Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 7
VTKUBLAÐIÐ ÍO.JÚNÍ 1994 7 borg Ingólfsdóttir, var ósammála þessu og lagði til að „verksvið sjúkra- liða yrði óbreytt ffá núgildandi lög- um, þ.e. sjúkraliðar starfi á hjúkrunar- sviði“. Niðurstöður sínar byggðu þær á tvennu. 1 fyrsta lagi að þörf sjúkraliða innan hjúkrunarsviðs sé á engan hátt uppfyllt. Þær eru sem sagt ekki sam- mála því að ekki sé lengur skortur á hjúkrunarfræðingum og störf sjúkra- liða innan hjúkrunarsviðs séu fullsetin og því þurfi að finna sjúkraliðum ný verksvið. Þær vitna í eigin könnun, ffamkvæmda í júní '92, þessu til sönn- unar. A þeim 16 sjúkrahúsum sem könn- unin náði til var setið í 82% stöðu- gilda sjúkraliða en á þeim öldrunar- stofnunum sem könnunin náði til ein- ungis í 41% stöðugilda. Minnihlutinn lagði áherslu á að á þessu sviði, öldr- unarþjónustunni, væri mikill skortur á sjúkraliðum og þar nýttist menntun þeirra vel. I öðru lagi byggðu þær niðurstöður sínar á því hvernig sjúkraliðar gætu hugsanlega nýst öðrum heilbrigðis- stéttum. Vegna hugmynda um að skilgreina starf þroskaþjálfa undir menntamál- um nýttust þeir ekki þar, sjúkraþjálf- arar og iðjuþjálfarar æsktu ekki eftir sérmenntuðu aðstoðarfólki og þau störf sem heimilislæknar tilgreindu sem heppileg sjúkraliðum inni á heilsugæslustöðum féllu flest undir hjúkrunarsvið. Því var það skoðun minnihlutans að „ekki væri ástæða til að breyta lögum um sjúkraliða til að tiltekin verkefhi (innan heilsugæslu- stöðvanna) séu unnin (af sjúkralið- um)“. Meirihlutinn telur aftur á móti að fyllsta ástæða sé til að fleiri starfsstétt- ir í heilbrigðiskerfinu hafi aðgang að sérmenntuðu aðstoðarfólki „og má þar nefna sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa og þroskaþjálfa". Hulda Olafsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, sagði í samtali við Vikublaðið að sjúkraþjálfarar væru sammála því að sjúkraliðar gætu unn- ið undir stjórn sjúkraþjálfara en hins vegar væru þeir því ósammála að sjúkraliðar yrðu gerðir að löggiltum aðstoðarmönnum þeirra. I fyrsta lagi vegna þess að í sumum tilfellum, þ.e. í einkarekstrinum, nýttdst menntun þeirra ekki nema að hluta. Skrifstofu- störf eru stór þáttur í starfi aðstoðar- manna þar. I öðru lagi vegna þess að sjúkraþjálfarar vilja geta nýtt fólk með aðra menntun að baki sem aðstoðar- menn. Fyrst og fremst fólk með stúd- entspróf sem er að hugleiða að fara út í sjúkraþjálfaranám. Þá benti Hulda á að reynsla sjúkraþjálfara í öðrum löndum af löggiltum aðstoðarmönn- um væri ekki góð. Valdabarátta lækna og hjúkrunarfræðinga? Á sumum heilsugæslustöðvunum úti á landi er samkomulag miili lækna og hjúkrunarffæðinga svo slæmt að sjúkraliðar fái alls ekki að aðstoða lækna þar sem hjúkrunarffæðingarnir álítd þá aðstoðarmenn sína en ekki lækna, segir einn heimildarmaður Vikublaðsins. Þetta ástand hafi orðið til þess að læknar hefi farið að huga að því að fá eigið aðstoðarfólk. Þannig hafi hugmyndin um heilsuliða orðið tdl. Hann álítur ástandið á heilsu- gæslustöðvunum, sem og þá verka- skiptingu sem ríki á spítölunum, ekki til komið vegna ákvarðana sem teknar hafi verið í heilbrigðisráðuneytinu né sé hér um eitthvert náttúrulögmál að ræða. Þvert á móti sé hér um að ræða valdapíramída sem læknar og hjúkr- unarfræðingar hafi komið sér upp í valdabaráttu sinni. Valdabarátm þar sem sjúklingar og þarfir þeirra koma hvergi nærri. Vissulega er hægt að líta svo á að hér sé hreinlega á ferðinni valdafíkn hjúkrunarffæðinga og lækna. Þeir séu að togast á um hvorir eigi að ráða yfir undirmönnunum og stofnunum heil- brigðisþjónusmnnar. Hjúkrunarffæð- ingar hafa til að mynda lagt áherslu á að sjúkraliðar vinni á hjúkrunarsviði. Á því sviði séu það hjúkrunarffæðing- ar sem beri ábyrgðina. Ábyrgð lækna liggi affur á móti á lækningasviði. Sjúkraliðar séu aðstoðarmenn þeirra og ekki sé hægt að gera þá að aðstoð- armönnum annarra heilbrigðisstétta, s.s. lækna, ekki frekar en hægt sé að gera lyfjatækna, aðstoðarmenn lyfja- ffæðinga, að aðstoðarmönnum hjúkr- unarfræðinga eða einhverra annarra. Lengi verður hægt að deila um hvaða heilbrigðisstétt reyni að drotma yfir hverjum eða hvort markmið þeirra sé yfirleitt að drottna yfir ein- hverjum. Hitt hljóta menn að vera sammála um að sjúklingunum sem hlut eiga að máli verður aldrei skipt niður í lækningasvið, hjúkrunarsvið, sjúkraþjálfarasvið o.s.ff. En um þá, og þarfir þeirra, hlýtur heilbrigðisþjón- ustan að eiga að snúast. Menn hljóta líka að velta fyrir sér varnaðarorðum Kristínar Björnsdótt- ur um sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu og afleiðingar hans: „Það er mjög mikið álag inni á spítölunum og í heil- brigðisþjónusmnni almennt. Mjög er þrýst á um sparnað og aukin afköst sem þýðir einfaldlega að vinna þarf hraðar og nýta tímann til þess ýtrasta. Víða um lönd hefur fólk áhyggjur af þessari auknu pressu sem er á starfs- fólki innan heilbrigðiskerfisins. Að lokum hljóti eitthvað að gefa sig. Þessi átök milli heilbrigðisstéttanna endur- spegla þetta ástand að hluta til.“ Og hætt er við að það bimi á þeim sem eiga að njóta þjónusm þessara stétta, sjúklingunum. Spurning um viðurkenningu á hjúkrun sem fagi Kristín Bjömsdóttir er lektor í hjúkrunarfræði við Há- skóla Islands. I doktorsrit- gerð sinni fjallaði hún um hjúkrun sem kvennastarf, m.a. um þær breytingar sem orðið hafa á skiln- ingi íslenskra hjúkrunarkvenna, og síðar hjúkrunarffæðinga, á hjúkr- un. Og um leið um þau völd sem hjúkrunarffæðingar hafa í heil- brigðiskerfinu og hvemig þau skarast við völd lækna. En hvernig skyldi Kristín líta á þau átök sem átt hafa sér stað milli hjúkr- unarffæðinga og sjúkraliða að undan- förnu og breytingarnar sem fyrirhug- aðar eru á lögum um sjúkraliða? „Átökin snúast fyrst og ffemst um hvort sjúkraliðar, þ.e. aðstoðarmenn hjúkrunarfræðinga, geti unnið með læknum. Fari svo finnst mér sjúkra- liðastarfið vera farið að skarast við hjúkrun. Það leiðir okkur að þeirri spurningu hvort hjúkrun sé sjálfstætt fag og lækningar annað fag. Mér finnst þetta vera spurning um viður- kenningu á hjúrkun sem fagi.“ Kristín bendir á að sjúkraliðar séu menntaðir til þess að annast ákveðin, takmörkuð störf innan hjúkmnar. Sjúkraliðanáminu var á sínum tíma komið á vegna þess að skortur var á hjúkrunarfræðingum. Þetta var stétt sem átti að vinna undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarffæð- ingar kenndu. Hún telur því alveg ljóst að sjúkraliðar séu aðstoðarmenn hjúkrunarffæðinga. Þau störf sem þeir vinni heyri undir hjúkrun. „Mér finnst þetta því ekki vera spurning um það hvort þessi hópur, eða stétt, geti nýtt þessa menntun á öðrum sviðum, svo sem lækningum, heldur hitt hvort hún geti starfað sjálfstætt að hjúkrun. Það eru í gildi ákveðin lög um hjúkrun. í þeim er kveðið á um að það séu hjúkrunar- ffæðingar sem bera faglega ábyrgð á henni. Eg tel frumvarpið ganga í ber- högg við þessi lög. Með því að gefa sjúkraliðastéttinni, sem er ineð 2-3 ára nám í fjölbrautaskóla, réttindi til þess að starfa sjálfstætt við hjúkrun finnst mér verið að gefa hjúkrun sem fagi langt nef.“ Sátt um völd fagstéttanna Hér erum við hreinlega komin að rótum þessa kerfis sem við höfum að áliti Kristínar. Kerfis sem byggir á há- skólamenntuðum fagstéttum með yf- irráð yfir ákveðnum sviðum í samfé- laginu. „Það er ákveðin sátt um það í þjóðfélaginu hver þessi svið séu og það eru auðvitað ákveðin völd sem í því felast. Völdin eru falin í eðli fag- stétta, þær eru takmarkandi og skil- greina ákveðna eiginleika, færni og þekkingu sem meðlimir stéttarinnar telja sig búa yfir og geta ábyrgst. Aðr- ir hafi ekki þessa eiginleika og fá þar með ekki að stunda störf viðkomandi stéttar. Rökin fyrir þessu eru að verið sé að vernda almenning fyrir ein- hverskonar ófaglegri og ósiðlegri þjónustu. Auðvitað hafa margir gagnrýnt þessa hugmyndafræði um fagstéttir. Þær séu aðeins að vernda eigin hags- muni. En meðan það ríkir almenn sátt um það hér á landi að vilja veita ákveðnum stéttum með ákveðinn bak- grunn sérréttindi til þess að vinna á ákveðnum sviðum þá finnst mér hug- myndin um að sjúkraliðar geti unnið sjálfstætt vera algjör ögrun við þá hugmyndaffæði. Eigi þessi hugmynd að verða ofan á finnst mér að það verði að taka hana upp í miklu víðara samhengi, hugmyndafræði fagstétt- anna í heild.“ Tilhneiging til að finnast hjúkrun of dýr Sjúkraliðum hefur ekki fjölgað jafn mikið og hjúkrunarfræðingum inni á sjúkrahúsunum undanfarin ár. Sjúkra- liðar hafa bent á að þeir séu lægra launaðir heldur en hjúkrunarfræðing- ar. Því sé rétt, í sparnaðarskyni, að láta þær ganga fyrir hjúkrunarfræðingum. Hvað segir Kristín um þessi rök? „Það hefur alltaf verið uppi þessi tilhneiging að finnast hjúkrun of dýr og menntun hjúkrunarfræðinga, eða kvenna, of mikil. Hjúkrun hefur alltaf verið sinnt af konum og verið lág- launastarf, hvort sem úm hefur verið að ræða hjúkrunarfræðing eða sjúkra- liða. Alveg frá því í byrjun aldarinnar, þegar maður skoðar hvernig var fjall- að um þessi mál þá, t.d. skrif lækna í Læknablaðið, kemur fram þessi spurning um menntunina. Læknum á þeim tíma fannst allt of mikið að hjúkrun yrði 3 ára nám. Þeirra rök voru einmitt þau að ef hjúkrunarkon- ur fengju þetta mikla ntenntun þá kæmi ffam þessi launakrafa. Hjúkrunarkonur beittu aftur á móti þeim rökum að starf þeirra væri svo umfangsmikið, vandasamt og kræfist það mikillar menntunar að 3 ár væri ekki of langur tími. Það hefur alltaf verið þessi tilhneiging að horfa í þessa menntun og að hún kæfi kærleikann og hlýjuna í hjúkrunarkonunum. Að þetta sé offausn við sjúklingana og of dýrt. Ég get ekki tekið undir þessi sjónar- mið. Allsstaðar á Vesturlöndum eru menntunarkröfur til hjúkrunarfræð- inga að aukast. Það hefur ekki verið sýnt fram á að hjúkrunarinenntunin nýtist ekki vel og að það sé hægt að sinna þessum störfum með minni menntun. Ásókn hjúkrunarffæðinga í ffamhalds- og endurmenntun finnst mér staðfesta þetta. Þeir finna greini- lega fyrir þörf á aukinni menntun í sínu starfi. Ég skil ekki hvernig hægt er að halda því ffam að menntun þeirra sé of mikil, ég bara sldl ekki þau rök.“ Trú á þekkingu og menntun Eru hjúkrunarfræðingar ekki bara hræddir um stöðu sína, eins og sjúkra- liðar hafa bennt á? „Þetta er spurning um að halda utan um og hafa yfirráð yfir hjúkrun. Það er alveg ljóst. En hvort hér sé á ferðinni einhver valdagræðgi til þess að halda yfirráðum er annað mál,“ segir Kristín. Hún telur að faglegar forsendur, varðandi gæði hjúkrunar og annað slíkt, liggi frekar að baki viðbrögðum hjúkrunarfræðinga. „Ég hef inilda trú á þekkingu og menntun. Aukin menntun eykur þroska fólks, sérstak- lega siðferðilegan þroska, mannkær- leika og mannskilning. Að líta á vís- indi sem eitthvað kalt og fjarlægt er skilningur á vísindum sem ég er al- gjörlega ósammála. Þessi siðferðisþroski og mannkær- leikur verður enn mikilvægari í þeirri hátæknivæddu heilbrigðisþjónustu sem við búum við nú. Allir sem starfa innan hennar finna fyrir vanmætti frammi fyrir þeim siðferðilegu ákvörðunum sem tæknin kallar á. Og verða áþreifanlega varir við hvað þeir þurfa sterkan bakgrunn til þess að geta rökstutt á faglegan hátt ákvarð- Kristín Björnsdóttir iektor. Myndir: Ól. Þ. anir sem varða þarfir og hagsmuni skjólstæðinganna." Möguleikarnir liggja í heimahjúkrun og lang- dvalarstofnunum Þróunin á bráðasjúkrahúsunum hefur leitt til þess að ekki er þörf á sjúkraliðum þar í sama mæli og áður. Kristín segist skilja áhyggur sjúkraliða af þessari þróun en það séu óþarfa áhyggjur. Menntun þeirra nýtist vel á öðrum sviðum hjúkrunar og segist hún vilja taka fram að hún vilji alls ekki gera lítið úr menntun þeirra. „Mér finnst umönnunin í heirna- hjúkruninni og víða á langdvalar- stofnunum vera það áhugaverða í hjúkrun. Þar getur hjúkrun virkilega lagt eitthvað af mörkum. Með því að geta dregið úr þjáningum fólks og stuðlað að stöðugri vellíðan þess. I þessa átt verða bæði hjúkrunarfræð- ingar og sjúkraliðar að fara að líta. Með góðri sammvinnu við hjúkrunar- ffæðinga gætu sjúkraliðar fengið tæki- færi til þess að þróa sig á þessu sviði. Ég get aftur á móti ekki séð að sú leið sem ffam kemur í ffumvarpinu, að starfa undir stjórn annarra heilbrigð- isstétta, sérstaklega með tilliti til þess að einungis læknar hafa sýnt henni á- huga, geti orðið til þess að þróa og þroska þeirra hjúkrun meira,“ segir Kristín að lokum. Utboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Verkið nefnist: Hringbraut Framnesvegur - Birkimelur Breyting götu Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 400 m3 Fylling 230 m3 Niðurföll 28 stk. Púkk 630 m2 Grásteinskantur 450 m Hellulögn 700 m2 Steyptstétt 1.100 m2 Verkinu skal lokið fyrir 1. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 7. júní n.k., gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. júní 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.