Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 Málamiðl- unartónn á úthafs- veiðifundi riggja funda á vcgum Sameinuðu þjóðanna um úthafs- veiðimál var haldinn um siðustu helgi í New York og sátu fundinn fyrir Islands hönd þeir Steingrímur J. Sigfusson og Ami R. Amason. Að sögn Steingríms eru vax- andi efasemdir uppi um að það takist að ljúka málinu fyrir ágúst. Hann sagði að fulltrúar væm nú með tíl skoðunar málamiðlunar- tillögur frá formanni úthafs- veiðinefndarinnar. „Spurningin er hvort aðilar fái endurnýjað umboð til að halda samningaumleitunum áffam á næsta ári. F.n þá er gengið út ffá því að markmiðið sé bindandi þjóðréttarsamningur, eins og Is- land hefur stutt. Einnig kemur til greina að stefna að ályktun eða leiðbeiningarreglum. Það er að koma æ betur í ljós að skipt- ingin í strandríki annars vegar og úthafsveiðiþjóðir hins vegar er að verða úrelt, margar þjóðir hafa þarna blandaða hagsmuni, eins og tílfellið er með ísland. Norðmenn hafa viljað klæð- skerasaumaðan þjóðréttarsamn- ing sem kæmi okkur út úr Smug- unni, en það stríðir gegn mögu- leikanum á málamiðlun og þeim anda að líta á heildarhagsmuni en ekki sérhagsmuni,“ segir Steingrímur. S Avegum Reykjavíkurlistans verða ýmsar uppákomur á laugardag. Kosningaskrif- stofa flokksins á Laugavegi 31 verður lifandi miðstöð fyrir böm og bamafólk sem eiga leið um mið- bæinn. Brúðuleikhús, lúðrablástur og ýms- ar uppákomur verða á dagskrá á laug- ardag og klukkan fimm síðdegis verð- ur stórfundur á kosningaskrifstofunni þar sem starfið framundan verður rætt. Skrifstofa Reykjavíkurlistans er opin á hverjum degi og málefnafundir eru oftast haldnir síðdegis eða á kvöldin. Síminn á skrifstofunni er 15200 og fólk er hvatt til að hringja og kynna sér jtarfíð og koma hugmynd- um sínum á ffamfæri. A þriðjudag verður borgarafundur með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans í Rúgbrauðsgerðinni. A næstu vikum mun Ingibjörg Sólrún ásamt öðrum efna til funda með borgarbúum og verkefni næsta borgarstjórnarmeiri- hluta. Fundurinn á þriðjudag hefst klukkan hálf níu í Rúgbrauðsgerðinni og aðalefni hans verða atvinnumálin. Frambjóðendur Reykjavíkurlistans verða verða til viðtals á kosningaskrif- stofunni Laugavegi 31 alla virka daga ffá klukkan 16:00 til 18:00. Næstu daga verða eftírtaldir frambjóðendur á vaktínni: 8. apríl: Helgi Hjörvar og Guðrún Ogmundsdóttír 11. apríl: Sigrún Magnúsdóttir og Ingvar Sverrisson 12. apríl: Guðrún Jónsdóttír og Pétur Jónsson 13. apríl: Sigþrúður Gunnarsdóttir og Helgi Pétursson 14. apríl: Birna Kr. Svavarsdóttir og Pétur Jónsson 15. aprí: Helgi Hjörvar og Kristín Blöndal. A laugardag verða uppákomur á kosn- ingaskrifitofu Reykjavíkurlistans og á þriðjudag mun Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir efna til borgarafundur um verk- efnin sem við stöndum frammi fyrir mesta kjörtímabil. Búvörulagafarsaimm aldeilis ekki lokið hjá Reykja- Hið margþvælda búvöru- lagafrumvarp stjómar- flokkanna var samþykkt sem lög sl. miðvikudag. Eggert Haukdal greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með ríkis- stjóminni og stjómarliðar felldu breytingartillögur stjómarand- stöðunnar sem fólu í sér að lögfesta innihaldið í ncfndaráliti Egils Jóns- sonar og félaga. Tilkynning um þjónustu vegna utankjörfundar- kosningar Verum í GÓÐU sambandi! Utankjörfundarkosning vegna sveitarstjómarkosninga 28. maí nk. er hafin. A skrifstofu Alþýðubandalagsins, Laugavegi 3 í Reykjavík, er veitt þjónusta vegna utankjörfundarkosningarinnar. Robert Marshall hefur verið ráðinn til þess að annast þetta verkefhi. Símar utankjörfundarþjónustunn- ar em 91-1 74 50 og 1 74 90. Forráðamenn G-lista og annarra framboða sem Alþýðubandalagið stendur að eru hvattir til þess að vera í góðu sambandi við utankjörfundar- skrifstofuna. Kosningaskrifstofan er fyrst um sinn opin á venjulegum skrifstofu- tíma. „Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins opinberaðist í því að flokkurinn hafn- aði breytingartillögunum og hafnaði þar með eigin lagatúlkun. Farsinn heldur áfram þótt frumvarpið sé orðið að lögum. Stjórnarflokkarnir eru bara sammála um að vera áfram ósammála og afleiðingarnar verða óvissa og inálaferli. Og stjórnarflokkarnir eru algerlega ósammála um hvað taki við þegar GATT tekur gildi. Lögin marka engan endi á búvörudeilunni. Þetta eru aðeins minniháttar kafla- skiptí,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son. Útgefandi: Alþýðusamband íslands. Dreifing: MFA - Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Sími 814233. \ ' \ l’i ll 11 i\ ▼/ 1 Á liðnum árum hafa kjarabætur launafólks oft fremur falist í félagslegum umbótum en beinum launahækkunum. Með auknum félagslegum réttindum fjölgar einnig þeim álitaefnum sem upp koma í samskiptum á vinnumarkaði. Knýjandi þörf hefur verið á upplýsingaefni um réttindi og skyldur á þessum vettvangi. Bókin Réttindi og skyldur á vinnumarkaði eftir Láru V. Julíusdóttur lögfræðing geymir svarið í bókinni er vísað f kjarasamninga, lög og dóma. Við frágang bókarinnar var haft í huga að hún sé aðgengilegt uppflettirit meðal annars er í bókinni ítarleg atriðisorðaskrá og tilvitnanir í dóma. Ný bók jafnt fyrir launafólk sem stjórnendur fyrirtækja Líf og pr víkurlista

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.