Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 8
8 YIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1994 Blaðsíða 82 í Heilsufræðinni var mikið feimnismál í 12 ára bekkjum fortíðarinnar og herma fregnir að allmargir kennarar hafi einfaldlega hlaupið yfir þessa ill- ræmdu blaðsíðu, þar sem var að finna kaflann „Nýtt líf ntyndast“. 1 dag er erfitt að ímynda sér feimn- ina. Kaflinn er hinn saklausasti ineð setningum eins og „Nýtt líf kviknar við æxlun“ eða „frjóin geta synt þang- að upp, ef þau komast inn í leggöng- in.“ Það svæsnasta er lýsing á því að kynfæri kvenna séu hol að innan, með slímuga, allþykka og teygjanlega veggi úr vöðvum. Og að aðalhlutar kynfæra karla séu tvö eistu í pungnum. Þessu fýlgdu nær óskiljanlegar teikningar. 14 ára taka þau allan pakkann Nú er öldin önnur og í raun hefur átt sér stað bylting í kynfræðslu á síð- ustu árum. Nú byrja börnin 6 ára að læra um að strákalíkamar séu ekki eins og stelpulíkainar. Um kynlíf er í Aust- urbæjarskóla fyrst farið að ræða mark- visst í 11 ára bekk, en þá er einkum farið í námsefni um upphaf kyn- þroskans. I 12 ára bekkjum nútímans er ekkert verið að hlaupa yfir „blað- síðu 82“, heldur fjallað um kynlífið í heild og um siðfræðina. Það skal und- irstrikað að Austurbæjarskóli tekur kynfræðsluna einu ári fyrr en margir aðrir grunnskólar. Þegar krakkar yfirleitt allra skóla eru 13 ára, á fermingarárinu sjálfú þegar þau eru „tekin í fullorðinna manna tölu“, er gert hlé á kynfræðsl- unni. Skýringin er sú, að þá er orðið svo mikið þroskabil milli strákanna og stelpnanna að fræðslan gefst ekki vel. Stelpurnar eru komnar langt ffamúr strákunum! En í 9. bekk þegar krakkarnir eru 14 ára, eru þau í flestum skólum látin „taka allan pakkann" og fara í ítarlega umfjöllun um kynlífsmálin. I Austur- bæjarskóla hefúr farið fram kennsla á þennan hátt í 5 eða 6 ár. Sumir skólar og jafnvel meirihluti þeirra bjóða hins vegar upp á pakkann ári síðar. Þetta er ákvörðun hvers skóla fyrir sig og er það umhugsunarvert. Geta Jbreldrarnir lœrt af unglingunum ? Við getum borið þetta saman: Fyrir ekki margt löilgu gerðist það í cinum Ferming Prentun á servíettur Sálmabækur Fermingarkerti Kerti Gesta-/fermingarbækur Hárskraut og hanskar Borðar og skraut Blóm og skreytingar Mikið úrval af servíettum Blómið Grensásvegi 16 Sími 91-811990 Bokk)orverkefni 3.2 ÆX1.UNAKFÆRI KVENNA æxlunarfæri kvenna Ytri iknpabarmar íf5ÖÍ </] I j 11 7 y Si. s NÝTT LÍF MYNDAST. Æxlun. Öll dýr og jurtir ciga forcltlra, liin fullkomnari hæði inóður og föður. Sumum lægri tlýrúm og jurtum fjölgar mcð skiptingu, c. þau skipta sér í tvcnnt og ciga því aðcins citt foreldri. Nýtt líf kjjikpiar við lexltrn. Þau líffæri, scm annasf myntlun cða fjölgun nýrra cinstaklinga, ncfnast kynfæri (æxlunarfæri). Kynfæri kvcnna cru ncðst í kviðarholinu. Aðalhlutar þcirra cru: leg og tvó eggjakcrft. Lcgið cr holt innan. Vcggir þcss cru úr vöðvum. Þcir cru allþykkir og tcygjanlcgir. Að innan cr lcgið klætt slímu. Frá ncðri ciula lcgsins liggja lcggöng út úr líkatn- anuin. Sitt hvorum mcgin við lcgið cru eggjakerfin. í þciin mynclast egg (cggfrumur). Frá hvoru cggjakcrfi um sig liggur cggpípa inn í lcgið. Kynfæri karla. Aðalhluti þeirra cru tvö eisttt, scm cru í pungn- um. í cistunum myndast frjó (frjófrumur). Frá hvoru cista um sig liggur löng pípa, sáðgöng, cr opnast inn í þvagrásina. Frjóvgun og fóstur. Til þcss að nýtt líf kvikni, vcrður f-jó að samcinast cggi, það ncfnist frjóvgttn. Frjóvgun á scr stað í annarri hvorri cggpípunni. Frjóin gcta synt þangað upp, cf Jkiu komast inn í lcggöngin. Þcgar cggið cr frjóvgað, tckur það 82 scr liólfcstu í slínui lcgsins. Jafn- framt fcr |>að að skipta scr í flciri og flciri frumur, scm all- ar loða saman. Þcssi frumu- hópur cr nýtt líf, scm ncfnist fós/ttr. Slíma lcgsins cr mjög hlóð- rík, svo að fóstrið fær ríkulcga næringu og vcx |)ví mjög ört. Fftir um |)að hil 9 mánuði fæð- ist harnið. Við fæðingu þrýsta vöðvar legsins harninu gcgnum lcggöngin. Móðir |)ín hcfur því fóstrað þig í líkaina siuum fyrsta hlutann af lífi þínu. Þcgar þú fæddist, hcfur þú scnnilcga vcrið um 50 cm á lcngd og vcgið um 3% kg. Kynþroski. í hvcrt skipti, scm cgg Jiroskast í öðru hvoru cggjakcrfinu, |>ykknar slíma lcgsins og vcrður mjög hlóð- rik. Fi cggið írjógvast ckki, hrcytist það ckki í fóstur. Vcrð- ur J)ví ekki þörf fyrir hlóð slím- unnar, svo að hún springur og hlæðir úr henni. Venjulega Jjroskast cgg fjórðu hverja viku. Vcrður J)ví blæðing (tíðir) cinu sinni á mánuði. Oftast vcrður Jætta í fyrsta skipti á aldrinum 12—H ára. Drengir vcrða vcnjulcga kyn- J)roska nokkru scinna cða á aldrinum H—16 ára. heilsufræðitíma í 12 ára bekk að kenn- ari fjallaði í stuttu og hröðu máli um innihald kaflans sem hófst á blaðsíðu 82 (ef hann þá ekki hljóp yfir kaflann). Nú byTja krakkarnir 11 ára að læra um þetta og 14 ára er þeim gert að sitja í 14 kennslustundir um málið og hver kennslustund tekur 80 mínútur. Líklega getur 14 til 15 ára ungling- ur í dag frætt foreldra sína sitthvað um kynlífið! Það var í raun ekki fyrr en með lög- um nr. 25 frá 1975 að skólum var gert skylt að veita fræðslu um kynlíf og sið- fræði þess. Og þremur árum síðar var sérstaklega í lög leitt að fræða skyldi nemendur grunnskóla um kynsjúk- dóma og varnir gegn þeim. Kyn- fræðsla er í aðalnáinsskrá grunnskóla sögð „mildlvæg fyrir alhliða þroska og heilbrigði nemenda, ekki síst þegar kynþroskaaldri er náð“ og markmiðin einkum sögð þau að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir, kynsjúkdóma og kynferðislegt ofbeldi. Helstu markmiðin með kynfræðslunni Því er stefnt að því að nemendur: - læri frá unga aldri að umgangast hver annan þannig að sambandið ein- kennist af virðingu fyrir þeim sjálfum og og öðrum, jafnrétti, heiðarleika og nærgætni. - verði færir um að taka skynsam- legar ákvarðanir í kynferðismálum og forðast neikvæðan hópþrýsting. - geri greinarmun á klámi og heil- brigðu kynlífi. - fræðist um kynþroska, kynhvöt, gerð og starfsemi kynfæra, frjóvgun, fósturþroska og getnaðarvarnir. - Þekki orsakir, einkenni, smitleið- ir og afleiðingar helstu kynsjúkdóma, einkum alnæmis, lekanda og klamid- íu. - geti sett sig í spor foreldris svo að þeir átti sig á þeirri ábyrgð sem for- eldrahlutverkinu fylgir. Hér verður ekki fjölyrt um allt það margvíslega efrii sem unglingarnir læra um, en reynslan bæði hér og t.d. í Bándaríkjunum hefur leitt í ljós ótví- ræða kosti þess að fjalla ítarlega um þessi mál í skólanum. Ekki síst hér á landi þar sein tíðni þungana og kyn- sjúkdóma er há meðal ungs fólks. * A kennarinn að opinbera misnotkun eða þungun? I sérstakri kennarabók vegna náms- efnisins „Kynfræðsla: lífsgildi og á- kvarðanir“ koma einnig fram óbein atriði fyrir kennarann að ígrunda. Þá er átt við hlutvcrk kennaranna þegar að persónulegum vandamálum nem- andanna keinur og eiga kennaranir ekki síst að hafa þrennt í huga: - I lugsanlegt er að einhverjir nem- endanna hafi orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun, öðru ofltcldi eða nauðgun eða þekki til slíks. Kennar- inn á því að vera ineðvitaður um hvaða atvúk honum ber að tilkynna og greina nemendum sínum frá þeirri til- k)mningarsk)'ldu. - Kennararnir geta orðið þess varir að nemandi undir lögaldri hafi k)'n- sjúkdóm. Samkvæint lögum er heil- brigðisstarfsfólki ekki skylt að til- kynna foreldrunum slíkt. - Samkvæmt lögum er heilbrigðis- starfsfólki ekki skylt að tilkynna for- eldrum ef barn þeirra undir lögaldri fær framkvæmt þungunarpróf eða fær getnaðarvörn. %

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.