Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 14
14 VIKUBLAÐIÐ ÍO.JUNI 1994 Utboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í viðbyggingu við leikskólann Brákarborg. Um er að ræða 125,6 m2 viðbyggingu ásamt tengingu við eldra hús. Útboðið nær tii jarðvinnu, uppbyggingar viðbyggingar, fullnaðar- frágangs ásamt breytingum vegna tengingar við eldra hús. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. júní. 1994 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Ruth Magnússon, framkvæmdastjóri Listahátíðar, vill auka til muna kynningu á Listahátíð erlendis. Gjaldeyris- skapandi Listahátíð Framlag Tómasar R. Einarssonar, kontrabassaleikara og tónskálds, til Listahátíðar er glæsilegt að þessu sinni. Listahátíð stendur nú sem hæst og hefur aðsókn verið góð. Listaklúbbur Listahátíðar hef- ur starfað á Sóloni íslandus og hver uppákoman rekið aðra. Sérstaklega eru það músíkantar af ýmsum gerðum og stærðum sem hafa leikið og sungið fyrir gesti. A Sóloni Islandus stendur einnig yfir málverkasýning Sigurðar Guðmundssonar sem sett var upp í tilefhi Listahátíðar. I kvöld og næstu kvöld koma fram m.a. Björn Thoroddsen og félagar, Skárra en ekkert, Tríó Egils B. Hreinssonar, Emil og Anna Sigga, Tríó Olafs Stephenssen og Kvartett Maria með Reyni Sigurðsson í fararbroddi Magnús Blöndal Jóhannsson leikur ffá kl. 15 - 18 sautjánda og átjánda júní og sérstök vísnakvöld verða á dagskrá. Þetta er aðeins hluti þess sem Listaklúbburinn býður upp á á næst- unni. A aðalskrifstofu Listahátíðar í Gimli við Lækjargötu er unnið hörð- um höndum við ffamkvæmd Listahá- tíðar. I þessum lidu og þröngu húsa- kynnum tekst starfsfólki að sinna öll- um þeim fjölda verkefha sem ráða þarf framúr á hverjum degi. A undanförn- uin mánuðum hefur Ruth Magnússon framkvæmdarstjóri og starfsfólk hennar unnið langan vinnudag við undirbúning og ffamkvæmd hátíðar- innar. Ruth sagði Vikublaðinu að Listahátíð væri nú, líklega í fyrsta skipti, að verða gjaldeyrisskapandi bú- Sonja B. Jónsdóttir, blaðafulltrúi Listahátíðar, og Elsa Guðmundsdóttir, umsjónar- maður og framkvæmdarstjóri Listaklúbbs Listahátíðar bera saman bækur sína á Sóloni (slandus. Texti og myndir: Ólafur áheyrenda á tónleikum Igors Oistrakh og Nataliu Zertsalovu í íslensku óper- unni hafi verið útlendingar. Það er orðið mun auðveldara að fá heims- þekkta listamenn á Listahátíðina, heldur eri var. ísland er komið inn á kortið og Iistamenn vilja gjarnan koma. Það hefur spurst út hversu mik- il gróska er í íslensku menningarlífi og fólk er farið að koma til þess að njóta menningarinnar, ekki bara til þess að horfa á Iandslagið, sagði Ruth Magn- úsdóttir í stuttu spjalli við Vikublaðið. Það sein ber hæst á Listahátíð á laugardag, þann 11. júní, eru tónleik- ar Tómasar R. Einarssonar, kontra- bassaleikara og tónskálds í íslensku óperunni. Þar verður frumflutt verk Tómasar Einslags stórt hrúgald af grjóti, tónleikur uin Island fyrir 5 ein- söngvara, ljóðskáld og 7 manna jasshljómsveit. Ljóðin sem Tómas hefúr samið tónlist sína við eru eftir Sigurð Guðmundsson, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Stefán Hörð Gríms- son, Halldór Laxness, Gyrði Elíasson, Pétur Gunnarsson og Lindu Vil- hjálmsdóttur en auk þess hefúr Tómas samið tónlist við texta úr orða- bókarhandriti Jóns Olafssonar úr Grunnavík. Söngvararnir sem flytja tónleik Tómasar eru Ragnhildur Gísladóttir, Bergþór Pálsson, Guðmundur Andri Thorsson, Sif Ragnhildardóttir og Einar Orn Bcnediktsson. Hljómsveit- ina skipa þeir Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Eyþór Gunnarsson á pí- anó, Matthías ITemstock á trommur, Sigurður Flosason á altó-og barítón- saxófóna og bassaklarinett, Oskar Guðjónsson á tenórsaxófón, Þórir Baldursson á Hammondorgel og Ein- ar Örn Benediktsson á trompett. Auk þess mun skáldið Sjón flytja kvæði við undirleik hjómsveitarinnar og verða ljóð og tónlist samin á staðnum. Sér- stakur gestur verður KK. skapur. Fyrsta bráðabirgðadagskráin var tilbúin í janúar s.l. og þá dreift víða um heini. Dagskráin var prentuð á ensku og þýsku og fylgdi með sérstakur pönt- unarseðill fýrir listunnendur. Sérstök áhersla var lögð á Niflungahring Wagners og í kjölfar auglýsinga um hann bárust fyrirspurnir til Listahá- tíðar um önnur atriði. Fyrsta pöntun- in frá útlöndum barst ffá konu á Fidjí- eyjum. Síðan hafa streymt inn pantan- ir á atriði Listahátíðar, sagði Ruth. Flún telur að um það bii helmingur ^S^BÚSETI Húsnæðissamvinnufélagið Búseti ^^húSnæð.ssamvI1£uFélag auglýsir íbúðir til úthlutunar í júní 1994 FÉLAGSLEGAR IBÚÐIR: (Félagsmenn innan eigna- og tekjumarka geta sótt um þessar íbúöir) HAFNARFJÖRÐUR: REYKJAVlK: KÓPAVOGUR: Staður: Stærð m2 Staður: Stærð: 2 m Staður Stærð: 2 m Suöurhvammur 13 Frostafold 20 3ja 78 Amarsmári 4 3ja 79 4ra 102 Frostafold 20 4ra 88 Arnarsmári 4 2ja 54 Bæjarholt 7 (raöh.) Garðhús 4-6 4ra 115 4ra 129 Berjarimi 1 4ra 87 Birkihlíö 2a 4ra 96 Tindasel 1 (raöh.) 5 115 ALMENN ÍBÚÐ: (Félagsmenn sem eru yfir eigna- og/eða tekjumörkum geta sótt um þessa íbúö.) Staður: Stærð: m ™ Áætl. afhend.: Skólatún 1, Bessast.hreppi 2ja 68,7 maí‘95 Hvemig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúöimar veröa aö hafa borist skrifstofu Búseta fyrir kl. 15:00 þann 15. þessa mánaöar á eyöublööum sem þar fást. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síöan úr gildi. Félagsmaöur sem sækir um nú og fær ekki ibúð, verður aö sækja um á ný. Til aö umsókn sé gild er áríöandi aö skattayfirlit (staöfest frá skattstjóra) síöustu þriggja ára fylgi henni. ATH! UMSÓKNUM ÞARF AÐ SKILA FYRIR KL. 15 MIÐVIKUDAGINN 15. JÚNÍ. ÍBÚÐIR VERÐA NÆST AUGLÝSTAR í SEPTEMBER 1994. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf., Hávallagötu 24, s: 25788. Skrifstofan er opin 10-12 & 13-15 virka daga.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.