Vikublaðið - 10.03.1994, Síða 5
I
VIKUBLAÐIÐ 10. MARS 1994
Umkeimiirinn
5
Einkav œ ðingin
og ólétta konan
hans Villa
“3T "T"eitingasalurinn Kornhlaðan
% / var ekki sérlega þéttsetinn í
\ síðustu viku þegar þar var
haldinn opinn fundur á vegum Lands-
málafélagsins Varðar og Sambands
ungra sjálfstæðismanna uni einkavæð-
ingu. Þar voru þó öllu fleiri en hinir
sem komu til að hlusta á Steingrím
Hermannsson viðra skoðanir sínar á
Seðlabankanum að Holliday Inn. Sér-
staklega saknaði blaðamaður Viku-
blaðsins þess að sjá ekki Hannes
Hólmstein á einkavæðingarfundinum.
Þar var nefnilega lesið upp úr bréfi
Hannesar og Friðriks Friðrikssonar,
en þeir eru með ífjálshyggjutímaritið
Efst á baugi á sínum herðurn. Bréf
þetta var meðal annars sent ríkisfyrir-
tækjum og þau beðin um skilning og
velvild í formi hálfrar milljón króna
auglýsinga, enda ónóg eftirspurn eftir
tímaritinu. Vikublaðið greindi frá
upplestri þessum í síðustu viku.
A fundinum sjálfum voru frummæl-
endur þeir Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra, Ogmundur Jónasson
formaður BSRB, Steingrímur J. Sig-
fusson þingmaður Alþýðubandalags
og Vilhjálmur Egilsson þingmaður
Sjálfstæðisflokks og framkvæmda-
stjóri Verslunarráðsins. Fundinum
stýrði síðan Oli Björn Kárason, náinn
samverkamaður þeirra Hannesar
Hólmsteins og Friðriks Friðrikssonar.
Við skulum stikla á stóru í framsögu-
ræðum fjórmenninganna.
Friðrik: Hvar enda þessi
ósköp?
Friðrik Sophusson sýndi glærur um
útþenslu ríkisins ffá 1945. Hlutfall
opinberra starfsmanna var um 6%
árið 1945, var 9,6% árið 1965, fór í
13,9% árið 1975 og var kornið í
19,8% í fyrra. A sama tíma fóru út-
gjöld hins opinbera sem hlutfall af
vergri landsfrainleiðslu úr 21,2% árið
1945, í 29% árið 1965, var komið í
38% árið 1975 bg var 37,9% í fyrra.
„Þetta er mjög löng þróun sem flest
lönd hafa verið að takast á við. Þegar
maður lítur á þessar tölur spyr maður
sjálfan sig: Hvar enda þessi ósköp?“
spurði fjárinálaráðherra. Hann benti á
að þrátt fyrir allt tal um niðurskurð
væru inenn nú rétt að halda í horfinu.
Friðrik nefndi af því sem meðal
annars væri framundan sérstaka þjón-
ustusamninga sem gerðir verða við
ríldsstofnanir, sem aftur fengju aukið
sjálfstæði. I því 'sambandi yrði haft
fullt samráð við stjórnendur og starfs-
fólk þessara stofnana.
Friðrik nefndi auk einkavæðingar
með sölu ríkisfyrirtækja þann hag sein
ríkið hefði af útboðum, en þau hefðu
sl. 6 til 7 ár að líkindum sparað ríkinu
um 12 milljarða króna, þar af um 5
milljarða hjá Vegagerðinni. Þá tiltók
Friðrik þau ríkisfyrirtæki sem nú væru
á forgangslista vegna sölu; Lands-
bankann, Búnaðarbankann, Iðnlána-
sjóð, Iðnþróunarsjóð, Fiskveiðasjóð,
Sementsverksmiðjuna og Áburðar--
verksmiðjuna. Hann sagði ekki á döf-
inni að selja RÚV.
Ogmundur: Forsenda
einkavœðingar er lækkun
launa
Ögmundur Jónasson sagði að tölur
um hlutfall opinberra útgjalda og
Steingrímur J. Sigfusson: Dœmið um
Bifreiðaskoðun sýnir að einkavceðing á
einokitn leiðir af sér verri og dýrari
þjónustu.
fjölda opinberra starfsmanna yrðu að
skoðast í samhengi. Hann nefndi að
38% opinber útgjöld hér á landi væri
svipað og gerðist í Bandaríkjunum og
Japan, en hlutfallið væri 50% í Noregi
og líklega 65% í Svíþjóð. Varðándi
fjölda opinberra starfsmanna yrðu
menn að svara spurningunni: Er þetta
fólk að vinna gagn?
Ögmundur sagði að afstaða BSRB
til einkavæðingar mótaðist annars
vegar af hagsmunum félaga í banda-
laginu og hins vegar væru hlutirnir
skoðaðir í víðara þjóðfélagslegu sain-
hengi. Hann sagði að einkavæðing
hefði yfirleitt komið vel út fyrir topp-
ana. En fyrir hinn almenna starfs-
mann hefði hún þýtt kjararýrnun og
fækkun starfa.
Ögmundur dró fram ýmis skjöl er
sýndu að markmiðið með einkavæð-
ingu væri fyrst og fremst að skera nið-
ur laun. Tók hann sérstaklega dæmi af
unjirbúningnum undir S\TI hf. Þar
hefði verið gert ráð fyrir að borgar-
sjóður greiddi starfsmönnum SVR
„aðlögunaruppbót í 2 ár“ þannig að
þeir héldu sömu launum á „aðlögun-
artímanum“. Ogvarðandi lífeyrisrétt-
indi hefði Verðbréfasjóður Islands-
banka stungið upp á að ef sú leið yrði
farin að borgarsjóður gréiddi starfs-
mönnum S\Tl hf „umframiðgjöld“ til
Ogmundur Jónasson: Einkavœðing
hefur komið vel út fyrir toppana, en
jýrir almenna starfsmenn þýðir hún
kjararýmun ogfiekkun starfa.
að bæta skerðinguna á lífeyrisréttind-
um væru það hagsmunir borgarinnar
að sú „leiðrétting yrði tímabundin“,
t.d. 5 eða 10 ár.
1 þessu felst grundvallarforsendan,
að laun og réttindi myndu skerðast,
sagði Ögmundur. Hann sagðist ann-
ars líta öðrum augum á einkavæðingu
samfélagsþjónustunnar en einkavæð-
ingu fyrirtækja á borð við SR-Mjöl,
Gutenberg eða Ferðaskrifstofu ríkis-
ins. I þeim dæinurn ætti einkavæðing
sjálfsagt rétt á sér, en þá væri ástæða til
að spyrja hvort kaupendum væru rétt
fyrirtækin á silfurfati. „En það á ekki
að vera hægt að kaupa sig inn á sjúkra-
húsin og skólana. Verst af öllu er þeg-
ar samfélagsþjónusta er rétt í hendur
einkaaðila án þess að markaðslögmál-
um verði koinið við.“
Steingrímur J.: Bifreiða-
skoðun klúður og SR gjöf
Steingrímur J. Sigfússon lagði
áherslu á að menn ættu að ræða einka-
væðingu án ofstækis. Hér á landi væri
einkavæðing e.k. tískubylgja, sem
hjaðnað hefði í öðrum löndum.
Thatcher væri fallin og nú mest talað
um mistökin hennar. Reagan og Bush
væru fallnir. I Nýja-Sjálandi hefði
verið gerð róttæk tilraun og væri að-
dáunin á henni óðum að dofna. IJt-
komatL á einkavæðingu hefði víðast
hvar verið hin sama; ef farið var af stað
yfirvegað hefði árangur náðst, en of-
stæki og flýtir hefðu iðulega leitt til ó-
farnaðar.
Steingrímur fjallaði sérstaklega um
Bifreiðaskoðunina sem dæmi um
klúður \áð einkavæðingu. Þar hefði
einokunarfyrirtæki verið einkavætt og
væri þetta „einkafyrirtæki" í þeirri
dæmalausu stöðu að ef kúnnarnir
kæmu ekki sjálfir kæmi lögreglan með
þá! „Þetta er einhver hrikalegasta
hörmungasaga sem lengi hefur gengið
yfir,“ fullyrti Steingrímur.
Hann nefndi tölur um að bifreiða-
skoðun venjulegs bíls hefði hækkað
um 292% milli áranna 1988 og 1990,
endurskoðun stærri bifreiðar hefði
hækkað á sama tíma um 217% og sér-
stök skoðun á breyttri bifreið um
195% (innskot blaðamanns - þarna er
ekki gert ráð fyrir verðbólgu. Raun-
hækkunin varð 112% til 181%).
Hann varaði við öðru ldúðri sem gæti
Vilhjálmur Egilsson: Efmaður taldi að
btllinn sinn slyppi ekki í gegnum skoð-
un þá auðvitað sendi maður konuna
sína með btlinn.
verið í uppsiglingu, en það er einka-
væðing Lyfjaverslunar ríkisins.
Þá nefndi Steingrímur að sala SR-
Mjöls hefði verið klúður og kaupend-
urnir fengið fyrirtækið afhent á gjafa-
prís. Ríkið hefði tekið á sig 540 millj-
ónir af skuldum fyrirtækisins og selt
það síðan á 725 milljónir. Ríkið fengi
þannig nettó 185 milljónir króna fyrir
fyrirtæki sem metið væri á 2,5 millj-
arða. Og gróði fyrirtækisins á fyrsta
ári yrði vonandi ekki minni en 250 til
300 milljónir króna. Hann tiltók sem
viðlíka klúður söluna á Islenskri end-
urtryggingu, sem hefði í verðbréfum
og slíku átt meira en sem nam sölu-
andvirðinu.
Steingrímur nefndi eins og Ög-
mundur að til væru tilvik um vel-
heppnaða sölu á ríldsfyrirtækjum.
Ilanp tiltók Jarðboranir ríkisins,
Ferðaskrifstofu Islands og taldi á-
stæðulaust að ríkið væri í prentverki
og átti þar við söluna á Gutenberg.
„Aðalatriðið er að þessi stefna sé
ekki rekin á trúarbragðagrunni og
þróist frekar upp í einka-vina-væð-
ingu. Það er vandaverk að einkavæða
og það sést kannski best í því að þessi
ríkisstjórn ætlaði að hafa einn milljarð
upp úr sölu ríkisfyrirtækja, en fékk
ekki nema um 100 milljónir.“
Vilhjálmur: Nú er bíllinn
nánast hristur í sundur
Vilhjálmur Egilsson framkvæmda-
stjóri Verslunarráðsins, Siglfirðingur
og þingmaður, tók til máls.
Hann rifjaði upp ástandið á Siglu-
firði fyrir 20 árum. Þar hefðu verið
þrjú stór ríkisfyrirtæki, Sigló, Þor-
móður Rammi og Síldarverksmiðjur
ríkisins. Þá var bærinn í miklum erfið-
leikum, sein annars vegar stöfuðu af
hvarfi síldarinnar og hins vegar að allt
einkaframtak vantaði. (Steingrímur J.
Sigfusson taldi ástæðu til að minna
Vilhjálm á að kíkja lengra aftur í tím-
ann: að þegar síldin hvarf hafi einka-
framtakið pakkað saman og farið. Því
svaraði Vilhjálmur engu). Vilhjálmur
sagði að síðan hefðu þessi þrjú ríkis-
fyrirtæki verið seld af Alberti Guð-
mundssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni
og þeim Friðrik og Þorsteini Pálssyni.
„Þetta voru að sönnu allt ákaflega
umdeildar sölur, en bragurinn á
Siglufirði er allt annar í dag. Þeir
standa á eigin fótum og Siglufjörður
er nú eitt myndarlegasta sjávarplássið
í landinu."
Vilhjálmur viðurkenndi að einka-
væðing Bifreiðaskoðunarinnar hefði
„að hluta til mistekist“, en þá mætti
ekki gleyma því að kröfur til fyrirtæk-
isins hefðu snarbreyst og fyrirtækinu
gert að fara út í stórauknar fjárfesting-
ar. „Þið vitið alveg hvernig þetta var í
gamla daga þegar Biffeiðaskoðun rík-
isins var og hét. Ef maður taldi það að
bíllinn sinn slyppi ekki í gegnum
skoðun þá sendi maður bara konuna
sína með bílinn. En í dag eru bílarnir
nánast hristir í sundur í þessum græj-
um þarna (frammíkall: Eins gott að
hafa konuna ekki í bílnum!). Allavega
ekki ólétta!“
Vilhjálmur nefhdi að þjóðfélagið
hefði þróast í átt til auldns frjálsræðis
og jafnvel væru ýmis ríkisfyrirtæki,
sem áður stunduðu skömmttin, farin
að reka sig á viðskiptalegum grund-
velli. „Ég get rifjað það upp nú, það
gerir ekkert til því það er svo langt um
liðið, að þegar við hjónin vorum ný-
gift 1974 þá langaði okkur í brúð-
kaupsferð til Kanaríeyja. Og af því að
við áttum þess ekki kost að fara oít í
brúðkaupsferð vildum við gjarnan
hafa þetta 5 vikna ferð en.ekki 4 vikna.
En þá var gjaldeyrir skammtaður. Og
það var bara fyrir það að Ragnheiður
Hermannsdóttir frænka mín var í
Landsbankanum að við fengum auk-
inn gjaldeyrir. Og þetta varð til góðs,
því hjónabandið er ennþá í góðu
gengi,“ sagði Vilhjálmur, viðstöddum
til ómældrar kátínu.
Fjármálaráðhen a saknar
skatta hins nýja hluta-
félags
I almennum umræðum á eftir kom
meðal annars fram hjá Guðmundi
„Lobba“ Ólafssyni hagfræðingi að
það væri fyrst og fremst praktískt at-
riði hvar draga ætti mörkin varðandi
hlutverk ríkisins. „Eg tel lítið unnið
með einkavæðingu sem byggist á pils-
faldakapítalisma eða á sósíalisma djöf-
ulsins,“ sagði Guðmundur en undir-
strikaði þá skoðun sína að einkarekst-
ur ætti alltaf við og ríkisrekstur ætti
alltaf að vera undantekningin.
Friðrik fjármálaráðherra sagði um
hugsanlega kaupendur ríkisbanka og
annarra ríkisfyrirtækja, að þar hefðu
lífeyrissjóðirnir lítt verið nefndir.
„Þeir eru árlega með tt'o milljarða í
ráðstöfunarfé. Það hlýtur að vera á á-
byrgð þeirra að halda uppi atvinnulíf-
inu,“ sagði Friðrik.
A fundinum beindi Haraldur í
Andra fyrirspurnum til Friðriks vegna
sölunnar á SR-Mjöli, en Friðrik forð-
aðist að ræða það mál þar eð Haraldur
hefði stefnt sér út af sölunni. En hann
sá ástæðu til að nefna sérstaklega að
vegna þess hvernig efnahagsreikning-
ur hins nýja hlutafélags væri bygggður
upp væru engar líkur til þess að fyrir-
tækið sldlaði sköttum á næstu árum.
Saknaði hann þess að fá ekki skatt-
greiðslur þaðan.
Loks má nefna að Steindór Hálf-
dánarson, kaupandi Gutcnberg, sat
fyrir svörum og upplýsti aðspurður að
um 60 til 70 prósent af sölu fyrirtækis-
ins væri til hins opinbera.
Friðrik Þnr Guðmundsson
Friðrik Sophusson: Salan á SR vissulega umdeilanleg. Saknar skattgreiðslna frá
hinu nýja hlutafélagi.