Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 Víðhorf 3 Hoggið þresar í sama knérörið AUGLYSING UM BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR í REYKJAVÍK LAUGARDAGINN 28. MAÍ 1994 ÞESSIR LISTAR ERU í KJÖRI D-LISTI: 1. Ámi Sigfússon, borgarstjóri 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi 3. Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur 4. Hilmar Guðlaugsson, múrari 5. Gunnar Jóhann Birgisson, lögmaður 6. Guðrún Zoéga, verkfræðingur 7. Jóna Gróa Sigurðardóttir, húsmóðir 8. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari 9. Olafur F. Magnússon, læknir 10. Sigríður Snæbjömsdóttir, hjúkrunarforstjóri 11. Guðmundur Gunnarsson, form. rafiðnaðarsamb. 12. Kristjana M. Kristjánsdóttir, skólastjóri 13. Kjartan Magnússon, nemi 14. Þórunn Pálsdóttir, verkfræðingur 15. Helga Jóhannsdóttir, húsmóðir 16. Sigurður Sveinsson, íþróttamaður 17. Elsa Björk Valsdóttir, læknanemi 18. Einar Stefánsson, augnlæknir 19. Oskar Finnsson, veitingamaður 20. Amal Rún Qase, nemi 21. Aðalheiður Karlsdóttir, kaupmaður 22. Júlíus Kemp, kvikmyndaleikstjóri 23. Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri 24. Helga Jónsdóttir, lögfræðingur 25. Helgi Eiríksson, verkamaður 26. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi 27. Páll Gíslason, borgarfulltrúi 28. Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi 29. Markús Örn Antonsson, fyrrv. borgarstjóri 30. Davíð Oddsson, forsætisráðherra R-LISTI: 1. Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður 2. Guðrún Ágústsdóttir, fræðslu-og kynningarfltr. 3. Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi 4. Pétur Jónsson, viðstkiptafræðingur 5. Árni Þór Sigurðsson, félagsmálafulltrúi 6. Alfreð Þór Þorsteinsson, forstjóri 7. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sagnfræðingur 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingismaður 9. Gunnar Levy Gissurarson, tæknifræðingur 10. Guðrún Ólafía Jónsdóttir, arkitekt 11. Helgi Pétursson, markaðsstjóri 12. Arthúr Willy Morthens, kennari 13. Ingvar Sverrisson, háskólanemi 14. Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari 15. Guðrún Kristjana Óladóttir, varaform. Sóknar 16. Sigfús Ægir Ámason, framkvæmdastjóri TBR 17. Bryndís Kristjánsdóttir, blaðamaður 18. Margrét Hrefna Sæmundsdóttir, fóstra 19. Óskar Býrmundur Ólafsson, leiðbeinandi 20. Jónas Engilbertsson, strætisvagnsstjóri 21. Birna Kristín Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri 22. Helgi Hjörvar, háskólanemi 23. Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, deildarstjóri 24. Vilhjálmur Þorsteinsson, kerfisfræðingur 25. Sigþrúður Gunnarsdóttir, háskólanemi 26. Óskar Bergsson, trésmiður 27. Kristín Dýrfjörð, leikskólastjóri 28. Kristín Blöndal, myndlistarkona 29. Kristbjörg Kjeld, leikkona 30. Guðmundur Amlaugsson, fyrrv. rektor Álftamýri 75, 108 Reykjavík Máshólum 17, 111 Reykjavík Granaskjóli 20, 107 Reykjavík Hverafold 45, 112 Reykjavík Ásvallagötu 31, 101 Reykjavík Lerkihlíð 17, 105 Reykjavík Búlandi 28, 108 Reykjavík Hjallalandi 36, 108 Reykjavík Búlandi 34, 108 Reykjavík Álftamýri 69, 108 Reykjavík Fannafold 69, 112 Reykjavík Miðtúni 5, 105 Reykjavík Hávallagötu 42, 101 Reykjavík Ásholti 8, 105 Reykjavík Sólheimum 14, 104 Reykjavík Barðavogi 18, 104 Reykjavík Neshaga 7, 107 Reykjavík Fjarðarási 13, llOReykjavík Efstasundi 13, 104 Reykjavfk Flyðrugranda 18, 107 Reykjavík Álftalandi 1, 108 Reykjavík Grundarstíg 4, 101 Reykjavík Stórholti 41, 105 Reykjavík Flyðrugranda 8, 107 Reykjavík Laugarnesvegi 57, 105 Reykjavík Hólatorgi 4, 101 Reykjavík Kvistalandi 3 , 108 Reykjavík Geitastekk 6, 109 Reykjavík Vesturgötu 36a, 101 Reykjavík Lynghaga 5, 107 Reykjavík Háteigsvegi 48,105 Reykjavík Ártúnsbletti 2, 110 Reykjavík Smiðjustíg 11, 101 Reykjavík Laufásvegi 79. 101 Reykjavík Meistravöllum. 13, 107 Reykjavík Vesturbergi 22, 111 Reykjavík Smáragötu 14, 101 Reykjavík Hagamel 27, 107 Reykjavík Birkihlíð 16, 105 Reykjavík Bergstaðastr. 81, 101 Reykjavik Víðihlíð 13, 105 Reykjavik Tómasarhaga 37, 107 Reykjavík Laugavegi 33, 101 Reykjavík Bogahlíð 10, 105 Reykjavík Framnesvegi 24, 101 Reykjavík Sunnuvegi 3, 104 Reykjavik Ægissíðu 72, 107 Reykjavík Hvassaleiti 77, 103 Reykjavík Jómseli 12, 109 Reykjavík Hólabergi 2, 111 Reykjavík Logafold 54, 112 Reykjavík Hólavallagötu 9, 101 Reykjavík Heiðarseli 4, 109 Reykjavik Reykjavíkurv. 24, 101 Reykjavík Hrísateigi 34, 105 Reykjavík Hvassaleiti 6, 103 Reykjavík Miðstræti 8a, 101 Reykjavík Háteigsvegi 26, 105 Reykjavík Goðalandi 3, 108 Reykjavík Hagamel 28, 107 Reykjavík Kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur honum kl. 22.00 síðdegis. Yfirkjörstjórn hefur á kjördegi aðsetur í Ráðhúsi Reykjavikur og þar hefst talning atkvæða þegar að kjörfundi loknum. Yfirkjörstjómin í Reykjavík 3. maí 1994. Jón Steinar Gunnlaugsson Gísli Baldur Garðarsson Eiríkur Tómasson Virðulegi ritstjóri í blaði þínu (og mínu?) hinn 29. apríl segir svo í fyrirsögn um hagnað fyrirtækja: „Taprekstur er að mestu bundinn við fiskvinnslu og þau út- gerðarfyrirtæki sem ekki hafa get- að spilað á kvótakerfið." Þarna er sterklega gefið í skyn að til að sjávarútvegsfyrirtæld skili hagnaði þurfi menn að „hafa getað spilað á kvótakerfið." Tæpast er ætlast til að þessi orð skuli skiljast öðrum skilningi miðað við fyrstu millifyrirsögnina: „Utgerðin tapar - ekki þó hinir út- völdu.“ Og láti maður sér ekki nægja lestur fyrirsagna, heldur les kaflann þar á eftir er í honum svohljóðandi klausa: „Athyglisverðan bata er að sjá hjá hinum útvöldu útgerðarfyr- irtækjum, Granda, Utgerðarfélagi ; Akureyringa, Þormóði ramrna, Sfldarvinnslunni og Búlandstindi. Samtals kom síðasta ár út með hagnað upp á 385 milljónir króna hjá þessum fimm útgerðarfyrir- tækjum, en árið áður var hjá þeim tap upp á 243 milljónir. Þetta er bati upp á 628 milljónir króna.“ Hvað er eiginlega verið að gefa í skyn? Það er eins og fyrrum þingmað- ur minn, Stefán heitinn Jónsson, hafði eftir karlinum sem sagði að hér er ekki aðeins „hoggið tvesar heldur þresar í sama knérörið“! Hvað á Vikublaðið við? Þar sem mér eru málefni Utgerðar- félags Akureyringa nokkuð kunn - og kær - leyfi ég mér að spyrja nokkurra spurninga. Eg vænti þess, virðulegi ritstjóri, að þeim verði svarað lið fyrir lið. 1. Hvað á Vikublaðið við með því að gefa í skyn að þau fyrirtæki í sjávar- útvegi sein skili hagnaði af rekstri geri það einkum af því að þau hafa getað „spilað á kvótakerfið“? 2. Hvað á Vikublaðið við með því að Útgerðarfélag Akureyringa sé út- valið fyrirtæki? Utvalið af hverjum og til hvers? 3. Á hvern hátt telur Vikublaðið að UA hafi „getað spilað á kvótakerfið"? Hefúr það notið sérstakra ívilnana stjórnvalda umfram aðra til að komast upp með slíkt - og þá hverra? 4. Eru hin tilvitnuðu orð skýringar Vikublaðsins á betra gengi UA en flestra fyrirtækja í sjávarútvegi undan- farin ár þrátt fyrir hvað lcngsta sókn á miðin? Ef ekki - þá hverjar? Ársverkum hefur fjölgað hjá ÚA 1. Utgerðarfélag Akureyringa er í eigu rúinlega 1800 hluthafa, Iang- flestra búsettra á Akureyri. Þar af á Akureyrarbær tæp 55%. Hagsmunir þess og bæjarbúa eru því samtvinnað- ir. 2. UA hefúr á undanförnum árum unnið næstum hvern einast ugga sem skip félagsins hafa veitt og keypt auk þess afla til vinnslu í frystihúsi. Starfs- menn hafa lengstum verið um 500. 3. Eélagið hefur á undanförnum 5 árum orðið að þola nær 40% skerð- ingu á aflahcimildum sínum, þar af meira en 60% minnkun þorskkvótans. Samt hefur starfsfólki eklu fækkað. 4. Þessa skerðingu hefur félagið reynt að bæta sér jafnharðan og hefur keypt varanlegar aflaheimildir fyrir um einn milljarð króna auk skamm- tíma veiðiheimilda. 5. Með fjölgun skipa og kaupum á veiðiheimildum hefur UA fjölgað starfsmönnum í saindrætti undanfar- inna ára og skilað hagnaði þrátt fyrir það - og kannski einmitt vegna þess. 6. Félagið jók framleiðslu sína um- talsvert í fyrra og samfara auknum umsvifum jókst veltufé frá rekstri og þar með hagnaður milli ára úr 10 í 112 milljónir. 7. Með auknum umsvifum fjölgaði ársverkum hjá félaginu í fyrra úr 500 í 550 og laun hækkuðu að sama skapi. Hagnaðurinn fer því einkum til að skapa fólki tekjur af atvinnu í heima- byggð. Er betra að berja haus við stein? Utgerðarfélag Akureyringa er traustasta stoðin undir afkomu fólks á Akureyri og er í eigu heimamanna. Það verður tæpast rekið efdr öðrum lögum en gilda í landinu á hverjum tíma, þ.m.t. kvótalögum - hversu vit- laus sem þau kunna að vera. Hins veg- ar er hart að verða að þola það að þorskkvóti skipa félagsins verði enn skertur um 8% og fenginn þeim í hendur sem hafa sumir „getað spilað á kvótakerfið“ með öðrum hætti, t.d. með því að neita að hlíta reglum þess. Kvótinn er ríkjandi kerfi og síst heilagur fremur en önnur slík. Það þýðir hins vegar ekki að hugsa í þá- skildagatíð um hvaða rammi sjávarút- vegi hefði verið smíðaður hefðu kvótalögin ekki verið sett fyrir áratug. Auðvitað hefði eitthvað verið gert og menn þá orðið að hegða sér sam- kvæmt því, en úr því að það voru kvótalögin varð að taka þeim en ekki að berja hausnum við steininn. Eg má ekki til þess hugsa ef kvótakerfið hefði verið sett á með sama hætti og raunin varð og stjórnendur ÚA ekkert gert til að bæta fyrirtækinu skerðingarnar. Þá hefði aldrei orðið til sá milljarður sem fór til þeirra kaupa á aflaheimildum sem tryggja nú 150-200 manns vinnu hjá félaginu. Skrá yfir atvinnulausa væri þá ennþá lengri og er hún þó allt of löng nú á þessu vori sem vonandi kemur senn. Erlingur Sigurðarson Höfúndur er félagi í Alþýðu- bandalaginu á Akureyri og stjómamiaður í ÚA. Þarf að verja kvótakerfið af því að ÚA gengur vel? Vikublaðið þakkar Erlingi tilskrif- in. Grein Vikublaðsins um stóraukinn hagnað fjölmargra fyrirtækja hefur vakið mikla athygli og tók m. a. ríkis- sjónvarpið upp þráðinn og Ogmund- ur Jónasson í 1. maí ávarpi sínu. I opnuumfjöllun Vikublaðsins var fjall- að um góða útkomu yfir 80 fyrirtækja á síðasta ári með nær þreföldun á hagnaði. I beinu samhengi var fjallað um rýrnandi kaupmátt fólksins og vaxandi atvinnuleysi. Vikublaðið óskar Erlingi til ham- ingju með góðan árangur UA. Erling- ur hengir sig nokkuð í orðanotkun og túlkun á ákveðnum setningum í við- komandi grein. Hann les út úr grein- inni að UA sérstaklega hafi spilað á kvótakerfið, í merkingunni svindlað á kerfinu, og sé á meðal fyrirtækja sem einhverjir völdu sérstaklega út um- fram aðra. Þetta er óþarfa viðkvæmni. Meiningin er einföld: „Að spila á“ er hér í mcrkingunni að notfæra sér ffamsalsrétt kvótalaganna á sameign þjóðarinnar til hins ítrasta (m.a. til að vega upp á móti skerðingu) og „út- völdu“ er hér í merkingunni þeir sem fengu úthlutaðan kvóta og hafa getað keypt inikinn kvóta af öðrum kvóta„eigendum“. Hverjum hefur UA greitt milljarðinn? Við erum að tala um „sægreifana“. Aðila með mikið fjármagn og/eða sterka bakhjarla. Það er samþjöppun á eignarhaldinu í gangi. Kvótinn hefur skerst en vaxandi hlutfall hans er í höndum æ færri aðila. Erlingur hefur áreiðanlega lesið um slíka samþjöpp- un í fræðunuin, Erlingi og öðrum hjá ÚA er annars óskað til hamingju ineð árangurinn og sérstaklega fyrir það að veita fólki vinnu. En þótt vel gangi hjá ÚA má Erlingur ekki reiðast því að afleiðing- ar kvótakerfisins í heild séu gagnrýnd- ar. Það er eins og að hætta að gagn- rýna séreignastefnuna í húsnæðismál- um um leið og maður eignast eigin íbúð. Ritstjóri.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.