Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 3. FEBRUAR 1994 11 Rithöndin Hæfilegt rugl í stjórnmálum og listum Samkvæmt skriftínni hefurðu margar hliðar og marga og ólíka hæfileika. Þú gemr verið hikandi og tvístígandi og þú gemr líka verið mjög ákveðinn. Stundum finnst þér verk aldrei nógu vel unnið en stundum lýkurðu því bara og hugsar svo ekki meira um það. Eins er með fólk sem þú kynnist. Gagnvart sumum erm árum saman á verði en við aðra opinn og ein- lægur. Svo er að sjá að stjórnmál og Hst- ir höfði til þín, líklega finnst þér hvort tveggja hæfilega ruglað og spennandi. Þó nokkur ævintýralöngun finnst hjá þér en þú kannt líka að meta frið og einfaldleika. Þú virðist fjölskyldumann- gerð og tryggur vinur. Freniur glaðvær og þægilegur ef ekkert ainar að. Það starf sem þú vimtur riúna er ekki það sem á best við þig, tii þess hefúr það ekki næga dýpt. Þú átt sennilega eftir að snúa þér að öðru starfi sem lítið hefúr verið sinnt tíl þessa. Oll mannleg sam- skipti virðast þér hugstæð og öllu minni máttar sýnir þú velvilja og umhyggju. Réttíndamál hverskonar eru þér einnig hugstæð. Góða framtíð. R.S.E. Halldór B. Kristjánsson, hönnuður. Sviðsljós Að flytja út leiklist þegar þess verður minnst að 50 ár eru liðin síðan búðirnar kornust í hendur bandamanna. Allra síðasta sýning á verkinú hér á landi verður næstkomandi laugardag, 5. febrúar, í Tjarnarbíói, Tjarn- argöm 12 í Reykjavík. Miðapantanir eru f síma 610280 og tekur símsvari við miða- pöntunum allan sól- arhringinn, en miða- salan sjálf er opin sýn- ingardaga frá kl. 17- 20. íslenska lýðveldið 50 ára Svert'ir Guðjónsson. Sverrir Guðjónsson í íslensku óperunni Sverrir Guðjónsson kontratenór og Jónas Ingimundarson píanó- leikari korna fram á tónleikum í Islensku óperunni n.k. sunnudag. A efriisskránni verða íslensk þjóðlög, lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þór- arinsson, Hróðmar Sigurbjörnsson og Gunnar Reyni Sveinsson ásarnt sönglögum efrir Francis Routh við texta eftir Wiiliam Shakespeare, sem sérstaklega eru tileinkuð Sverri Guð- jónssyni. Tónleikunum lýkur á verkinu Abraham og ísak eftir Benjamin Britt- en, en það er santið við texta sem teng- ist kraftaverkasögum biblíunnar. Sér- stakur gestur tónleikanna, Gunnar Guðbjörnsson tenór, lekur þátt í flutn- ingi verksins. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Styrktarfélags Islensku óper- unnar og hefjast kl. 17.00 Sverrir Guðjónsson kontratenór hóf nám hjá Sigurði Demetz Franzsyni tíu ára að aldri. Síðar varð Rut Magnússon fyrsti kennari hans í kontratenórsöng, en framhaldsnám smndaði Sverrir um þriggja ára skeið í London hjá David Mason, Sigríði Ellu Magnúsdótmr og hinum þekkta kontratenórsöngvara Michael Chance. Sverrir hefúr m.a. kornið ffam í stór- um hlutverkum á vegum Þjóðleikhúss- ins. Hann hefúr í samvinnu við ýmsa tónlistarhópa unnið að þeirri uppbygg- ingu sem átt hefrir sér stað hér á landi hvað varðar fiuming á fyrri tíina tónlist og tekið þátt í flutníngi margra helsm verka barokktímans. Þá hafa sam- tímatónskáld sérstaklega samið verk fyrir Sverri sem hann hefrir flutt á tón- leikum, í útvarpi og í sjónvarpi. Síðastliðið haust hóf íslenska leik- húsið að sýna leikritíð „Býr ís- lendingur hér?- sögu Leifs Muller", sem Garðar Sverrisson skrá- setti og kom út árið 1988. Þórarinn Eyfjörð færði verkið í leikbúning og leikstýrði því jafnffamt, en megin- þungi leiksins hvílir á Pétri Einarssyni sem í þessu verki hefur unnið eftir- minnilegan leiksigur - ef til vill sinn stærsta til þessa. Hér verður innihald leikritsins ekki rakið, aðeins á það minnt að það fjall- ar um líf Leifs Muller, d\'öl hans í fangabúðum nasista og baráttu fyrir lífi sínu við aðstæður sem voru svo skelfilegar að þeim verður vart lýst. Þó hefur það tekist með þessari ein- földu og látiausu uppfærslu að koma sögu til skila sem kallar fram áhrif hjá áhorfandanum sem löngu eftir að tjaldið er fallið er baðaður köldum svita. Saga Leifs Mullers er ákall til okkar sem lifum í kvöldroða 20. aldar að gleyina aldrei hinni kynhreinu grimmd. Sachsenhausenbúðirnar norður af Beriín, en þar dvaldi Leif í þau þrjú ár sent honurn var haldið föngnum í Þýskalandi, gegndu lykiihlutverki í fangabúðakerfi nasista. I dag er þar minjasafn og sem slíkt vettvangur rannsókna og útgáfústarfsemi. Auk þess fer þar fram starfsemi af ýmsurn toga sem öll miðar að því að afla þekk- ingar um hið liðna í þeirri von að sú saga sem Sachsenhausen geymir verði aldrei endurtekin. Þótt undarlegt kunni að virðast er leikritið „Býr íslendingur hér?“ senni- iega eina leikritið, sent fært hefur ver- ið upp í Evrópu, sem að mestum hluta gerist í Sachsenhausen búðunum. Þegar forstöðumaður safnsins frétti um uppfærsluna í Reykjavík brá hann skjótt við og bar fram ósk unt að ís- lenska ieikhúsið færði leikritið upp í Sachsenhausen og í Berlín í apríl 1995 Námsgagnastofnun hefur gefið út bækling með kennsluhugmynd- urn og heimildaskrá í tilefni af finun- tíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Bæklingurinn er 24 bls. í brotinu A5 og efrii hans skiptist í fjóra kafla: Saga lýðveldisins, lýðveldisárið, Is- lenskt þjóðerni og Þingvellir. I hverjum kafla er bent á heimildir og vinnuaðferðir sem hentað geta á hverju aldursskeiði. Mörg viðfangs- efnanna eru kjörin til þemavinnu en önnur henta ágætlega í srnærri verk- efni, allt eftir aðstæðum. Höfundar eru kennararnir Guðrún Guðfinna Jónsdóttir og Stefanía Björnsdóttir og byggja þær á hug- myn,dum sem fram komu á fundi með starfsfólki Náinsgagnastofnunar og starfandi kennurunt. Anna Cynthia Leplar hannaði kápu. Alþýöubandalagiö á Reykjanesi AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Reykjanesi verður sunnudaginn 13. febrúar n.k. kl. 13.30 í Stjörnuheimilinu Ásgarði, Garðabæ. Stjórnin Alþýðubandalagsmenn! Stuðningsmenn Arthurs Morthens Við höfum opnað skrifstofu að Laugavegi 3, 3. hæð t.h. Hún er opin eins og. þurfa þykir og alltaf frá hádegi fram á kvöld. Spjall-/skipulagningarfundir kl. 18. Lítið inn og takið þátt í baráttunni. I'ilveran Allt frá jrví ég komst þokkalega til vits og ára hefur það verið skemmtun mín að róta í bæk- lingahrúgum fombókasala. Það er lireint nteð ólíkindum hvað fólk hefur þurft að tjá sig unt og talið að aðrir hefðu áhuga á að lesa unt. Margt af þessu kentur upp á borð á hinum ár- legu bókamörkuðum og virðist lítið hreyfast. AUrahanda mannkynsfrels- arar og skottulæknar rita urn hinar djúpstæðu uppgt'ötanir sínar á öllum sviðunt mannlegs lífs og skilja ekkert í því að lýðurinn skuli elcki skilja sinn vitjunartíma. Þannig man ég eftir að hafa keypt fyrir mörgum árum nokkr- ar bækur og bæklinga um „pýra- mídalogiu“ þar sem sannað var með óyggjandi rökuni að tröppur ein- hverra pýramída í Egyptalandi væru í raun spásögn um vegferð mannsins. Og að sjálfsögðu hafði hingað til stað- ist hvert einasta orð (eða hver einasta trappa) af spádómum pýrantídans. Nú vorurn við á hinum síðustu dögum spádómanna og íslensku jijóðarinnar beið nrikið hlutverk og erfitt en jafir- framt dýrlegur fögnuður þegar það hlutverk væri af hendi leyst. Ekki veit ég almennilega hvað gerðist svo. Ef til vill bara það að þjóðin varð rík í blessuðu stríðinu og vildi frekar halla sér í hægindastóla en á egypskar tröppur. Eg jiarf eiginlega að grafa þessar bækur upp aftur og at- huga hvort pýramídinn hefur ekki sagt eitthvað merkilegt um Utflutn- ingsleiðina. Annars var það ekki þetta sem ég ætlaði að segja frá heldur stórkostleg- ur bæklingur, sem ég fann um daginn í einni fornbókaholunni. Titillinn einn nægði til að ég vissi að hér hélt ég á gersemi: „Arangur reynslu nrinn- ar í dulrænum efrium. Ritað ósjálfrátt hefur Theódóra Þórðardóttir." Ritið er gefið út á Akureyri árið 1929 á kostnað höfundar en hefur ljóslega verið eftirsótt því þetta er önnur út- gáfa. Er heldur ekki að undra þó margir vildu eignast því tveir þeirra sem stýra höndum konunnar að hand- an voru þeir skörungarnir Þorsteinn Erlingsson skáld og Páll Sigurðsson, prestur frá Gaulverjabæ. Auk þess eru þeir mættir til leiks síra Hallgrímur Pétursson, Stephan G. Stephansson, F.gill Skalla-Grímsson og Jón Sig- urðsson forseti. Þorsteinn Erlingsson á kvæði í bók- inni og lætur Theódóra þess getið að einhverjir efasemdargemlingar hafi haft orð á að skáldinu háfi nú heldur farið aftur við að hverfa yfir iuóðuna íniklu. En jiað er ekki svo undarlegt sem ætla inætti: „En þar kcmur nú það, sem fólki gengur illa að skilja, að hér ræðir um samstarf sálnanna að mestu leyti, þótt ltöndin hreyfist líka ósjálfi-átt.“ Rétt er það að erfitt getur verið að skilja þetta, sem þó hlýtur að rnerkja að hér sé um einhvers konar dúett að ræða og þar sein Theodóra kunni ekkert að yrkja en Þorsteinn sé snillingur verði útkoman hálfgert kattarvæl. Eða hvað segja menn uin þetta, sem „Þorsteinn Erlingsson stjórnaði" „Litli þröstur, Ijúfijugl, sem lætur róminn syngja glatt um sumardaginn. Sæti vinur, þú ert laginn. “

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.