Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Síða 2

Vikublaðið - 06.05.1994, Síða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 u. BLAÐ SEM V I T ER I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Ilildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðiun hf. Litlifingur Rislitlu þinghaldi er lokið við Austurvöll. Stjórn- málastarf meirihlutans hefur í vetur einkennst af þrálátum deilurn um stór mál og smá. Ríkisstjórnin var við það að springa útaf búvörulagadeilunni og einföld ákvörðun um að kaupa nýja björgunarþyrlu er orðin að rimmu milli stjórnarflokkanna. Lítt dul- búnar glósur ganga á milli forystumanna Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks bæði innan þings og utan. Stjórnmái í lýðræðisríki byggja á trausti milli þegnanna og stjórnvalda. Forsenda fyrir tiltrú fólks er að stjórnvöld hafi trúverðuga pólitíska stefnu sem hefur einhvern samhljóm með lífsgildum al- mennings. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur enga pólitíska stefnu aðra en þá að sitja að völdum. Sjálfur er forsætisráðherra holdtekja manns sem er þjálfaður í krókum og klækjum valdabröltara en stendur hvorki fyrir stefnu né hugmyndafræði sem hægt er að bera á borð almennings. Hægripólitísk bylgja á Vesturlöndum á áttunda áratugnum fleytti Davíð Oddssyni á land í íslensk- um stjórnmálum. A þessum tíma komust til valda Ronald Reagan í Bandaríkjunum og Margrét Thatcher í Bretlandi. Davíð er litlifingur Ronalds og Margrétar og litlifingur komst til valda og áhrifa í höfuðborg Islands í skjóli kreppu ættarveldisins sem hafði stjórnað Sjálfstæðisflokknum frá stofnun hans. Áður höfðu synir útgerðaraðalsins og ríkra kaupmanna komist til forystu í Sjálfstæðisflokknum en Davíð átti að vera sterkur maður með stefnu. I þann mund sem almenningur í Bretlandi og Banda- ríkjunum hafnaði frjálshyggju Thatcher og Reagans varð litlifingur forsætisráðherra á Islandi. Atburðarásin í vetur sýnir svo ekki verður um villst að dómgreindin hefur skjöplast þeim sem héldu að núverandi forsætisráðherra væri tákn nýrra tíma í Sjálfstæðisflokknum. I Reykjavík gekk hann inn í valdakerfi Sjálfstæðisflokksins sem ekk- ert pólitískt afl gat þá ógnað. Um leið og minni- hlutinn sameinaðist og varð trúverðugur valkostur í Reykjavík var Sjálfstæðisflokkurinn afhjúpaður sem hrein og klár machiavellísk klíka. Eins og hendi væri veifað sagði eftirmaður Davíðs í borgarstjóra- stól af sér og Sjálfstæðisflokkurinn tók upp félags- hyggjusjónarmið í kosningastefnuskrá sína. Þetta gerðist án pólitískra átaka í flokknum vegna þess að klíkan hefur það markmið eitt að halda völdum. Þetta er arfleifð litlafingurs í borginni. I landsstjórninni er það sama upp á teningnum: Leiðtoginn í Stjórnarráðinu ekur seglum eftir vindi og þegar virkilega hefur sorfið að týnist hann uppí sveit, eins og þegar búvörulagadeilan stóð sem hæst. Leiðindin sem einkenna ríkisstjórnina þreyta forsætisráðherra en ekki fyrir sitt litla líf áræðir hann að leggja verk stjórnarinnar fyrir dóm kjós- enda. Til þess að fara í kosningar þarf maður að hafa stefnu, bjóða upp á pólitík. Litlifingur er blóðlaus á hogginni hönd. Sjónarhorn Nýtt landslag í Evrópumálum Enn er af nógu að taka hvað varðar nýjar fréttir af Evrópu- málunum, bæði innanlands og utan. Þrjú Norðurlandanna, Finn- land, Svíjtjóð og Noregur, hafa nú loDð samningaviðræðum við F.SB og framundan eru þjóðaratkvæðagreiðsl- ur um aðildina, með tilheyrandi um- ræðu og gerjun. Fátt kemur á óvart í samninganiðurstöðum frænda okkar og ekkert, alls ekkert í sjávarútvegs- samningi Norðmanna við ESB gefúr tilefni til endurmats á mótaðri stefnu íslendinga. Eftir sein áður liefur sigling frænd- þjóðanna inn í upprennandi "sam- bandsríki'' Stór-Evrópu haft sín áhrif og sér þess stað bæði í almenningsáliti samkvæmt skoaðanakönnunum, en einnig á skákborði stjórnmálanna. Formannaskipti í Fram- sókn Um síðastliðna helgi tók nýr for- maður við stjórnartaumum í Fram- sóknarflokknum eins og tæpast hefúr farið fram hjá nokkrum manni. Hall- dór Asgrímsson, sá hinn sami og veitti forystu hjásetuarmi Framsóknar- flokksins við afgreiðslu EES-samn- ingsins, var þar kominn og beið ekki boðanna með hinn nýja boðskap. Vatnaskilin urðu skýr og greinileg á miðstjórnarfundinum. Fráfarandi for- maður notaði drjúgan hluta ræðu sinnar í að vara flokk sinn og þjóð við aðild að Evrópusambandinu. Hinn þrautreyndi stjórnmálamaður og for- sætisráðherra margra ríldsstjórna taldi að aðild myndi gera okkur að lágt skrifuðum útnára Evrópustórveldis- ins. I linn nýi formaður notaði tímann til að varpa fram hugmyndum um ein- hverskonar áheyrnaraðild eða aukaað- ild að Evrópusambandinu, eða a.m.k. mikilvægustu nefndum þess. Hvort sem slíkar hugmyndir eru nú raunhæfar eða ekki er athyglisvert að Halldór skuli strax í sinni fyrstu ræðu sem formaður taka svo ákveðinn kúrs í átt til nánari tengsla við Evrópusam- bandið. Það hvort menn tala svo um vinkilbeygju eins og leiðarahöfundur DV eða eitthvað annað, er aukaatriði. I öðru lagi vaknar svo auðvitað að bragði sú spurning hversu lengi menn myndu una áheyrnaraðildinni einni, þ.e.a.s. ef menn fengju hana, og hvort hún gæti í reynd nokkurn tíma falið í sér annað en fulla aðild að lokum. Kratar út úr skápnum Þá gerast enn þau tíðindi að kratar ákveða að flýta flokksþingi og boðað er að þar verði nýjar áherslur mótaðar í Evrópumálum. Þær geta naumast falist í öðru en stefnu um fulla aðild eða a.m.k. aðildarumsókn. Það hefur lengi legið í loftinu hvert hugur þeirra krata stefnir og ungkrat- ar hafa ítrekað ályktað um aðild. Flokkurinn hefur hins vegar hikað við að taka það upp í sína stefnuskrá. Nú verður fróðlegt að sjá hvort vígamað- urinn Jón Baldvin leggur upp í enn eina herförina með flokk sinn ineð fyrirhugaðan náttstað í Brussel og það á fimmtugasta afrnælisári lýðveldisins. Að ýmslu leyti er það kostur að það sein verða vill í gerjun þessara mála innan flokkanna komi upp á yfirborð- ið. Því fyrr því betra fyrir þá sem hyggjast taka tíl varna fyrir efhahags- legt, menningarlegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir verða von- andi og örugglega margir og þeirra sigurinn. Höfúndur er þingmaður AJ- þýðubandalagsins fyrir Norður- land eystra og varaformaður flokksins. Árni litli Lokbrá Fréttamannafundur Ama Sigfússonar undir regnhlíf á Ægissíðunni hefúr vakið athygli út fyrir land- steinana. Borist hefur úrklippa með vísum sem virðast stæling á dönskum vísum um Ola lokbrá með regn- hlífina sína. Því miður sást ekki ldippinu hvert blaðið var. Edda Heiðrún Bachmann hefur sungið þetta lag á plötu með íslenskum texta undir heitinu Lonníettumar. Lille Arnes vuggevise Den lille Ame meðparaplyen, som nufor tiden bestyrer byen, han tvivler ikke om eget værd - men desto mere pá guders vejr! Den lille Arne med paraplyen, han tror sig sikker at kapre byen, men valg som vejret kan let slá om, mens Arne venter sin store dom.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.