Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ IO.JÚNÍ 1994 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kjartan Valgarðsson hlusta einbeitt á mál fundarmanna í Risinu að Laugarvegi 3. Krafa um ný pólitísk samtök Á fundi sem Birting liélt með Ingibjörgu Sólrúnu. Gísladóttur fimmtudaginn efitir kosningar kom firam sá eindregni vilji fúndar- manna að stofhuð yrðu stjómmála- samtök utan um Reykjavíkurlist- ann. Ingibjörg Sólrún, sem tekur við embætti borgarstjóra í þessum mánuði, tók undir með fúndar- mönnum og taldi nauðsynlegt að í kjölfar sigurs Reykjavíkurlistans yrði skapaður vettvangur fyrir stuðningsmenn framboðsins. Fundurinn var haldinn í Risinu að Laugavegi 3 og fundarstjóri var Kjart- an Valgarðsson. Mörður Ámason tók fyrstur til máls og ræddi um kosn- ingabaráttuna og hvað af henni mætti læra. Mörður vitnaði til blaðagreinar eft- ir Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, þar sem hanri sagði þrjú atriði öðrum fremur skýra árangur Reykjavíkurlist- ans. I fyrsta lagi að fólkið vildi sigur, í öðru lagi að flokkarnir svöruðu og í þriðja lagi að fólkið fann sér leiðtoga. - Þessi þríhyrningur gekk upp og þótt fæstir trúðu því fyrir sex mánuð- um þá náðist sá árangur að fella meiri- hluta sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði Mörður. Hann sagði það hafa verið áherandi í kosningabaráttunni að frambjóðend- ur Reykjavíkurlistans voru óvanir að ræða við alla kjósendur sem einn hóp. Frambjóðendurnir kæmu frá flokkum sem hefðu alla tíð látið sér nægja al- gjört minnihlutafylgi og væru óvanir því að höfða til fjöldans. Þetta hefði verið til baga í kosningabaráttunni. Undirbúningi frambjóðenda hefði verið ábótavant á köflum og Iítið farið fyrir því að framboðið nálgaðist skil- greinda markhópa. - Kosningarnar kenna okkur að við verðum að beita aðferðum fátæka mannsins. Við getum ekki yfirtromp- að í sjónvarpsauglýsingum vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfir miklu meiri fjármunum að ráða, sagði Mörður og taidi að vel hefði tekist til með hlaðaútgáfu, sömuleiðis með strætisvagninn sem ók um borg og bý og útvarpaði áróðri fyrir Reykjavíkur- listann. Þá hefði fundurinn á Hótel Sögu verið vel heppnaður en hann hefði markað upphaf kosningabarátt- unnar og útihátíðin á Ingólfstorgi í vikunni fyrir kosningadaginn hefði einnig verið rós í hnappagat fram- boðsins. Uthringingar stuðnings- manna hefðu borið árangur og slík vinna væri hluti af aðferðafræði fá- tæka framboðsins. - Reykjavíkurlistinn þarf núna framhald, ekki bara innan borgar- stjómar, heldur þarf að skapa vettvang fyrir fjöldahreyfingu, sagði Mörður. Doðinn er í flokkunum Næstur tók til ináls Helgi Hjörvar. Hann sagði að eftir úrslitin í Reykja- vík j'rði ekkert eins og það áður var. - Fólk langar ekki til að vera á tíu nianna sellufundi, langar ekki til að fagna átta komma tvö prósent varnar- sigri. Þegar sigur hefur unnist einu sinni vill fólk halda áfram að sigra. Þetta er það sein gerðist hjá Röskvu í Háskólanum. Og reynslan af Reykja- víkurlistanum sýnir okkur að það er ekki doði í fólkinu heldur í flokkun- um, sagði Helgi og hélt áfram: - Það verður erfitt fyrir fólk að skipa sér í fylkingar í næstu þingkosn- ingum. Helgi vísaði til orða Olafs Ragnars Grímssonar um að flokkarnir yrðu að passa sig að verða ekki fyrir fólkinu og rifjaði upp að á kosninganóttina á Hótel Islandi hefði enginn haft áhuga á að fylgjast með því sem flokksfor- mennirnir höfðu um úrslitin að segja. - Við viljum halda starfinu áfram með einhverjum hætti. Við höfum gríðarlegt afl, eitthvað sem ekki hefur gerst í tíu til fimmtán ár eða lengur, sagði Helgi og kvaðst óttast að ef flokkarnir byðu ffam hver í sínu lagi í þingkosningunum myndi einhver þeirra semja við Sjálfstæðisflokkinn þótt fólkið kysi til vinstri. Hvað nú? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk orðið á eftir Helga og sagðist rétt vera að átta sig á hlutunum, enda kosning- ar nýafstaðnar. í því starfi sem þegar væri hafið, að skipa í nefndir borgarinnar, sagðist Ingibjörg Sólrún hafa tekið eftir því að fólk hugsaði bæði um sig sem full- trúa flokkanna og sem fulltrúa Reykjavíkurlistans. I kosningabarátt- unni var ekki valið sanikvæmt flokks- kvóta þegar frambjóðendur voru sendir á fundi heldur var spurt hver væri bestur til að tala fyrir Reykjavík- urlistann í þeim málaflokki sem til umræðu var. Hún taldi þessa hugsun hafa gefist vel þótt við nefndaskipan yrði að taka tillit til sem flestra sjónar- rniða. - Ég hef tekið eftir því að fólk spyr: Hvað nú? Er borgarstjórnarflokkur- inn búinn að yfirtaka starfið? Það er fúllt af fólki sem lítur ekki á sig sem flokksfólk og er tilbúið að vinna að til- teknum málum. Við verðum að nota starfskrafta þessa fólks og megum ekki missa það frá okkur. Það þarf að koma upp aðstöðu og við þurfum að huga að félagsstofnun, sagði Ingibjörg Sólrún. Eftir framsögu Ingibjargar Sólrún- ar var orðið gefið laust. Sigur fram á næstu öld Guðrún Helgadóttir sagðist hafa efasemdir uin ágæti þess að Reykja- víkurlistinn opnaði skrifstofu, sagði það kosta peninga og borgarskrifstof- urnar ættu að nægja. Hún sagði mikil- vægt að þingmenn létu Reykjavíkur- listann í friði og kvaðst vona að flokk- arnir létu það vera að stofna borgar- málaráð hver fyrir sig. - Það var verið að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu og hún verður að halda utan um þetta og láta ekki vaða ofan í sig, sagði Guðrún. Hún rifjaði upp meiri- hlutasamstarfið 1978-1982 milli Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks og sagði fyrstu vit- leysuna hafa verið þá að ráða ópóli- tískan borgarstjóra og mestu vitleys- una að láta Sigurjón (Pétursson, for- seta borgarstjórnar) kasta fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum með vindil í munnvikinu. - Þetta verður að takast og má ekki fara eins og síðast. Ef þið hendið út frekum þingmönnum þá á þetta að ganga. Góða ferð, sagði Guðrún. Gunnar H. Gunnarsson vakti máls á dauðu atkvæðunum svokölluðu sem fjölgar í hlutfalli við fjölda fram- boða. Ef finuu listar hefðu boðið fram gegn Sjálfstæðisflokknum væru sjötíu prósent líkur fyrir því að sjálfstæðis- menn væru enn við völd í borginni. - Við skulum aldrei aftur dreifa kröftunum, það er það sama og að tapa, sagði Gunnar. Reynir Ingibjartsson sagði að í bí- gerð væri að stofna hverfafélög Reykjavíkurlistans. Hann sagðist vilja að menn legðu á hilluna flokkssjónar- mið, þannig væri hægt að tryggja sig- ur ffam á næstu öld. Framundan er barátta Einar Karl Haraldsson sagði hug- myndina um hverfafélög ágæta. í kosningunum hefði goðsögnin um kosningavél Sjálfstæðisflokksins fallið. En framundan væri pólitísk barátta þar sem slegist yrði um túlkanir á ákvörðunuin Reykjavíkurlistans. Guðmundur Bjamleifsson minnti á mikilvægi þess að atvinnu- málum í borginni yrði sinnt. Hann sagðist styðja þá hugmynd að stofnað yrði félag og varaði við því að láta tregðu flokkanna tefja fyrir. Hörður Bergmann yclti fyrir sér táknrænum athöfnum á borð við opn- un laxveiðitímabilsips í Elliðaánum. Hann stakk upp á því að nýr meiri- hluti héldi opna borgarmálafundi með almenningi eftir hvert starfsár. Magnús H. Skarphéðinsson sagðist hafa verið í pólitískri eyði- merkurgöngu uin árabii. Hann sagði uppstokkun flokkakerfisins löngu tímabæra og taldi að 'persóna Ingi- bjargar Sólrúnar hefði gert útslagið fyrir Reykjavíkurlistann, hún væri trú- verðugur stjórnmálamaður.- Bjöm Guðbrandur Jónsson lagði áherslu á að Reykjavíkurlistinn yrði að sýna fram á árangur til að eiga von um áframhaldandi umboð. - Grunnskóla- og dagvistunarmál voru kosningamálin og það verður að standa vel að þeiin, sagði Björn Guð- brandur og minnti á að ungt fólk hefði ráðið úrslitum í kosningabaráttunni og það sýndi ekki flokkum hollustu. Ilann mælti með faglegum vinnu- brögðum í nefndum og lagði til að nefndir á vegum borgarinnar héldu heyrslur með sérffóðum til að fá sem besta yfirsýn og skilning á málavöxt- uin. Reykjavíkurlistann en ekki flokkana Arthúr Morthens sagði að fram- bjóðendur Reykjavíkurlistans hefðu þróast frá því að vera fulltrúar sinna flokka yfir í það að vera Reykjavíkur- listafólk. Ilann sagði að ungt fólk hefði skipt sköpum í kosningunum. - Við verðum að byggja upp bak- landið, stofúa hreyfingu en ekki flokk, sagði Arthúr. Guðrún Rögnvaldardóttir sagðist vera óflokksbundin og hafa kornið til starfa í kosningabaráttunni vegna áhuga á ffamgangi Reykjavíkurlistans. Hún starfaði í atvinnuinálahópi og kvaðst ekki hafa getað greint það frá hvaða flokkuin þeir komu sem störf- uðu með henni þar, inunurinn á mál- flutningi inanna hefði ekki verið meiri en það. - Ég ætla rétt að vona að það verði vettvangur fyrir okkur til að starfa áfram á. Eg vil ekki starfa ineð flokk- unum heldur með Reykjavíkurlistan- um, sagði Guðrún og stakk upp á því að Arna Sigfússyni yrði boðið að veiða í Elliðaánum. Gísli Gunnarsson sagði að í þess- um kosningum hefði komið fram ný kynslóð sem hefði orðið fyrir áhrifum af starfi vinstrimanna í Háskólanum. Þetta væri eftir-Vilmundar kynslóðin sem léti til sín taka núna. Gísli sagði að Reykjavíkurlistinn þyrfti að taka til í valdakerfi Sjálfstæðisflokksins. Sveinn Baldursson taldi tímabært að útvíkka lýðræðishugtakið; sjórn- málamenn þyrftu að hlusta á kjósend- ur. Hann sagði okkur á kafi í auð- hyggju samtímis sem óhamingja ykist. Sveinn vefengdi þá mælikvarða sein notaðir eru til að mæla afkomu okkar. - Það er ekkert jákvætt við það að hafa tíu til tuttugu prósent hagvöxt ef ofbeldi og óhamingja eykst í samfé- laginu, sagði Sveinn. Hann lagði á það áherslu að félagshyggjufólk þyrfti mótvægi við Morgunblaðið og DV enda hefði það verið slys þegar Þjóð- viljinn fór á hausinn. <<• Sigríður Sigurbjömsdóttir sagð- ist hafa orðið vör við það að lands- byggðarfólk hefði fylgst vel með kosningunum í Reykjavík því að í höf- uðborginni sæi fólk vald Sjálfstæðis- flokksins. Hún frábað sér pólitísk landamæri í Reykjavíkurlistanum. Breytta og betri borg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði fundinn hafa verið mjög athyglisverð- an og tók undir það að ungt fólk hefði verið kjölfestan í starfi Reykjavíkur- listans. Flún sagði sjálfsagt að passa upp á það að flokksforingjar slægju ekki eign sinni á Reykjavíkurlistann og taldi ekki ástæðu til að óttast það. Ingibjörg Sólrún sagðist hlynnt þeirri hugmynd að opna nefndastörf, bæði með því að bakhópar yrðu stofnaðir um mikilvægar nefndir og nefndirnar sjálfar kölluðu til sín utanaðkomandi aðila í heyrslur. Ingibjörg Sólrún rifjaði upp að í kosningabaráttunni hefði gætt tor- tryggni gagnvart þeirri huginynd að hafa málefnahópa á vegum Reykjavík- urlistans opna fyrir öllum þeim sem höfðu áhuga. Sumir hefðu verið hræddir um að sjálfstæðismenn plönt- uðu sínum mönnum í nefndirnar og eyðilegðu þær. Þessi ótti hefði reynst ástæðulaus og sennilega væri hann leifar flokkshugsunar. Hún sagði að fyrir gerð fjárhags- áætlunar borgarinnar væri sjálfsagt að fara út meðal fólks og heyra sjónarmið þess. - Við verðum að breyta vinnu- brögðum í borgarkerfinu og breyta því þannig að kerfið verði opnara og aðgengilegra fyrir almenning. Við þurfum líka að stofna félag til að hefja okkur yfir flokkana, sagði Ingibjörg Sólrún í fúndarlok. Páll Vilhjálmsson Utboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum f gerð malbikaðra göngustíga við Sæbraut og í Fossvogi. Verkið nefnist: Göngustígar viö Sæbraut og í Fossvogi. Helstu magntölur eru: Malbikaðir stígar Grjótfyllingar Grasþökur Uppsetning girðingar u.þ.b. 5.300 m2 u.þ.b. 4.400 m3 u.þ.b. 10.000 m2 u.þ.b. 800 m Lokaskiladagur verksins er 1. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 7. júní, gegn kr. 10.000.- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. júní 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.