Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 3. FEBRUAR 1994 Bjartsýni og breytingar Víkublaðið hefur skipt um prentsmiðju og falið fyrir- tækinu Þjóðráði hf. að ann- ast auglýsingaöflun fyrir blaðið. A næstunni bætist blaðamaður við á ritstjómina og framundan er átak í útbreiðslu og kynningu blaðsins. Þessa dagana ganga yfir ýmsar breytingar í rekstri Vikublaðsins. „Rekstrarafkoman á fyrsta heila ári blaðsins varð betri en við þorðum að vona og segja má að það markmið hafi náðst að útgáfa Vikublaðsins íþyngdi ekki rekstri Alþýðubandalagsins“, segir Einar Karl Ilaraldsson fratn- kvæmdastjóri flokksins sem er útgef- andi blaðsins. „Þetta gefur tilefni til bjartsýni og þessvegna er nú ráðist í nauðsynlegar aðgerðir sem fram- kvæmdastjórn var hikandi að leggja í meðan umræður stóðu yfir um hugs- anlega þátttöku í Mótvægi hf. og óvíst var um rekstrarafkomu blaðsins yfir árið.“ Betri dreifing Alþýðubandalagið hefur fyrir hönd Vikublaðsins gert samning við Prent- smiðju Frjálsrar íjölmiðlunar hf. um prentvinnslu á blaðinu. Með þessurn samningi fæst dagprentun á fimmtu- degi sem gerir það að verkum að hægt er að koma blaðinu til lesenda á Vest- ur-, Norður- og Suðurlandi fyrir helgi, en á því var misbrestur áður. Með þessu er þó vandinn við að koma blaðinu fyrir helgi til áskrifenda á Austurlandi og Vestfjörðum ekki leystur. Þessvegna verður tekin upp sú regla að á þeim stöðum þar sem eru fleiri áskrifendur en tíu verður feng- inn umboðsmaður sem kemur blaðinu til lesenda á föstudegi eða laugardegi, en á stöðum þar sem færri áskrifendur eru en tíu berst blaðið áfram með pósti. „I samningnum felast einnig auknir möguleikar á samvinnu milli staðar- og kjördæmisblaða Alþýðubandalags- ins og Vikublaðsins", segir Einar Karl. " Þjóðráð annast auglýs- ingar Fyrirtækið Þjóðráð hf. hefur tekið að sér að setja upp og reka auglýsinga- deild fyrir Vikublaðið. „Við viljum prófa þetta fyrirkomulag og þetta er liður í þeirri ætlun okkar að hafa rekstur Vikublaðsins sem einfaldastan í sniðum. Kaupa frekar að fagmann- lega þjónustu heldur en hafa mikil umsvif á eigin vegum,“ segir hann. Tengsl við flokksfélög Auglýsingar um flokks- og félags- starf Alþýðubandalagsins eru ekki inni í samningnum við Þjóðráð hf. „Það hefur verið ákveðið að Olafur Þórðarson hafi það á sinni könnu, ásamt ljósmyndun og útbreiðsluverk- efnum, að sinna flokksdálki og sam- skiptum við Alþýðubandalagsfélög sem vilja koma fréttum og tilkynning- um um starfsemi sína á framfæri við Vikublaðið. Það hefur einnig verið ákveðið að flokksauglýsingarnar verði félögunum framvegis að kostnaðarlausu, enda gert ráð fyrir að Alþýðubandalagið leggi þessu tengslastarfi Vikublaðsins lið. Við lítum á flokksdálkinn og frétt- ir af starfi félaganna sem mikilvæga upplýsingastarfsenri sem þurfi að eiga fastan sess í blaðinu," segir Einar Karl. Útbreiðsluátak Lítið hefur verið gert af því að kynna Vikublaðið og auka útbreiðslu þess ineð skipulegum hætti en nú stendur til að gera nokkra bragarbót þar á að sögn framkvæmdastjórans: „Utgáfan var tilraunastarfsemi á sl. ári og við gátum ekki leyft okkur að hugsa ncnra nokkra mánuði fram í tímann. I upphafi þessa árs setjum við ^yAfkoma Vikublaðsins 1993 var betri en við þorðum að vona og gefur tilefni til bjartsýni", segir Einar Karl Har- aldsson framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins. okkur það markmið að ganga rækilega úr skugga um hvort grundvöllur sé fyrir útgáfunni til frambúðar. Þess vegna er í undirbúningi útbreiðsluá- tak sem lesendur verða áreiðanlega varir við innan skannns". Kvikmyndir A Peifect World ★★★ Sýnd í Saga-bíó Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Clint Eastwood, Laura Dem. Það er ávallt gleðiefni þegar listafólki tekst jafn vel upp og Clint nokkrum Eastwood þeg- ar hann gerði andvestrann Unforgiv- en. Þegar slíkt gerist lendir viðkom- andi listamaður þó oft í bobba, því erfitt er að fylgja slíku þrekvirki eftir með væntingar fólks á herðunum. Það er einmitt sú aðstaða sem Clint er í núna. Perfect World er fyrsta myndin sem hann leikstýrir eftir Unforgiven og fólk gerir sér skiljanlega háar vonir sem geta leitt til vonbrigða frekar en ekki. En ferill Eastwoods hefur sem betur fer verið mjög jafnsléttur til þessa. Hann hefúr gert lítið af slæm- um myndum, nokkur snilldarverk, og langflestar mynda hans eru langt yfir meðallagi. Svo þótt Perfect World blikni og bláni við hliðina á Unforgiven er hér að engu og síður um mjög metnaðar- fulla og góða mynd að ræða, jafnvel mannlegri en gengur og gerist þegar Eastwood er annars vegar. Kevin Costner hefúr sjaldan eða aldrei verið betri í hlutverki strokufangans, og T.J. Lowther sem leikur gíslinn barn- unga sýnir mjög sterkan Ieik, ekki síst miðað við aldur. Sem leikari er Eastwood sjálfum sér líkur og tel ég það til hróss fremur en hins. Góð mixtúra af spennuatriðum og kímni í bland við smá mannlegheit inn á rnilli gera Perfect World að ánægjulegri bíóferð sem hiklaust er hægt að mæla með fyrir flestar manngerðir. The Three Musketeers ★ Sýnd í Saga-Bíó Leikstjóri: Aðalhlutverk: Chris OT)onnell, Kiefer Sutherland, Charlie Sheen. Sagan hans Dumas hlýtur hér svipaða útreið og goðsögnin um Hróa hött hlaut þegar Kevin nokkur Costner túlkaði titilhlutverk- ið. Sem sagt, hún er „móderniseruð" í bak og fyrir auk þess að augljóst er að aðstandendur miða á mjög ungan markhóp. Myndin er í alla staði mjög einföld og barnaleg, auk þess að vera stútfull af persónum sem hefðu allt eins mátt lenda í ruslakörfunni hjá handritshöf- undunum. Til dæmis er eini tilgangur persónunnar sem franska leikkonan Julie Delpy túlkar að kasta sverði til D'Artagnans (O'Donnell) í lokin og þykir mér óþarfi að vera að kynna heiia persónu fyrir ekki stærra viðvik. Auk þess hefði uppskafningurinn sem eltist við D'Artagnan út alla myndina og krefst þess að skora hann á hólm mátt missa sin, þar eð eini tilgangur hans í myndinni er að vera fyndinn og það mistekst honum ansi hrapallega. Manni stekkur varla bros út myndina. Jafnvel Tim Curry, sem hefur lyft jafnvel verri myndum á hærra plan, er eins og álfur út úr hól í illmennishlut- verkinu sínu og er þá fokið í flest skjól þar eð skytturnar sjálfar, í túlkun þess- arrar myndar, eru of fullkomnar og fullar af sjálfum sér til að hafa nokkuð gaman af. Það er helst hröð atburðarás og bærileg skylmingaatriði sem valda því að maður helst vakandi út myndina, og þar sem þessi mynd er þeim eigin- leikum gædd að maður gleymir henni A tninaðargoðið Kevin Costner ásamt T. J. Lowtber í nvynd- inni Fullkominn heimur sem leikstýrt er af öðru átnínaðar- goði, Clint Eastwood. Kvikmyndarýnir Vikublaðsins telur þá rnynd blikna í saman- burði viðjýni mynd Eastwoods, Unforgiven, en segir það þó þess virði að bregða sér á bíó til að sjáþáfélaga. samstundis og gengjð er úr sal, er spurning hvort verði bíómiðans var vel ráðstafað. The Concierge ★★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Barry Sonnenfeld Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Gabrielle Anwar. að hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að bandarísk- ar myndir sækja meira í fortíð- ina nú en áður. Mikið er um endur- gerðir á eldri inyndum og, eins og myndin The Concierge sýnir, eru handritshöfundar nútímans ófeimnir við að fá lánað efni úr gömlum snilld- arverkum jafnvel þó ekki sé um hreina endurgerð að ræða. Söguþráður þessarar myndar er eiginlega fenginn að láni úr mynd Billy Wilder's „The Apartment" ffá 1960 þó svo að grundvallarkringum- stæðum hafi verið breytt. Að óffum- leikanum slepptum er myndin alls ekkert svo slæm. Michael J. Fox held- ur henni á floti ineð góðum grínleik að vanda og aðrir leikarar standa sig einnig prýðilega. Leikstjórinn, Barry Sonnenfeld, er að vísu greinilega ekki á jafn miklum heimaslóðum og þegar hann er innan um Addamsgengið en heldur þó vel í spottana og á sýnilega framtíð fyrir sér innan leikstjórnargeirans. Sá hluti af handritinu sem ekki er ránsfengur er ágætur farsi og inni- heldur nægilega mörg brosleg atriði til að halda manni í góðu skapi þrátt fyrir að kunnuglegheit söguþráðarins stingi í augu. Fyrir þá sem leita eftir góðri skemmtun, eilítið gamaldags, er Concierge engan veginn ónýt bíóferð. Samkvæmt þjóðsögunni á Laotse að hafa fæðst laust fyrir aldamótin 600 f.kr., um hálfri öld á undan Konfúsíusi. Samkvæmt því ætti Bókin um Veginn að hafa orðið til löngu áður en kenning- ar Konfúsíusar festu rætur. Staðreyndin er hins veg- ar sú að í Bókinni um Veginn er sums staðar hnýtt í kennisetningar Konfúsíusar sem sýnir að höfúndur hennar hefur þekkt til þeirra og þótt ástæða til að gagnrýna þær. Hann hæðist að þeim sem leggja of- uráherslu á konfúsískar dyggðir, góðmennsku, sið- ferðisskyldu, visku, skyldurækni við foreldra, trú- mennsku o.s.ffv.. Taoistar telja þetta eilífa dyggða- tal merki um hræsni, þeir sem tönnlist á dyggðum afhjúpi hvað þær eru þeim í raun ffamandi. 18. brot úr Bókinni um Veginn Þegar ferlið mikla er vanrækt, kemur góðmennskan og siðferðisskyldan. Þegar viska og gáfur spretta fram, kemur yfirgengileg bræsni. Þegar ójafnvœgi er milli binna sex nánustu, kemur sonaitiyggð'm og fóðurástin. Þegur ríkið er í upplausn, koma ráðherramir tríut. Skýring Samkvæmt textaskýrendum eru hinir sex nánustu, faðir og sonur, eldri og yngri bróðir, eiginmaður og eiginkona. Umritun þýðanda Þegar stefnunni stórfenglegu (tao) er hafnað, er haff hátt um góðmennsku og siðferðisskyldu. Þegar vitsmunum og greind er hampað, veður yfirborðs- mennska og hræsni uppi. Þegar fjölskylduböndin bresta, eru skyldurækni við foreldra og föðurást lof- uð. Þegar ríkið er í upplausn, þykjast ráðherrar drottinhollir. Þýðandi: Ragnar Baldursson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.