Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 10. FEBRÚAR 1994 BLAÐ SEM V I T E R ( Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Þjóðráð hf. Auglýsingasími: (91 )-813200 - Fax: (911-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (911-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: FrjálS ijölmiðlun hf. Guðfaðir bræðralagsins Nútímavæðing íslenska samfélagsins felst ekki eingöngu í að aðlaga efnahagslífið breyttum forsendum og sníða fé- lagslega þjónustu að raunverulegum þörfum nútíma Is- lendingsins. Hún felst ekki síst í því að festa í sessi leikregl- ur lýðræðis og virða skráðar og óskráðar siðareglur mennt- aðs samfélags. I þeim löndum sem við berum okkur eink- um saman við sjáum við hið lýðræðislega aðhald þjóðanna í verki þegar stjórnmálamenn eru látnir axla ábyrgð á afglöp- um sínum, óráðvendni og spillingu og við sjáum þá einnig víkja þegar stefna þeirra í veigamiklum málum hefúr beðið skipbrot. Þeir sem trúðu því að Islendingar væru smám saman að hrista af sér leifar konungs- og embættismannaveldis sem sétti sjálft sig ofar lögum og rétti ef því bauð svo við að horfa og tunguskar þá sem leyfðu sér að andæfa hljóta nú að ganga af sinni barnatrú. Við augum okkar blasa afleið- ingar þeirrar stórhættulega blöndu að ríkisvaldið er í hönd- um flokka sem eru ófærir um að veita leiðtogum sínum að- hald og stjórnmálamanna sem ganga lengra en dæmi eru um í nútímasögunni í persónulegri spillingu, taumleysi og einræðistilburðum. Þjóðin hefur horft agndofa á röð siðlausra embættaveit- inga Alþýðuflokks. Þjóðin hefur horft agndofa á ofríki harðsnúinnar klíku innan Sjálfstæðisflokksins í keðju af- skipta af málefhum Ríkisútvarpsins. Þjóðin hefur orðið vitni að vaxandi fjölda dæma um skoðanakúgun af versta tagi þar sem menn hafa ýmist verið settir út af sakrament- inu eða látnir beygja sig í duftið fyrir forsætisráðherra með afsökunarbeiðnina á vörunum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur neitað því í tæpt ár að hafa beitt áhrifum sínum til að koma gauksunga sín- um Hrafni Gunnlaugssyni fyrir í hreiðri Ríkisútvarpsins. Enginn sem man vinnubrögð borgarstjórans Davíðs Odds- sonar lagði trúnað á þær fullyrðingar. Og nú þegar hann stendur frammi fyrir því að afskipti hans af málinu og vinnubrögð öll eru þjóðinni ljós verða tilburðir hans til að snúa sig út úr skömminni slíkir að árangur 10 mánaða vinnu að uppbyggingu nýrrar ímyndar hins flekklausa landsföður fykur á nokkrum mínútum fyrir ffaman sjón- varpsvélarnar. Heitstrengingar forsætisráðherra í garð Olafs Ragnars Grímssonar um að sá fyrrnefndi muni aldrei sitja með þeim síðarnefnda í ríkisstjórn fá góðar viðtökur. Davíð Oddsson á þakkir skildar fyrir að gera þjóðinni það ljóst að besta tryggingin fyrir því að afnema megi völd einkavinaklíkunn- ar sem snýst í kringum persónu Davíðs eins og skósveinar í kringum guðföðurinn er að gera veg Alþýðubandalagsins sem mestan í þeim tvennu kosningum sem ffam fara á næstunni. Það er til lítils að klóra sig út úr digurmælunum með því að vísa til þess að óvíst sé um formennsku Olafs effir landsfund Alþýðubandalagsins í nóvember 1995. Mánuði fyrr mun Sjálfstæðisflokkurinn halda sinn lands- fund og þá verða Sjálfstæðismenn að vera búnir að gera það upp við samvisku sína hvort þeir vilji lúta þeim foringja sem setur bræðralag í ítölskum stíl ofar hagsmunun flokksins og þjóðarinnar. Allt bendir til að Reykvíkingar sparki leifum Davíðsveld- isins út úr Ráðhúsinu í næstu borgarstjórnarkosningum. Og nú hefur Davíð sjálfur tekið af öll tvímæli um það að gulltryggð leið til að losa um heljartök einkavinanna á ís- lensku þjóðfélagi og sparka guðföður þeirra út úr Stjórnar- ráðinu er að ganga til liðs við Alþýðubandalagið. Sjónarhorn Mörkum Ríkisútvarpinu nýjan ramma Kreppa Ríkisútvarpsins, eink- um sjónvarpshluta þess, stafar ekki aðeins af pólitísku þukli ráðherra Sjálfstæðisflokksins heldur og af vanhæfi æðstu yfirmanna þess til að greina rétt frá röngu. Þeir hafa ým- ist með áhrifum sínum eða afskipta- leysi ítrekað séð til þess að drengir úr stuttbuxnaliði flokksins hafa getað leikið sér í dagskránni á kosnað skatt- borgaranna og rýrt verulega traust al- mennings á stofnun sein þeir höfðu trúnað til að vinna fyrir. Til að fjölmiðill geti gegnt hlut- verki sínu þarf starfsfólkinu að líða vel. Skilyrði árangurs er vinnufriður og jafnvægi en ekki síður frumkvæði og sjálfræði starfsmanna til að starfa innan þess ramma sem lög, vinnu- reglur og heilbrigð skynsemi setja á hverjum tíma. Þessi skilyrði hafa því miður ekki að öllu leyti verið fyrir hendi í Ríkisútvarpinu síðasta árið með þeim afleiðingum að miðillinn hefur verið í kreppu. Reynsla síðustu mánaða hvað varð- ar óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af innri málefnum Ríkisútvarpsins er afar fróðleg og lærdómsrík. Hún kennir okkur nauðsyn þess að afhema með einhverjum hætti það tilskipun- arofbeldi sem misvitrir ráðamenn á hverjum tíma geta beitt þessa við- kvæmu stofnun. Einkaeign eða þjóðareign Spumingin er hins vegar hvernig að því skuli farið. Er aðferðin sú, sem frjálshyggjan boðar, að afhenda einkaaðilum þessa eign landsmanna á silfurfati og koma þar með í veg fyrir freistingar ráðherranna? Þá má spyrja á móti: Hvers á meira en 60 ára menningarstofhun og fjölmiðill að gjalda? Ilefur Ríkisútvarpið það til saka unnið að vera lagt niður vegna þess eins að um þessar mundir sitja ráðherrar á stóli sem hvorki kunna mannasiði né virða lög og rétt? Eg er þess fullviss að þjóðin vill hafa Ríkisútvarp líkt og hún vill hafa Landspítala og Þjóðminjasafn. Og ég heimilum í landinu en sé auk þess í beinni samkeppni við aðrar ’ stöðvar um auglýsingatekjur og kostunar- samninga? Stefnumörkun er nauðsynleg er sammála þjóðinni. Ilún veit að risavaxin vídeóleiga á Lynghálsi kem- ur ekki í stað menningarstofhunar og fjölmiðils á borð við Ríkisútvarpið. Að bera þessa tvo miðla saman er eins og að bera saman læknastofú út í bæ og Ríkisspítalana - með fullri virð- ingu fyrir Stöð 2 og Bylgjunni, eink- um fréttastofunni sem er unt margt ágæt. Hitt er annað mál að þar ineð er ekki sagt að fyrirkomulag í rekstri RUV sé hið eina rétta. í þeim efnum er nauðsynlegt að vera stöðugt á verði og hyggja að bestu lausnum. Stofiiun- in er í eðli sínu dýr í rekstri, þar starfa býsna margir starfsmenn og sjálfsagt á hún rétt eins og flest önnur opinber fyrirtæki við Parkinsonlögmál að stríða í einhverjum mæli. Ef við lítum fyrst á reksturinn má spyrja hvort það sé eitthvert náttúru- lögmál að þar á bæ sé rekin sjálfstæð innheimtudeild með tugmilljóna- kostnaði á ári hverju? Mér býður í grun að með nútíma möguleikum í greiðsluiniðlun sé hægt að spara veru- lega fjármurú með öðrum og einfald- ari innheimmaðferðum. Þá er vitað að það kostar RUV gífurlega fjármuni á ári hverju að vera með reksmr á tveimur stöðum og ónýtta aðstöðu í sjónvarpshluta Útvarpshússins við Efstaleiti. Fyrirtækinu er hins vegar ekki gert kleift að ráðast í þann kostn- að sem er samfara flutningi í hið nýja húsnæði. Við sem viljum treysta reksmr Rík- isútvarpsins í sessi og standa vörð um stofnunina verðum líka að spyrja okk- ur hvort það sé með öllu eðlilegt að hún fái í sinn hlut afgjöld frá öllum Mér finnst út af fyrir sig koma til greina að Ríkisútvarpið setji sér önnur inörk hvað varðar tekjur af auglýsing- um, en þá ineð því skilyrði að stofn- unin fái allar þær lögboðnu tekjur sem henni ber. Þar er ég að tala um að- flumingsgjöld af viðtækjum, en þau nema um 180 milljónum króna á ári. Og ég er einnig að ræða um afnota- gjöld þeirra sem njóta uppbótar á elli- lífeyri Tryggingarstofhunar, en þau eru felld niður af RÚV án þess að það fáist bætt. Þar er um 170 milljónir króna á ári að ræða. Samtals verður Ríldsútvarpið af 350 milljóna tekjum á ári, tekjum sem því ber samkvæmt lögum frá Alþingi. Þegar litdð er til þess að Ríkisút- varpið hefur um 520 milljónir króna í auglýsingatekjur á ári, má spyrja hvort mfcnn séu tilbúnir að beita sér fyrir af- námi auglýsinga í Sjónvarpinu gegn því að ríkissjóður bæti RÚV fyrr- greindar 350 milljónir. Með sam- drætti í rekstri vegna minni umsvifa í auglýsingaöflun myndi því smám saman nást sú jafhstaða á milli Ríkis- útvarpsins og annarra stöðva sem al- farið verða að treysta á lykla og aug- lýsingar. Nú er verið að endurskoða lög um Ríkisútvarpið. Pólitískt séð sitja þar í nefhd einungis fulltrúar ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Mér finnst tími til kominn að við hin hefjum á eigin forsendum umræðu um hlutverk, skyldur og starfsaðstæður Ríkisút- varpsins í nútíð og framtíð. Þar er nauðsynlegt að menn festist ekki í stöðnuðum klisjum en gangi til verks- ins með opnum huga. Og þar er að mörgu að hyggja. Höfundur situr í útvarpsráði fyrir Alþýðubandalagið. Valþór Hlöðversson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.