúndinum 15. janúar átt að ákveða hvernig menn gætu boðið sig ffarn, þannig að þeir gætu komið áhuga sínum á að koinast í sætí á framfæri við kjördæmisráðið. Því miður var það hins vegar ekki gert og hefur það síðar gefið stuðn- ingsmönnum við ffamboð Arthurs Morthens í 5. sætíð tíleffii tíl óljósra tilvísana í óskráð og þegjandi sam- komulag unt einhvers konar helm- ingaskiptareglu milli „fylkinga“, sem eru ekki til samkvæmt formanni flokksins eftír síðasta landsfund. Slíkt óskráð samkomulag hefúr aldrei verið kynnt fyrir kjördæmisráð- inu og er annað hvort tilbúningur eða misskilningur. Að mínu mati væru slíkt helmingaskipti mjög ósanngjörn og vitlaus og mundu festa flokkinn í hjólförum fylkingaskiptíngar, sem byggðist meira á persónulegum metnaði einstaldinga en á mismun- andi áherslum í stjórnmálum eða inál- efnaafstöðu. Eg tel sanngjamt og eðlilegt að menn bjóði sig ffam sem einstakling- ar, sem Alþýðubandalagsmenn, en ekki fulltrúar einhverra fylkinga og að þeir leiti eftír stuðningi við sig á gmndvelli hæfileika og mannkosta, ekki því að „fylkingin þeirra eigi sætí“. Kjördæmisráðið í Reykja- vik Lög Alþýðubandalagsins um kjör- dæmisráð í Reykjavík kveða skýrt á um að ráðið sjái urn ffamboðsmál flokksins í kjördæminu. Fulltrúar þar, aðal- og varamenn, em um átta tugir manna og em kjörnir til tveggja ára setu í ráðinu á aðalfúndum félaganna þriggja sem að kjördæmisráðinu standa. Miðað er við ákveðinn fjölda félagsmanna að baD hverjum fulltrúa. Kjördæmisráðið var ekki síst stofn- að vegna óska ffá þeim sem á sínum tíma stofnuðu félagið Birtingu og hafa ekki áður kornið ffam atliuga- semdir við skipan þess og umboð, að minnsta kosti hef ég ekki heyrt það. Þetta er lögformlega réttur vett- vangur og að inínu mati sá bestí sein við núna höfum tíl að velja ffambjóð- endur flokksins sem hraðast. Ærin vinna er framundan að mótun mál- efnasamnings flokkanna og að ntótun kosningastefnuskrár framboðslistans. Unanfarið hafa fjölmiðlar gert sér mat úr ffamboðsmálum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík og gert mik- ið úr átökum „milli Birtingar og ABR“. Mér sýnist málinu ágætlega lýst í grein í síðasta Vikublaði, þegar sagt er að Árni Þór hafi boðið sig ffam í sætíð sem Arthur Mortens hafði augastað á. Urn það snýst heila málið. Fleiri en einn einstaklingur hafa á- huga fyrir sama sæti á ffamboðslista. Skera verður úr um ntálið í kjördæm- isráðinu. Fulltrúar þar taka afstöðu til ffambjóðenda út frá sínum forsend- um. Það er ekkert fyrirffam gefið í því vali, allavega get ég ekki sagt fyrir um afstöðu meirihlutans í ráðinu. Mér hefur bmgðið nokkuð við að sjá hve langt stjórn Birtingar virðist reiðubúin að ganga, jafiivel gegn hagsrriunum þess santeiginlega ffant- boðs sem nú hillir undir og þeir ekki síður en aðrir Alþýðubandalagsmenn hafa svo lengi haft á stefnuskrá sinni. Umíjöllun um hugsanlegan ágrein- ing í kjördæmisráðinu er blásin út í fjölmiðlum áður en tækifæri gefst til að ræða málin á eðlilegum vettvangi. Líklega fékk meirihlutí fulltnía í kjördæmisráðinu fyrstu fréttir af hugsanlega væntanlegum átökum unt framboðsmálin í Mogganum. Ekki hafði verið haldinn fúndur í stjórn kjördæmisráðsins, hvað þá í ráðinu sjálfu, effir 15. janúar, þegar málin voru blásin upp í fjölmiðlum. Krafa um sættir Ég trúi vel fyrirsögn í síðasta Viku- blaði: „Lartdsbyggðin vill frið í Reykjavík“. Við viljum flest frið til að starfa að stefiiumótun og ræða stjórn- málaviðhorf okkar. Eg vænti þess að tækifæri gefist tíl að ræða yfirvegað um þessi mál á réttuin vettvangi og að fulltrúar arinarra kjördæma, sem jafn- vel vildu grípa inn í málefni kjördæm- isráðsins í Reykjavík fái að kynna sín sjónarmið og hlusta á okkar. Það er ekki iengur búandi við um- sátur þess sem eftír er af Birtingu um starf Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ég tel aldeilis óeðlilegt að Birting eigi einhverja kröfu til hehuingaskipta í framboðsmálum og hef ekki séð hjá þeim né öðrum hve langt svo vitlaus- ar kröfur eiga að ganga. Er það virkilega hugmynd ein- hverra að fáinenn sveit manna geti með vísan tíl óskráðra reglna krafist helmingaskipta við skipan manna á framboðslista og í ráð og nefndir? Þau gætu fljótt orðið mörg „félögin“ innan flokksins, ef það er mörkuð leið manna tíl að korna sér að. Höfundur er í borgannálaráði ABR og varamaður í kjördæmis- ráðinu í Reykjavík.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.