Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 9
VTKUBLAÐIÐ 10. FEBRUAR 1994 9 Háskolinn eru þó tvær undantekningar. Annar Háskólaráðsfulltrúi Vöku, Hrönn Hrafnsdóttir og Börkur Gunnarsson, formaður funda- og menningarmála- nefhdar hafa unnið vel á sínu sviði.“ Formaður Vöku segir gagnrýni for- manns Stúdentaráðs í garð minnihlut- ans bera vott um starfsþreytu. „Við höfum boðið ffam okkar fulltrúa í embætti en verið hafhað. Embættum fylgir eðlilega vinna og mér þykir leitt ef hún vex Röskvumönnum í augum, en þeir geta þá sjálfum sér um kennt. I nefhdum ráðsins koma fulltrúar fylk- inganna beggja að málunum. I menhtamálanefnd t.d. hafa okkar full- trúar unnið að mótun menntastefnu í samvinnu við hina. Varðandi and- stöðu Vöku innan ráðsins þá hafa allar tillögur sem við höfum haft trú á ver- ið samþykktar. Við vorum hlynnt stofnun nemendafyrirtækis, annað er fásinna, en lögðum áherslu á að vel yrði á málurn haldið við framkvæmd. Auðvitað gagnrýnum við mikið og ýt- um á ntál ef ástæða er tdl. Hlutverk stjórnarandstöðu er á margan hátt mikilvægt. Hún hefur veitt stjórninni mikilvægt aðhald og verið til góðs.“ Erfitt að meta árangur í lánamálum Minnihlutinn í Stúdentaráði hefur gagnrýnt meirihlutann fyrir aðgerða- leysi í lánamálúm. „Við teljum að það hefði verið hægt að ná einhverjum ár- angri með því að beita öðrum aðferð- um,“ segir Anna Birna urn breyting- arnar sem gerðar voru á Lánasjóðn- um. „A þessum tíma var allof lítið gert af því að setjast að samningaborði. í staðinn var stjórnarandstöðunni á Al- þingi beitt í baráttunni og valdhöfum þannig stefht gegn okkur. Við gerð- um okkur grein fyrir að Lánasjóðslög- unum yrði breytt og að þá þróun var ekki hægt að stöðva. Raunhæfum til- lögurn, t.d. um endurgreiðslur lán- anna, hefði mögulega verið komið í gegn.“ Anna Birna segir stjórn Stúd- entaráðs alltof seint hafa reynt að fylkja stúdentum saman gegn breyt- ingunum og að strengir stúdenta hafi ekki verið nægjanlega stilltir saman. Páll tekur ekki undir þetta en segir erfitt að meta árangur. Vel geti verið að hægt hafi verið að gera hlutina öðruvísi. „Við teljum okkur hafa hald- ið úti málefhalegri og kröftugri bar- áttu gegn nýjum lögum um Lánasjóð- inn. Allt ffá því að þau voru samþykkt höfum við margkallað á breytingar og viðræður við ríkisvaldið um afleiðing- ar þessara laga. Mér finnst námsmenn hafa stutt við bakið á okkur og finn ekki að þeir séu óánægðir með að- gerðir okkar. Fólk er náttúrulega óánægt með meðferð þessarar ríkis- stjórnar á málefhum Lánasjóðsins." Unnið í sátt og samlyndi Anna Birna telur samstarfið hafa verið ágætt í vetur og átök fylking- anna í Stúdentaráð vera orðum aukin. „Báðar fylkingarnar eigi að vera að berjast fyrir sömu hlutum, hagsmun- um stúdenta. I einstökum málum er áherslumunur og stundum er deilt um leiðir en þegar á heildina er litið er unnið í sátt og samlyndi. Vaka hefur lagt áherslu á að stofna vinnuhópa um ákveðin mál og í vor var unnið sam- eiginlega að tillögum í lánamálum og það gekk eins og í sögu.“ Heimóttarlegur háskóli eða á heimsmælikvarða A undanförnum misserum hefur verið skorið niður víða í menntakerf- inu og hefur Háskólinn ekki farið var- hluta af því. „Fólk gerir iniklar kröfur til Háskólans ogvill að hann stuðli að nýsköpun en samt sem áður finnur maður ekki nógu mikinn stuðning við námsmenn eða Háskólann," segir for- maður Stúdentaráðs. „Háskóli á heimsmælikvarða kostar peninga og taka verður ákvörðun um hvort eigi að halda úti alvöru háskóla með öflugu rannsóknastarfi eða ekki. Þjóðinar í kringum okkur auka hinsvegar fjár- framlög til menntunar og vísinda í heimskreppunni." Við fjárlagagerðina í haust lagði menntamálaráðherra til að skólagjöld yrðu hækkuð en Stúdentaráð brást hart við, ályktaði um málið og sendi öllum þingmönnum bréf og ekkert varð úr hækkun skólagjalda. Frum- varp um fjöldatakmarkanir lá fyrir þingi í vor og voru fulltrúar stúdenta kallaðir á fund þingflokks Alþýðu- flokksins ásamt fylgismönnum fjölda- takmarkana innan Háskólans. Eftir þennan fund hafnaði þingflokkurinn frumvarpinu. Páll segir fjárveitingu Háskólans vera að raungildi þá sömu og 1988 en á sama tíma hefur námsbrautum Há- skólans fjölgað. „Val innan náms- brauta hefur verið takmarkaað og Bergþór Bjarnason stúdentar geta ekki valið á milli nám- skeiða og þannig sniðið nám sitt að eigin áhugasviði. I líffræði svo dærni sé tekið geta nemendur á lokaári ekki útskrifast því þar eru ekki nógu rnörg námskeið í boði til að uppfylla þann einingafjölda sem ,til þarf. Nemend- um seinkar þvf um um hálft til eitt ár í námi. Háskólinn er nt.ö.o. að staðna og þó svo að verkfræðideildin hafi ný- lega fengið alþjóðlega viðurkenningu er hætt við að með sama áframhaldi muni Háskólinn ekki standast sam- keppni við erlenda skóla í fyrirsjáan- legri ffamtíð. Engar breytingar eru sjáanlegar, t.d. eru fjárveitingar til Háskólans óbreyttar á árinu 1994.“ Marktæk kosningaspá? Stundum hefur verið litið á úrslit í Stúdentaráðskosningum sem fyrir- boða í öðrum kosningum og að í Há- skólanum verði fyrst vart væntanlegra sveiflna til hægri og vinstri. Árið 1990 vann Vaka sinn stærsta kosningasigur í sögu félagsins. A sama tíma var hluti minnihlutaflokkanna í borgarstjórn að reyna að sameina krafta sína sem leiddi af sér stofnun Nýs vettvangs. Allir muna hvernig borgarstjórnarkosningar fóru það ár- ið. Ári seinna sigraði Röskva í fyrsta skipti og kosningar til Alþingis vorið 1991 þóttu fara verr fyrir Sjálfstæðis- flokkinn en við var búist þrátt fyrir að þær leiddu af sér þá ríkisstjórn sem nú situr. Reyndar er athyglisvert að inn- an Háskólans hefur félagshyggjufólk starfað saman í sex ár, nokkuð sem ekki hefur tekist annars staðar. Nú er aftur komið að borgarstjórn- arkosningum og minnihlutaflokkun- um í Reykjavík hefur tekist að sam- eina krafta sína. Því er spennandi að sjá hvort lesa megi út úr Stúdenta- ráðskosningum spá um úrslitin í kosn- ingum til borgarstjórnar nú í vor eða hvort stúdentapólitíkin lúti öðrum lögmálum en stjórnmálin utan veggja HI. S T Æ R S T I VERÐBRÉFASJÓÐUR Á ÍSLANDI Einingabréf 2 - kostirnir eru ótvírœbir: • Einingabréf 2 eru eignarskattsfrjáls sjóöur sem fjárfestir í ríkisveröbréfum • Einingabréf 2 báru 14,21% ársávöxtun á árinu 1993, eöa 10,9% raunávöxtun • Einingabréf 2 má innleysa hvenœr sem er • Einingabréf 2 henta vel í reglulegan sparnaö Bréfin fást hjá eftirtöldum abilum: Kaupþingi hf., Kaupþingi Noröurlands hf., sparisjóbunum og Búnabarbanka Islands. SPARISJOÐIRNIR BUNAÐARBANKINN KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringluntti 5, sírni 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðanna KAUPÞING H F. - F RAM T í Ð A RÖ RYG G I í FJÁRMÁLUM

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.