Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 Skelfíng meðal sjálfstæð- ismanna í Reykjavík Hugmyndir um að Markús Örn verði látinn víkja úr efsta sæti flokksins Með stuttu millibili hafa tvær skoðanakannanir sýnt afhroð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Sjálfstæðis- menn sjá fram á hrun í borgar- stjómarkosningunum í vor og raddir em uppi um það að endur- skipuleggja lista flokksins til að stöðva fylgisflóttann. Þrátt fyrir mikla athygli sem Sjálf- stæðisflokkurinn og frambjóðendur hans fengu vegna prófkjörs flokksins í janúar þá hafnar þorri kjósenda Sjálf- DAGBLAÐIÐ - VlSIR VERO I LAUSASOLU KR. 140 M/VSK. Skoðanakönnun DV um fylgiö í Reykjavíkurborg: Sameiginlegur listi bakar sjálfstæðismenn - niðurstöður nánast þær sömu og í könnun í janúar - sjá bls. 2 og viðbrögð á baksíðu : •' -- Skoðanakönrnin DVá mánudag er stórkostlegt áfalljyrtr Sjálfstæðisftokkinn og örvcentingarfullar tilraunir verða gerðar til að draga úr jylgistapi flokksins. Borgarbúar hafna stað- setningu dómshússins Mikill meirihluti borgar- búa leggst gegn bygg- ingu nýs Hæstaréttar- húss að baki Landsbókasafhsins og fer skipulögð barátta gegn þessum áformum stigvaxandi. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra segir þessi mótmæli of seint fram komin. „Það er fráleitt að halda því fram að það sé of seint að mótmæla þessu og hætta við framkvæmdir sem em ekki einu sinni hafhar. Fólk sér nú betur og betur hversu fráleitt það er að troða þessu skrímsli á þennan stað,“ segir Svavar Gestsson al- þingismaður í samtali við Viku- blaðið. Umræður um staðsetningu nýs Hæstaréttarhúss voru á dag- skrá þingsins í gær. DV hefur birt niðurstöður skoð- anakönnunar um Hæstaréttarhús við Landsbókarsafnshúsið, þar sem nær 80 prósent þeirra kjósenda í Reykja- vík sem afstöðu tóku voru á móti stað- setningunni. Yfir 61 prósent tóku ein- arða afstöðu gegn staðsetningunni og var greinilegur meirihluti andvígur Hæstaréttarhúsi við ^Landsbókar- safnshúsið meðal stuðningsmanna allra flokka. Allt frá 55 prósent meðal sjálfstæðismanna upp í 73 prósent meðal framsóknarmanna. Þá hafa andstæðingar Hæstaréttar- húss á þessum stað hafið auglýsinga- herferð undir slagorðinu „Komum í veg fyrir menningarslys - það er ekki of seint“. Ýmsir nafntogaðir einstak- lingar rita þar undir áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að endurskoða á- form um staðsetningu hússins þannig að komið verði í veg fyrir skipulags- og menningarslys í hjarta höfuðborg- arinnar. Meðal þeirra 156 sem rita undir á- skorun þessa eru Dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri, Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup, Sverrir Einarsson héraðsdómari, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, Björn l'ryggvason að- stoðarseðlabankastjóri, Helgi Seljan félagsmálafúlltrúi, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi og Guðrún Ögmunds- Svavar Gestsson: Fráleitt að troða þessu skrímsli á þennan stað. dóttir borgarfulltrúi Svavar Gestsson" sagði að hann hefði fyrir nokkru mótmælt þessari staðsetningu hússins á Alþingi og ver- ið með hugmyndir um hvar húsið ætti að vera. „Mér finnst að það ætti að vera á bak við hegningarhúsið við Skólavörðustíg og að gamla hegning- arhúsið verði e.k. inngangur, enda voru dómstólarnir í því húsi í upphafi vega. Það væri því í góðu sögulegu sam- hengi að fara þessa leið. En fyrst og ffemst vil ég vernda gamla Lands- bókasafnshúsið. A sínum tíma var ég einn á þingi á móti því að Hæstaréttur færi þangað inn, ég tel að það eigi að vera safnahús áfram, eftir að starfsem- in flyst í Þjóðarbókhlöðuna. Ég óttast að þegar búið er að troða nýju dóms- húsi á bak við það muni koma fram kröfur um að dómskerfið fái safnahús- ið í kaupbæti,11 segir Svavar. stæðisflokknum. I skoðanakönnun sem DV birti á mánudag mælist fylgi Sjálfstæðis- flokksins 37 prósent en Reykjavíkur- listinn, listi minnihlutaflokkanna, fær 63 prósent fylgi. Skoðanakönnunin gefur Reykjavíkurlistanum 10 borgar- fulltrúa en Sjálfstæðisflokknum 5, en flokkurinn hefur núna 9 borgarfull- trúa. Þessar niðurstöður eru sam- hljóða skoðanakönnun sem gerð var í janúar, eftir að ljóst varð að Reykja- víkurlistinn yrði að veruleika. I Sjálfstæðisflokknum er um það rætt að breyta framboðslista flokksins sem var ákveðinn í prófkjöri fyrir tveiin vikurn. Kjörnefnd flokksins hef- ur cnn ekki skilað af sér en getur lagt til að fulltrúaráð flokksins verði kallað saman til að endurraða á listann. Full- trúaráðið hefur rétt til að breyta nið- urstöðu prófkjörs en það hefur kjör- nefndin ekki. Ýmsar hugmyndir eru uppi meðal sjálfstæðismanna um það hvernig eigi að bregðast við fylgistapi flokksins. Róttækustu hugmyndirnar ganga út á það að víkja Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra af listanum en hófsamari tillögur ganga út á það að skipa nýtt fólk í baráttusæti flokksins. Ókeypis lögfræðiaðstoð: Síminn rauðgló- andi hjá Lögmanna- félaginu s Okeypis lögfræðiráðgjöf á vegum Lögmannafélags Islands einu sinni í viku hófst síðasta þriðjudag og voru við- brögð almennings ótrúlega mikil, að sögn Marteins Más- sonar framkvæmdastjóra fé- lagsins. Sími félagsins hefur verið rauðglóandi og viðtals- tímar næstu tveggja þriðjudaga upppantaðir. „Við gerurn ráð fyrir um 15 mínútum á mann að jafhaði og þá 16 viðtölum hvern þriðjudag, en þau fara frant á milli kl. 16.30 og 18.30 í húsnæði Héraðsdóms í Austurstræti. Það eru tveir lög- rnenn á vakt í einu og til að panta tíma þarf að hringja í Lögmanna- félagið. Og síminn hefúr ekki stoppað." Marteinn sagði of snennnt að segja til um hvaða málaflokkar hvíldu mest á fólkinu. „I fljóti bragði virðist þetta vera blandað, en ég hygg að þróunin sjáist bet- ur eftir 4-5 skipti, hvaða fólk leit- ar helst í þetta og með hvaða málaflokka. En það er ljóst að þörfin fyrir ókeypis ráðgjöf er mildl. Eg hef kannað hversu inargir leita til Neytendasamtak- anna, neytendadeild Tryggingar- eftirlitsins, Félags íslenskra bif- reiðaeigenda og Orators. Bara til þessara aðila leita á milli 1.000 og 1.500 aðilar á ári um ókeypis lög- fræðiráðgjöf og þegar aðrir aðilar bætast við má ætla að þeir hlaupi á þúsundum sem þurfa á svona þjónustu að halda á ári hverju. I þessu sambandi má minna á að Lögmannafélagið hefur í tuttugu ár barist fyrir löggjöf um opin- bera réttaraðstoð, eins og tíðkast í nágrannalöndunum,“ sagði Marteinn. Þorrablót filþýdubandalagsfólks í Reykjaneskjördazmi 19. febrúar kl. 19.30 í Félagsheimili Kópavogs Nú hefur verið ákveðið, kæru vinir og félagar, að koma saman og gera sér glaðan dag á þorranum. Félagar okkar í Kópavogi hafa í áratugi haldið fjörugt þorrablól og í Hafnar- firði og víðar hefur Alþýðu- bandalagsfólk oft skemmt sér vel á þorrablótum. I ár ætlum við að halda sameiginlegt þorra- blót fyrir Alþýðubandalagsfólk í Reykjaneskjör- dæmi og gþsti okkar, skemmta okkur vel, hitta vini og kunningja, fá fréttir af pólitíkinni í öðr- um byggðralögum og stíga dans. •*’ Fjölbreytt og glæsi- legdagskrá. Heiðursgestur: Jónas Arnason, rit- höfundur og fyrrum al- þingismaður Ræðumaður: Guðný Halldórsdóttir, kvikmynda- stjóri og höfundur ára- , mótaskaupsins. Veislustjóri: Heimir Pálsson, söngsnillingurog menningarfrömuður Frábær skemmtiatriði frá Suðurnesjum, Hafnarfirði, Kópavogi og víðar. Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar Verðið er að sjálfsögðu ein- staklega lágt, kr. 1900 fyrir manninn og er þá matur, for- drykkur, skemmtun og dans innifalið. Hægt er að greiða með greiðslukortum og skipta greiðslunni á tvo mánuði. Pantið miða í tíma. Miðapantanir hjá: Valþóri Hlöðverssyni sími 44027, Þóri Steingrímssyni sími 44425, Páli Árnasyni sími 54065, Sigríði Jóhannesdóttur sími 92-12349 Húsið opnar kl. 19:30 og verður þá for- drykkur og viðræður gesta. Borðhald hefst upp úr kl. 20.00 Rútuferð verður skipu- lögð frá Suðurnesjum. Við héldum glæsilega sumarhátíð í Selvoginum. Nú höldum við bráð- skemmtilegt þorrablót 19. febrúar og fyllum félags- heimilið í Kópavogi. Allir velkomnir Alþýðubandalagið Reykjanesi

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.