Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Page 7

Vikublaðið - 10.03.1994, Page 7
Dagsbrún sér um sína! Verkamannafélagib Dagsbrún vekur athygli verkafólks á því aó til aó öólast fullgilda aöild aó Dagsbrún þarf aó undirrita formlega inntökubeióni. Fullgild aöild borgar sig. Skrifstofa Dagsbrúnar veitir alhliða upplýsingar og þjónustu varðandi réttinda- og kjaramál félagsmanna sinna. Félagib skerst í leikinn ef brotib er á verkamönnum og veitir alla þá aástoð sem möguleg er. I Ekkert verkalýásfélag í landinu hefur tryggt sína félagsmenn betur. Allir starfandi Dagsbrúnarmenn, 70 ára og yngri, eru slysa- og líftryggöir allan sólarhringinn. Falli v Dagsbrúnarmaður frá vegna slyss í vinnu- eða frítíma, eru dánarbætur hans nú samtals allt að 2,9 milljónir króna. Ororkubætur eru greiddar eftir mati - til viðbótar greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins. A skrifstofu Dagsbrúnar veita sérfræðingar Landsbanka Islands alhliða fjármálaráðgjöf alla fimtudaga kl. 14-17 - félagsmönnum að kostnaðarlausu. Á skrifstofu Dagsbrúnar er lögmaður félagsins til viðtals og ráðgjafar alla þriðjudaga kl. 1 3-1 7 - félagsmönnum að kostnaðarlausu. Á skrifstofu Dagsbrúnar verður félagsmönnum veitt aðstoð nú um helgina við að telja fram til skatts - þeim að kostnaðarlausu. Fyrir jólin greiddi Dagsbrún hátt í 400 atvinnulausum félagsmönnum desemberuppbót, eins og þeir hefðu verið í vinnu. Samtals voru greiddar tæplega 3 milljónir króna á þennan hátt. Styrktarsjóður Dagsbrúnarmanna greiddi einnig um 200 öldruðum og sjúkum félagsmönnum, sem ekki hafa fastar tekjur, liðlega 2,2 milljónir króna fyrir jólin. Dagsbrún á og rekur 1 8 orlofshús víðsvegar um landið, sem leigð eru félagsmönnum bæði sumar og vetur. Styrktarsjóður Dagsbrúnarmanna greiðir félagsmönnum, sem missa tekjur vegna slysa og/eða veikinda, sjúkradagpeninga sem eru umtalsvert hærri en greiddir eru af Tryggingastofnun ríksins. Greitt er frá fyrsta degi - og í allt að 300 daga í sérstökum tilfellum. Ennfremur eru greiddir styrkir vegna endurhæfingar og fyrirbyggjandi aðgerða af ýmsu tagi. Fræðslusjóður Dagsbrúnar tekur þátt í að greiða kostnað við ýmis námskeið, s.s. vinnuvéla- og meiraprófsnámskeið. Styrktarsjóður Dagsbrúnarmanna greiðir bróðurpartinn af útfararkostnaði félagsmanna. Leitió nánari upplýsinga á skrifstofu félagsins, Lindargötu 9, Reykjavík, sími 25Ó33. Daesbrúnarmenn! íDAGSBRUNI ^ Tryggið réttindi ykkar með fullri félagsaðild.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.