Vikublaðið - 10.03.1994, Page 9
VIKUBLAÐIÐ ÍO.MARS 1994
Umheimurinn
9
Tveir gamlingjar selja sígarettur á dyraþrepi. Örbirgðannynd sem gceti veri tekin
hvar sem er í þriðja heiminum.
Órtröð var á bókasýningunni og mikið spjallað í básunum.
Einkavœðing: Til starfs-
manna, ekki jjármagns-
eigenda
Fleiri lögum hefur verið breytt sem
varða þætti er voru teknir í arf frá kap-
ítalismanum, sem sigrast var á en
héldu innreið sína aftur á yfirstand-
andi erfiðleikatímabili. Dæmi um slíkt
er fæðuffamleiðsla og eignaafstæður í
iandbúnaði.
Þar sem landbúnaðarverkamönn-
um var úthlutað jarðnæði strax eftir
byltinguna 1959, var þeim gert kleift í
seinni jarðnæðisumbótum að stofna
samyrkjubú eða starfa á ríkisjörðum.
Meirihluti þeirra sem lifðu af landsins
gæðum á Kúbu voru daglaunamenn
eða hálflénskir leiguliðar, og var það
hinn félagslegi grunnur þess að ríkis-
búskapur varð yfirgnæfandi fram-
leiðsluform fyrir landbúnaðarafúrðir.
Vinnuflokkar koma þar oft við sögu,
einkum á fyrstu árunum eftír bylting-
una og síðan eftir að leiðréttingarher-
ferð var hrundið af stað árið 1986. Al-
mennt fer námsfólk í vinnubúðir á
fyrsta háskólaári sínu og fjöldi vinnu-
staða sendir vinnuflokka til að leggja
eitthvað af mörkum. Þetta er enn í
fullum gangi. Hvað ríkisbúin varðar
var tekin sú ákvörðun í september síð-
astliðinn að leysa þau upp. Fram-
leiðslutækin, nema jörðin sjálf, skyldu
færð í hendur þeirra sem vinna á bú-
inu og kallast hér eftir hluthafar. Af-
urðir eiga þeir sjálfir og selja ríkinu á-
kveðinn hluta þeirra.
Um 80% ríldsbúa hefur verið
breytt í hlutafélög á aðeins fimm
mánuðum, án andmæla. Hvers vegna
var þetta gert? Ríkisbúin voru eins og
á stóð ónothæf til framleiðslu. Yfir
30% landbúnaðarafurða hvarf á síð-
asta ári. A einu ríkisbúí var upplýst að
130 tonn af sykri hefðu gufað upp og
annars staðar kom fram að svo rnikið
tóbak hefði horfið að nálgaðist fjórð-
ung af ffamleiðslunni. Varningurinn
endar á svarta markaðnum. Verka-
fólkið ber vart ábyrgð á þessu. Verka-
kona er sögð hafa sagt á framleiðslu-
fundi: Við vitum hvernig þetta á sér
stað og hverjir eiga sök, við vitum
hvar það er - hvers vegna sækjum við
það ekki?
Nokkur átök hafa orðið á Kúbu
vegna árekstra, þjófhaða og alls kyns
streitu og tveir rnenn létu lífið í fyrra-
haust vegna slíkra atburða. Forystan á
Kúbu hvetur ekki til þess að menn
„sæki þýfi“ eða láti til skarar skríða
með aðferðum sem erfitt er að hafa
stjórn á. Þessu áttar verkafólk sig vel
á, og eins því að þótt breytingar
eignaafstæðna í landbúnaði stórauki
framleiðsluna og minnki árekstra um
stund, leiða þær til annara vandamála
sem þarf að takast á við. Tímabundið
undanhald er ekki stórvandamál ef þú
veist hvað þú ert að gera og ef þú ert
að því til að halda fast við sósíalisma,
útskýrði ung verkakona fyrir mér.
Fullyrða má að hvergi annars staðar
í heiminum væri hægt að gera neitt
svipað því sem stjórnvöld gera á
Kúbu. Hvergi væri hægt að skerða
jafn almennt hin efnislegu lífskjör án
þess að stofna þjóðfélaginu í átök og
skapa upplausn á sumum sviðum.
Þetta er til marks um styrk forystunn-
ar og Iíf byltingarinnar, ekki öfugt.
Stórveldið bíður við
túnfótinn
Kúba er í miðju heimsins. Við vor-
um átta frá öllum heimshornum sem
höfðum kríað út fé hvert í sínu landi
til að geta aðstoðað Pathfinderforlag-
ið að kynna bækur. Pólitískar bækur
lúta ekki venjulegum markaðslögmál-
um því það þarf mikla pólitík til að
selja þær. Enda kemur í ljós þegar al-
þjóðlega bókasýningin hefst að hún
dregur til sín fólk að spjalla. Hvers-
dags er sýningarhöllin félagsmiðstöð
fyrir unga fólkið í þéttbýlu úthverfinu,
en diskótekin og pizzastandarnir eru
fjarlægðir og virðulegum básum kom-
ið fyrir. Forsala eða útbýting að-
göngumiða er í skólum og á vinnu-
stöðum en þeir sem ekki fá miða geta
skipað sér í biðröð þá daga sem sýn-
Sigurlaug
Gunnlaugs-
dóttir
ingin er opin. Á hverjum degi eru
inörg hundruð manns í röðinni og
miðinn kostar einn pesó.
Læknirinn René er meðal þeirra
sem lítur við í básnum okkar. Hann
vár sjálfboðaliði í Nicaragua í nokkur
ár og þekkir forlagið þaðan. Það gleð-
ur hann alltaf að hitta okkur, segir
hann, því við eigum augljóslega sain-
leið. Fall byltingarinnar í Nicaragua
var alvarlegur skellur því byltingin á
Kúbu var þá aftur orðin ein. Nú er
sama ástandi í Nicaragua og þegar
René kom þangað fyrst og fékk hann
og félaga hans til að gráta. Betlandi
börn með alls kyns sjúkdóma. Þeir
glopruðu tækifærinu út úr höndunum
á sér, segir René, en við höfum Kúbu
- og ykkur öll.
Hann hitti naglann á höfuðið. Á-
tökin um Kúbu snúast um hver hefur
völdin, byltingin eða innrásaraðilinn.
Allt annað verður að skoðast innan
þess ramma. Sú barátta er ekki einka-
mál Kúbu, heldur hefur hún ntikil á-
hrif alþjóðlega. Þetta var meginniður-
staða ferðar minnar og félaga minna
til Kúbu í febrúar. Ekkert okkar trúir
á að það sé hægt að byggja upp sósíal-
isma í einu einstöku þjóðríki. Við
treystum á að framtíðin verði okkar
megin og tökum höndum saman með
Kúbu um að halda stórveldinu og já-
bræðrum þess úti.
Höfundur er í stjórn Málfunda-
félags alþjóðasinna
Rauðgrænir ungsósíalistar
Helgina 19. til 20. febrúar var
árlegur aðalfundur SUN
haldinn hér á landi. SUN er
skammstöfun fyrir nafn hreyfingar-
innar: Socialistiske ungdomsorganisa-
tioner i Norden. Átta gestir sóttu
Æskulýðsfylkinguna heim, tveir frá
hverju Norðurlandanna: Danmörku,
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Á dag-
skrá voru venjuleg aðalfundarstörf, en
einnig var haldinn opinn fundur þar
sem áhugasömum gafst tækifæri til
þess að hitta og skiptast á skoðunum
við unga sósíalista frá hinum Norður-
löndunum. Að sjálfsögðu var ferð í
Bláa lónið líka á dagskrá, svo og lista-
kvöld þar sem ýmislegt var gert sér til
skemmtunar.
Að sögn Sigvarðar Ara Huldarsson-
ar stjórnarmanns í Æskulýðsfylking-
unni var mest rætt um fjármál og ýmis
skipulagsatriði á fundinum. Til stend-
ur að halda ráðstefhu á næstunni þar
sem fjallað verður um atvinnumál
ungs fólks. I desember síðastliðnum
var í Helsinki ráðstefna um fasisma,
rasisma og þjóðernishyggju og segir
Sigvarður að hún hafi tekist mjög vel.
„Það sem var mest spennandi á
aðalfundinum var untræðan um eins
konar netfélagsskap sem hefur verið
að myndast í Evrópu og hefur
nokkrum sinnum haldið svokallaðar
faxráðstefnur,“ segir Sigvarður. Slíkir
fúndir hafa verið haldnir áður þó að
Islendingar hafi ekki tekið þátt í þeim.
íslendingar komu með þá tillögu að
nota frekar tölvufundi. Því var vel tek-
ið og var þeim falið að kanna ffam-
kvæmd þess. Ef af þeim verður þá
verða þeir ekki aðeins með Norður-
landaþjóðunum heldur bætast í hóp-
inn félög frá Þýskalandi, Grikklandi,
Spáni og jafnvel víðar að.
Sigvarður Ari segir að ekki hafi ver-
ið samdar neinar stefnuyfirlýsingar
fyrir þessi net, enda sé ekki áhugi fyr-
irað starfa eftir niðurnegldri stefnu-
skrá.
Greinilegt sé þó meðal félaganna
hve mikil áhersla er lögð á að fjalla um
atvinnuleysi og umhverfismál og segir
Sigvarður að stefiia þeirra sé rauð-
græn, hvernig sem ber að skilja það.
-is
Fólk verður að geta
fundið lífsfyllingu
í öðru en vinnunni
Mette Lherbier frá Óðinsvé-
um í Danmörku er einn
þeirra Norrænu gesta sem
sóttu meðlimi Æskulýðsfylkingarinn-
ar heim nú fyrir skemmstu. Mette er
meðlimur í ungliðahreyfingu Soci-
alistisk Folkeparti. Hún hefur nýlokið
menntaskólanámi og er nú f íhlaupa-
vinnu á barnaheimili. Mette var at-
vinnulaus þangað til hún komst að á
barnaheimilinu. Hún er ekki mjög
bjartsýn á að fá fasta vinnu á næstunni
og segir að þegar auglýst sé eftir ófag-
lærðu starfsfólki á barnaheimilum þá
komi mörg hundruð umsóknir.
Enn er ástandið ekki orðið svona
slæint á Islandi en útlitið er dökkt.
Þurfum við kannski að sætta okkur við
varanlegt atvinnleysi eins og ríkt hef-
ur í Danmörku? Hvernig eigum við
að bregðast við því? Það er athyglis-
vert að heyra viðhorf Mette til þess-
arra mála. Það er ólíkt afstöðu flestra
Islendinga og getur kannski vakið til
umhugsunar:
„Það er kannski óraunsætt að allir
geti fengið vinnu. Það mikilvægasta
fyrir ríkið er að allir hafi það gott, því
að annars íjölgar glæpum og öðrum
vandamálum. Ég held að það mætti
leggja meiri áherslu á að skapa verk-
efhi fyrir fólk á sviði menningar- og
stjórnmála og að það geti aflað sér
menntunar. Eg held að það sé kominn
tími til hugarfarsbreytingar. Fólk
verður að geta fundið lífsfyllingu í
einhverju öðru en vinnunni. Eitt skref
í þessa átt væri að deila vinnunni. Það
á ekki að hafa tvo menn í vinnu allan
daginn ef annar þeirra getur annað
starfinu. Þá gæti hinn aflað sér
menntunar í stað þess að hanga í
vinnu þar sem ekki er nóg að gera eða
þeir vinna báðir hálfan daginn eða
mennta sig eða þroska sig á annan hátt
hinn hluta dagsins. Það er mikilvægt
að fólk geti notað frítíma sinn til þess
að gera eitthvað skapandi."
Mette er hissa á námslánakerfinu á
íslandi. I Danmörku fær fólk styrki tii
þess að stunda nám: „Það er mikilvægt
fyrir okkur að sem flestir fái menntun
Mette er hissa á námslánakerjtnu á
Islandi, en í Danmörkufá allir ókeypis
styrki sem hrókkva langt jyrir fram-
fierslu. „Það er mikilvcegt að sem flestir
menntist því Danir eiga engar nátt-
úruauðlindir nema sitt eigið fólk. “
Mynd: Ól.Þ.
vegna þess að Danmörk á engar nátt-
úruauðlindir nema sitt eigið fólk.“
Mette og félagar hennar hafa barist
gegn þeirri stefnu danskra stjórnvalda
að senda flóttamenn, sem eru að flýja
stríðið í Júgóslavíu og vilja komast
undan þátttöku í því, aftur til heirna-
slóða. Þau hafa nt.a. staðið fyrir undir-
skriftasöfnunum gegn þessu. „Það er
fáránlegt að senda þessa rnenn aftur í
stríðið. Það verður a.m.k. ekki til að
binda enda á það.“ Mette er ekki
hrædd við að fá of rnarga innflytjend-
ur til Danmörku, en hún telur að það
hafi ekki verið tekið rétt á málefnum
þeirra. „Það hefur ekki verið gert nóg
til að hjálpa þeim að samlagast þjóðfé-
laginu. Eg er ekki hrædd við að fá of
marga inn í landið. Það sem ég er
hrædd við eru viðbrögð Dana við
þeim.“ Þegar ég segi henni hve illa Is-
lendingar hafa staðið sig í því að taka á
móti flóttamönnum, þá segir Mette;
„Þá er rétti tíminn til þess að bæta sig
núna.“
-is