Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 17

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 17
VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1994 Menningln 17 Ormur með martröðþar sem allar aðalpersónumar í bans Itfi keppast við að ofscekja hann. Gauragangur er efiir Ólaf Hauk Símonarson og er gert eftir samnefndri bók. Htíti var gefin út m.a. í Danmörku ogfékk lofsamlega dóma þar. Hvað finnst ykkur skipta meira máli í því bvort maður verði skotinn í ein- hverjum, útlitið eða það aðfólk geti ver- ið góðir vinir? - Eg held að það sé mikilvægara að fólk sé góðir vinir og sé með lík á- hugamál, þannig að það geti talað um allt, er skoðun Arnar. Ingibjörg er sammála því en Anna tekur fram að samt sé það þannig að útlitið hafi ofsalega mikil áhrif, oft of mikil. - En það myndi sarnt enginn segja það upphátt eins og Ormur gerir að það sé bara líkaminn sem hann vill, fullyrðir Örn. Kennarasleikjur eru aldrei vinsœíar En hvemigfinnst ykkur kennaram- ir? Kannist þið við að það sé svona mikill skítamórall í gangi gagnvart kennurun- um? - Já, segja þau öll í kór, en taka það fram að samt sé nú reynt að sýna þeim lágmarkskurteisi. Og þau eru ekki hrifin af Þór í leikritinu, sem er kennarasleikjan í hópnum. - Ef krakkarnir verða varir við að einhver er kennarasleikja þá reyna þeir ekkert að kynnast þeim krakka, segir Ingi- björg. Anna vill hinsvegar að það komi skýrt fram að það sé ekki þannig að ein- hver sé lagður í einelti íyrir að vera kennara- sleikja, en að kenn- arasleikjurnar lendi fyrir utan aðalklíkurnar. Pabbi Omts, er mjög hall- cerislegur í leikritinu. Onn- ur notar hann til að sníkja af honum peninga. Hvað finnstykkur um samband þeirra? - Þeirra samband er mjög slæmt, segir Anna. Mér finnst hann misnota pabba sinn og svo er hann mjög leiðinlegur við nýju konuna hans. - Það er eins og pabb- inn reyni að bæta upp að hann er aldrei með Órmi með því að gefa honum bara peninga, segir Örn. - Ormur og systkini hans eru öll reið út í pabba sinn og það er eins og foreldrar þeirra reyni ekkert að vera vinir, segir Ingibjörg og finnst það al- gert iágmark þegar for- eldrar skilja að þau reyni að vera vinir. Og hún heldur áfram: - Eg þekki krakka sem eiga for- eldra sem hafa skilið. Margir vilja alls ekki tala við pabba sinn. Og suinir krakkar vilja bara sjá það út hvort foreldrið gefur þeim meira. Eg held sarnt að öllum krökkum finnist ó- geðslega leiðinlegt ef foreldrar þeirra skilja. Ormur verður skilnings- ríkari Hvemigfinnstykkur Omtur breytast t leikritinu? Hvað erþað sem breytir honum? - Ormur vex upp úr öllum þessum látalátum, segir Örn. Kannski er það vegna þess að hann missir besta vin- inn sinn og kynnist lífinu betur, hann hefur kannski aldrei lent í miklum erfiðleikum áður. - Ormur fer að horfa öðrum aug- um á lífið og verður skilningsríkari við aðra. Svo fer hann að geta talað meira tilfinningalega, segir Ingibjörg. - Hann fer að passa betur hvað hann segir við fólk og hvernig hann kemur fram við aðra, segir Anna og öll eru þau sammála um að þéssi breyting á Ormi sé til góðs. Hann sé að þroskast. Hvaðfatinst ykkur um leikinn og mn mústkina? - Leikurinn var alveg frábær og sérstaklega fannst mér Ranúr (sama- sem Rúnar sem Siggi Sigurjóns leik- ur) alveg svakalega fyndinn, segir Ingibjörg og var ekki síður hrifin af leikinyndinni. - Það var alltaf svo lítið af hlutum á sviðinu en stórum myndum var varpað upp á hvítt tjald fyrir ofan. Það fannst mér flott. - Ormur (Ingvar E. Sigurðsson) var frábær og músíkin fannst mér mjög góð, segir Anna. Tiljinningar erujlókið mal - Mér fannst leikritið í heild alveg æðislegt, segir Ingibjörg og henni finnst Ormur mjög sérstakur. - Það er eins og hann lifi bara í sínum heimi sem er allt öðru vísi en heimur annarra. Hann reynir að vera góður, en það lendir bara allt í rugli, aðrir sjá ekki að hann er að reyna að vera almennilegur, segir hún. - Hann lítur á sjálfan sig sem foringja og sem skáld, en hann er lokað- ur og þorir ekki að segja frá tilfinningum sínum, segir Örn. Hann heldur að það þurfi alls ekki að vera svo erfitt að tjá til- finningar sínar. - Hann segir aldrei „ég elska þig“ eða „mér þykir vænt um þig“, bendir Anna á, en hún kannast við það að slíkt getur verið erfitt þegar. maðúr er unglingur. - Þá er maður svo hræddur um að aðrir hlæi að rnanni, bætir hún við. - Það er erfitt að tjá tilfinningar sínar og stundum finnst manni maður segja of mikið eða of lítið. Þannig held ég að Ormur sé líkur mjög mörgum ungling- um, er Ingibjörg sann- færð um. Steinunn Óltna Þorsteinsdóttir í hlutverki Lindu, sem Onnttr verður skotinn /'. Hann segist „bara vilja líkama hennar“ ett kemst að því að meira þurfi til svo hægt sé að mynda gott sam- band. Og það látum við verða lokaorðin. Forval F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir verk- tökum til að taka þátt í lokuðu útboði á viðhaldi brunavið- vörunarkerfa í grunnskólum Reykjavíkur. Þeir sem hafa áhuga skulu skila inn umsókn, þar sem fram koma helstu upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki og nöfn þeirra starfs- manna, sem fyrirhugað er að starfi við verkið. Einungis þeir sem hafa starfað við uppsetningu, prófanir og við- hald á brunaviðvörunarkerfum koma til álita. Lysthafendur skili umsóknum til Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 18. mars 1994 fyrir kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tiiboð- um í fyrirbyggjandi og reglubundið viðhald á raflögnum í 22 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. apri'11994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Samvinnuskólinn Rekstrarfræði Rekstrarfræðideild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðarog stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam- vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfs- mannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Frumgreinadeild Nám til undirbúnings rekstrarfræðinámi. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið láns- hæfu sérnámi, s.s. iðn-, vél-, stýrimanna-, bænda-, hótel- og veitingaskóla o.fl. Námstími: Einn vetur, frá septembertil maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Undirbúningsnám Nám til undirbúnings rekstrarfræðinámi. Inntökuskilyrði: A.m.k. þriggja ára almennt fram- haldsskólanám eða sambærilegt. Námstími: Einn vetur, septembertil maí. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bif- röst, ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 40.000 kr. á mánuði næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. í því skal geta persónuupplýsinga, upp- lýsinga um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn meðmæli fylgi. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem eru orðnir eldri en 20 ára og hafa öðlast reynslu í atvinnulífinu. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl nk. og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólinn, Bifröst, 311 Borgarnes, sími 93-50000, bréfasími 93-50020.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.