Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 12
12 VIKUBLAÐIÐ ÍO.JÚNI 1994 r en alveg aðre valdi krabbameini? Eitt af því sem Clinton Banda- ríkjaforseti vill helst gera til að útvega peninga til að borga fyrir boðaðar umbætur á heilbrigðis- kerfinu er að leggja skatta á tóbak og brennivín. Talað er um slíka skatta sem syndagjöld og þykir flestum sjálfsagt að láta fólk sem neytir óholl- ustu umfram aðra borga aukalega svo hægt sé að lækna alla hina, eða bara það sjálft, því fjórðungur alls kostnað- ar við heilsugæslu í Bandaríkjunum fer í að sinna eiturlyfjasjúklingum í víðasta skilningi, það er að segja fórn- arlömbum ofdrvkkju, reykinga og neyslu annarra vímuefna. En viti menn! Búast mátti við því að bjór- framleiðendur og víngerðarmenn myndu mótmæla en ekki endilega því að fjöldi þingmanna tæki til við að hallmæla þessu áformi forsetans há- stöfum. Helstu rök þeirra eru á þá leið að tóbaksræktarhéruð í suðurhluta landsins megi alls ekki við slíkum álögum, því þau þoli ekki að reykinga- mönnum fækki frekar en orðið er. Um það bil 50 milljónir bandaríkja- manna reykja, en talið er að síðustu fimm árin hafi tíu milljónir hætt, ef ekki enn fleiri. Ilækki verð á sígarett- um (en það er á bilinu 120 til 180 ís- lenskar krónur; „alvöru“ merkin dýr- ust) er viðbúið að enn fleiri geri það og aðrir dragi úr reykingum, þannig að tóbaksframleiðendur kynnu að græða minna og fjöldi fólks í Suður- ríkjunum gæti misst vinnuna. Fyrir vikið er eins víst að Clinton hætti við að hækka gjöld af sígarettum og áfengi eða verði að hafa þau mun minni en hann hefði viljað og heil- brigðiskerfið hefði þurft. Þetta er eitt af mörgum dæmum um þá gríðarlega öflugu sérhagsmuni sem Clinton á í stöðugu stríði við. Fram- leiðendur allra skapaðra hluta í Bandaríkjunum eiga með sér samtök sem halda úti fólki í Washington til að sannfæra þingmenn um að styðja eitt og ekki annað, auk þess sem samtökin reka áróður í sveitum sem eiga hags- rnuna að gæta. Þingmenn einstakra ríkja neyðast oft til að dansa eftir píp- um þessara samtaka, til dæmis Ric- hard Gephardt, formaður þingflokks demókrata í fulltrúaþinginu, en hann er þingmaður St. Louis-borgar í Mis- souri þar sem fyrirtækið Anheuser- Busch hefur höfuðstöðvar og fram- leiðir yfir 40 af hundraði alls bjórs sem Bandaríkjamenn neyta, þar á meðal hinn þekkta Budweiser. Fyrir vikið vill Gephardt ekki auknar álögur á bjór og meðal annars þess vegna get- ur Clinton ekki gert betur. Áróður fyrir reykingum Harkaleg viðbrögð við hugmynd- um forsetans og ráðunauta hans um auknar álögur á tóbak og áfengi eru angi af öðru og kannski enn alvarlegra máli, sem er áróður tóbaksframleið- enda og framleiðenda annarra óhcil- næmra efna fyrir ágæti og jafnvel skaðleysi afurða sinna. Arið 1978 eyddu tóbaksframleiðendur tvö hundruð milljónum króna í auglýs- ingar gegn áformuðu banni við reyk- ingum opinberlega í Kaliforníu, og tókst að hnekkja því. Þegar vísinda- menn sýndu að blý í andrúmslofti og jarðvegi gæti valdið því að börn þroskuðust ekki sein skyldi, birtu samtök blýframleiðenda mikla skýrslu sem þóttist afsanna það. Þegar banda- ríska Vísindaakademían benti á tengsl kjötáts og krabbameins í brjósti og ristli tóku framleiðendur nautakjöts, svínakjöts og kjúklinga saman hönd- um og létu gera úttekt sem komst að gagnstæðum niðurstöðum; eins bandarísku kaffisölusamtökin þegar bent var á tengsl á milli kaffidrykkju og krabbameins í brisldrtli. Þannig mætti lengi telja og hefur bandaríski sagnfræðingurinn Robert N. Proctor gert á þessu forvitnilega úttekt sem senn verður birt á bók. Mestu öfgarnar í áróðri af þessu tagi finnur- hann hjá tóbaksframleiðend- um. Þeir eru ffemstir í flokki þeirra sem reyna að draga í efa vísindalegar niðurstöður um skaðsemi tilteldnna afurða því markmið þeirra er auðvitað að sannfæra allan almenning um að ekkert sé að marka fullyrðingar vís- indamanna og yfirvalda unt að reyk- ingar valdi krabbameini. Hagnaður tóbaksfyrirtækja nemur inilljörðum króna á ári hverju og ríkið fær reynd- ar ekki minna í sinn hlut í sköttum. Hins vegar hefur ríkið enn meiri hag af því að draga úr reykingum því álitið er að kostnaður af reykingum nemi hundruðum milljarða á ári, þriðjung- ur vegna lækninga og afgangurinn í vinnutap. Ilvorki meira né minna en eitt hundrað og fimmtíu þúsund Bandaríkjamenn deyja úr lungna- krabba árlega og er talið að átta af hverjum tíu þeirra hafi látist beinlínis af völdum reykinga. Þetta er þriðj- ungur allra sent látast úr krabbameini. Þar að auki deyr fjórðungmr milljónar úr hjartakvillum vegna reykinga. Að öllu samanlögðu er talið að í hitteð- fyrra hafi 434 þúsund Bandaríkja- menn látist af völdum reykinga - sem óneitanlega er hrollvekjandi tala. 1 hálfa öld og rúmlega það hafa vís- indamenn viðurkennt að tóbak sé einn helsti krabbaincinsvaldur sem til er. Rannsóknir á sjötta og sjöunda áratugi þessarar aldar bentu eindregið til þess að ekki léki nokkur vafi á þessu og á tímabili horfði illa fyrir tóbaks- ræktendum og sígarettuframleiðend- um. Þeir ákváðu því að reyna að rétta sinn hlut og stofnuðu árið 1954 sína eigin rannsóknanefnd eða Tobacco Industry Research Committee, sem tíu árum síðar var breytt í Council for Tobacco Research til að breiða yfir það hverjir stæðu að ffamtalánu. Stofnun nefndarinnar var fylgt úr hlaði nreð gríðarlegri auglýsingaher- ferð í 450 dagblöðum um gervöll Bandaríkin þar sem því var heitið að nú yrði loksins farið að rannsaka áhrif tóbaks á vísindalegan og hlutlægan hátt. Allra síðustu ár hefur ráðið haft úr milljarði íslenskra króna að moða á ári hverju og það hefur styrkt rann- sóknir þúsunda vísindamanna. Og til hliðar við styrkina kostar ráðið rekst- ur sérstakrar stofnunar, Tobacco Institute, sem annast útbreiðslu fagnaðarerindisins. Efasemdir látnar njóta sín Rök Tóbaksstofhunarinnar eru þau helst að ekki sé ástæða til að taka fullyrðingar vísindamanna um skað- semi reykinga of bókstaflega; að minnsta kosti sé of snemmt að taka af skarið og það verði að kanna þetta allt saman miklu betur. Frekari rannsókna sé þörf áður en nokkuð verði fullyrt, fyrir utan það að ekki séu nú allir vís- indamenn á einu rnáli - og þar fram eftir götum. Þetta er stutt nteð ýms- um öðrum fullyrðingum, svo sem þeirri að mikill meirihluti reykinga- manna fái aldrei lungnakrabba og að athuganir á skaðsemi reykinga taki ekki nægjanlegt tillit til atriða á borð við mataræði, áfengisneyslu eða áhrifa sem fólk verður fyrir í vinnu og nán- asta umhverfi. Einnig er bent á að lungnakrabbi verði ekki endilega til í lungunum, heldur geti hann borist þangað úr öðrurn líkamshlutum, að því ógleymdu að ekki sé ólíklegt að reykingamenn séu frábrugðnir öðru fólki svo sem almennt, og fái krabba- mein þess vegna en ekki vegna reyk- inganna sem slíkra. Loks er spurt áleitinna og stundum vandleystra spurninga: Hvers vegna myndast krabbamein aðeins í öðru lunganu þegar reykurinn fer ofan í bæði? Hvers vegna myndast það oft í þeim hluta lungans sem fær minnstan reyk? Síðast en ekki síst, hvers vegna fær fólk sem ekki reykir lungnakrabba? Vísindamenn eiga reyndar til svör við þessu öllu saman og ekkert fær hrakið þá staðreynd að reykingar eru hættu- legar heilsu manna en markiniðið er ekki að sannfæra þá, heldur að láta al- menning vaða í reyk og svjma, iáta efasentdir grafa um sig og færa reyk- ingamönnum rök og réttlætingu fyrir því að hætta ekki og fara út í búð eða sjálfsala að kaupa sér enn einn pakk- ann: það er alls ekki víst að reykingar séu svona ferlega hættulegar - og af hverju ætti ég svo sem að veikjast? Flestar þeirra rannsókna sem tób- aksfrantleiðendur styrkja koma reyk- ingum alls ekkert við, enda markmið- ið fyrst og fremst að leiða athygli frá skaðsemi þeirra. Athugun Proctors á styrkveitingum sýnir að ekki svo mik- ið sent ein einasta króna hefur farið í könnun á afleiðingum reykinga á heilsu fólks eða fjárhag þjóðfélagsins. Miklu fé hefur aftur á inóti verið varið í að kanna hugsanleg tengsl erfðaþátta og krabbameins, og nú allra síðustu ár í athuganir á alls kyns mengun innan dyra, annarri en tóbaksreyk. Það eru viðbrögð við fullyrðingum og niður- stöðum varðandi skaðsemi þess að anda að sér tóbaksreyk sem aðrir blása ■út úr sér. Sú barátta tengist aftur þeirri viðleitni bandarískra yfirvalda að banna reykingar á vinnustöðuin og á almannafæri. I fyrra gaf umhverfis- verndarráð Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fullyrt er að um þrjú þúsund manns deyi árlega úr krabbameini vegna sígarettureyks, sem er fimint- ungur alls fólks sent ekki reykir sem deyr úr lungnakrabba. Tóbaksstofn- unin hefur reynt að hrekja þessar nið- urstöður, meðal annars með því að fullyrða að pöddur í fjöðrum páfa- gauka sem fólk hefur heinta hjá sér séu allt eins líklegar til að vaida krabba- meini, en án árangurs. Hræsni og fé Þessi hrikalegi tvískinnungur og hroðalega kaldhæðni náði hámarki í vor þegar forstjórar stærstu sígarettu- fyrirtækjanna komu fyrir þingnefnd og könnuðust ckki við að reykingar væru neitt sérlega skaðlegar. Hins vegar sagðist enginn þeirra kæra sig um að börnin sín reyktu, án þess að vilja útskýra það nánar. Hræsnin nær síðan til enn fleiri tegunda af hættu- legum efnum sem framleidd eru í tonnatali í Bandaríkjunum og víða um heim. Sama á við um asbest, til að mynda, sem lengi vel var notað í hús en cr nú álitið vera hinn versti skað- valdur fyrir lungu. Framleiðendur þess hafa eytt milljónum til að rengja niðurstöður ótal rannsókna, stundum nteð nokkrum árangri. Ymsar efna- verksmiðjur hafa líka gert þetta þegar rannsóknir hafa bent til þess að tiltek- in efúi valdi nokkuð örugglega krabbameini í verkafólki. Allt er þetta spurning um peninga. Fyrirtæki vilja ekki þurfa að hætta framleiðslu vegna þess eins að afurðirnar drepa fólk. Þess vegna er tekið til við að fullyrða hið gagnstæða, eða að minnsta kosti að það sem sagt var sé nú ekkert alveg fullkomlega sannað og að þetta sé nú umdeilt. A meðan það tekst er ekkert eða lítið hægt að gera við því sem ver- ið var að gagnrýna. Stöðugt er farið frant á frekari rannsóknir og vísindi þannig notuð til að sá fræjum vafa í huga fólks. Vegna hagsmuna sem bæj- arfélög, fylki og ríkið sjálft hafa af þessum fyrirtækjum, vegna þess að þau veita vinnu og borga skatt, verður þeim ágengt og tekst að halda áfram að framleiða eitur - og það sem meira er: að hrinda af sér öllum tilraunum til að láta þau borga fyrirþann skaða sem þau vinna eða að minnsta kosti leggja sitt af mörkum til að bæta fyrir hann, til að mynda í heilbrigðiskerfinu. Már Jónsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.