Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 Schindler 's List ★ ★ ★ ★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Steven Spielberg Aðalhlutverk: Liam Neeson, Ben Kingsley, Ralph Fiennes. Spielberg er óumdeilanlega einn af hæfileikaríkustu leikstjórum sem saga kvikmyndanna hefur alið af sér. Alit fólks á því fer þó svolítið eftir því hvort litið er á kvikmyndir sem viðskiptagrein eða listgrein. F.f fyrri póllinn er tekin í hæðina efast enginn um yfirburði Spielbergs þar eð myndir hans hafa halað inn nóg fjárinagn til að opna þrjár nýlendur á Mars. Listamaðurinn Spielberg hefur hins vegar átt í vand- ræðum með að sannfæra vantrúaða um ágæti sitt, þær myndir hann hefur eytt hvað mestum metnaði í hafa verið hunsaðar af gagnrýnendum og öðrum sem hafa viðurværi af því að veita lis- tamönnum viðurkenningu. En loks ko'm að því að Spielberg gerði mynd sem virðist falla „fag- mönnum" flestum vel í geð og mynd hans „Listi Schindlers" hefur hlaðið utan á sig ýinis konar viðurkenning- um. Þegar horft er á myndina er auð- velt að sjá hvað heillar, þrátt fyrir að sumum finnist efni myndarinnar hafa verið margtuggið í áranna rás, er ekki hægt að segja annað en að hér sé urn að ræða magnþrungnustu endursögn á einu dekksta tímabili inannkyns sem ég man eftir. Ilver einasti svarthvíti rannni færir áhorfandann inn í miðju atburðanna og gerir hann að vitni að óbeisluðu hatri og fyrirlitningu. Með hliðsjón af því að nýnasisini og þess konar óþverri þrífst enn hér á jörð er ekki hægt að segja að mynd þessi sé tímaskekkja að neinu leyti. Það er bitur staðreynd að kynþáttahatur dví- nar lítið og mynd þessi ætti að opna augu fólks fyrir því sem slíkur hugsanagangur getur leitt til. Leikhópurinn undirstrikar bæði þjáninguna og niðurlæginguna sem svífur yfir vötnum. Liam Neeson er ótrúlega sterkur í titilhlutverkinu þrátt fyrirað sumir hafi orðið til að gagnrýna þátt hans í myndinni. Ralph Fiennes, í hlutverki einnar samvisku- lausustu mannskepnu sem ég man eftir að hafa séð á hvíta tjaldinu, lifir hvað lengst í minninguni, persóna Eitt gyðingabartiaima í Lista Schindlersfinnur sérfelustað í útrýmingarbúðunum - kamarinn. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 28. MAÍ1994 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd 1. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun hefjast fyrsta virka dag eftir 2. apríl, þ.e.. 5. april 2. Krafa um bundnar hlutfallskosningar i sveitarfélagi með 300 íbúa eða færri berist oddvita yfirkjörstjórnar bréflega eigi síðar en...........................16. apríl 3. Sveitarstjómarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna yfirkjörstjórn þá ákvörðun sina eigi siðar en...................................................23. april 4. Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi........................................30. apríl 5. Framlengdur framboösfrestur, ef aðeins kemur fram einn listi, rennur út......... 2. maí 6. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en............................................ 4. maí og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann tima. 7. Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags. 8. Kærufrestur til sveitarstjómar vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á hádegi.........14. mai 9. Yfirkjörstjóm auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir. 10. Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá eigi siðar en...............17. maí 11. Sveitarstjóm úrskurðar kærur eigi siðar en.......................................21. maí 12. Oddviti sveitarstjómar eða framkvæmdastjóri hennar undirritar kjörskrá. 13. Sveitarstjóm tilkynni hlutaðeigandi, svo og sveitarstjóm sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskuröur liggur fýrir. 14. Sveitarstjóm skal senda oddvita yfirkjörstjómar eintak af kjörskrá þegar kjörskráin hefur verið endanlega undim'tuð. 15. Kjörstjóm tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn. 16. Yfirkjörstjóm auglýsir hvenær kjörfundur hefst. 17. Kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag. 16. Yfirkjöretjóm augiýsii iivar og rivenær atKvcieOatalning veröur meö nægum fyrirvara á undan kosningum. 19. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. 20. Yfirkjörstjóm setur notaða atkvæðaseðla undir innsigli að talningu lokinni, þegar kosning er óbundin. 21. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá þvi að lýst var úrslitum kosninga. 22. Yfirkjörstjóm eyðir innsigluðum atkvæðaseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaöarúr- skurði uppkveðnum hafi kosning verið kærð þegar kosning er óbundin, sbr. nr. 19. 23. Kjörstjóm skal gefa út kjörbréf til aöalfulltrúa i sveitarstjóm og varamanna þeirra og senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninganna. Félagsmálaráðuneytið, 24. mars 1994. hans hálfþartinn grefur sig inn í undirineðvitundina og verður sani- nefnari fyrir það illa í myndinni. Annar samnefitari er hin títtnefnda stúlka í rauðu kápunni en hún er tákn þeirra gyðinga sem Schindler tókst ekki að bjarga og líklegasta ástæða samviskubitskastsins sem Schindler fær í lokin. Þannig er þetta í mínum skilningi alltént. Sumir vilja ineina að rauðklædda stúlkan sé eintóm sýndar- mennska af hálfu Spielbergs og að atriðið í lokin þar sem Schindler brotnar niður sé allt of mikil breyting á hans persónu á stuttum tíma. Eins og Spielberg setti þetta upp fannst mér augljóst að dauði rauðklæddu stúlkunnar skildi eftir djúpt sár í per- sónu Schindlers, sem kom svo upp á yfirborðið í títtnefiidu lokaatriði. En fáir gera meistaraverk öðruvísi en að einhverja galla sé að finna í gangverkinu. Veikasti hlekkur mynd- arinnar að mínu mati er eftirmálinn, þar sem hinir eftirlifandi „Schindler gyðingar*“ ganga hring um grafreit Schindler's og setja steina á legstein hans. Það var full langt og náði ekki að koma til skila þeirri dramatík sem það hefði átt að gera. Að þessu smáatriði slepptu er myndin gjörsamlega galla- laus og líður seint úr minni. *Athyglisveit þótti mér að þýðandinn skildi túlka „Schindler Jcws“ sem „Schindler júðar“. Einhverit tíma þótti ,júði“ vera tiiðurlagjandi skammaryrði. Kannski er þýðandinn svo hámevntaður aðhann viti betur...? On Deadly Ground }/2 Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Steven Seagal Aðalhlutverk: Steven Seagal, Michael Caine, Joan Chen. Oft vill henda að kvikmynda- fólk ofmetnast og telur sig geta brauðfætt áhorfendur á áróðri sem cr til þess gerður að vekja fólk til umhugsunar um eitt eða annað inálefni. Einhvern veginn taldi ég víst að slagsmálahundurinn Steven Seagal væri ekki líklegasti maðurinn til að falla í þessa gildru, þar eð myndir hans hafa verið tiltölulega metnaðar- snauðar til þessa. En með þessari myr.d sannar Seagal að hann er ekki bara ofbeldishneigður þöngulhaus, hann er ofbeldishneigður þöngulhaus sem virðist standa í þeirri trú að hann geti haft eitthvað að segja í baráttunni um verndun umhverfis- ins. Allt virkar það mjög ótrúverðugt þegar hann veldur mun meiri nátt- úruspjöllum ineð yfirgangi sínum f myndinni en hann kemur í veg fyrir. Ilann sannar einnig að leikhæfi- leikarnir eru ekki þeir einu eiginleikar hans sem er verulega ábótavant. Ilann er sumsé einnig skr' Aour fyrir leik- stjórn á mynd þessari og af hand- bragðinu a? jæma ætti hann að halda sig við það að læra línurnar sínar. Oll hasar- og bardagaatriði eru fádæma illa uppbyggð og atriðin sem tengja þau saman eru fyrir neðan allar hellur hvað drainatískan strúktúr varðar. Eina sem kemur í veg fyrir að maður yfirgefi salinn áður en yfir líð- ur eru samræðurnar sem eru á köflum svo kostulega tilgerðarlegar í inni- haldsleysi sínu að það eitt dugar til að koma manni í gott skap. Allar þessar tilgangslausu tilraunir til að miðla boðskapi til áhorfandans virka eins og árangurslausar tilraunir móður til að fá þrjóskan þriggja ára krakka til að taka meðalið sitt. Það er f raun hálfgerð inóðgun við fullorðið fólk að sitja yfir þessu. Og til að fyrir- byggja það að fólk gangi út úr salnum án þess að hafa fattað boðskapinn heldur Seagal u.þ.b. finnn mínútna ræðu í endann um hreinar orku- auðlindir og vonsku olíufélaga þar sem fólk er matað á boðskapnum eins og hann leggur sig. Þessi boðskapur, sem Seagal notar ómældan tíma í að reyna að troða ofan í áhorfendur, komst mun bemr til skila í tíu sek- úndna atriði í Simpsons jiætti sem sýndur var nýlega (Fossil Fuel: Use us and nobody will get hurt) og sannast þar að hvað áróður sem þennan varðar virkar kómísk hnitmiðun mun betur en þegar tönnlast er á sama hlutnum í níutíú inínútur í veikri vron um að áhorfandinn gangi út úr salnum betri og bættari maður en fyrr. Fyrir þá sem eru í skapi til að sjá almennilega hasarmynd mæli ég mun frekar með austurlensku inyndinni Hardboiled sem er væntanleg á myndband von bráðar. Hún innihcld- ur eintóman tilgerðarlausan hasar og fellur ekki í þann fúla pytt að reyna að hafa áhrif á þankagang áhorfenda. Ilasarmyndir eru einfaldlega ekki rétti miðillinn til þess. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í endurbyggingu þaks á B-álmu Langholtsskóla. Helstu magntölur eru: Þak 320 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaqinn 13. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í gólflökkun í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Helstu magntölur eru: Gólffletir 2.200 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvégi 3, Reykja- vík, gégn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. apríl 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.