Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ ÍO.JÚNÍ 1994 11 Baráttufundur ABR: Fólk er í sigurvímu Mikil baráttugleði ríkti á fundi Alþýðubandalagsins í Reykja sem haldinn var að Laugavegi 3 síðasta laugardag. Þar fögn menn kosn- ingaúrslitunum í Reykjavík, sigri Reykjavíkurlistans á Sjálfstæðis- flokknum. Auk þess sem úrslitin hafi voru rædd í þaula urðu mildar umræður um framhaldið í meiri- hlutasamstarfinu. A fúndinum fjölluðu borgaríúlltrú- arnir Guðrún Ágústsdóttir, verðandi formaður borgarráðs, og Árni Þór Sigurðsson um þetta efni og tóku síð- an margir til máls. Einkum var rætt um skiptingu fólks í hin ýmsu verkefni og hvernig best mætd tryggja að meirihlutasamstarfið gengi snuðru- laust íyrir sig. Kom frain sú tíllaga að opnir málefnahópar yrðu settír á lagg- irnar með meðlimum hinna ýmsu nefnda borgarinnar. Þar mættí flokks- bundið jafnt sem óflokksbundið fólk skrá sig til þátttöku og yrði þá ekki síst Guðrún Óladóttir varaborgarfulltrúi, Svanhildur Kaaber og Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi sátu saman á ABR-fundinum. Hluti fundarmanna á fundi ABR á laugardag. Fundurinn gerði það að tillögu sinni að settir yrðu é laggirnar opnir málefnahópar um hin ýmsu verkefnasvið borgarinnar. litið til þess fólks sem kynntist og náði góðu samstarfi í kosningabaráttunni. „Nú liggur valdið hjá þessu fólki og það er eins gott að fólk áttí sig strax á því hvað það þýðir að vera kominn í meirihluta. Við viljum valddreifingu og að sem flestir taki þátt í starfinu og okkar tillaga er að settir verði á lagg- irnar opnir málefnahópar sem áhuga- samt fólk getur skráð sig í,“ segir Guðrún. Hún segir að það hafi verið rnjög á- berandi hversu fólk var baráttuglatt á fundinum. „Fólk er hátt uppi - ef svo má að orði komast - í sigurvímu. Því finnst, og það með réttu, að það sé komið annað svipmót á borgina. Þar var yfirbragðið helst tíl blátt en nú fá allir litir regnbogans að njóta sín. Og maður finnur í þessari stóru borg há- væra kröfu um áframhaldandi góða samstöðu. Þið eigið að standa ykkur, segir fólkið. Og svo ntun verða,“ segir Guðrún. Kuran - Swing kvartettinn og spilar „Hot club“ músík en þeir hafa einu sinni áður notið þess heiðurs að leika á djasshátiðinni á Egilsstöð- um. Það hefur færst í vöxt að að- komufólk stíli upp á dajsshátíðina og panti sérjafnvel sumarhús á svæðinu eða dvelji á tjaldstæði Kaupfélags Héraðsbúa. Þar er m.a. þjónustuhús, sturtur, þvottavélar og rafmagn fyrir húsbíla. Djasshátíðin á Egilsstöðum nýtur vaxandi vinsælda og virðingar. Há- tíðin fékk t.d. styrk úr Norræna menningarsjóðnum á siðasta ári og fjöldi fyrirtækja, bæjarfélaga og hreppa á Austurlandi styrkir hátíð- ina. Rolf Johansen & Co. og Öl- gerð Egils Skallagrimssonar leggja líka sitt af mörkum. Hátíðin stendur frá 23. - 26. júní og ferfram í Hótel Valaskjálf. Und- anfarin ár hafa hljóðfæraleikarar einnig lífgað upp á útimarkaös- stemninguna á Egilsstöðum með leik sínum. Verði veðrið gott má búast við góðri stemningu. Jasshátíðin á Egilsstöðum í band Hornafjarðar og söngkonan Ragnheiður Sigjónsdóttir láta til sín heyra og fulltrúar Neskaupstaðar verða piltarnir i Ullarbandinu. Viðar Alfreðsson, horn- og trompettleik- ari, hefur verið gestur hátíðarinnar undanfarin ár. Að þessu sinni kem- ur hann fram með Aðalheiði Borg- þórsdóttur og Garðari Harðarsyni blúsara. Eftir að Alþýðubandalagið vann glæsilegan kosningasigur í Neskaupstað hafa menn þar sótt í sig veðrið og ungir spilarar þaðan leika undir stjórn Jóns Lundbergs. Auk Vina Dóra og Kvintetts Kristins Svavarssonar koma frá Reykjavík Árni ísleifsson, prímus mótor djasshátíðarinnar á Egilsstöðum. Kuran - Swing kvartettinn mun sveifla Autfirðingum á djasshátíðinni. Um þessar mundir hijómar á öldum Ijósvakans lítið sætt lag, sungið af Bubba Morthens, sem ber heitið Stína, ó Stína. Höfundur lagsins, Árni Isleifsson, hefði sjálf- sagt ekki látið sé detta í hug að lagið yrði vinsælt á ný si/o mörg- um árum eftir að það var samið. Árni á sér langan feril við píanóið og er, og hefur alla tíð verið, djass- isti fram ífingurgóma og nú á hann sum sé eftir langt hlé eitt vin- sælasta lagið á Ijósvakamiðlunum. Hann gekk íþað fyrir sjö árum að setja i gang einstæða djasshátíð í heimabæ sínum Egilsstöðum þar sem hann er tónlistarkennari. Þann 23. júní næstkomandi gengur svo í garð enn ein hátíðin þareystra og von erá fjölda gesta. Undanfarin ár hafa allir helstu djassleikarar landsins, ásamt er- lendum gestum, leikið á hátíðinni og það sama er uppi á teningnum nú. Frá Ameríku koma tveir virtir tónlistarmenn. Þar skal fyrst nefna heiðursgest hátíðarinnar, Poul Weeden fyrrum gítarleikara t Count Basie bandinu, en hann hefur oft áður heimsótt landann og haldið fjölda námskeiða víða um land. Poul Weeden, kemur ásamt kvintetti Krist- ins Svavarssonar. Annar Bandaríkjamaður, sem einnig hefur heimsótt okkur áður, mætir á hátíðina með hörpu sína. Hér er á ferð Chicago Beau sem getið hefur sér gott orð hér heima með Vinum Dóra. Dóri mætir þvímeð sveit sína og Chicago Beau þannig að blúsinn verður í hávegum hafður á hátíðinni. Blúsinn verður í hávegum hafður á djasshátíð- inni sem Chicago Beau heiðrar með nærveru sinni. Eitt afþvísem einkennt hefur djasshátiðina á Eglis- stöðum er að sveitungar Árna og nærsveitarmenn hafa ávallt tekið þátt og svo er einnig nú. Blúsbandið Rætur frá Egilsstöðum treð- ur upp ásamt söngkonunni Ester Jökulsdóttur, Djass-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.