Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 10. FEBRUAR 1994 Tákn og líkingarmál eru oft notuð í pólitík til að korna skilaboðum áleiðis þegar venjulegri orðræðu verður ekki komið við. Það er misjafnt hversu auðvelt er að ráða í táknræna merkingu orða og atvika og fer það gjarnan eftir því hvort sendandi skilaboðanna ætlast til að aðrir en innvígðir skilji merking- una. I Perlunni um síðustu helgi varð fjöldi manna vitni að magnaðri skeytasendingu utanríkisráðherra til forsætisráðherra á táknmáli sem ber- sýnilega var ætlast til að yrði fólki og fénaði skiljanlegt. Kringumstæðurnar voru eftirfar- andi. Stjórnmálamenn og rithöfundar komu saman fyrir opnum tjöldum til að leggja menningunni lið með því að þeir fyrrnefhdu lásu upp úr verkum þeirra síðarnefndu og spurðu síðan höfundana út í textann. Meðal upples- ara voru Davíð Oddsson forsætisráð- herra sem las upp úr bók Matthíasar Johannessens ritstjóra Morgunblaðs- ins og Jón Baldvin Ilannibalsson ut- anríkisráðherra sent las úr bók Guð- jóns Friðrikssonar um Jónas Jónsson frá Hriflu. Jón Baldvin har niður í hók Guð- jóns þar sem fjallað er um ofsóknir Jónasar á hendur listamönnum en Jónas átti það til að fara hamförum gegn þeim sem hann skilgreindi sem óvini sína. Það var dauðaþögn í gler- hýsinu þegar Jón Baldvin las um of- ríkistilburði Jónasar og viðstaddir skotruðu augunum til forsætisráð- herra sem sýndi engin svipbrigði. Síð- an spurði Jón Baldvin höfundinn útí þessar makalausu aðfarir Jónasar fyrr á öldinni. Guðjón skynjaði út á hvað leikurinn gekk og varpaði spurningunni tilbaka hvort nokkur hætta væri á því nú á dögum að valdamenn hefðu uppi svipaða tilburði og Jónas forðum. Allra augu beindust að Davíð Odds- syni sem setti deyrrauðan. Táknflétt- an var fullkominn. Orðin sögðu eitt en inerkingin var önnur og allir vissu hver hún var. Sigurblikið í augum ut- anríkisráðherra leyndi sér ekki. I þessu ljósi má ef til vill skýra þá stöðu sem koin upp í utandag- skrárumræðum á inánudag um Arth- úrs-Björgvinsmálið og Hrafhsmálið á alþingi, að enginn krati hafði geð í sér að standa upp og verja forsætisráð- herra í málinu. Kratar kalla nú ekki allt ömmu sína þegar að einkavina- væðingunni kemur, en þeirn mun nú gersamlega ofblöskrað hversu langt forsætisráðherra er tiibúinn að ganga til að verja fornvin sinn Ilrafn. Örnólfsmálið svokallaða hefur um stund vikið fyrir Hrafhs- og Arthúrs- Björginvs-málum en getgáturnar uin það hvers vegna Júlíus Hafstein asnaðist til að hreinsa pantað, borgað og óséð leikrit Örnólfs út af hátíðar- dagskrá í tilefni 90 ára afmælis heima- stjórnar og fá „virtasta rithöfund þjóðarinnar", Indriða G. Þorsteinsson til verksins í staðinn - rétt fyrir próf- kjör - halda áfram að stinga upp koll- inum, enda ekki öll kurl komin til grafar í því máli frekar en öðrum. Ein tilgátan sem sett hefur verið fram tengir þessi þrjú mál skemmtilega saman, en hún er í grófum dráttum á þá leið að títtnefndur Hrafn hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Júlíusar. Sú saga er ekki seld dýrar en hún var keypt, en samkvæmt henni á það að hafa verið Hrafn sem tilkynnti Júlíusi að dagskráin yrði ekki send út í sjón- varpinu ef leikrit Örnólfs yrði flutt þar og hann yrði að fá annan til verksins. Sem Júlíus svo gerði eins og frægt er orðið. Landsölumenn Fáir eru jafnhirðulausir almennt uni málfar sitt og menn sem vinna að ferðamálum, og þó einkum þeir sem reyna að lokka út- lendinga hingað tíl íslands. Undanfar- ið hafa þeir með réttu stært sig af því að hafa stóraukið gjaldeyristekjur þjóðarinnar af erlendum ferðamönn- um, þeim hefur tekist betur en nokkru sinni að „markaðssetja" eða hreinlega „selja Island" erlendis, eins og þeir orða það svo smekkvíslega. Ferðaskrif- stofum hefur sem sé tekist að „selja fleiri sætí“ en áður til þeirra sem vilja fljúga „á“ Keflavík (og keyra þaðan „á“ Bláa lónið) og „góð gæði“ ferðanna munu nú vera meiri en nokkru sinni. Eitt af markmiðum ferðasölumanna er að kynna ísland á erlendum vett- vangi sem hreinasta eða „vistvænsta" land heims, þeir vilja veita útlendum mönnum þá ánægju, gegn nokkurri þóknun, að skoða það sem þeir kalla óspillta náttúru (þó efast megi um það hversu óspillt hún er þegar allt er orð- ið morandi í ferðamönnum og öllum tækjum þeirra og tólum). Og eins vilja þeir í „landkynningarsk};ni“ leiða hina erlendu ferðagesti í allan sannleika um aðdáunarverða bókmenntasögu þjóðar sem hefur haldið máli sínu „hreinu" í ellefu aldir. Mestallt landsölustarf þessara manna fer fram á einhvers konar skolla-ensku og skolla-íslensku. Þeir hafa lært markaðsffæði sín í Bandaríkj- unum eða af bandarískum ferðaiðnað- armönnum og hefúr ekki lánast, frem- ur en sumurn starfsstéttum öðruin, að þýða yfir á íslensku það sem þeir hafa lært. Neyðarlegt dæmi í þessa veru má sjá á ferðaþjónustustað einum norður í landi. Þar hefur verið útbúinn heldur grófgerður eldaskáli fyrir tjaldstæðis- gesti og utan á hann málað stórum stöfúm: VIKING GRILL - sem varla nokkur útlendingur áttar sig á og flest- um íslendingum þykir grátbroslegt. Sviðsljós Strák- ar á stöpli -29 dags- verk Eitt verkanna á sýningn Gerðubergs „Karlí- myndin“ Ljósm. Ol.Þ. s Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi hefur undanfarið staðið yfir sýningin „Karlímyndin" með þátttöku 12 karlkyns listamanna. Auk þess hafa tekið þátt í sýningunni 29 gestir, ýmist nemendur úr Myndlista- og handíðaskóla Islands eða nýútskrif- aðir myndlistarmenn. Ilefúr hver og einn hinna 29 gesta sett upp verk sem staðið hefur í einn dag. í þessurn verkum hafa komið fram ýmsar athyglisverðar útfærslur og túlkanir á karlímyndinni og heíúr Menningarmiðstöðin Gerðuberg ákveðið að sýna þau sérstaklega í þrjá daga. Myndverldn eru unnin á hinn fjölbreytilegasta hátt, skúlptúrar, myndbönd, lágmyndir, ready-made og svo mætti lengja telja. Sýningin „Strákar á stöpli" opnar kl. 15 sunnu- daginn 13. febrúar og stendur til og með 16. febrúar. Opið verður til kl. 18 á opnunardaginn en frá kl. 10-22 aðra daga. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá bæjarnafnnafn. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Steinþóra. 1 2 3 4 5~ (o 7 V 7— <7 10 II IZ ji Á = 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É = 7 = F - 8- G = 9 = H = 10 = 1= 11 = í= 12 = J= 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = 0= 18 = °! s? w~ 12 )5 U* ? 17 T8 ý 3 w~ ? d 20 21 10 3 22 5 V 2 15 (p 5 SP 21 (s> Ua (í> Jí> ii S? 20 b 25 S? )i 25 b II % 3 V 20 (? )7 7 7 15 II 2$ ID )? 3 (? II 21* 20 7 27 /9 11 5 S? )Z )5 28 ? S? 23 w~ )0 5 3 II 25 V 5 ID 3 5 15 s? 23 3 H V 11* á> 5 1S (0 3 zz— 17 18 3 5 15- 12 15 18 88. 2 ZD w~ U 22 1Z 7T~ II s? b Ó = 19 = P= 20 = D 11 30 y <? 10 25 31 T 20 6' lö II V 3Í 2o S= 22 = T = 23 = 28 V 8 IS U* V 22 M 12 , 0 W~ T T Zi w— 5 15 T U= 24 = Ú= 25 = 10 3 12 T II 25 31 3 5 31 20 10 T 20 V= 26 = X= 27 = !o 10 31 15 SP IS II 22 W~ 5 6 y 15 )(? Y = 28 = Ý = 29 = 20 II ? 3 3/ 27 32. 21 Æ = 31 = Ö= 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.