Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 6
Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 Utboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Starfsmannahús á Nesjavöllum". Verkið feist í að reisa og fullgera starfsmannahús ásamt fullfrá- genginni lóð. Enn fremur að leggja um 600 m langan aðkomuveg ásamt veitukerfi (háspennustreng, lágspennustreng, símastreng, hitaveituæð og kaldavatnsæð) að húsinu. Lokið skal við veg og veitukerfi 15. júlí 1994. Húsið skal vera fokhelt 1. nóvember 1994. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 1995 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með miðvikudeginum 30. mars 1994, gegn kr. 25.000.- skilatryggingu. Tilboðín verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUNREYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 w Utboö F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð steyptra gangstétta víðvegar um borgina. Verkið nefnist: Steyptar gangstéttir og ræktun 1994 Heildarmagn gangstétta er u.þ.b. 8.500 m2 Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 8.200 m2 Skiladagur verksins er 15. september 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 29. mars 1994, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUNREYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 DAGVIST BARNA Greiðslur til foreldra vegna barna á aldrinum tveggja og hálfs árs til fjög- urra og hálfs árs sem ekki nýtaleikskólaþjónustu á vegum Reykjavfkurborgar eða aðra dagvistarþjón- ustu styrkta af Reykjavíkurborg. Á fundi borgarstjórnar 16. desember sl. var samþykkt að hefja greiðslur til foreldra vegna gæslu eigin bama í heimahúsum. Um þessar greiðslur gilda eftirfarandi regl- ur 11. Greiðsluár skiptist í fjögur þriggja mánaöa tímabil. Útborganir fara fram mánuði eftir að hverju tímabili lýkur, í fyrsta sinn 1. maí 1994. 2. Samkvæmt reglum þessum hafa þeir foreldar rétt á greiðslum sem eiga börn sem verða tveggja og hálfs árs á viðkomandi tímabili og skulu greiðslurnar standa að óbreyttum forsendum þar til börnin ná fjög- urra og hálfs árs aldri. 3. Greiðslur með hverju barni skulu nema þeini upp- hæð, sem ákveðin er í fjárhagsáætlun hverju sinni sem rekstrarstyrkur fyrir hvert barn á einkaleikskóia og nemur nú 6.000 kr. á mám M. 4. Sækja þarf sérstaklega um greiðslur fyrir hvert tímabil á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn verður aö berast eigi síöar en viku eftir að greiðslutímabili lýkur. Til þess að auðvelda væntanlegum umsækjendum að staðfesta vilja sinn til þess að gerast aðilar að þessu nýja fyrirkomulagi hefur verið ákveðið að taka við pönt- unum á upplýsingum og umsóknareyðublöðum í síma Dagvistar bama, 27277. Eyðublöð verða síðan send út en þeim ber aö skila eigi síðar en viku eftir að greiðslutfmabili lýkur, þ.e. fyrir 7. apríl 1994, fyrír fyrsta tímabilið. Hríngið f síma 27277 og óskið eftír að fá sendar frek- arí upplýsingar og/eða umsóknareyðublað. Vinsam- legast gefið upp nafn og heimilisfang ásamt kenni- tölu umsækjanda og barns eða bama sem sækja á um greiðslu fyrír. Dagvist bama Frjálshyggja í klessu Frjálshyggjan breska hefur verið mikil fyrirmynd hægrimönnum hér á landi og víðar. Og jafnvel þeir sem hafa sínar áhyggjur a£afleið- ingum hennar fyrir manneskjulegt samfélag (Samfélagið er ekki til, sagði frú Thatcher meðan hún var og hét), þeir hafa staðið í þeirri trú að frjáls- hyggjan væri að minnsta kosti skilvirk - þeas. skilaði meiri árangri í hagvexti en aðrir geta lofað. Þetta reynist ekki rétt. Þessari mynd hér hefur verið haldið á lofti af valdatíma breska íhaldsins: síðan 1979 hafa verklýðsfélögin bresku verið sett undir aga (les: lamin niður). Verkföll eru svotil úr sögunni. Frelsi hefur stóraukist í viðskiptum, ríkisfyrirtæki hafa verið þjóðnýtt, skattar lækkaðir af arði og hátekjum. Árangurinn er sá að hagvöxtur í Bret- landi hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr. Hagvöxtur sem brást Það síðasta stenst ekki - og þar með er allt hitt svosem lítið að státa af, ekki einu sinni fyrir íhaldið. Sanleikurinn er sá að á fjórtán ára íhaldstíma, frá 1979 til 1993, hefur hagvöxtur í Bretlandi numið 25%eða 1,6% á ári. Og það er ekkert til að státa af. Næstu 14 árin á undan hafði hagvöxtur numið 36% og það sagði Margrét Thatcher að væri alltof lítið! En verr hefur gengið síðan - ekki síst í samanburði við önnur iðnríki. Síðan 1979 hafa Frakkar sýnt 30% hagvöxt, Þjóöverjar 33%, Bandaríkin 35% og Japanir 63%. Hagskýrslur Breta eru þær lökustu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur sýnt síðan 1945. Nú skal það tekið fram að sá sem þetta tekur saman er ekki trúaður á aó velgengni þjóðfélaga verði mæld í hagvexti - án þess það t.d. komi fram hvað þessi hagvöxtur kostar. En hér er samt um að ræða mælikvarða sem frjálshyggjan sjálf leggur til grundvall- ar öllu mati og kemur því vel á vond- an að reka slíkar tölur upp í trant henni. Trú á einstaklingshyggju Náttúrlega hafa menn verið að skbða hvernig stendur á því að Bret- um gengur svo bölvanlega. Ein niður- staðan er sú að hin freka einstaklings- hyggja breskrar frjálshyggju eigi sök á Árni Bergmann vandræðum breskra fyrirtækja. Royal Society of Arts hefur birt skýrslu um „Fyrirtæki morgundagsins" þar sem starfsmenn 25 stórfyrirtækja víða um heim hafa borið saman reynslu sína. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að sömu löndin sýni lélegustu frammi- stöðu í efhahagslífi og þau sem leggja mest upp úr einstaklingshyggju. Þeim samfélögum vegni skást þar sem menn kunna að vinna saman - innan fyrirtækis, milli fyrirtækja, í samfélag- inu í heild. Og einn þeirra frétta- skýrenda sem um skýrsluna fjalla bendir á að slíkur samvinnumórall sé óralangt frá þeirri frjálshyggju þar sem rótlausir fjárfestar eru á þönum eftir skjótum arði, forstjórar fara með starfsfólk sem undirsáta sem má losna við hvenær sem er og stjórnendur fyr- irtækja láta sem það komi þeim ekkért við hvað gerist utan verksmiðjudyra. En þetta er einmitt sú frjálshyggja sem hefur riðið húsum í Bretlandi í- haldsins. Meiri ójöfnuður, verri frammistaða Önnur skýrsla (frá PSI, Policy Stu- dies Institute) er uin samskipti verka- fólks og stjórnenda á Thatcherárum. Þar er tekin fyrir sú kenning Thatchers og hennar manna að þegar allir séu lausir við helvítis verklýðsfé- lögin þá muni „nútímafyrirtæki" gera meira til að fá starfsmenn og verkafólk til að taka þátt í rekstrinum með virk- um hætti. Niðurstaðan er sú að þetta standist alls ekki: viðleitni til að „nýta betur þá auðlind sem maðurinn er" eins og þetta heitír er reyndar meiri á vinnustöðum þar sem verklýðsfélög starfa en þar sem þau eru ekki. Og þegar á heildina er litið, stendur í þessari skýrslu, þá helst það í hendur að launamunur og tekjumunur í fyrir- tækjum fer vaxandi og að munur á þeim sem áhrif hafa á rekstur, ákvarð- anir og ráðningar og þeim sem lítil sem engin áhrif hafa fer vaxandi. Með öðrum orðum: í Bretlandi frjálshyggjunnar fer það saman að siglt er burt frá jöfnuði í kjörum og öllu sem líkist atvinnulýðræði. Starfs- fólk og verkamenn verða aðeins „stað- reynd í framleiðsluferlinu" sem alls- konar „hagræðing" bitnar á með ein- um eða öðrum hætti en gefur ekkert. Og niðurstaðan er sú sem fyrr var nefnd: Bretland er neðst á blaði iðn- ríkjanna. Rtkisútgjöld og skattar Annað er það sem íhaldsstjórn telur sér venjulega til tekna: Aðeins ábyrgir íhaldsmenn geti skorið niður ríkisút- gjöld eða haldið þeim í skefjum. Þetta er líka lygi. Enn ein skýrslan sýnir að á síðustu árum hafa ríkisút- gjöld í Bretlandi aukist hraðar en á nokkrum stjórnarárum Verkamanna- flokksins. Ekki nóg með það: Ihalds- flokkurinn hefur talið sig skattalækk- unarflokk og hefur vissulega létt af sköttum á fyrirtækjum og þeim tekju- hæstu. En venjulegir borgarar þurfa að borga meira í skatta nú en lengi áður. Arið 1979 borguðu venjuleg meðalhjón bresk 9,6% af tekjum sín- um í tekjuskatt en núna 10,7%. Heildarskattbyrðin er á leið upp í 38,5% af þjóðartekjum og það er líka meira en nokkur Verkamannaflokks- stjórn hefur stáðið fyrir! Fyrir þessari þróun eru margar á- stæður, en sú sem mest fer fyrir er vitaskuld sú að atvinnuleysið er svo dýrt og það er rekið með þeim „sósíal- isma andskotans" að fyrirtækin spara hjá sér með uppsögnum en ríkið verð- ur að taka við þeim sem ýtt er út af vinnumarkaði og sjá til þess að þeir amk. farist ekki úr hungri. I annan stað misheppnast mörg sparnaðará- ætlunin - einmitt vegna oftrúar á ein- staklingshyggjunni. Ihaldið hefur staðið fyrir „endurbótum" á heil- brigðiskerfinu breska sem áttu að sjá tíl þess að peningar nýttust betur. Allt það verktakajukk hefur samt leitt til þess að til verður ný stétt hálaunaðra forstjóra sem taka til sín drjúgan bita af heilsukökunni - eitt íhaldsblaðið fórnar höndum og segir: Halda menn að almenningur trúi á þær umbætur sem fjölga forstjórum en fækka hjúkr- unarfólki? Gáum að þessu

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.