Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Side 6

Vikublaðið - 06.05.1994, Side 6
6 VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 Framkvæmdastjóri tæknideildar Borgarspítalans: Ásakaður um misnotkun og yfirgang Sigurður Angantýsson, fram- kvæmdastjóri viðhalds- og tæknideildar Borgarspítalans, hefur ítrekað verið kærður til borgar- yfirvalda og forstjóra spítalans og bor- inn þungum sökum um grófa mis- notkun á aðstöðu sinni. Þá er mikill kurr ríkjandi meðal margra starfs- manna spítalans vegna stjórnunarað- ferða Sigurðar sem þykja vægast sagt einræðislegar. Jóhannes Pálmason forstjóri Borgarspítalans kannast við kurrinn, en segir ásakanir um meinta misnotkun vera tíu ára gamalt mál. Nokkrir iðnaðarmenn og fyrrum starfsmenn spítalans eru reiðubúnir að staðfesta það með vitnisburði sín- uin að Sigurður hafi notað starfsmenn spítalans og efni í eigu spítalans vegna vinnu í eigin þágu. Er þar meðal ann- ars tínd til vinna um árabil vegna ein- býlishúss, sólhýsis og sumarhúss Sig- urðar í Grímsnesi, vinna og efni upp á milljónir króna í tímans rás. Fimm fyrrum iðnaðarmenn við spítalann hafa staðfest umkvartanir sínar við blaðamann Vikublaðsins og segja að tilraunir þeirra til að kæra málið og fá breytingar hafi reynst árangurslausar. Stjórnendur spítalans haldi yfir Sig- urði hlífiskildi. Sigurður hafi uin leið í mörg ár tíðkað einstrengingslegar stjórnunaraðferðir og jafnvel lagt menn í einelti og rekið eftir eigin höfði. Viðtöl Vikublaðsins við ýmsa starfsmenn spítalans staðfesm að óá- nægja er ríkjandi með stjórnunarstíl Sigurðar. Iðnaðarinennirnir segja að þeir hafi sjálfir unnið óinælda vinnu fyrir Sig- urð á kostnað spítalans, þeir hafi í raun verið til þess knúnir. Mjög langt er síðan fyrst var kvartað yfir Sigurði en það var í borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar heitins. Vikublaðinu er kunnugt um að síðustu árin hafi verið leitað til Davíðs Oddssonar og Jóhannesar Pálmasonar forstjóra spít- alans og síðast í byrjun apríl var leitað til Jóns G. Tómassonar borgarritara. Alltaf hefur kæmefnið verið hið sama: Kærendur saka Sigurð um margra ára Sigurður Angantýsson: Vísa þessu til föðurhúsanna „Ég vísa þessum ásökunum öll- um til föðurhúsanna," segir Sig- urður Angantýsson framkvæmda- stjóri viðhalds- og tæknideildar Borgarspítalans um þær ásakanir sem fram koma í meðfylgjandi firétt. - Þú vilt ekkert frekar segja um réttmæti þessara ásakana um mis- notkun? „Ég hef engu við þetta að bæta, nema að það hljóta að vera kosning- ar í nánd.“ - Þú átt við þá staðreynd að þú ert sjálfstæðismaður? „Ég var einu sinni viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn, já, var á lista hans fyrír inörgum árum.“ - Hvemig getur þetta verið kosn- ingamál ef þú ert svona lítið tengdur inn í Sjálfstæðisflokkinn? „Sjálfsagt ættu þínir heimildar- menn að finna sér feitari bita, það er rétt.“ - Þú ert líka sagður vera með mik- inn yfirgang gagnvart starfsfólki? „Ég hef ekki þau völd og hef aldrei haft að ég geti verið með yfir- gang.“ - Ert þú ekki yfinnaður viðhalds- og tæknideildar spítalans? ,JÚ, að hluta.“ - Og þú neitar staðfastlega öllum ásökunum urn misnotkun? „Ég vísa þeim alveg hreint til föð- urhúsanna." Utboð F.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, er óskað eftir tilboðum í 150.000 birkiplöntur fil afhendingar á næsta ári. Útboðslýsing verður afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. maí 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Kjörskrá til borgarstjómarkosninga, er fram eiga aö fara 28. maí n.k., liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrif- stofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, á al- mennum skrifstofutíma frá og með 4. maí til kjördags. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi þann 14. maí n.k. Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 29. apríl 1994. Borgarstjórinn í Reykjavík HH—1 I }. . I f jí S * # TTrr-rrr: s » | j'[[| H* WIW® OTt|||P#r« mir'immrmmrinT Hc s«i Ílililílifl- Hp| SB SS iiKii!iiiiif< Wimm iss 53 ■ i líi 33 ]jj 3Í 55 »|jj 13 35 » jjj 5T 5<3 "]j 33 wmmm' --^111 ' 'W ,.j Borgarspítalinn: Kurr í starfsfólki vegna stjórnunaraðferða og ásakanir á hendur framkvæmdastjóra tæknideildar um áralanga misnotkun á fjár- munum, efni og vinnukrafti spítalans í eigin þágu. misnotkun á fjármunum, efni og vinnukrafti Borgarspítalans. Þeir telja reyndar að fleiri yfirmenn spítalans hafi gerst sekir um það sama, en í minna mæli. Enginn árangur hefúr verið af þessum kærum iðnaðarmann- anna, en þeir hafa allir verið flæmdir úr starfi. Á sama tíma hafi ffam- kvæmdastjórinn ráðið ættingja sína í lausar stöður við tæknideildina. Iðnaðarmennirnir segja Jóhannes Pálmason forstjóra Borgarspítalans ít- rekað hafa lofað að gera eitthvað í málinu, en ekkert hafi gerst. Málið hefur aldrei komið til umfjöllunar í stjórn spítalans, hvorki nú í for- mennskutíð Arna Sigfússonar né á síðasta kjörtímabili í formennskutíð Páls Gíslasonar. Jóhannes svarar því til að þessi aðili hafi verið ásakaður um misnotkun í starfi fyrir tíu árum. „Málið var kann- að ítarlega með viðtölum og bók- haldsgögn skoðuð. Niðurstaðan var sú að ekki þótti ástæða til að aðhafast frekar í málinu," segir Jóhannes og segist ekki vita urn neinar ásakanir um misnotkun aðilans eftir þennan tíma. Þó kannaðist hann við gagnrýni á stjórnunaraðferðir Sigurðar. „Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti. Það er enginn fullkominn í sínum stjómun- araðferðum. En þetta er allt annar handleggur," segir Jóhannes. Gjöf til þjóðarinnar á Þingvöllum: Davíð stöðvar nýja stjórnarskrá Sjálfstæðismenn vilja ekld sam- þykkja nýjar tillögur stjórnar- skrárnefndar um nýja stjórnarskrá sem hátíðargjöf til þjóðarinnar á Þingvöllum á hálfrar aldrar afmæli lýðveldisins. Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson í broddi fylk- ingar hafa sagt við því þvert nei að samþykkja stjórnarskrá þar sem kveð- ið yrði á um mannréttindi og atvinnu- réttindi. Lendingin verður að líkind- um sú að samþykkja á Þingvöllum fjárffamlag til einhvers „góðs málefh- is“. Stjórnarskrárnefnd skilaði sínum tillögum fyrir um mánuði síðan, en forystumenn Sjálfstæðisflokksins hef- ur ekki viljað ræða tillögurnar efnis- lega. Þó liggur fyrir að það sem stend- ur mest í þeim er að samþykkja stjórnarskrá þar sem fram kæmi að binda ætti í lög ákvæði um rétt manna til vinnu og orlofs og að allir skuli eiga rétt á aðstoð vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis eða af öðrum ástæð- um sem lög kveða á um. 1 Á móti hafa sjálfstæðismenn verið tilbúnir til að samþykkja tillögu um fjárffamlag til „góðs málefnis“ og í því sambandi hafa komið til umræðu framlög til haffannsóknarmála, mál- ræktarstarfs, skógræktar eða tíl sögu- kennslu. „Það er erfitt að henda reiður á það af hvcrju sjálfstæðismenn eru svona viðkvæmir fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár,“ segir Ragnar Arnalds um málið. „Þeir ncfna helst að einstök ákvæði séu þess eðlis að þau gefi fólki óraunhæfar vonir, en þeir hafa aldrei viljað ræða málið með formlegum hættí. Nú reikna ég með að þetta endi í samkomulagi um fjárframlag til ein- hvers málefnis. Ég hef orðið var við milda óánægju meðal þingmanna með þessa stöðu, en það eru fyrst og ffemst ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem siglt hafa þessu máli í strand, undir forystu Davíðs Oddssonar," segir Ragnar. Stein- grímur J. les Dönum Evrópu- pistilinn Ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar Norðurlanda hittast á ráðstefnu í Kaup- mannahöfin á mánudag til að ræða um Norðurlönd og Evr- ópusambandið. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi land- búnaðar- og samgönguráð- herra, er fúlltrúi Islands á ráð- stefnunni. Það er dönsk stofúun sem skipuleggur ráðstefnuna, Evr- ópustefúuráðið (Rádet for Euro- pæisk Politik), en stofnunin varð til í kjölfar þess að Danir höfn- uðu Maastrict-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlutverk Evrópustefnuráðsins er að vera vettvangur umræðu og ráðgjafar um Norðurlönd og Evrópusambandið. Stofnunin starfar í skjóli danska utanrík- isráðuneytísins. Auk Steingríms halda erindi á furidinum þau Ulf Dinkelspiel, sænski evrópuráðherrann, Elisa- beth Rehn, varnarmálaráðherra Finnlands, Tove Strand Ger- hardsen, fyrrverandi ráðherra í norsku ríkisstjórninni og Mari- anne Jelved, efnahagsmálaráð- herra Danmerkur. Þá mun danski utanríkisráð- herranp, Nils Helveg Petersen, taka þátt í ráðstefnunni. Danir leggja áherslu á að fyrirlesararnir komi hvorttvegg- ja úr herbúðum stuðningsmanna og andstæðinga Evrópusam- bandsins. „Það er erfitt að henda reiður á það af hverju sjálfstæðismenn eru svona viðkvæmir fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár,“ segir Ragnar Arnalds. Enginn einkaaðili hefði selt SR-mjöl á 725 milljónir kr. Sjávarútvegsráðherra var harðlega gagnrýndur á þingi fyrir að hafa selt SR-mjöl hf. á gjafverði og notað til þess vafa- samar aðferðir. - Við áttum öflugt fyrirtæki sem búið var að reka í 63 ár án þess að ríkið setti peninga í fyrirtækið. Sjávarútvegsráðherra ákveður að selja fyrirtækið og byrjar á því að setja rúrnar 400 milljónir króna í það áður en hann selur SR-mjöl til einkaaðila. Ég fullyrði að engum einkaaðila hefði dottíð í hug að selja SR-mjöl, hvað þá fyrir 725 millj- ónir, segir Jóhann Arsælsson þing- maður. Jóhann bendir á að síðustu ár hafi mikið fé verið lagt í að byggja upp SR-mjöl. Meðal annars hefur verk- smiðjan á Seyðisfirði verið endur- nýjuð og ffamleiðir nú hágæðamjöl sem selst á góðu verði. Hann gagnrýndi einnig aðferðina sem beitt var við söluna. Mjög skammur frestur var veittur þeim aðilum sem áhuga höfðu á að kaupa SR-mjöl og meðal annars var Ak- ureyrarbæ neitað um aukinn frest. I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur ffarn það mat að SR-mjöl hafi verið selt á of lágu verði og einnig er fundið að aðferðuin við sölun'a.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.