Vikublaðið


Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 11. MAI 1994 15 Vilt ekkert flaustur ú ert samkvæmt skriftinni hæglát- ur, rólyndur og berð ekki hugsan- ir þínar og tilfinningar utan á þér. En þú ert hugkvæmur og hugsun þín skýr. Vandvirkur og aðgætinn. Þú vilt hvorki sjálfur gera neitt flausturslega né sjá aðra gera það. Þú virðist njóta þín best í önn hversdagsins, miklar sveiflur og umsvif eiga verr við þig. Þú vinnur mikið, e.t.v. án þess að aðrir taki eftir því. Á vinnustað geturðu ver- ið stríðinn og fyndinn - sumir taka stríðni þína stundum illa upp. Þú ert ekki nýjungagjarn, þér virð- ist best að fara að öllu með gát. í einkalífi ertu kannske um of dulur. Ef þér fmnst erfitt að tjá þig með orðum gætirðu máske gert það á annan hátt, með gjöfum eða slíku. Mundu samt að ekkert getur komið í stað orða. Þú ert tryggur vinur og ástvinur, en átt að líkindum fáa vini en marga kunn- ingja. Af störfúm ættu ritstörf lík- lega best við þig eða einhvers konar söfnun og skráning. Þér mun falla best að búa á landsbyggðinni þar sem smtt er út í náttúruna. Góða framtíð R.S.E. Valdimar K. Jónsson prófessor, sem situr í kosningastjótvi R-listans. Sviðsljós ÍSLAND ER LAND ÞITT / Itilefni af fiinmtíu ára afmælis íslen- ska lýðveldisins hefur Hörpuút- gáfan gefið út úrval ættjarðarljóða í bók sem ber heitið ÍSLAND ER LAND ÞITT. Páll Bjarnason cand. mag. annaðist val ljóða og ritar inn- gang. Hann gerir grein fyrir rnerk- ingu ættjarðarljóða og skírskotar til þjóðerniskenndar landsmanna. Þarna eru samankomin mörg vinsæl og þekkt ættjarðarljóð, alls 58 ljóð og hlutar úr ljóðabálkum eftir 33 skáld. Mikill fengur er að slíku safni, ekki síst til að kynna yngri kynslóðinni þennan sígilda fjársjóð á þessurn tíinamómm. Ekki fer á milli mála að boðskapur og hugsun ættjarðarljóða á sterkan hljómgrunn rneðal yngra fólks nú á dögum. Er skemmst að minnast þegar fram kom á sjónarsviðið gullfallegt lag og ljóð sem sainstundis var á allra vörum. Boðskapur þess er skýr og lætur engan ósnortinn: Island er land þitt, því aldrei skal gleyma^ Forseti Islands tekur á móti fyrsta ein- taki bókarinnar „Island er land þitt“. Með henni á myndinni er Páll Bjama- son cand. magsem valdi efni bókarinn- ar. Fjórar nýj- ar vinnu- stofur í Straumi Listamiðstöðin í Straumi tók formlega til starfa 18. apríl 1991. Frá þeim degi hafa bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði unnið markvisst að því að byggja upp og bæta vinnuaðstöðu listamanna í Straumi. Nokkur hundruð listamenn hafa nú þegar haft viðkomu þar og unnið um lengri eða skemmri tíma. Starfsemi Listamiðstöðvarinnar, sem byggð hefur verið upp í samvinnu listamanna og bæjaryfirvalda, hefur á starfstíma sínúm borið nýja og ferska alþjóðlega strauma menningar til Hafnarfjarðar. Hún hefur orðið uppspretta gróskumikillar menningarbyltingar í Hafnarfirði, sem meðal annars hefur leitt af sér alþjóðlega listahátíð, Kammersveit Hafnarfjarðar, myn- dlistaskóla, eina alþjóðlega höggmyndagarðinn á íslan- di, sýningarsalinn „Portið", auk fjölda annara men- ningarviðburða. Allt hefur þetta orðið til að stórauka tækifæri íslenskra listamanna til ástundunar vinnu sinn- ar, en um leið verulega bætt við íslenska men- ningarflóru. Laugardaginn 7. maí voru formlega teknar í notkun fjórar nýjar vinnustofur í Straumi. Þar með eru gestavinnustofur þar orðnar fimm, auk íbúða. Þá er ein gestavinnustofa starfandi í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Allar vinnustofur í Straumi eru nú þegar fullbókaðar ffam í ársbyrjun 1996 og fjöldi listamanna ffá ýmsum löndum á biðlista Já, gott áttu veröld Listaklúbbur Leikhúskjallarans Miðvikudagskvöldið 11. maí efnir Listaklúbbur Leikhúskjallarans til skemmti- dagskrár tileinkaða eldri borg- urum - en allir eru velkomnir. Dagskráin hefst með því að Herdís Þorvaldsdóttir býður gesti velkomna og les ljóð og sögubrot að eigin vali. Aðrir sem ffam korna eru Bergþór Pálsson og Signý Sæmunds- dóttir, sem syngja létt lög við píanóundirleik Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur og félagar úr Fél- agi harmonikuunnenda leika fyrir dansi. Þann 16. maí verður „Þýð- endakvöld" helgað vestur-ísl- enskum bókmenntum í urnsjón Gísla Sigurðssonar íslensku- fræðings. Lesið verður úr verk- um Bill Valgardssonar í þýð- ingu Guðrúnar Jörundsdóttir, verkum Davids Arnarsonar og Láru Goodman Salverson í þýðingu Margrétar Björgvins- dóttur, og verkuin Kristjönu Gunnars í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Herdís Þorvaldsdóttir Ies Ijóð og sögubrot í dagskrá Listaklúbbs- ins á miðvikudagskvöld. Tilveran oíí éff s Eg var nú fyrst að hugsa um að vera illgjarn að þessu sinni og birta nokkra kafla ár blaði, sem Kvennalistinn í Kópavogi hefur sent frá sér. Raunar hefði eins mátt nota það sem Kvennalistinn í Hafn- arfirði birtir. Hvorttveggja er nefni- lega eins í grundvallaratriðum. Þar er nefnilega engin pólitík. Það má til dæmis segja frá snilldarlausn Kvennalistans í Kópavogi á því hvernig eigi að samþætta fjöl- skylduh'f og þær stoffianir, sem koma að málefnum fjölskyldunnar. Nú skulu menn halda sér fast því það er ekki oft á ævinni sem maður rekst á annan eins „brilljans.“ Þær segja á forsíðu: „Stofnanirnar þurfa að breytast og batna.“ Mér fer nú eins og Þórbergi þeg- ar hann var að lesa dýrafræðina í Kennaraskólanum í gamia daga og rakst á þessa gullvægu setningu: „Hovdyrene udmærker sig ved at være forsynede med Hove i Stedet for Klöer." Mann setur hljóðan og yfir tilveruna færist hin mjúka helgiró, sent fýlgir því að sofna undir ræðu prests. Allt verður skilj- anlegt, allt er í samhljómi í algeru innihaldsleysi. Ekkert verður mikil- vægara en að sofna áður en eitthvað vekur upp hinn leiðinlega raun- veruleika. En ég hætti við að birta þessa kafla. Mér er sagt af kosningaspek- ingum að ekki inegi styggja þá sem hugsanlega eru í vafa um hvort þeir eigi að kjósa Kvennalista eða Al- þýðubandalag. Og það myndi styggja slíka kjósendur ef farið væri að minnast á innihaldsleysið. Þá væri rnaður að „gera Iítið úr kon- um.“ Þetta er nú að mínu viti hreint kjaftæði. Það eru þær sem gera lítið úr konum og raunar öllum kjósend- um með því að leyfa sér að bjóða fram án þess að hafa pólitík í nokkru einasta rnáli. En ætli ég láti ekki mér betri menn ráða að þessu sinni og birti ekki gullkornin. Raunar verður pólitíkin sífellt farsakenndari og má vera að þar sé að leita skýringarinnar á framboð- um Kvennalistanna. Þetta er hins vegar stórlega varasöm þróun frá sjónarhóli þeirra okkar sem áhuga hafa á að menn taki þátt í lýðræðis- legum ákvörðunum. Þegar ekki verður séð að nokkni skipti hvað maður kýs kemur að sjálfsögðu að því að fólk fer bara í bíó í staðinn. Þannig grefur Kvennalistinn í áður- nefndum bæjarfélögum undan lýð- ræðinu og hvað Kópavog varðar er svo sem óljóst hvort það er á- hyggjuefni hjá þeim. Þar ent neíni- lega í forsvari konur, sem harkalega gengu ffam í því að troða kirkju- bákni miklu á friðað svæði, þvert ofan í vilja íbúa svæðisins. Þá voru fá brögð spöruð svo ekki sé minnst á safnaðarféð. Það var aðeins fyrir einbeitta baráttu íbúa á svæðinu sem tókst að hindra aðförina en kirkjukonurnar sameinast nú í Kvennalistanum. Má raunar vera að Kvennalistinn í Kópavogi leggist í annan víking ekki síður tiúarlegan því í forystu er konan sem vann sér ódauðlega ífægð með því að gefa út á bók þá mögnuðu speki að það sé ósannað mál að fólki sé óhollt að ástunda bindindi þegar kemur að kynlífi. Mér finnst að hún ætti að rifja þetta upp núna í kosningabaráttunni. Það er þó allavega originellt.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.