Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 10
10 í dagslns ftnn VIKUBLAÐIÐ I0.JUNI 1994 Þegar Moggaritstjórarnir voru búnir að jafna sig á úrslitum kosn- inganna fóru þeir í fylu og skrifuðu leiðara um að úrslitin hefðu ekki komið á óvart. Niðurstaðan var síð- an óborganleg; að í borginni væri ó- breytt staða!!! Síðan snéru ritstjór- arnir sér að þorskinum en fengu Agnesi litlu Braga til að skrifa um „valdarán" og „blekkingarslagorð" vinstra pakksins. Agnes brást ekki sínum mönnum og básúnaði að engin hreyfing fólksins væri til og að þeir flokkar sem standa að Reykjavíkurlistanum væru ósam- starfshæfir. Vonandi er öflugt loft- ræstingarkerfi í Moggahöllinni nýju. Agnes segir: „Hér er algerlega um persónubundinn kosningasigur Ingiþjargar Sólrúnar Gísladóttur að ræða, sem ein hélt uppi kosninga- baráttu og ein var í sviðsljósinu all- an tímann." Er Agnesi sjálfrátt? Var hún full? Vitaskuld var meginá- herslan lögð á borgarstjóraefnið sem að auki skipaði baráttusætið. Hvaða frambjóðendum öðrum en Arna flíkaði Sjálfstæðisflokkurinn? Var Árni á kappræðufundi Stöðvar 2? Já. Var Arni á kosningafundi sjónvarpsstöðvanna kvöldið fyrir kjördag? Já. Var einhver annar en Árni (og Bryndís) útmálaður sem öruggur og traustur í auglýsinga- flóðinu? Nei. Var frambjóðandan- um í áttunda og baráttusætinu hampað? Nei. Árni var sóló og sam- kvæmt röksemdafærslu Agnesar voru því úrslitin persónubundinn ósigur hans. Andrés Magnússon stuttbuxnaíhald skilur þetta og er búinn að kveða upp dóm. Arni verður ekki leiðtogi íhaldsins í borginni. Það verður annað hvort Inga Jóna Þórðardóttir skýrslu- skríbent eða Gunnar J. Birgisson ís- leifs Gunnarssonar. Ekki það að þeim hafi verið hampað í kosninga- baráttunni. Fengu kannski að ferja gamlingja til Valhallar og koma smávegis fram á meinlausum út- varpsstöðvum. Og nú er Arni kominn til síns heima, aftur orðinn ffamkvæmda- stjóri Stjórnunarfélagsins. Stöðunni var haldið ómannaðri meðan Árni var borgarstjóri í skamma hríð í Losningaslagnum. Hvað segir það okkur? Pælið í því. Hafið þið annars tekið eftir því að Guðmundur Magnússon hefur eng- an grátleiðara skrifað í DV um „fall" borgarinnar? Er hann búinn að læsa sig inni á klósettinu eða er einfaldlega búið að þagga niður í honum? Um Pressuna er ekki margt að segja. Pressan hefur á- kveðið að snúa sér að knattspyrnu. Komin í aðra deild. Alltaf í boltan- um. Frikki í AB veit að á eftir bók kemur bolti. Og Stöð 2. Allt í einu er íslenskur bítill frá Los Angeles búinn að ræna völdunum. Reynslumestu bisness- menn þjóðarinnar létu bítilinn, og svo óþokkann Jón Ólafsson f Skíf- unni/Sporinu, valta yfir sig með amerískum aðferðum. Nú verður fféttadeildin skorin verulega niður og lögð meiri áhersla á afþreyingar- efriið sem bítillinn hefur umboð fyrir vestra. Stöð 2 og Bylgjan leggja síðan höfuðáherslu á tónlist og myndbandsefni frá Skíf- unni/Spori. I stuttum fréttapistlum les Elín Hirst um nýja geisladiska frá Jóni og Co. Innan úr ráðhúsinu er það að frétta að Jón G. Tómasson er sagð- ur ætla að sækja um nýja vinnu en skyndileg kurteisi og stimamýkt Riddara Reykjavíkur var fyrsta ó- yggjandi vísbendingin um úrslitin í Reykjavík. Rithöndin Gefst aldrei upp Skriffin þín segir að þú sért skapmikil og hafir sterkar tilfinning- ar. Þú getur verið óvæg- in og í orðum þínum er oft broddur. Lífsbarátt- an er þér oft hörð, eig- inlega stöðug ganga móti stormi. En þú gefst yfirleitt aldrei upp. Þótt þinn innri maður sé staddur í neyð hlustar þú ekki á hann en held- ur þínu striki. Það sem þú ætlar þér kemst Jóhanna Sigurðardóttirfélagsmálkkaráðherra. venjulega í framkvæmd fyrr eða síðar. Þú munt af mörgum talin ýtin. Þú metur mildls traust fjölskyldu- og vináttubönd. Astir finnast þér helst fyrir unglinga. Enda munt þú gera svo miklar kröfur til mannkosta maka að ekki væri á margra færi að uppfylla þær. Þú ert áreiðanleg og getur vel þag- að yfir leyndarmáli. Þegar þú ert ein eða með fáum erm róleg og mild. Þú þarft að veita þér það sem oftast og líka að fara ein til fjalla eða eitthvað í kyrrð. Þú hefur áhuga á tónlist og ert líka listræn í höndum. Að teikna og búa til tuskubrúður myndi eiga vel við þig. Þú berð virðingu fyrir göinlu fólki og átt létt með að umgangast það og læra af því. Þú vilt hafa fallegt í kringum þig, bæði úti og inni. Vinnur rnikið, smnd- um meira en þú gemr með góðu móti. Þú ert gjöful. Heimili þitt er fallegt og listrænt - það er að segja ef það er eins og þú óskar þér. Þú ert góð heim að sækja. Uppeldi mun fremur laust í reipun- um hjá þér en þú hefur þó mikinn memað fyrir hönd barna þinna. Sam- viskusemi er ríkur þáttur í skapgerð þinni. Mundu að láta ekki vinnuna gleypa þig. Gangi þér vel. R.S.E. Listahátíð Lýðveldisdansar á Listahátíð Itilefni lýðveldishátíðar íslendinga sýnir íslenski dansflokkurinn á Listahátíð í Reykjavík þrjá nýja ís- lenska balletta eftir þær Hlíf Svavars- dótmr, Nönnu Olafsdótmr og Maríu Gísladóttur. Þá koma tveir aðaldans- arar frá San Francisco ballettinum, þau Anthony Randazzo og Elisabeth Loscavio, og sýna tvídans úr Þyrnirós eftir Helga Tómasson. Sýningar verða í Borgarleikhúsinu laugardag- inn 11. júní kl. 14.00 og sunnudaginn 12. júní kl. 14.00 og 20.00 Það fer vel á því á lýðveldisafmæl- inu að sýna verk eftir nokkra af þeiin íslendinguin sem hafa verið braut- ryðjendur í íslensku listdanslífi og borið hróður landsins erlendis. Dansarnir eftir þær Maríu, I llíf og Nönnu eru allir samdir sérstaklega fyrir dansara íslenska dansflokksins. Hlíf Svavarsdóttir nefhir sitt verk Fram, aftnr, til hliðar - og heim og er það samið við tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson og Jón Leifs. Verk Nönnu Olafsdótmr er samið við ljóðabálkinn Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr, eitt ástsælasta skáld ís- lendinga á 20. öld. í verkinu fléttast saman dans og upplesmr á ljóðinu; Hjalti Rögnvaldsson leikari les. Verk Maríu Gísladótmr heitir Sumar- myndir og er samið við tónlist sænska tónskáldsins Lars Erik Larsson. Allir dansarar íslenska dansflokks- ins taka þátt í sýningunni nú í vor. Leikmynd og búningar eru í hönd- um þeirra Guðrúnar Svövu Svavars- dótmr og Karls Aspelund. Sýningar- stjóri er Kristín Hauksdóttir og ljósa- hönnun annast Björn B. Guðmunds- son. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgámna. Þeir mynda þá örnefni. - Lausnarorð krossgámnnar í síðasta blaði er Kópasker. 1— I 1 7— T— ts> T™ P 10 II 12 13 W 14 3 /5^ 10 2 /6 5 V y *Ó —^ y 9 74 — 7 !8 n 20 21 i? (? 13 2 22 )(& q~ <3? S' 1? 2 \8 11 5~ 2T~ 4 (p ¥ 17 % P Ti \r 13 25' 2T t— TT~ 2Í 1* 5Z W 15~ 20 JZ V 12 J5~ b Ó? 15 52 24 27 28 21 2 2~ T s 15~ 20 2 v >7- 20 22 15~ 2 1S 2 (o 11 15' 2o 2 4 s 21 22 20 V 30 T1 Jb 22 13 24 31 1S~ 2 V 24 ¥ 13 9 ¥ ttz: V 21 1 10 V 3/ 2/ 7 W~ 22 JV !b V io (o isr T~ 3o 15~ 2 (p 13 14 V 7- 2 1/ iT V 2! 13 13 V 11 )í> 2 13 17- 15~ y 15~ r 22 13 V Ti— 1— 73 12 12 13 S (q 20 i 21 2 /<? Tilveran og ég Hinir aðskiljanlegusm kvillar og innanmein eru uppgötvuð nú- orðið. Sumir éta of mikið, aðrir of lítið og jafnvel er til í dæminu að menn éti ekki neitt. Fólk tekur til á háaloftinu eða í kjallaranum og hendir fortíð sinni. Þetta leiðir til þunglyndis, hármissis eða steinsmugu og er vandlæknað. Flestir þessara sjúkdóma hafa fram að þessu verið ókunnir en nú er allt uppgötvað, fær latneskt heiti og sál- fræðingarnir, alkemistar nútímans, fima eins og púkinn á fjósbitanum. Þó er einn sjúkdómur sem þess- um mönnum hefur yfirsést og skal þeim hér með bent á hann. Ég kann ekki latínu og á því erfitt með að finna rétt nafn en telefonmanía held ég nái þokkalega megineinkennum sjúkdómsins. Það er frænka mín ein sem þjáist af telefonmaníu. Sjúk- dómurinn lýsir sér þannig að sá sem er haldinn honum verður viðþols- laus ef hann er í nágrenni við ónot- aðan síma. Einkennin minna einna helst á það sem gerist hjá venjulegu fólki þegar það heyrir ungbarn gráta. Einhver frumstæð hvöt fær fólk til að gera sitt besta til að hugga barnið. Allir dragast að því eins og flugur að vínarbrauði. Og menn linna ekki látum fyrr en búið er að hugga barnið. Fólk sem haldið er telefonmaníu sýnir sömu einkenni þegar það verður vart við að sími er í nágrenn- inu og stendur ónotaður. Maður verður fyrst var við einhvern óró- leika. Augnaráðið verður flöktandi, sjúklingurinn iðar í stólnum og fæturnir virðast vera með einkatíma í steppdansi. Síðan hálfrísa rnenn upp, setjast aftur en spretta síðan á fætur og stika einbeittir að síman- um. Sjúkdómseinkennin hverfa um leið og tólið er komið í hendur hins sjúka og farið er að velja eitthvert númer. Öll símtöl eru löng og þó svo það komi fyrir að gert sé hlé brjótast fráhvarfseinkennin fljótlega aftur upp á yfirborðið Og næsta törn hefst. Þessi frænka mín er stórskæð þegar hún kemur í heimsóknir. Hún hringir hvert á land sem er og gerir engan greinarmun á því hvort bún er að hringja þvert yfir götuna eða til Vestur-Bengal. Drjúgur hálftími er, held ég, stysta símtal kellu. Þá sleppi ég því að vísu þegar hún hringdi í klukkuna hér um dag- inn. Þá lét hún sér tíu mínútur duga en bætti sér það upp með því að hringja strax í veðrið og síðan í gengisskráningu Seðlabankans. En yfirleitt reynir hún nú að hringja í einhvern sem hún kannast við og halda uppi samræðum. Raunar duga þessari frænku minni ákaflega stutt kynni til að telja sér bæði rétt og skylt að hringja ef hún kemur einhvers staðar auga á síma sem virðist yfirgefinn og einmana. Þá nægir að hafa heyrt fórnar- lambsins getið á hárgreiðslustofu eða líkamsræktarstöð. Það er líka nauðsynlegt fyrir frænku mína að hafa marga í takinu því þeir eru fáir sem umbera vaðalinn í henni til lengdar. Þeir eru ófáir sem taka símann úr sambandi um leið og þeir heyra hver er hinum megin. Ef til vill verða menn umburðarlyndari þegar pestin hefur fengið latneskt heiti og búið er að koma upp sjálf- styrkingarhópum og sálfræðingar farnir að taka stórfé fyrir með- höndlun.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.