Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ ÍO.JUNI 1994 13 Guarding Tess ★★ Sýnd í Stjömubíói Leikstjóri: Hugh Wilson Aðalhiutverk: Shirley MacLaine, Nicholas Cage. Allflestar bíómyndir samtímans eru gerðar með einhvern markhóp í huga. Til eru þó myndir sem tiiheyra óljósum mark- hópi eða falla á rnilli tveggja slíkra. Myndinni Guarding Tess er sýnilega miðað á þann „þroskaða" hóp sem sækir ntyndir á borð við Driving Miss Daisy og Fried Green Tomatoes en á köflum er eins og aðstandendur hafa ekki viljað missa út unglingana óhörðnuðu sem sækja myndir á borð við The Bodyguard. Ur þessu verður hálf stefnulaus grautur sem maður veit ekki hvort maður á að taka alvar- lega eður ei. En stefhuleysi er því miður ekki stærsta vandamál myndarinnar. Upp- byggingin öll ber keim af ófrágengnu handriti þar sem þurft hefur að fylla upp í eyðurnar á síðustu stundu. A köflum er eins og höfundarnir hafi lent í vandræðum með að finna eitt- hvað handa persónunum að gera. Ekki er myndin alslæm, það bregður fyrir stöku flugeldi í samleik Nicholas Cage og Shirley MacLaine en annars er þetta ástar/haturssamband þeirra afar ósannfærandi þegar til lengdar lætur. Ef aðstandendur hefðu eytt aðeins meiri tíma í undirbúning hefði mynd þessi kannski átt sér viðreisnar von en eins og er sekkur hún í hinn fúla pytt meðallagsins. Leikarar eins og Nicholas og Shirley eiga betra skilið en að koma fram í hálfkáki sem þessu, vonum bara að umboðsmennirnir reynist þeim betur næst. Naked Gun 3373 ★ V2 Sýnd í Háskólabíói Leikstjóri: Peter Segal Aðalhlutverk: Leslié Nielsen, Priscilla Presley, O.J. Simpson. Innihald myndaraðarinnar „Nakin byssa“ (Sem íslenskt bíófólk ákvað af augljósum ástæðum að þýða „Beint á ská“) hefur ekki einkennst af miklum þykkleika hvað húmor varðar. Raunar hafa myndirnar mest gengið út að á blóðmjólka brandarana úr þáttaröðinni „Police Squad!“ sem þær eru byggðar á og strá svo nýjum bröndurum inn á milli. Þetta gekk nokkurn veginn upp í fyrstu tvö skiptin, enda voru þar með- limir ZAZ-gengisins margfræga sem toguðu í spottana en þeir kuinpánar hafa sýnt með myndum eins og Kent- ucky Fried Movie og Airplane! að þeir hafa næmt auga fyrir inyndrænum húmor. Þeir hafa hins vegar kosið að koma sem minnst náiægt þessari þriðju nrynd flokksins enda hefur þeim eflaust fundist brunnurinn þurrausinn þótt frameiðendur séu á öðru máli. Það fer lítið fýrir ffumleika hvorki í ffásögninni né bröndurunum sem er skvett ffarnan í áhorfendur af handa- hófi. Þó má finna stöku skondin nryndskeið, t.d réttlætir það allt að því miðaverðið að sjá Leslie Nielsen í diskógalla með barta. Annars eru það viðskipti eins og vanalega hjá Police ' Squad genginu. . Maður er farinn að kunna of mikið á húmorinn tii að geta hlegið einhver ósköp að honum. Heart and Souls ★★★ Sýnd í Bíóborginni Leikstjóri: Ron Underwood Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Kyra Sedgwick, Charles Grodin. ó svo að 33 ár séu liðin ffá því að ítalsk-bandaríski leikstjór- inn Frank Capra (It's a wond- erfúl life, It happened one night) gerði sína síðustu mynd verður ljósara með hverjum deginum hversu djúp þau spor eru sem hann skildi eftir sig í Hollywood. Þessi óbilandi trú á mannky'ninu og mætti „meðaljónsins" sem skein í gegn í myndum hans hef- ur verið að iáta á sér kræla í nokkrum af grínmyndum seinni ára, t.d. Mr. Destiny, Dave og svo myndinni sem er umfjöllunarefni þessa textabálks, Heart and Souls. Þetta er lítil og góðhjörtuð gainan- mynd' sem erfitt er að vera á móti þrátt fyrir að hún sé eilítið tilgerðar- leg á köflum, sér í lagi í fyrri hlutan- um. Robert Downey sýnir snilldarlega takta í aðalhlutverkinu og kemst nokkrum skrefum nær því að sanna fyrir alheiminum að hann sé einn af ffemstu grínleikurum samtímans. Fjórmenningarnir sein túlka þau ffamliðnu sýna einnig líflegan og skemmtilegan samleik og sameinaðir kraffar aðstandenda leiða til þess að myndin verður annað og meira en þurr eftiröpun á gömlu Cary Grant myndinni „Topper" sem fjallar um svipað efni. Þetta er þriðja myndin sem leik- stjórinn Ron Underwood sendir ffá sér og af affakstrinum að dæma gæti hann orðið trygging fyrir skemmtun líkt og Rob nokkur Reiner hefur löng- um verið. Heart and Souls er tilvalin dægrastynting fyrir jákvæða og gæti jafnvel fengið þá neikvæðu til að end- urheimta trú sína á því að tilveran sé einhvers virði. Utboð F.h. stofnana_ og fyrirtækja Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í HVÍTAN PAPPÍR 80 gr í stærðinni A4. Æskilegt er að pakkning sé 500 blöð í pakka. Áætluð heildarkaup eru 12.000 pakkar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. júní. 1994 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sagt með iiiynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir Lausn myndagárunnar í síðasta blaði er: „G-listinn í Neskaupstað baetti einum fulltrúa við hálfrar aldar hreinan meirihluta.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.