Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 15
VTKUBLAÐIÐ 3. FEBRUAR 1994 11 15 hundraði og loks Wendy's með tíu af hundraði. Smærri fyrirtæki halda um fimmt- ungi markaðarins samanlagt, þar á rneðal Fuddrucker's, sem almennt er viðurkennt að búi til bestu borgarana, enda eru þeir dýrari en hinir og biðin eftir þeim öllu lengri. Hinar ágætu bandarísku matstofur, sem voru áður við þjóðvegi, eru aftur á nióti flestar komnar á hausinn og sjást orðið bara í kvikmyndum. Burger King og Wendy's bxttu við álíka mörgum sölustöðum og Mc Donald's í fyrra og stækkuðu þar af leiðandi hlutfallslega enn meira, Allar þessar keðjur sam- einast í því að borga starfsfólki sérlega léleg laun og yfirleitt banna þær því að vera í verkalýðsfélögum. Samkeppni um kaupendur er hins vegar afar hörð og í vaxandi mæli byggja keppinautar nýja staði í ná- grenni hver við annan, svona líkt og til að storka hinum og styrkja sig. Hark- an í auglýsingum er líka ótrúleg og stöðugt verið að finna upp nýjar leiðir til að tæla nýjar tegundir viðskipta- vina, til dæmis nú síðast einstaklinga sem aka í vinnu og mega ekki vera að því að borða morgunmat og geta kippt með sér einhverju í gegnurn lúgu og haldið áfram að keyra. Fjöl- skyldur eru þó ávallt vinsælasta skot- markið og fá gjarnan mat fyrir börnin næstum ókeypis í trausti þess að hinir íúllorðnu borði mikið. Börnin fá jafn- framt litlar risaeðlur sem hægt er trekkja upp í kaupbæti og geta safnað seríum svo þau heimti að koma aftur á sama stað frekar en á annan. Börn eru mörg svo langt leidd að þau læra fyrst að segja pabbi og mamma, en síðan McDonald's. Hamborgarasalar hafa þó ekki áhyggjur af slíku og allt leiðir þetta væntanlega til stóraukinnar sölu og neyslu, sem aftur auðveldar enn frekari þenslu. Það eina sem getur hægt á enn öfl- ugri árangri í sölu hamborgara er að staðir sem selja annars konar skyndi- bita verði æ vinsælli og kannski með tímanum enn Hnsælli en hamborgara- sjoppurnar. Kjúklingabitar eru sívin- sælir, en sala á þeim hefur víst lítið breyst undanfarin ár. Sama er að segja urn tacos, burritos og nachos frá Texas og Mexíkó, sem seldir eru í keðjurn á borð við Taco Bell, sem er í eigu Pepsi Cola. Verra verður að eiga við sívaxandi vinsældir pizzustaða og samlokustaða sem ábyrgjast röskari afgreiðslu en venjulegir slíkir staðir, til að mynda Pizza Hut, en uin leið mjög gott úrval og fyrirtaks bragð. Nokkrar slíkar keðjur stækka nú mun örar en hamborgarafyrirtækin, eink- um þó í þéttbýli, til að mynda Little Caesar's pizza og Subway sandwich, sem báða vígja nærri tvo nýja staði á degi hverjum. Hætt er við að fleira og fleira fólk leggi leið sína þangað í ffamtíðinni, enda rnargir kannski orðnir leiðir á hamborgurum. Svoleiðis nokkuð á þó aldrei nokkurn tíma eftir að hvarfla að þorra Bandaríkjamanna, sem vilja til- breytingu í hversdagsleikann og ofan í magann sem kostar það sama og upp- fyllir kröfur nútímans unt hraða, fyrir- fram ákvörðuð gæði og fyrirséð bragð. Hamborgarasalar þurfa því varla að örvænta, að minnsta kosti ekki á með- an þeir eiga fullt í fangi með að byggja nýja sölustaði og líklega verður skyndibitasala um ókornna tíð einn öruggasti atvinnuvegur í Bandaríkj- unum. AUir þurfa að borða og flestir hugsa rneira um að borða ódýrt en að borða vandaðan mat. Svo framarlega sem eftirspurn eftir skyndibitum heldur á- fram að aukast, sent allt stefnir í, þurfa eigendur slíkra staða því ekki að hafa áhyggjur af afrakstrinum. Davíðfylgdi m.a.fordœmi Carl Bildtsfors<etisráðherra Svíþjóðar sem hér smjattar á hamhorgurum afekki minni áfergju. Frá ritstjóra Þáttur Vikublaðsins Utboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir til- boðum í endurmálun í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 10. febrúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Itveimur tilskrifúm í Vikublað- inu í dag, öðru eftir Guðrúnu Ágústsdóttur og liinu eftir Gunnlaug Júlíusson, er grein um framboðsmál Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem birtist í síðasta tölu- blaði harðlega gagnrýnd. Beinum efnisatriðum fréttaskýringarinnar er ekki mótmælt heldur beinist gagnrýnin fyrst og fremst að því að málið skuli yfirleitt tekið á dagskrá í blaðinu. Af þessu tilefni þykir mér rétt að gera grein fyrir sjónarmið- um ritstjóra sem fól blaðamanni að skrifa umrædda grein og ber á- byrgð á vali á þeiin sjónarhóli það- an sem horft er. Vald fjölmiðla felst að rniklu leyti í því að ákvarða hvort eitthvert tiltekið mál sé verðugt tilefni fréttar eða ekki. Svo mjög hefur þetta dagskrárvald fjölmiðla gegnsýrt alla þjóðfélagsum- ræðu að helst mætti ætla að orðnir at- burðir hafi ekki gerst nema frá þeim sé sagt í fjölmiðlum. Málið er með öðrum orðum ekki til fyrr en fjölntiðl- ar hafa greint frá þeim og meðan þeir gera það ekki er hægt að láta sem ekk- ert hafi gerst. I báðurn þeirn tilskrifum sem hér urn ræðir er „þáttur Vikublaðsins" orðið eitt meginatriði málsins. Þau endurspegla bæði það viðhorf að ekk- ert „mál“ hafi verið til og því hefði Vikublaðinu verið sæmst að þegja þunnu hljóði. Lesendum Vikublaðs- ins er m. ö. o. vísað á aðra fjölmiðla en sinn eigin til að fá fréttir af þessu rnáli sem þó varðar aðstandendur þess blaðs framar öðrum. Þannig segir Gunnlaugur Júlíusson í grein sinni: „Vikublaðið... leggur mikið pláss undir mál þeirra manna sem sjá fyrir sér hræðilega borgara- styrjöld í Reykjavík ef nota eigi lýð- ræðislegar vinnureglur. Maður veltir fyrir sér hlutverki Vikublaðsins í þessu sambandi sem hreinu flokks- málgagni og hverra hagsmuna slík skrif þjóna.... Eg trúi því tæpast að fé- lagar í Alþýðubandalaginu hafi lagt út í það að stofna blaðið í þeim tilgangi að það hafi frumkvæði að því að blása upp tilhæfulausar frásagnir um illvíg átök innan flokksins.“ Hér er ég sem ritstjóri blaðsins beinlínis sökuð um að hafa frumkvæði að tilhæfulausum- frásögnum um átök innan flokksins. Ég er með öðrum orðum sökuð urn að búa málið til. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem ég neita að sitja undir. Þau „átök“, sem eru tilefhi greinar- innar, hafa orðið fréttaefni í öðrum fjölmiðlum. Stórir prentmiðlar hafa lagt undir það útsíður og þess hefúr verið getið í aðalfréttatímum ljósvaka- miðlanna. Allt þetta gerðist áður en grein Vikublaðsins var skrifuð. Ekkert efnisatriði í frétt Vikublaðsins hafði ekki komið fram annars staðar áður. Helsti munurinn á grein Vikublaðsins og annarra fjölmiðla felst í að í þeirri fyrrnefndu eru beinar tilvitnanir í ýnisa flokksfélaga á landsbyggðinni sem skýra sína afstöðu sjálfir. Að öðru leyti er gætt fyllsta jafnvægis rnilli þeirra tveggja meginsjónarmiða sem fram hafa komið f máli þessu, þau út- skýrð og enginn dómur lagður á mál- • stað hlutaðeigandi. I grein Guðrúnar grillir í járnbenta hótun undir silkislæðu mjúkmælginn- ar og sömu hótun í garð Vikublaðsins má finna í orðum Gunnlaugs. Hana má draga saman með orðunum: Framgangsmáti ritstjóra er í andstöðu við það sem flokksmenn ætluðust til með stofnun Vikublaðsins. Látið er í það skína að hvenær sem er sé hægt að slá blaðið af eða að það verði sjálfgert með því að blaðið verði „bitbein inn- anflokksátaka", svo vitnað sé í orð Guðrúnar Ágústsdóttur. Kemur mér í hug sú nöturlega ályktun sem draga rná af útgáfusögu' Alþýðubandalags- ins, að hefði flokkurinn vald til að drepa fleiri fjölmiðla en sína eigin væri ördeyða á fjölmiðlasviðinu í landinu. Að lokum þetta: Ef fréttaflutningur Vikublaðsins af málum sem þessum á að einskorðast við orðréttar tilvitnan- ir í þegar samþykktar ályktanir flokks- stofnana eða í mesta lagi fárra línu fréttir af væntanlegum fundum og dagskrá þeirra er algerlega út í hött að leita út á almennan vinnumarkað með faglært starfsfólk fyrir blaðið. Þá ætti Flokkurinn að kjósa starfsfólk þess af félagaskrám eftir jafnvel spennandi kosningabaráttu þar sem ffambjóð- endur kynna stefúu sína, og vera til- búinn til að setja það af eins og gildir urn hvert annað flokkslegt embætti. Væri það ekki í samræmi við kröfu Gunnlaugs um hreint flokksmálgagn? Utboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir til- boðum í endurmálun á ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. febrúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984-1 .fl. 1988- 1.fl.A6 ár 1989- 1.fl.D 01.02.94 - 01.08.94 01.02.94-01.02.95 10.02.94 kr. 64.468,70 kr. 26.563,80 kr. 20.671,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.