Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLADID ÍO.JUNI 1994 Viðtal við Helgu Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands s haust kom út bóldn Máttugar meyjar: Islensk fornbókmennta- saga eftir Helgu Kress. Helga er frumkvöðull á Islandi í femínískum bókinenntarannsóknum. Hafa rann- sóknir hennar vakið mikinn áhuga jaíht sem hörð viðbrögð. I Máttugum meyjum varpar Helga nýju ljósi á ís- lenskar fornbókmenntir og endur- skoðar þátt kvenna í þeim. Er kenning hennar sú að barátta karla við konur og kvenleika séu hreyfxafl þessara bókmennta og meginviðfangsefini. Eftir Helgu er einnig upphafskaflinn í 1. bindi norrænnar kvennabók- menntasögu, Nordisk kvindelitterat- urhistorie I, sem kom út í Kaup- mannahölh í fyrra. Kaflann neínir hún „Det en kvinde kvæder“ eða „Það er kveður kona“, með vísun í frægar línur Hávamála. Kaflinn fékk mjög góða dóma á Norðurlöndum og varð Helgu hvatning til að ganga frá bók á íslensku um sama efni. Helga er um þessar mundir að und- irbúa heimsþing um efnið bókmennt- ir og kynferði á Norðurlöndum í Reykjavík í ágúst á þessu ári. Er það haldið á vegum Bókmenntafræði- stofnunar Háskóla Islands og samtak- anna International Association for Scandinavian Studies, sem eru al- þjóðasamtök háskólamanna um nor- ræn ffæði, en Helga er nú forseti þess- ara samtaka. En hvers vegna skrifaði hún Máttugar meyjar? Hafnar hugmynd hins íslenska skóla „Islenskar fornbókmenntir og ís- lensk bókmenntasaga yfirleitt eru eitt meginrannsóknasvið mitt. Eg hef skrifað töluvert af greinum og haldið fyrirlestra um efnið á undanförnum árum og þótti tími til kominn að um þetta mætti lesa á einni bók, auk þess sem viðtökur kaflans í norrænu kvennabókmenntasögunni urðu mér mikil hvatning til að drífa í þessu núna. I norrænu kvennabókmenntasög- unni eru allar tilvitnanir á dönsku og ritstjórnarstefhan var sú að ekki mætti vitna í heimildir eða ræða rannsókna- sögu bókmenntanna sem um var fjall- að. Kaflinn þar er töluvert styttur ffá handriti mínu svo að ég var með mik- ið samið en óbirt efhi sem ég vildi gjarnan koma á ffamfæri. Bókin er samt ekki strangffæðileg í þeim sldln- ingi að farið sé vel í saumana á mörg- um þeim grundvallaratriðum sem ég byggi á. Eg leiði t.a.m. alveg hjá mér umræðuna um bókfestu og sagnfestu og hefur verið fundið að því. Eg geng einfaldlega út ffá að íslenskar forn- bókmenntir hafi að meira eða minna leyti varðveist í munnlegri geymd og hafha alfarið hugmynd hins svokall- aða „íslenska skóla“ um ákveðna höf- unda þessara bókmennta. Að mínu mati eru bókmenntirnar sprottnar úr alþýðumenningu og hafa oft orðið til hjá konum. Síðan hafa þær verið ritaðar og þeim ritstýrt. Ef hægt er að tala um höfund, þá er það sá sem ritaði handritið hverju sinni, setti það saman. Við ritstýringuna breytast hinar munnlegu bókmenntir í ritaðar bók- menntir en í þeim má off rekja leifar hins munnlega skáldskapar þar sem sjá má annars konar viðhorf en rit- menningin hefur.“ íslenskt karlveldi byggir á rangri túikun sagnanna Helga segir að íslenskar fornbók- menntir, menningararfurinn, komi hverjum Islendingi við, á þeim byggi Islendingar sjálfsmynd sína, bæði sem manneskjur og þjóð. Hún dregur þó í efa viðtekna túlkun Islendingasagna sem hetjubókmennta og segir að hið íslenska karlveldi byggi sjálfsmynd sína á rangri túlkun þessara sagna. „En hvcmig eru viðbrögðin við því að beita feminískum aðferðum á þessa und- irstöðu tslenskrar menningar?“ „Viðbrögð „bókmenntastofnunar- innar“, þ.e. hinna opinberu og viður- kenndu fræða, eru svo sem engin, enda er það mjög góð aðferð til að þagga niður í konum. Þetta er ná- kvæmlega sama afstaða og sjá má í rannsóknasögunni þar sem hver fræðimaðurinn á fætur öðrum ræðir um hugsanlegan þátt kvenna í íslensk- um bókmenntum neðanmáls í ritum sínum. Þöggun er einmitt eitt megin- hugtakið sem ég beiti í rannsóknum mínum. Það hef ég sótt til kenninga í mannffæði um átök menninga þar sem önnur er opinber og ríkjandi, þ.e. karlamenningin, en hin, þ.e. kvenna- menningin, er þögguð. Það merkir ekki að konur þegi, heldur að það sé ekki hlustað á þær. En það er mjög mikill áhugi á femínískum ffæðum meðal stúdenta, og annarra sem þekkja sinn vitjunartíma, enda eru femínískar rannsóknir vaxtarbroddur í ffæðigreinum um allan heim og er það viðurkennt annars staðar þótt það sé ekki hér. Við háskólann er þó starfandi rann- sóknastofa í kvennaffæðum, stofnsett með lögum ffá alþingi fyrir fáeinum árum, en með þeim eindæmum að í lögunum er tekið ffam að stofnuninni fylgi ekkert fé. Rannsóknastofan starfar þó af miklum krafti, stendur fyrir rabbfundum um kvennarann- sóknir og opinberum fyrirlestrum, auk þess sem verið er að vinna að gagnabanka um íslenskar kvenna- rannsóknir með styrk frá vísindasjóði. Nýlega var stofnuð nefhd á vegum há- skólaráðs til að athuga möguleika á þverfaglegu námi í kvennafræðum við háskólann, annaðhvort til BA-prófs og/eða meistaraprófs." „Erum við langt á eftir öðrumþjóðum í þessum frœðum ? “ „Það er ekki hægt að segja annað en að við töluverða fordóma sé að etja. Hér þarf enn að vera að réttlæta femínískar rannsóknir eða kvennabar- áttu yfirleitt. I Bandaríkjunum t.a.m. eru femínískar rannsóknir fyrir löngu komnar inn í hin almennu fræði sem sérstakt sjónarhorn og áður forstokk- aðir bókmenntafræðingar af karlkyni nýta sé þær í rannsóknum sfnum. Umræðan hér er varla komin lengra en að röksemdafærslu eins og „karlar eru nú líka kúgaðir", sem þeir kannski eru, en ekki vegna kynferðis. Það er enn verið að skilgreina grundvallarhugtök, forsendur fræði- legrar umræðu. T.a.m. er mikið verið að rugla saman hugtökunum jafnrétti og kvenfrelsi. En jafnréttishugtakið er rnjög hæpið og getur beinlínis staðið í vegi fyrir kvenfrelsi. Markiuiðið með kvennabaráttunni er ekki að konur gangi inn í karlveldið og verði eins og karlar, heldur brjóta karlveldið niður og byggja upp nýtt og betra samfélag þar sem jafnvægi ríki á milli kynj- anna.“ „Gef ekki mikið fyrir rannsóknir Helgu Kress á Torfhildi Hólm“ A síðasta ári féli dómur í Hæstarétti í máli Jafnréttisráðs sem það höfðaði fyrir hönd Helgu gegn meniitamála- ráðherra vegna stöðuveitingar.Taldi Helga að þáverandi menntamálaráð- herra, Sverrir Hermannsson, hefði brotið jafnréttislög þegar hann réð karlmann í stöðu í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Háskóla Islands. Ilelga var talin hæfust af dómnefnd og fékk yfirgnæfandi fleiri atkvæði í stöðuna á heimspekideildar- fundi, þ.e. 26, en viðkomandi karl- maður fékk 4. Kærunefhd jafhréttis- mála taldi ráðherra hafa brotið lög og nú er dómur fallinn í Hæstarétti þar sem það er staðfest en ráðherra hins vegar sýknaður af skaðabótum. Við- urlög við brotinu eru því engin. „Þetta sýnir að jafnréttislögin má brjóta, það kostar ekki neitt, ekki einu sinni ærumissi. Og ekki fæ ég stöðuna, enga leiðréttingu. Jafhréttislögin hljóta að vera einu lögin í landinu sem má brjóta og sá sem þau brýtur getur haldið áfram að gegna miklu ábyrgð- arstarfi og hafa mannaforráð. Rökrétt afleiðing dómsins ætti auðvitað að vera sú að Sverrir Hermannsson yrði látinn víkja úr starfi aðalbankastjóra Landsbankans en hann situr þar enn sem fastast og öllum virðist standa ná- kvæmlega á saraa. Þannig er nú sið- ferðiskennd þjóðarinnar og virðing fyrir lögunum. Rök meirihluta Hæstaréttar fyrir því að ég hafi átt að fá stöðuna eru já- kvæð mismunun, eitt af þessum hættulegu hugtökum í „jafnréttisbar- áttunni". En jákvæð mismunun geng- ur út frá að ef karl og kona eru talin jöfn hvað varðar hæfni, þá skuli velja konuna. Þetta á alls ekkert við hér og er furðulegt að sjálfur Hæstiréttur skuli ekki sjá það. I þessu máli var konan, þ.e. ég, talin hæfari af öllum aðilum sem höfðu ffæðilegt álit á þessu máli, bæði af dómnefnd og heimspekideild. Einn dómarinn skil- aði séráliti þar sem hann féllst ekki á að dæmt væri á grundvelli jákvæðrar mismununar og benti á þau augljósu rök að ég hefði verið talin hæfari. Eg var auðvitað fegin að vinna mál- ið og dómurinn virðist hafa skipt fleiri en mig máli því að ókunnugt fólk óskaði mér til hamingju með hann úti á götu, en niðurstaðan er í raun merk- ingarlaus. Auk þess tel ég að mér hafi ekki verið hafhað vegna þess að ég er kona - það er alltaf pláss fyrir nokkrar konur í stöðum hér og þar - heldur vegna rannsókna minna og femínískra áherslna. Þetta styðja t.a.m. ummæli menntamálaráðherra í umræðum um málið á alþingi, þar sem hann sagðist

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.