Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 8
8 Háskólinn VIKUBLAÐIÐ 10. FEBRUAR 1994 Blóðugur vigvöílur eða bróðurlegt samstarf? Iþrjú ár hefur Röskva, samtök fé- lagshyggjufólks, farið með völdin í Stúdentaráði Háskóla Islands. Arin þar á undan voru þau í höndum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta. Stúdentaráðskosningar eru á hverju ári og kosið um helming full- trúa hverju sinni. 1 kosningunum sem fara fram í lok febrúar verður ljóst hvort Röskva fær umboð stúdenta til að stjórna fjórða árið í röð eða ekki. Sigur með sex atkvæðum Fyrsti sigur Röskvu 1991 eru lík- lega ein óvæntustu kosningaúrslitin innan Háskólans og jafnvel þó víðar væri leitað. 1990 hafði Vaka unnið sinn stærsta kosningasigur í sögu fé- lagsins en ári síðar sigraði Röskva með sex atkvæða mun. Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri SHÍ og fyrrum fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna segir áherslur Röskvu vera ólíkar áherslum Vöku og að Röskvumeirihlutinn hafi náð fjöl- mörgum mikilvægum nýmælum í gegn undanfarin ár. Hann nefnir t.d. nemendaráðgjöf í hverri deild Há- skólans, en þar gefst nýnemum tæki- færi til að fá aðstoð hjá eldri nemum, og Nýsköpunarsjóð sem settur var á laggirnar sumarið 1992. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni sem stúdentar hafa fengið sumarvinnu við og starfar í samvinnu við fyrirtæki. Hreyfimyndafélagið er nýr kvik- myndaklúbbur stúdenta sem í vetur gekkst fyrir Roman Polansld kvik- myndahátíð. Stjórn Stúdentaráðs hef- ur ekki fengið neina risnu eftir að Röskva tók við og aðhalds er gætt í rekstri. „Við höfum reynt að starfa sérstaklega í þágu stúdenta með börn,“ segir Þorsteinn. „1 vetur tók til starfa barnagæslumiðlun sem á að auðvelda stúdentum að fá pössun. Ilvað varðar lánamálin þá hefur ný- Anna Bima Smebjömsdóttirformaður Vöku segir að betri árangri hefði mátt ná í lánamálunum ef ekki hefði verið leitað til stjómarandstöðunnar á Alþingi. lega verið gerður þjónustusamningur við Lánasjóðinn og nú er skrifstofa SHÍ beinlínutengd við sjóðinn. Stúd- entar geta nú fengið allar upplýsingar á skrifstofu Stúdentaráðs í stað þess að þurfa að fara á skrifstofu LÍN. Lánasjóðurinn er hins vegar að gera inörgum námið mjög erfitt. I janúar hafa á milli 1000-1200 nemendur komið til að fá ráðgjöf. Um 300 hafa lent í vandræðum vegna heilsársnám- skeiða sem lýkur ekki fyrr en með vor- prófi. Sjóðurinn greiðir þeirn nem- dendum aðeins 75% af útreiknuðum lánum þó fólk lifi auðvitað ekki 75 prósenta lífi fram á vor. Það sem uppá vantar verður fólk að fá með banka- lánum.“ Þorsteinn segir barnafólki og einstæðum mæðrum hafa fækkað í kjölfar breytinganna á sjóðnum. Nemendafyrirtæki stofn- að á þessu starfsári Páll Magnússon, formaður Stúd- entaráðs, segir hæst hafa borið á þessu starfsári stofnun neinendafyrirtækis sem hlaut nafhið Hástoð. „Við lögð- um rnikla vinnu og pcninga í stofnun Hástoðar og þannig tókst til að á stofndegi var fjárhagsgrundvöllur fyr- irtækisins tryggður." Hástoð er ætlað að vinna að verkefhum sem tengjast námi stúdenta og eru sambærileg við það sem þeir koma til með að gera að námi loknu. Einnig fá stjórnendur fyrirtækisins reynslu af stjórnun. Páll segir það kenna stúdentum að bjarga sér og leita að verkefnum í stað þess að bíða þeirra. Sem dæmi um verkefni sem nemendur hafa tekið að sér í gegnum Hástoð má nefna könnun á viðhorfi stúdenta tif þjónustu Félags- stofnunar stúdenta, verkefni við tölvukerfi Búnaðarbankans og umsjón með uppsetningu væntanlegs stríðs- minjasafiis á Reyðarfirði. Stúdentaráð: félag eða stúdentaþing ? Helsta deilumál þessa starfsárs inn- an Stúdentaráðs hefur verið hin svo- kallaða frjálsa aðild. Vaka hefur haldið því fram að Stúdentaráð sé félag og því brjóti það í bága við mannrétt- indasamþykktir að skylda alla nem- Páll Magmísson fomiaður Stúdentaráðs segir hclsta j'rtmilag julltrúa Vökufelast í ómálefnalegri andstöðu við mestum hvaða hugmyndir sem er. Myndir Ol.Þ. endur Hl til að greiða gjald til Stúd- entaráðs. Hluti innritunargjalda Há- skólans rennur til Stúdentaráðs til að standa straum af kostnaði við að halda úti þjónustu. Páll segir að stúdentar eigi að vinna saman og hjálpast að. Þeir séu hluti af háskólasamfélaginu og allir eigi að geta sótt til Stúdenta- ráðs. „Háskólayfirvöld hafa tekið und- ir það með okkur að hér sé ekki á ferð- inni skylduaðild að félagi. Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur fengið sambærileg mál til umfjöllunar. Við teljum því engin rök fyrir ffjálsri að- ild.“ Páll bendir einnig á að ef Stúd- entaráð yrði gert að félagi og aðild yrði frjáls þá kæmu tii ýmis tæknileg vandamál, s.s. hvernig velja ætti full- trúa stúdenta, t.d. í stjórn lánasjóðs og Taoistum hefur alla tíð verið meinilla við uppskafhinga sem þykjast yfir aðra hafna í krafti menntimar sinnar og slá um sig með gervidyggðum. Taoistar hafha flókinni þjóðfélags- skipan sem flækja mannleg tengsl og boða afturhvarf til náttúrulegs eðlis. Þar með er ekki sagt að frum- kvöðlar taoismans hafi verið ólæsir almúgamenn heldur voru þeir hámenntaðir menn á mælikvarða síns tíma. Þeir komust hins vegar að þeirri niður- stöðu á grundvelli þekkingar sinnar að einfalt og fá- brotið líf væri happadrýgst. Þessu hefur stundum verið lýst sem svo að höfhun þeirra á visku grund- vallist á visku þeirra. 19. brot úr Bókinni um Veginn Upprætið speki og hafnið visku, þd vœnkast kagur al- þýðu hundraðfalt. Upprætið góðmennska og hafiið sið- ferðisskyldu, þá enduruppgötvar alþýðan sonartryggð og fóðurást. Upprætið klókindi og hafttið gróða, þá hverfa þjófnaðir og rán. En þar sem þetta þrennt er umbúnaður hrekkur það ekki til, heldur verður að veita fólki einhverja staðfestu: Sýnið látleysi og umfaðmið einfaldleikann. Bælið eigin- gimi og takmarkið langanir. * Umritun þýðanda Með því að hafna menntahroka og gervivísindum, má stórbæta kjör almennings. Með því að hafha uppgerðardyggðum (hræsnara), batnar siðgæði al- mennings á grundvelli sterkra fjölskyldubanda. Með því að uppræta kænskubrögð og gróðafi'kn, verða auðgunarglæpir úr sögunni. Þetta þrennt snertir samt bara ytra borðið og rist- ir því ekla nægjanlega djúpt. Það er náusynlegt að gefa fólki eitthvað til að styðjast við: Látlaust yfir- bragð og einfalt hjarta, óeigingirni og fáar vænting- ar. Þýðandi: Ragnar Baldursson yr m rU’ í>iL á fleiri staði sem snúa að ríkisvaldinu. Anna Birna Snæbjörnsdóttir, for- maður Vöku, segir Vöku hafa flutt til- lögu um að skipa vinnuhóp með full- trúum beggja fylkinga f Stúdentaráði sem skoðaði inálið niður í kjölinn. Sú tillaga var felld af meirihlutanum. „Ef teldð er mið af aukinni umræðu um félagaaðild síðustu misseri gætum við í komandi framtíð þurft að horfast í augu við að aðild yrði frjáls. Það er æskilegra að Stúdentaráð og stúdentar hafi frumkvæði í þessu máli sem öðr- uin, skoði kosti og galla, og undirbúi ffjálsa aðild ef af yrði. Með undirbún- ingi og réttri kynningu á SHI gæti þetta orðið ráðinu til góðs. Mér finnst það liggja í augum uppi að SHI er fé- lag. Eg álít það stórt mál að menn skuli vilja líta á SHI sem hluta af stjórnsýslu HI. Ef það er hugsunin hlýtur það að setja ráðið í ákveðna klemrnu. Hvernig eigum við að gagn- ast stúdentum í hagsmunabaráttu og halda frumkvæði í okkar málum? Sjálfstæði og áhrif Stúdentaráðs myndi minnka og það verður skúffa sem rektor getur opnað og lokað. Há- skólayfirvöld hefðu þá hagsmunamál stúdenta í hendi sér. Starfsvettvangur okkar innan Háskólaráðs þar sem stúdentar berjast fyrir mildlvægum málum sem snerta námið beint, t.d. á sviði kennslu og prófmála, yrði þá ansi hæpinn og þeir hefðu lítdð að segja. Þvf finnst mér menn vera að tefla á tæpt vað með slíkum málflutningi.“ Minnihluti - stjómaand- staða? Páll Magnússon segir framlag minnihlutans í Stúdentaráði vera nán- ast elckert annað en að tefja mál og sýna andstöðu andstöðunnar vegna. ,Minnihlutinn virðist telja að hann eigi að vera í stjórnarandstöðu. Vaka var á móti stofnun neinendafyrirtækis í síðustu kosningabaráttu og varaði við stofnun Nýsköpunarsjóðs. A þessu

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.