Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 3. FEBRUAR 1994 5 téttarbaráttan tækni var þó horfin þegar hann settist í menntaskóla því þar hófst kunnings- skapur og samstarf hans og Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Síðan hafa leiðir Þórarins og Eimreiðarhópsins svo- nefnda oftast legið samsíða. Þegar Þórarinn kom til starfa hjá VSI vakti hann strax athygli viðsemj- enda sinna fyrir hörku í samningum. Það kom fyrir oftar en einu sinni á fyrstu árum hans í Garðastrætinu að VSI varð að kalla á gamla samninga- refinn Barða Friðriksson til að bjarga málunum efdr að Þórarinn var búinn að keyra allt í hnút. Einria frægust varð deila hans við starfsmenn Mjólkursamsölunnar á sínurn tíma. Síðan var eins og Þórarinn róaðist, eða þá að honum var meðvitað haldið til hlés. Nú er hann kominn á toppinn og enginn til að halda aftur af honum lengur. Og þá getur hann beitt þeim starfsstíl sein honum hentar best. Spurningin er bara sú hvort eða. kannski hvenær hann fer offari. Þá gæti verið að hófsamari menn í röðurn atvinnurekenda sæju að þessi harða lína firamkvæmdastjórans sé ekki endi- lega sú ákjósanlegasta til að verja heildarhagsmuni stéttarinnar. * A öllum vígstöðvum Þórarinn stendur í stéttabaráttu, á því leikur enginn vafi. Aðstæðurnar eru líka hliðhollar honum; vaxandi at- vinnuleysi og velviljuð ríkisstjórn þar sem gömlu Eimreiðarvinirnir sitja á öðrum hverjum ráðherrastól. Það er heldur ekki látið við það sitja að þrengja að réttindum launafólks í veikindum. Eins og Guðmundur Gunnarsson nefndi þá er VSÍ að fara í saumana á öllum samningum. „Þeir eru að beita sínum túlkunum á ákvæði samninga um lögboðinn hvfldartíma, þe. hvenær vinnutíini hefst og hvenær honum lýkur,“ segir hann. Aður er minnst á uppsagnir kaup- tryggingar fiskverkafólks vegna hrá- efnisskorts, en Guðmundur Ómar segir að farið sé að bera á því víða að mönnum er sagt upp fastráðningu en þess í stað 'ooðin lausráðning í ákveð- in verkefni til skamms tíma í einu. Með þessu mótd er fólk svipt rétti til launa í veikindum, það hefur engan uppsagnarfrest og ef það neitar að þiggja lausavinnuna missir það rétt til atvinnuleysisbóta. Það er líka kominn nýr tónn í full- trúa VSÍ á ýmsum vígstöðvum. Sem dæmi má nefna Jafnréttisráð og Kærunefnd í jafnréttismálum. Fyrir skemmstu féll dómur í Hæstarétti í máli kærunefndarinnar gegn mennta- málaráðherra vegna ráðningar í stöðu lektors við Háskóla Islands, en dóm- urinn komst að þeirri niðurstöðu að brotin hefðu verið lög á Helgu Kress þegar hún fékk ekki stöðuna. Fulltrúi VSI í Jafnréttisráði tók þátt í afgreiðslu ráðsins á sínum tíma og stóð ásamt öðrum ráðsmönnum að því að skjóta máli Helgu til dómstóla. En þegar niðurstaðan Var fengin var komið nýtt hljóð í strokk atvinnurek- enda. Fulltrúi þeirra í Jafnréttisráði, lögfræðingurinn Hrafnhildur Stef- ánsdóttir, lét hafa það eftir sér að þessi úrskurður væri ekki endilega konuin til framdráttar. Þetta vakti athygli og margir urðu til þess að spyrja hvort fulltrúi VSÍ sæti í Jafnréttisráði til að stuðla að jafnrétti eða verja þrengstu hagsmuni atvinnurekenda hverju sinni. Sameinaðir stöndum vér... En það verður að segja hverja sögu eins og hún er og þá verður ekki litið ffamhjá því að verkalýðshreyfingin hefur að sumu leyti auðveldað Þórarni að framfylgja sinni línu í kjaramálun- um. Þar er vísað til þess að ýmislegt skorti upp á samstöðu stéttarfélag- anna. Allir vita hvernig samkomulagið hefur verið milli ASÍ, BSRB og BHMR síðustu árin, í það minnsta Þórarinn V. Þórarinsson sem oftar en ekki hefur spilað á þær mótsagnir af mikilli kúnst. Ogmundur Jónasson formaður BSRB nefnir SVR-málið sem dæmi um mál þar sem atvinnurkendur fá frítt spil vegna skorts á samstöðu stéttarfélaganna. Fleiri viðmælendur blaðsins nefndu SVR og sögðu að þar vissu atvinnurekendur nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „SVR skiptir engu máli fyrir þá, en það er alveg sama hvernig það mál fer, VSÍ verður alltaf sigurvegari. Þeir notfæra sér innbyrðis togstreitu verkalýðshreyf- ingarinnar þar sem menn standa í skotgrafahernaði," sagði einn. „Það er staðreynd að innan verka- lýðshreyfingarinnar eru ólíkar áhersl- ur og hugmyndir um það hvaða leiðir eru árangursríkastar í baráttunni gegn atvinnuleysi og aukinni misskiptingu. Þennan ágreining verða menn að horfast í augu við og ræða opinskátt á málefnalegan hátt. En þegar farið er að sverfa að sjálfum grundvelli verka- lýðsbaráttunnar og starfsemi stéttar- félaganna verður hreyfingin að geta sameinast. Eins og raunin varð á úti- fundinum í síðustu viku,“ segir Ög- mundur Jónasson og á þar við úti- fundinn á Austurvelli þar sem launþegasamtökin sameinuðust gegn atvinnuleysinu. Hann tekur undir með kollegum sínum sem áður er vitnað til og segir að það sé merkileg reynsla að upplifa áfergju atvinnurekenda í að rífa niður kjörin hjá launafólki. „Við töldum okkur vera að reyna að koma samskiptum launafólks og atvinnu- rekenda á siðmenntað plan, en nú eru þeir að færa okkur aftur niður á frum- skógarstigið. Og þar er enginn munur á einkafyrirtækjuin og þeim sem eru í ríkiseigu. Við þurfum að útkljá sífellt fleiri mál fyrir dómstólum sem er bæði dýr og heimskuleg leið. Að því leyti hafa atvinnurekendur hag- kvæmnina ekki að leiðarljósi. Hún virðist eingöngu vera í því fólgin að hagræða fólki úr vinnu og rýra kjör þeirra sem eftir eru.“ Björn Grétar vill ekki kannast við að ágreiningur innan hreyfingarinnar standi henni fyrir þrifuin. Staðan sé hins vegar erfið, ekki síst vegna at- vinnuleysisins. „Það kemur fyrir að við erum beðn- ir að beita okkur ekki í tilteknum mál- um vegna þess að menn óttast um at- vinnuöryggi sitt. í þessu ástandi koma allir verstu eiginleikar mannskepn- unnar ffam. Á því verðum við að átta okkur og bregðast við á viðeigandi hátt og það eruin við alltaf að reyna,“ segir Björn Grétar Sveinsson formað- ur Verkamannasambandsins og það látuin við verða lokaorðin. H E I M I L I S L I N A BUNAÐARBANKANS INNGÖNGUTILBOÐ Félagar fá handhœga skipulagsbók og möppufyrir fyármál heimilisins sér að kostnaðarlausu. Þetta tilboð gildir aðeins um takmarkaðan tíma. : i BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Fjölbreyttur sparnaður - einfóld leið. í Spariþjónustu Heimilislínunnar getur þú safnað á einfaldan hátt og valið um ótal ávöxtunarleiðir. , Við millifærum af launareikningi og ráðstöfum sparifénu inn á sparireikninga eða til kaupa á verðbréfum í gegnum nýjan verðbréfareikning Búnaðarbankans. Lágmarksspamaður í Spariþjónustunni er aðeins 3000 kr. á mánuði! Áunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. Bankinn annast verðbréfavörslu, innlausn bréfa og fylgist með útdrætti húsbréfa. Um hver áramót er sent yfirlit yfir stöðuna. Þú getur líka nýtt þér Greiðsluþjónustu Heimilislímmnar. Reikningar eru sendir beint í bankann sem annast greiðslu á réttum tíma. 1/12 af útgjöldum ársins er millifærður mánaðarlega af launai eikningi þínum á sérstakan útgjaldareikning. Ef innstæðan á útgjaldareikningnum dugar ekki einstaka mánuði brúar bankinn bilið með reikningsláni. HEIMILISLINAN - Heildarlausn á Jjármálum einstaklinga

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.