Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 12
12 Samfélagift VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 Atvinnuleysi er enn sem komið er aðeins hagtölur í opinberri umrœðu á íslandi. Stjórnmálafélagið Birting gekkst fyrir fundi á Kornhlöðu- loftinu við Bankastrœti í Reykjavík þann 22. mars síðast liðinn þar sem rœtt var um hinn mannlega þátt atvinnuleysisins. Fundarstjóri var Guðrún Helga- dóttir alþingsmaður en fyrirles- arar voru Halldór Grönvold, Hulda Finnbogadóttir, Katrín Fjeldsted, Björn Grétar Sveins- son og Gestur Guðmundsson. Bjöm Grétar Sveinsson í rœðustól og honum á vinstri hónd eru Halldór Grónvold og Hulda Finnbogadóttir. Myndir: Ól.Þ. Lífstíll atvinnuleysis festir rætur á íslandi Halldór Grönvold skrifstofu- stjóri Alþýðusambands Is- lands talaði fyrstur. Hann sagði að fram til ársins L992 hefði lít- ið borið á atvinnuleysi á Islandi og frá árinu 1970 hafi ávallt verið betra at- vinnuástand hér en á Norðurlöndun- um. Eftir að atvinnuleysi festi hér ræt- ur hefur hinsvegar orðið vart sömu einkenna og þekkt eru í nágranna- löndum okkar. Atvinnuleysi í aldurs- flokkunum 16-19 ára og 20-24 ára er tvöfalt meira en hjá öðrum hópum og því styttri skólagöngu sem fólk á að baki því meiri líkur eru á að það verði atvinnulaust. Eftir að Halldór hafði dregið upp mynd af atvinnuleysisástandinu íjall- aði hann urn stöðu verkalýðshreyfing- arinnar gagnvart samtökum atvinnu- rekenda. Hann sagði verkalýðshreyf- inguna standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum á tímum samdráttar og atvinnuleysis. Aðstæður í atvinnu- lífinu ráða meiru hér en víða á Norð- urlöndum vegna þess að laun og kjör eru að nokkrum hluta ákveðin á vinnustað en ekki bundin í samning- um verkalýðshreyfingar við samtök atvinnurekenda. - Stjórnendur fyrirtækja eru með- vitaðir um hvar valdið liggur við þess- ar aðstæður. Við þekkjum dæmi um að ráðningarkjörum hafi verið breytt einhliða, veikindaréttur starfsmanna ekki virtur og kaup ekki greitt á rétt- um tíma. Starfsmenn hafa stundum orðið að velja á milli þess að taka á sig launalækkun eða missa vinnuna, sagði Halldór. Gestur Gnániundsson: Við ennn að eignast kynslóð þar sem hluti sjálfsí- myndarinnar er að vera atvinniilaus. Halldór kvað róttækra aðgerða þörf ef ráða ætti bug á atvinnuleysi. Til að ná því markmiði að allir hafi atvinnu þarf hagvöxtur að vera tæplega 4 pró- sent á ári til aldamóta en hagspár gera aðeins ráð fyrir 1-2 prósentum. Vondi draumurinn er veruleiki Hulda Finnbogadóttir var formað- ur nefndar sem hafði það verkefni að deila út 60 milljónum króna, sem rík- isstjórnin samþykkti að taka af einum, milljarði króna til að bæta atvinnuá- standið og láta renna í atvinnutæki- færi fyrir konur. Hulda þekkir atvinnuleysið af eigin raun. Þegar hún kom heim að utan fyrir þrem árum þurfti hún að gangast undir uppskurð og eftir endurhæfingu tók við atvinnuleysi. í erindinu tvinn- aði hún saman persónulega reynslu og reynslu af starfi sínu sem formaður nefndarinnar. Nefndin um atvinnumál kvenna hafði til ráðstöfunar 60 milljónir króna en alls var sótt um rúmlega 300 milljónir. Flestar umsóknir voru vegna ýmiskonar smáiðnaðar. Sveitar- félög, samtök og hópar kvenna sóttu um stærstu upphæðirnar. Margar konur sóttu um styrk sem einstakling- ar en nefndin gat lítið sinnt þeim. - Konurnar sem ég talaði við voru ekki að sækja um styrki til að fara af stað með atvinnurekstur sem gæti gert þær ríkar. Þær vildu ekki taka lán því þá þurftu þær að veðsetja heimili sín. Konurnar höfðu ríka ábyrgðarkennd og vildu fara sér hægt. Það sem rak þær áfram var sjálfsbjargarviðleitni, sagði Flulda. Frá Alþingi íbúö fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurössonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. septem- ber 1994 til 31. ágúst 1995. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaup- mannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni, sem er í Skt. Paulsgade 70 (örskammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja herbergja (um 80 ferm.), en auk þess hefur fræðimaðurinn vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúðinni fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir tilvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Al- þingis eigi síðar en 1. maí n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störf- um. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjanda. Tek- ið skal fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmanna- höfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráði íslands í Kaupmannahöfn. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-1.fl. 15.04.94- 15.04.95 kr. 351.662,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.