Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 17. MARS 1994 Seinlæsir gerast lestrarhestar LEIFS H. MAGNÚSSONAR GULLTEIGI6-105 REYKJAVÍK • SÍMI91 - 688611 Segir ekkert til um greind eða hæfileika Guðni Kolbeinsson íslenskukenn- ari í Iðnskólanum hefur í nokkur ár haft það að sérstöku áhugamáli að bæta stöðu þeirra sem eru seinlæsir'án skyntruflana, krökkum sem eiga í basli með lestur en ekkert finnst sem er að. 1 lann segir augljóst að báðum hópum sé hægt að hjálpa rnikið og ná undra- verðum árangri. „Ilvað seinlæsa varðar hygg ég að skýringin sé einföld; æfingarleysi. Lesturinn Jrarf að æfa líkt og íþróttir. Ef einhver nær árangri í íþróttum á barnsaldri er ekki við því að búast að hinn sami verði góður 16 ára ef engin æfing hefur farið fram um árabil. Það hefur komið fram í rannsókn í grunn- skóla að 20 til 25 prósent barna eiga í vandræðum hvað lestur snertir. Þeir sem standast ekki grunnskólaprófin fara í fornám í kjarnagreinunum, ýrn- ist í eina eða tvær annir, þar sein námsefnið er rifjað upp. En þar hefur gleymst að taka lesturinn inn í dæmið. Brottfall á fyrstu önnum framhalds- skóla er mikið eða um 30 prósent og ég er handviss um að lestrarerfiðleikar séu vandamál hjá meirihluta þess fólks og sé veigamesta skýringin á brottfall- inu. Þarna fer mikil auðlind til spillis. Þessir krakkar geta brotnað, saman þegar þau standast ekki kröfurnar og ég er sannfærður um að við getum gert mikið fyrir þá. Enda segir treglæsi eða seinlæsi ekkert til um greind eða hæfileika." „Æfingabúðir“ í lesLri jjóruin sinnum á skóla- göngunni? Ilefur skólakerfið þá brugðist í lestrarkennslu? „Eg vil ekki skella skuldinni á neinn, það er margt sem keppir um athygli krakkanna og sunrir lesa ein- faldlega ekki bækur. Við höfum verið að halda nántskeið sem sýna að það er hægðarleikur að tvöfalda lestrarhrað- ann án þess að það bitni á lesskiln- ingnum. Og það gefur auga leið að ef krakkar lesa ekkert utan skólans getur lestur bóka í námi orðið nær óyfirstíg- anlegt vandamál. Þetta er það sem við -vijjum forðast. A jiessum námskeiðum þjálfum við sjónminni og athygli og námskeiðin hafa sótt einstaklingar á öllum aldri má segja. Fólk frá því að vera seinlæst upp í vellæst. Öflu þessu fólki hefur farið vel fram og hlutfalls- lega álíka mikið.“ Guðni segir að viðbrögð ráða- manna geti ekki talist einkennast af ríkum skilningi á vandamálinu. „Mér finnst það ótrúleg skammsýni af þing- mönnum okkar þegar þeim hefur ver- ið boðið upp á svona námskeið, að telja sig ekkert þurfa á þeim að halda. Maður spyr sjálfan sig hversu miklu lengra jieir geta náð með tvöföldum leshraða, þar sem þeir missa ekkert úr þeim skilningi sem lyrir er. Við höf- um séð krakka sem hafa lítið getað gert fara á fjögurra vikna námskeið og skrifa eftir það stórgóðar ritgerðir. Munurinn er stórkostlegur og veru- lega gaman að fylgjast með breytmg- unum. Eg hef kennt í 27 ár og þetta er það sem ég hef fengið'mest út úr. Við í Iðnskólanum erum að hugsa um að taka þctta upp í námið sem skyldufag og í raun finnst mér að svona „æfinga- búðir“ ættu að koina nokkrum sinn- um á skólaferlinum. Eg nefni t.d. við 1 2 ára aldurinn, í 9. bekk og upphaf framhaldsskóla og svo á fyrsta ári há- skólanáms. I þjóðfélaginu er ríkjandi mildll hraði þar sem lítill tími er til lesturs, en þó skiptir jniklu máli að vera snöggur að lesaog skilja það vel sem lesið er. Fólk þarf að vera vcl undir þetta búið,“ segir Guðni. % Ouðni Kolbeinsson: Brottfall á fyrstn önnmn jrmnbnldsskóla er mikið eða uvi 30 prósent og cg er handviss uni að lestrarerfiðleikar séu vandamál hjá meirihluta þess fólks og sé sá þáttnr sem vegur þyngst. Parna fer niikil auðlind til spillis. nemenda eigi við sértæka námserfið- leika að glíma en hafi sömu greind og aðrir. Þessir nemendur verði gjarnan útundan því allt námið sé sniðið að hinum 82 prósentunum. „Sumt fólk virðist hafa smærri frumur í sjónskyni heilans. Krufning- ar sýna að heilahvelin eru jaftiþung, en yfirleitt er það vinstra þyngra. Og ýmislegt bendir til þess að blindi bletturinn svokallaði sé stærri hjá þessum krökkum en hinum. Þessar aðferðir sem við beiturn, þar sem við notum t.d. litaðar glærur og sérstök gleraugu, hafa erlendis gefið árangur í 88 prósent tilfella og sá ár- angur er mældur upp í allt að 80 pró- sent framför. Þessar tölur tala sínu máli og það þarf að hyggja að þessu fyrr á skólagöngunni. Aður en erfið- leikarnir fara að valda veruleguin komplexum, eins og gjarnt er á ung- lingsárunum." Gyða segir að um fjórðungur nem- enda grunnskóla falli og grunar hana að stór hluti þessa hóps eigi við þessa sérstöku erfiðleika að glíma. Það þarf að hennar mati ekki mikið til að stór- bæta ástandið, smá vinna í skólanum og gjarnan 10 mínútur með foreldr- unum á dag. Arangurinn svo góður að maðurfær gæsahúð! „Og þetta er samfélaginu ódýrt að laga þetta, þetta er eitthvert hið ó- dýrasta starf sem ég hef fengist við. Þess vegna er sárgrætilégt til þess að hugsa að krakkar eru detta út úr námi, krakkar með skapandi hugsun og ó- hefðhundnar lausnir. Afburðagreindir krakkar sem eiga óvart í sértækum námSerfiðleikum," segir Gyða. Auk þjálfunar í lestri með þessari sérstöku tækni tekur hún fyrir hljóð- ræna örvun og snertiskynið. Þá gefur hún krökkunum ákveðinn zink- skammt eftir ráðleggingum lækna. Fyrir utan betri lestur hefúr þetta góð áhrif á skammtjmaminnið og það má nefna að árangur í stærðfræði verður oft mun meiri, en slakur árangur í stærðfræði hefur einmitt mikil áhrif á sjálfsmyndina. „Eg á sjálf þrjú börn mqð sértæka námserfiðleika og það fjórða er með einkenni og ég veit hversu mikilvægt það er að öll fjölskyldan vinni saman að þessu. Eg 'er að fara til London, Bandaríkjanna og Israel að skoða þessi mál enn betur og ég verð að segja eins og er: Þetta gengur svo vel að maður fær gæsahúð!' Spurðu kennarana og skólastjórana sem hafa kynnst þessu. Þeir segja ykkur áreiðanlega að þetta sé ekkert annað en kraftaverk." Afburðagreind börn og unglingar eiga í miklum námserfið- leikum og hrökklast úr námi. Stór hluti þessara krakka glímir við skynjun- arvandamál sem auðvelt og ódýrt er að yfirvinna. s Ofáir foreldrar hafa upplifað það að horfa upp á börn sín lenda í vaxandi erfiðleikum með námið og jafnvel brotna niður og gefast upp að loknu skyldunámi. Mörg þessara barna búa vissulega við skerta greind eða önnur erfið vanda- mál, en foreldrar margra barna hafa fullgilda ástæðu til að vera forviða, þar sem enginn vafi leikur á góðri greind barnsins. Erfiðleikar í skóla hafa síðan smitað út frá sér og leitt til hegðunar- vanda eða einangrunar. Gagnvart þessu er engin galdralausn til, en reynsla síðustu ára sýnir hins vegar að í mjög mörgum tilfellum er lausnin samt furðu einföld. Vandinn er gjarn- an truflun á skynjuninni en einnig einfaldlega æfingarleysi. Hvoru- tveggja er auðvelt er að yfirvinna með Iestrarnámskeiðum. 18 prósent eiga í sértæk- um námserftðleikum 1 Iðnskólanum hefur að undan- förnu farið fram sérstakt átak við að þjálfa upp lesturinn hjá þeim sem átt hafa í vandræðuin - og árangurinn þykir frábær. Þessi námskeið eru sam- kvæmt formúlu Gyðu Stefánsdóttur og slík náinskeið er víðar verið að halda, t.d. í Hvaleyrarskóla og MK. Gyða segir í samtali við Vikublaðið að talið sé að 18 af hverjuní hundrað Fimmti til sjötti hver krakki glimir við skynrænar truflanir sem dregnr úr námsárangri án þess að greind spili þar nokknð inn í. Mcð lestiarafingii þar sem m.a. lituðum ghvruni og sérstökum gleraugum er heitt má tvófalda leshraðann án þess að lesskilningur viinnki. Það eru snillin íminni ætt. Afi og amma komu þessu öllu af stað. Þau sögðu að ég væri svo músíkölsk, að ég yrði að eignast alvöru hljóðfæri. Samt trúði ég varla eigin augum þegar ég settist við nýja, fallega píanóið I stofunni heima. Mér finnst mjög gaman að æfa mig, og stundum er ég kölluð litli snillingurinn í fjölskyldunni. En það eru afi og amma sem ég kalla snillinga. Þau gáfu mér það besta, sem ég gat hugsað mér. á Vandaö hljoöfæri -varanleg ánægja

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.