Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 12
12 Umræðam VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 Hverju svörum við fórnarlömbum frjálshyggjunnar Hilary Wainwright: Arguments for a New Left. Answering the Free Market Right. Blackwell Publishers, Oxford 1994. / Idag er flestum orðið ljóst að sá á- róður ráðandi stéttar að sagan sé á enda runnin og upp sé risið þús- undáraríki hins alfrjálsa markaðar og borgaralega fulltrúalýðræði er einber óskhyggja. Hægristefnan sem varð alls ráðandi í opinberri untræðu átti sér lítinn akademískan hljómgrunn (nema í I Iáskóla íslands) en var kröft- uglega haldið á lofti af pólitískum stofnunum samfélagsins. Hún reynd- ist hvorki vera heildstæð sainfélags- kenning né þróuð stjórnmálaheims- speki. Þegar allt kemur til alls er það ekki fysilegur kostur að byggja heila stjórnmálahugsun á fátæklegum grunni fullveldis neytenda og það er heldur ekki skynsamlegt að byggja pólitískar stofhanir með það eitt að markmiði að forða þeim frá að hags- munir framleiðenda og neytenda (þrýstihóparnir) hafi þar áhrif; en slík var stjórnmálahugsun hinnar nýju hægristefhu þegar á reyndi. Og ekki var félagsffæðikenning þeirra burð- ugri. Allar samfélagsstofnanir og fé- lagsleg samskipti eru sett inn í módel markaðsviðskipta. ,Á tímabili virtist sem hinir nýju hægrimenn væru að vinna endanlegan sigur. Sá sigur átti sér hinsvegar ekki skýringu í hugmyndum þeirra heldur í þrautagöngu akademískra vísinda og félagshyggjufólks vegna ófýrirséðrar atburðarásar á sviði stjórnmáia: í enskumælandi löndum komust til for- ystu ríkisstjórnir í anda frjálshyggj- unnar, sósíaldemókratískar ríkis- stjórnir riðuðu til falls um allt megin- land Evrópu, sósíalískar ríkisstjórnir í Frakklandi og á Spáni náðu ekki að marka sér aðra braut í vaxandi al- þjóðavæðingu efhahagslífsins og síð- ast en ekki síst hrundi Sovétkerfið. Ráðandi kenningar á sviði félagsfræði, hagfræði og stjórnmála gerðu ekki ráð fyrir þessum atburðum og náðu ekki að skýra þá jafhóðum og þeir gerðust. Þetta tryggði nýju hægristefnunni tímabundið forræði. Talsinenn henn- ar fengu sögulegt tækifæri sitt vegna þess að þessir pólitísku atburðir urðu óhjákvæmiiega til þess að umbylta og rugla ráðandi félagsvísindastefnur. Munurinn á hægri og vinstristefnu í stjórnmálum varð óljós. Eftir að fé- lagslegur fórnarkostnaður hinnar ffjálsu markaðshyggju fór að koma í Ijós - varanlegt atvinnuleysi og útskúf- pn milljóna á Vesturlöndum og auð- söfnun nýríkra athafnamanna í ríkjum fyrrum Austur-Evrópu og Sovétríkj- anna í skjóli vaxandi eymdar alls þorra almennings - hefur alls staðar hallað undan fæti fyrir henni. En það er alls ekki sjálfgefið að þær uinræður sem þessi nýi veruleiki kveikir leiði inn á bhiutir jafhréttis og lýðræðis. Víða sjást merki þess að þessi nýja staða sé vatn á myllu róttækrar þjóðernis- stefnu og kynþáttahaturs. JFéllu fyrir Hayek Aók Hilary er tilraun til að mæta spekingum ffjálshyggjunnar á þeirn grundvelli sem þeir hafa lagt. Ililary, sem hefur verið virkur róttæklingur allt frá 1968, leggur á borðið reynslu sína á grundvelli heimsspeki félagsvís- indanna. Hún túlkar þessa sögulegu atburðarás, hún hugsar upphátt. Þátt- taka hennar í Helsinki-nefndinni og viðræður hennar við unga þátttakend- ur þar úr mannréttindahreyfingum Austur-Evrópu urðu til þess að hún fór að skoða verk Fredericks Hayeks, sem eru grundvöllurinn að hug- myndaffæði hins frjálsa markaðar sem ungt baráttufólk fyrir lýðræði og mannréttindum austan járntjalds hafði fallið fyrir. Fyrstu kynni hennar af Austan- tjaldslöndunum voru þegar hún sótti Heimsmót æskunnar í Sofia í júlí 1968, þar sem fulltrúar ffá Tékkóslóvakíu voru einangraðir frá öðrum fulltrúum, enda var skriffæðið þá að undirbúa innrás Varsjárbanda- lagsríkjanna til að berja niður tilraun- irnar sem þar voru gerðar til að koma á sósíalisma með mannlegu yfir- bragði. Þegar innrásin skall á stóð hún, eins og gervöll 68-hreyfingin, heilshugar með stúdentunum sem reyndu að stöðva skriðdrekana og verkalýðnum sem lagði undir sig verksmiðjurnar. Síðan gekk hún út ffá því sem vísu að þeir sem biðu ósigur þá við að koma á lýðræðisleguin sósíalisma myndu halda áfram, ásamt róttæk- iingum vesturlanda, að vinna að ffam- gangi raunverulegs sósíalisma sem byggði á því alþýðulýðræði sem vísir varð til að Vorið í Prag. Síðan kynnt- ist hún Mísu Neubauerovu á fundum Helsinki-nefhdarinnar, scm var eins árs þegar skriðdrekarnir réðust inn í Prag. Mísa lýsti fyrir henni hvernig atburðirnir '68 settu mark sitt á fjöl- skyldu hennar. Faðir Mísu taldi þá um vorið að Kommúnistaflokkurinn væri að breytast og íhugaði alvarlega að ganga í flokkinn, en eftir ágústdagana varð hann skyndilega gamall og fannst hann hafa verið svikinn; hann dró sig í hlé ffá stjórnmálum og helgaði sig garðinum sínum, lærði ensku og hlustaði stöðugt á Voice of America og Radio Free Europe. Þar lærðu bæði Mísa og faðir hennar að tengja hugtakið ffelsi við Thatcher og Reag- an. A þessum útvarpsstöðvum heyrð- ust engar raddir frá andófshreyfingum Vesturlanda. Mísa tekur þátt í mann- réttindahreyfingum vegna þess að hún vill vera þátttakandi og hafa áhrif á samfélagslegar og stjórnmálalegar á- kvarðanir. I lenni fellur jafh illa hroki og ffamandleiki hinna fjölþjóðlegu fyrirtækja sem ríkisins, en hún fylgir hinum frjálsa markaði því hún eygir ekki annan valkost. I starfi sínu fann Hilary sig knúna til að finna umræðugrundvöll við fólk eins og Mísu, fólk sem var ekki að berjast fyrir hagsmunum hins tak- markalausa markaðar. Ekki var enda- Iaust hægt að ýta þessum ágreiningi til hliðar þar sem sameiginleg baráttu- mál eiga sér alltaf upphaf og endi í efnahagslegri og pólitískri skipulagn- ingu. Þessir ungu lýðræðissinnar voru kjarninn í andófshreyfingum Mið- og Austur-Evrópu gegn alræðinu í Iíki sósíalisma og standa nú fyrir andófi gegn valdafíkn stjórnmálamanna sem safna alþýðufylgi í nafni þjóðar eða kynþáttar. Frelsið og forsjárhyggjan Áður en múrinn hrundi 1989 gat hin sjálfstæða friðarhreyfing á Vestur- löndum unnið með andófshreyfing- um austan járntjalds þrátt fyrir ólíkt uinhverfi. I dag eru slík samskipti orð- in enn auðveldari vegna ytri aðstæðna en nýir erfiðleikar hafa komið í ljós: pólitískt tungutak, skortur á sameig- inlegum skírskotunum og ólíkar á- herslur. I umræðum sem Hilary hefur átt við fólk í Austur-Evrópu kemur í ljós að það í kenningum Hayek sem höfð- ar mest til þeirra er gagnrýni hans á forsjárhyggju ríkisins, og þeirri ætlan þess að það geti mætt þörfum fólks. Hilary er sammála Ilayek um að reynsluþekkingu er ekki hægt að mið- stýra, en hún hafnar þeirri kenningu hans að slík þekking sé einstaldings- bundin og geti því ekki orðið grunnur að sameiginlegum aðgerðum. Gegn þessu segir Hilary að öll þekking sé í eðli sínu félagsleg og tekur dæmi af lýðræðishreyfingum á Vesturlöndum undanfarna áratugi sem samtvinna reynsluþekkingu og ffæðilega þekk- ingu (um þetta er kvennahreyfingin skýrasta dæmið). En þessari einstak- lingshyggju Hayeks trúa ekki heldur yfirlýstir frjálshyggjupostular í at- vinnurekstri sem hafa margsskonar samráð sín á milli. Dæmin af þessum hreyfingum sýna að þessi raunþekk- ing sem þær safna saman er félagsleg, og hægt að deila henni með öðrum: þessi þekking getur ógnað stöðu ríkis- stofnana sem guðlegum sérffæðing- um um félagslegar þarfir, um leið og þær krefja ríkið til ábyrgðar á að verja

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.