Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 10. FEBRUAR 1994 Borgmrmáltm Aldraðir í Reykjavík Einkaframtakið í fararbroddi? Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á þeirri þjónustu sem öldruðum er boðið upp á. Áður hafði fólk sem vildi minnka við sig og þurfti kannski á einhverri þjón- ustu að halda varla um neitt að velja nema að flytja inn á elliheimili. Þar voru gjarnan margir saman í herbergi og lítið nœði til einkalífs. Sú breyting sem orðið hefur er ekki síst vegna þess að aldraðir hafa tekið málin í sínar hendur. Samtök þeirra hafa.staðið fyrir byggingu þjónustuíbúða, en borgin hefur byggt félagsmiðstöðvar og séð fyrir þjónustu í tengslum við þær. Nú er miklu meira hugað að því að aldraðir geti haldið sjálfstœði sínu eftir því sem kostur er. Segja má að þjónusta fyrir þann hluta aldraðra sem er nokkurn veginn sjálfbjarga og getur keypt sér þjónustuíbúðir sé orðin nokkuð góð. Þjónustu fyrir þá sem þurfa að leigja sér húsnœði er hins vegar ábótavant og mikið vantar upp á að þörfinni fyrir hjúkrunarrými handa öldruðum sé sinnt. Það er áberandi hve ýmsir einka- aðilar og frjáls félagasamtök hafa átt mikið frumkvæði að framkvæmdum fyrir aldraða. Fyrstu elliheimilin í Reykjavík voru Ilrafn- ista og Grund. Grund er nú rekið af afkomendum Gísla Sigurbjörnssonar sem stofhaði elliheimilið og Hrafnista á vegum Sjómannadagsráðs. Hjúkr- unarheimilin Eir og Skjól eru bæði rekin á vegum sameignarfélaga. Þau fá síðan styrk ffá sveitarfélögunum , sem í þessu tilfelli eru Reykjavík og Sel- tjarnarnes. Síðan eru auðvitað félaga- samtök aldraðra. Helstu samtök þeirra eru Samtök aldraðra sem voru stofnuð árið 1973 í Reykjavík og hafa eingöngu það hlutverk að byggja slík- ar þjónustuíbúðir fyrir aldraða, og Fé- lag eldri borgara sem stendur fyrir fé- lagsaðstoð og tómstundastarfi fyrir aldraða og einnig að byggingu þjón- ustuíbúða. FEB er félagi í Landssam- bandi aldraða, en það er eins konar hagsmunafélag aldraðra. Þær íbúðir sem þessi samtök hafa Iátið byggja eru allar söluíbúðir. Þær henta því aðeins þeim sem hafa efni á að kaupa íbúð, sem því miður eru ekki allir. í tengsl- um við þær hefur Reykjavíkurborg byggt þjónustumiðstöðvar. Málefni aldraðra á eina henai Málefni aldraðra hjá borginni hafa til þessa heyrt undir Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar. Tvær pólítískt kjörnar nefndir hjá borginni hafa farið Inglbjörg Stefánsdóttir með málefni aldraðra, annars vegar Félagsmálaráð Reykjavíkurborgar og hins vegar Byggingarnefnd aldraðra. Að sögn Guðmundar Hrafnkelssonar, sem er einn af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í Byggingarnefnd aldraðra, Olafur Jánsson formaður Landssam- bands aldraðra segir aldrað fólk sœta afarkostum á leigumarkaðnum. liggur nú fyrir frumvarp á þingi um breytingu uin lögum um sveitar- stjórnir þannig að þeim verði nú heimilt að stofna sérstakt öldrunarráð sem færi með málefni aldraðra. Einnig yrðu málefni aldraðra flutt ffá Félagsmálastofnun, líkt og gert var með Dagvistun barna árið 1987. Guð- mundur segir að borgarráð hafi nú þegar samþykkt þessa skipan mála, enda hafi áður gjarnan verið um tví- verknað að ræða í þessum málum hjá borginni. Hin nýja skipan muni ein- falda og bæta alla þjónustu. I ræðu borgarstjóra við ffamlagn- ingu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1994 segir að umsvif öldrunarþjónustu borgarinnar hafi aukist um 40-45% ffá 1989 og að á sama tíma hafi árleg- um vinnustundum í félagslegri heima- þjónustu fjölgað úr 340 þúsund í 550 - 600 þúsund. Ymsar skýringar kunna að vera á þessu. Líklegt er að sumar- lokanir sjúkrahúsa auki þörf fyrir heimaþjónustu sem í mörgum tilfell- um er við fólk sem þyrfti á hjúkrunar- rými að halda. Guðmundur bendir einnig á að aldraðir séu sístækkandi hópur í Reykjavík og þjónustan aukist því að umfangi. „Margt gamalt fólk flytur í öryggið í borginni þegar það fer að þurfa á meiri þjónustu að halda. Einnig eiga margir ættingja í bænum sem þeir vilja vera nálægt þegar aldur- inn fer að færast yfir.“ Guðmundur bendir á að nú séu á annað hundrað Reykvíkingar á elliheimilum úti á Kvikmyndir Sigrún Magnúsdóttir erfiilltnii Fram- sóknatfiokksins í Bygingarnefitd aldr- aðra. „Brýnasta verkefnið mina er að hraða byggingu hjúkrunarheimila. “ að þangað kæmi fólk fyrst og fremst inn til öldrunarlækninga." Sigrún Magnúsdóttir fúlltrúi Fram- sóknarflokksins í Byggingarnefhd aldraðra segir að brýnasta verkefnið sé að hraða byggingum hjúkrunarheim- ila. Nú sé verið að byggja hjúkrunarí- búðir í tengslum við hjúkrunarheimil- ið Eir. Þetta sé nýjung og gert til þess að hjón geti verið saman þó annað þurfi á hjúkrunarrými að halda. „Við í minnihlutanum heföum líka viljað flýta byggingu þess hjúkrunarheimilis sem er verið að reisa uppi í Mjódd.“ Þórir S. Guðbergsson fulltrúi hjá Félagsmálastofnun segir að á annað hundrað manns hafi verið í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrýini í Reykjavík. „Það hefur verið brýn þörf, en þeim öldruðum sem ekki eiga í nein hús að venda fer fækkandi." Þórir segir að öldrunarmálin séu stækkandi mála- flokkur og að svo ntuni verða allt fram til ársins 2030, ef marka megi ntann- fjöldaspár. landi. „Það hafa verið byggð heimili vítt og breitt um landið sem standa jafnvel hálftóm." Nú sé því fólk sem e.t.v hefur búið um áratuga skeið í Reykjavík á elliheimilum á Selfossi og Eyrarbakka. Guðmundur nefnir einn- ig að í mörgum tilfellum séu þjón- ustuíbúðirnar stundarlausnir og oft þurfi fólk að flytja aftur þegar það fer að þurfa meiri þjónustu. Brýnt að hraða byggingu hjákrunarheimila Fjölmargir aldraðir þurfa á vistun á hjúkrunarheimili að halda. Hvað eru borgaryfirvöld að gera til þess að mæta þeirri þörf og hvað líður því að B-álma Borgarspítalans verði tekin í notkun? Guðmundur segir að nú sé Bygg- ingarnefnd aldraðra að skoða bygg- ingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Suður-Mjódd í nágrenni við þær blokkir sem Félag eldri borgara hefur byggt. „Hvað varðar B - álmuna, þá er nokkur hluti hennar nú nýttur vegna öldrunarlækninga. Það stóð alltaf til Þrjú hundruð aldraðir leita aðstoðar Félags- málastofnunar En ríkir neyð hjá gömlu fólki í Reykjavík? Sigrún segir svo vera. Vinstri meirihlutinn 1978-82 lagði einkum áherslu á byggingu leiguíbiiða, segir Sigurjón Pétursson borgarfulltríii Alþýðubandalagsins og þáverandi for- seti borgarstjórnar. Man s Best Friend ★★ Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: Allan Smithee Aðalhlutverk: Ally Sheedy, eitt- hvað pakk og svo hundurinn Fídó Besti vinur mannsins er ein af fyndnústu bíómyndum sem ég hef farið á í langan tíma. Af einhverjum missldlningi auglýsa Laugarásbíó- menn myndina upp sem einhvers konar „hryllingshundsmynd" í ætt við Cujo eftir Stephen King. Hverjar ástæðurnar eru fyrir þeirri rangtúlkun kann ég ekki skil á, því mynd þessi er langt ffá því að líkjast þeirri annars á- gætu mynd. I stuttu máli segir myndin frá ung- um sjónvarpsfréttamanni á frama- braut (Ally Sheedy). Hún ákveður að fjalla um fyrirtæki sem grunað er um ómannúðlegar tilraunir á dýrum. Henni tekst að brjótast inn í tilrauna- stofur fyrirtækisins, taka myndir af öllum ófögnuðinum og stela einum hundi, sem f fyrstu virðist ósköp meinlaus. Því miður, fyrir póstburð- armannin og kött nágrannans, reynist hann mjög geðillur, svo ekki sé meira sagt. Smám saman kemst fféttakonan að því að hundurinn er samtíningur úr alls kyns dýrategundum, þ. á m. kamelljóni (hann getur hreytt um údit eftir umhverfi), blettatígur (hleypur hraðar en bíll á 100 km hraða), eit- Hólmar Þór Filipsson urslöngu (hann mígur eitri sem bræð- ir í sundur brunahana). Þetta, ásamt fleiri hlutum tengdri árásarhneigð hundsins, var eiginlega bráðfyndið og held ég að sjaldan hafi jafn geðvondur bundur birst á hvíta tjaldinu. Leikur og annað þvíuinlíkt var ekki tilþrifamikill enda var hundurinn senuþjófur myndarinnar. Ef myndir um geðvonda hunda verða vinsælar í ffamtíðinni spái ég því að hundur sá er lék í myndinni nái jafn hátt á stjörnuhimininn og Lassý gerði forð- Mrs. Doubtfire ★★ V2 Sýnd í Bíhöllinni og Bíóborginni Leikstjóri: Chris Columbus Aðalhlutverk: Robin Williams, Sally Field, Pierce Brosnan. Það er eins og með aðrar uppskrift- armyndir að misvel er hægt að fara með uppskrift þá sem fara á eftir hverju sinni. í þessu tilviki var fjöl- skyldumyndauppskriftin valin og vann Chris Columbus (Home Alone 1+2, líklega 3 og 4 ef marka má mark- aðsspekinga í Hollywood), sem reyndar er sérfræðingur í myndum af þessu tagi, ágædega úr henni án þess þó að bæta nýjum áður óþekktum kryddjurtum við. Myndin segir ffá leikara nokkrum sem lendir í skilnaði og fær síðan ein- ungis að hitta börnin sín einu sinni í viku. Hann grípur tíl örþrifaráða, svo sterk er löngun hans tíl að hitta þau að hann dulbýr sig sem gainla konu og ræður sig í vinnu sem barnfóstra sinna eigin barna. Eins og við máttí búast leiðir þetta tíl margra misfyndinna at- riða. Leikur Robin Williains (Toys, Fisher King) er alveg hreint ffábær að vanda, og kæmi það mér ekki á óvart ef hann verður eipn af útnefndum leikurum til óskarsverðlauna þetta ári, því án hans væri myndin eins og bragðlaus mjólkurhristingur. Afgang- urinn af leikarahópnum komst vel frá sínu, enda ekki mikils krafist aþþeim. Það má í raun segja að það sem hefji myndina upp úr leiðinlegri meðal-'' mennsku sé stórleikur Robin WiIIi- ams og hvet ég markhóp inyndarinn- ar, fjölskyldur, að bregða sér á mynd- ina. Eg ráðlegg þó „helgarpöbbum“ að velja aðra mynd til að fara með börnin sín á, því að sú bíóferð gæti leitt til óþægilegra spurninga. Sally Field (t.h.) og Robin Williams í hlutverki pabbans sem dulbýr sig scm bam- fóstni til að geta verið nálcegt bómum sínum. Hann sýnir stórleik t myndinni. Striking Distance ★ Sýnd í Laugarásbíó og Stjömubíó Leikstjóri: Rowdy Herrington Aðalhlutverk: Bruce Willis, Sarah Jessica Parker, Dennis Farina. að má með sanni segja að myndin Striking Distance sé ekki meira en 100 volta spennumynd. Þar hittu for- sprakkar beggja bíóhúsanna naglann á höfúðið, því að myndin er að mínu mati langdreginn spennuhundur sem rétt nartar í tána á manni öðru hvoru. Maður hefur séð þessa mynd mörgum sinnum áður, í ólíkum útgáfúm að vísu. Kannski var það leynilögreglu- maðurinn í mér sem hélt mér vakandi, enda var það offar en einu sinni sem mér tókst að giska rétt á framvindu mála næstu mínúturnar. Mér leið eins og Matlock þegar ég gekk út af myndinni. Sarah Jessica Parker (L.A. Story, Honeymoon in Vegas) og Bruce Willis (Moonlight- ing) voru ágæt í hlutverkum sínum. Það var ekki hægt að búast við öðru af Bnice kallinum, enda er hann búinn að leika þetta hlutverk í kaf, í orðsins fyllstu merkingu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.