Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 21

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 21
VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1994 Mínningln 21 um það hvort pabbi yrði ekki edrú þann dag. Hann var það sem betur fer. Mestu vandræðin voru þó í sam- bandi við fötin. Ég kom frá þannig heimili þar sem peningar lágu ekki á lausu og fötin voru dýr. Þá hringdi nú síminn einn daginn og Asbjörn Olafsson nafni minn tilkynnti að þar sem ætti nú að ferma mig, þá mætti ég ganga í hvaða búð sem væri og láta skrifa fötin á hans nafn. Þetta varð þess valdandi að ég var líklega með puntaðri drengjum þennan ferming- ardag. Þökk sé nafna mínum. Dagurinn var voðalegt stress. Það var mikið um að vera heima. Búa til stríðstertur og lagkökur og margra hæða fermingarkökur og þrátt íyrir allt gerði mamma þetta að stórkost- legri veislu uppúr nánast engu. Og svo var inaður líka spenntur gjafanna vegna. A þessum tíma voru úrin vin- sæl, Black og Decker borvélar og hvort það voru ekki myndavélar líka í pökkunum. Ég man líka hvað ég var stressaður vegna þess að ég átti að fara með eina ritningargrein við ferminguna; „Geymið fjársjóð yðar á himnum“. Hún var styst og einföldust að muna og þess vegna valdi ég hana. Ég man líka eftir því þegar gengið var inn kirkjugólfið hvað ég roðnaði mikið, en mér leið nú best þegar þetta var yfirstaðið eins og öllunt hinum. En sérstaklega er mér undirbúningurinn minnistæður. Séra Arelíus lagði mik- ið uppúr því að við tækjum þetta af alvöru og ábyrgð, en ekki með kæru- leysi. Hvað með fenningannyndina? Hún hefur nú því miður glatast, sennilega í einhverjum flutningum. En ég man að ég var í kyrtli með slaufu og hálf síðhærður. Það varð málamiðlun um hárið á mér. Þrátt fyrir mikla baráttu um að fií að halda síða hárinu, tókst mér það ekki og samdi um að láta klfþpa svona um það bil helminginn. Það náði þá nið- ur að eyrnasncpli. Snyrtimennskan varð að vera í fyrirrúmi og mér þótti það frekar slæmt. Hvað með athöfnina sjálfa? Eg verð að vera alveg hreinskilinn hvað það varðar. Mesti spenningur- inn snerist um peningana og gjafirn- ar. Og það að fermast var fyrsta skrefið inn um gleðinnar dyr. Þessi dagur var mér ekki merkilegri en það á þessunt tíma að mér þótti hann svona eins og hver annar „pakkadag- ur“. Ég býst við að þannig hafi það verið með marga aðra, enda snerist umræðan unt það hvað hver félck og hvað mikið. Þú befiirþá ckki vcrið að láta fierma þig trúarinnar vegna? Nei. Og líklega vantar eitthvað uppá ferminguna hjá mér. Mig minn- ir að ég hafi aldrei klárað þetta alveg með því að ganga til altaris og taka inn töfluna frægu og súpa á þessum guðaveigum. Það átti að gérast nokkrum dögum eftir fermingu, en einhvernvegin fórst það fyrir. Nei, ég verð að viðurkenna að ég var trúleys- ingi alveg fram yfir þrítugt. Hvað finnst þér unt fermingaraldur- inn og fenningnna irímal Ég held að enginn ætti að fermast fyrr en hann er svona 17-18 ára. Mér finnst eðlilegra að krakkar viti um hvað fermingin snýst. Fermingin og, undirbúningur hennar er miklu meira en undirbúningur fyrir einn „pakkadag’1. Sigríður Beinteinsdóttir utn (em~ inqat*' Hitjndiná Eg fermdist í Bústaðakirkju hjá séra Ólafi Skúlasyni, sem þá var ekki orðinn biskuþ. Maður var svoddan krakki á þessum árum að maður hugsaði ekki mikið um trúna. Ég vissi þó út á 'hvað þetta gekk, en líklega hef ég hugsað meira um gjaf- irnar og allt tilstandið heldur en stað- festingu skírnarinnar. Ég var reyndar afskaplega dugleg að mæta til prestsins og gerði það injög samviskusamlega. En krakkar á þessum aldri hugsa meira um gjafirn- ar heldur enn innihald ferm- ingarinnar og ég býst við að það sé þannig enn þann dag í dag. Við vorum mik- ið að velta fyrir okkur ferming- arfötum og öll- um ytri búnaði, hvað mann lang- aði í fermingar- gjöf, en veisluna sjálfa spáði ég lítið í. Var metingur umfenningar- gjdfimar þegar þúfomtdist? Nei, það var það nú ekki. Ég held að það sé miklu meira um það í dag. Væntingar barna eru orðnar mun meiri en var og mér finnst þetta ganga út í öfgar. Nú er enginn maður með mönnum nema hann fái hest eða snjósleða og ég held að það ætti að vinda svolítið ofan af þessu. Þegar ég ferindist þótti það mjög flott að fá úr í feriningargjöf og ég held að ánægj- an hafi verið alveg jafn mikil þó ekki væri um stóra og dýra hluti að ræða. Hvernig varstv klædd á fermingar- daginn? Ég fékk nýja dragt, svona buxna- dragt. Það fylgdi jakki, buxur og pils. Dragtin var ljósdröppuð. Sá litur var mikið í tísku þá. Mér fannst ég alveg glötuð, en ég lét mig hafa það. Ég man að ég vaknaði snemrna þennan dag og var sett í hárgreiðslu, lokkagreiðslu. Og svo var það ferm- ingarmyndatakan. Ég hef fermipgar- myndina læsta niður í skúffu og það má enginn sjá hana. Fannstþér trúin aukast eitthvað við það að ganga til prestsins? Nei, það held ég ekki. Trúin kemur síðar á lífs- leiðinni. Þegar maður fer að nálg- ast tvítugsaldurinn fer maður að spá svolítið í þetta. Trúin getur sann- arlega hjálpað í „Það vantar nú eitthvað npp á ferming- una hjá mér“ segir Bubbi. Tníin kemur siöar a ujsieio inni“ segir Sigga Beinteins. daglegu lífi. Krakkar á fermingaraldri mættu hugsa meira um trúmálin, en það fer náttúrulega eftir þroska hvers og eins. Hvernig leið þcr svo á sjálfanferm- ingardaginn? Ég held að mér hafi bara liðið á- gætlega. Það var auðvitað spenningur í mér eins og hinum. Þetta er stór dagur í lífi manns, þó minningin risti ekld djúpt. Eg hafði til dæmis ekki þá tilfinningu að ég væri komin í full- orðinna manna tölu. Ef ég ætti að fermast aftur mundi ég líklega hugsa um þetta öðruvísi. Maður hefur ekki sérlega inildð vit í kollinum þrettán ára. Ilelgi Björnsson leikari og söngvari liHatt lu/að Uefoið oat qott að voru kristinfræðitímar allan veturinn í skólanum á Isafirði. Þetta var svolítið fyndið af því að presturinn mætti alltaf í skólann að fræða okkur. Hann las upp úr fræðunum og við skrifuðum niður allan tímann. Þannig fór kristin- dómsfræðslan fram. Annars var spenningurinn mestur út af gjöfunum eins og verða vill, en trúarlega snerti fermingin mig ekki mikið. I Iinsvegar vöknuðu spurningar ineðal okkar krakkana vegna þess að ein stúlkan í hópnurn ákvað að láta ekki ferma sig. Ég hcld að flestir hafi litið á ákvörðun hennar sem ein- hverja sérvisku, frekar en að þetta at- hæfi vekti upp spurningar í sambandi við ferminguna. Hvemiggekk hin verald- legi undírbúningur? Það varð náttúrulega að finna réttu jakkafötin. Eg fékk alveg útfjólublá föt, næstum sjálflýsandi, bleika blúnduskyrtu, slaufu og mjög háhælaða skó. Svo maður var helv...flottur. Svo var ég með hár niður á herðar. Ég held að fóreldr- ar mínir hafi ekki einu sinni þorað að minnast á það við mig að láta klippa mig, enda kom það ekki tii greina. Hvað meðfomiingargjaf- imar, hafðirþú einhverjar sérstakar óskir í þeim efnunt? Já, ætli það hafi ekki ver- ið hjól, æðislega flott með gírum og öllu tilheyrandi. Við vorum ekki komin upp í vélsleðana þá. Ég held að allir hafi fengið svipað, þannig að metingur var ekki mikill meðal krakkanna. Hvcntig gekk hinn andlegi undirbún- ingur? Bara svona ágætlega. Presturinn vrar náttúrulega búinn að láta okkur skrifa allan veturinn og svo fór dá- góður tími í það að læra að ganga rétt inn kirkjugólfið. "Hann var búinn að koma sér upp sérstöku merkjakerfi, ferlega laumulegu, sem við þekktum og allt gekk að óskum í þeim efnum. Manstu þá ritningargreinina þína? Nei. Hana man ég ekki. En hvemig var svo veislan? Ég tók nú eiginlega lítið eftir henni. Hún var haldin heima, svona týpísk kökuveisla sem stóð langt frain á kvöld. Maður tók á móti gestunum, var kurteis og heilsaði öllum og þakkaði fyrir sig, en svo var maður bara mest úti að leika sér á nýja hjól- inu. Ég man nú eiginlega best eftir því og hvað veðrið var gott. Hvaðfinnstþér umforminguna núna? Þessi kirkjulega athöffi er orðin svo mikill hégómi í sjálfu sér að það er hætt að vera nokkurt samhengi á milli þessarar trúarlegu athafnar og þeirrar veraldlegu. Ég held að það sé nauðsynlegt að klippa bara á þráðinn og hætta þessari skrumskælingu. Ég . held að menn ættu að staldra við augnablik og líta í kringum sig. Sér- staklega unglingar á þessum aldri. Maður á að spyrja sjálfan sig hvað maður vill í lífinu. Við erum allt of mikið á hlaupum. Það kom ekki til greina að láta klippa sig. Helgi Björnsson í hljóðverinu.. Krakkarnir í Vogaskóla völdu flest séra Sigurð Hauk, ég valdi Árelíus, sem hafði ein- hverjar örfáar hræður á þessum tíma til að ferma. Mér var strítt á þessu og gert grín að mér fyrir að velja hann. Aðalspenningurinn hjá mér var það hvort hægt yrði að halda fermingar- veislu, það var ekkert víst. Það var frekar þröngt í búi hjá okkur þá. Ég man að ég hugsaði líka Bríet Konráðsdóttir 15 ára í Hlíðaskóla Ég virtn fyrirþúsund krónum á viku með því að vökva blómin, vaska upþ, ryksuga og skúra heima hjá mér. Ég eyði þessu í bíó, nammi og föt. Svo vinn ég lika stundum annað og fæ þá sér greitt. Klippingin var mála- miðlun. Ætli ég liafi ekki verið það, vænt- anlega fyrir gjöfunum í bland. Eg á stóra fjölskyldu og þetta var töluvert tilstand og mikið gert úr þessu. En, efþú ættirþess kost aðfomiast ajttir núna. Myttdirþú vilja breyta ein- hverju? Já, þeim tímum þegar ég gekk til prestsins. Þeir tímar skiluðu nú ekki því sem þeir hefðu getað, en ég veit að sú ganga öll hefur breyst í seinni tíð. Ég mundi kannski skoða þann þáttinn betur. Attu einhver ráð tilþeira sevt nú eru aðfara aðformast? Já. Passið þið ykkur á því að fara aldrei út í eiturfyf. Bubbi Morthens (ÍCMIOO d hiHiHMH

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.