Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 14
14 Lágmenningin YIKUBLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 1994 OSEPJANÞI HUNCUR BANDARÍSK SKYNDI- BITA- STADA Sé ekið um bandaríska þjóðvegi líða ekki tíu mínútur án þess að tælandi skilti skyndibitastaða lokki augað. Fjöldi slíkra staða er ótrúlegur og oft eru margir á sömu lóð; einn hamborgarastaður, einn kjúklingabitastaður og einn staður sem selur útvatnaða mexíkóska rétti, jafnvel stundum líka sérstakur vöfflu- staður sem setur beikon og egg eða síróp ofan á samræmdar og fremur vondar vöfflur. Allir þessir staðir selja ódýr- an mat, svo máltíðin kostar innan við 500 krónur á manninn. Geri aðrir betur, enda er þetta forsenda vinsæld- anna, sem og það að fólk veit að hverju það gengur þegar það kem- ur að afgreiðsluborðinu. Skyndibitakeðjurnar samræma eldamennsku og innkaup, þannig að hamborgarar, kjúklingabitar og hvað það nú er líta eins út hvert á land sem farið er og bragðið er það sama. Utþensla bandai'ískra skyndibitastaða ncer til lslands eins og alþjóð er kunnugt og þegar Mc’Donalds var opnaður hér helgaði forsætisráðherru staðinn með andakt- ugu áti. nauðþurítir og hvað er þá notalegra en að setjast sem snöggvast og fá sér nokkra munnbita? Af þessum sökum er því nú spáð að neysla skyndibita muni aukast um tíu af hundraði hið minnsta til aldamóta, ef ekki meira. I fyrra átu Bandaríkjamenn og erlendir ferðalangar í landinu skyndibita fyrir jafhvirði 6300 milljarða íslenskra króna, þannig að eftir miklu er að siægjast fyrir þá sem eiga og reka þessa staði. McDonald's Hamborgarar eru vinsælasta fæða skyndibitafólks og hamborgarkeðjan McDonald's er hin stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Slagorð þeirra, sem hangir á öllum skiltum, er að milljarðar og aftur milljarðar manns hafi notið þjónustunnar. I Bandaríkj- unum er hlutdeild McDonald's í sölu hamborgara 40 af hundraði, en nálg- aðist helming allrar sölu þegar best lét fyrir um það bil tíu árum. Fimmti hver skyndibiti sem er afgreiddur í landinu er frá McDonald's, enda er útbreiðslan ótrúleg og enginn bær nreð bæjum nema hann hafi einn. Meira að segja í Kínahverfinu í San Francisco er McDonald's og sækja hann ekki bara túristar, heldur líka innfæddir, þótt hundruð veitingastaða bjóði kínverskan mat. Þessa stundina eru reknir 9300 McDonald's-staðir í Bandaríkjunum, en 4700 erlendis. Sá stærsti er að sögn í Beijing í Kína og nýtur mikilla vinsælda, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann var opnaður. Æda nrætti að þetta væru nægjan- leg umsvif, en yfirmaður innanlands- deildar fyrirtækisins segir að eftir- spurnin sé svo gríðarleg að hægt væri að opna eitt þúsund nýja staði á ári í Bandaríkjunum einum saman. Eina fyrirstaðan segir hann að séu kröfur fyrirtækisins sjálfs um samræmi í rekstri og eftirlit með gæðum. Stað- irnir eru byggðir samkvæmt stöðluð- um reglum, en rekstrarréttindin eru síðan seld á leigu. Engir mega heldur taka við rekstri McDonald's-staðar fyrr en eftir heilmikið námskeið og staðurinn er undir ströngu eftirliti fyrirtækisins. Sagt er að þar að auld reki þeir einhvers konar hamborgara- háskóla og mun vera nokkuð erfitt að fá inngöngu. Til skamms tíma urðu allir Mc- Donald's-staðir að vera nákvæmlega jafnstórir og taka áttatíu manns í sæti. Enginn má standa. Fyrir fáeinum Már Jónsson árum kom á daginn að þessi krafa stóð -fyrirtækinu fyrir þrifum og nýjasta þenslubragðið er að minnka staðina um helming og láta þá aðeins hafa 5 5 sæti. Byggingarkostnaður hvers staðar lækkar úr 100 milljónum íslenskra króna í 80 milljónir, og munar víst um minna. Jafitframt er nú lögð aukin á- hersla á sölu til fólks í bílum sem nennir ekki að stoppa og vill fá að borða matinn á fullri ferð. Teikningin nýja hefur valdið því að smærri bæir og úthverfi borga fá sinn McDonald’s. Fögnuður íbúa er ávallt mildll og í bænum Marengo í Illinois, skammt ffá Chicago, var komin bið- röð við bílalúgurnar og bílastæðið troðfullt klukkan sex að morgni þegar starfsfólk hóf störf fyrsta daginn. Síð- ar um daginn komu margir aftur og var ekkert lát á vinsældunum þegar síðast fféttist. Hjónin sem reka stað- inn segjast ekki hafa búist við annarri eins örtröð og geta átt von á hagnaði sem nemur yfir tíu milljónum króna á árinu. A þessu ári verður opnaður nýr McDonald's-staður einhvers staðar í Bandaríkjunum á hverjum degi og á næsta ári verða þeir orðnir tíu þúsund að tölu. Flestir þessara nýju staða verða í þartilgerðum byggingum, en öðrum verður komið fyrir í lestar- stöðvum, á stórum hótelum og annars staðar þar sem vitað er að ntúgur manna er á ferli og margir áreiðanlega svangir, jafnvel í stórmörkuðum. Það er önnur nýjung í markaðssetningu fyrirtækisins og sú þriðja að senn verður hægt að fá borgarana senda heim, líkt og á við nú þegar um pizzur í flesmm hlumm landsins. * Otrúleg samkeppni samt En McDonald er ekki einn í heim- inum. Aðrir hamborgararisar eru líka á fullri ferð. Sterkasti andstæðingur- inn er Burger King, sem hefúr orð á sér fyrir bitastæðari og bragðmeiri borgara, en hefúr samt aðeins 16 af hundraði markaðshlutdeildar. Þriðji risinn er Roy Rogers með f2 af Mettast markaðurinn? Fyrir mtmgu árum eða svo var því spáð að nú liði að því að ótrúlegri þenslu á bandarískum skyndibita- markaði færi að Ijúka. Á tímabili virt- ist sem sá spádómur væri um það bil að rætast, en undir lok síðasta áramg- ar gerðist það að skyndibitakeðjur tóku við sér að nýju og hafa magnast með hverju árinu síðan. Fyrir mtmgu árurn voru um 80 þúsund skyndibita- staðir í Bandaríkjunum og tæplega þrjú þúsund íbúar um hvern stað, en nú em staðirnir orðnir nærri 200 þús- und að tölu og íbúar um hvern þeirra um 1400. Ekki hef ég séð tölur um það hversu marga gesti hver staður þarf á degi hverjum, en það er augljóst að fyrst þeir bera sig svona vel hljóta þessir 1500 einstaklingar að borða svona mat oftar en einu sinni eða tvisvar á ári. Útreikningar benda til að hver íbúi eyði doilar á dagí skyndibita, sem gerir eina nráltíð á fjögurra til fimm daga fresti. Og þótt til séu Bandaríkja- menn sem aldrei fara á skyndibita- staði, fara margir vikulega og aðrir daglega, surnir borða jafnvel hvergi annars staðar. Nú er fyrirsjáanlegt að ekkert lát verður á þessari þróun næsm árin. Fólk ferðast meira á milli landshluta í bílum og kýs að snæða með hraði á kunnuglegum slóðum; hleypur á skyndibitastaði úr vinnu í hádeginu og vill frekar komast fyrr heim en að taka lengri matartíma, enda stöðugt fleiri sem þurfa að aka eða sitja klukkutíma í lest í og úr vinnu; æ færri konur vinna heima og þegar fjölskyldan kemur þreytt í hús að loknum strembnum vinnu- og skóladegi er auðveldara að skreppa á næsta McDonald en að hafa fyrir því að elda, að því ógleymdu að skyndibitar eru ekkert endilega dýrari en heima- tilbúin kássa, hvað þá almennileg mál- tíð; loks nota margir orðið helgarnar til að kaupa í matinn og eignast aðrar | Útboö F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir fil- boðum í endurmáfun á fasteignum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. febrúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.