Vikublaðið


Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ ÍO.JUNI 1994 15 ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA ATVINNUREKENDIIR! Stúdentar eru vanir að vinna! Atvinnumiðlun námsmanna útvegar fyrirtækjum og stofnunum sumarstarfsfólk. Öll störf eru vel þegin, hvort sem er tii lengri eða skemmri tíma. Fjöldi námsmanna á skrá með margvíslega menntun og reynslu. Skjót og örugg þjónusta. Atvinnumiðlun námsmanna, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, sími 621080. PrimcistrcL togcLri? Hér sjáum við úthafsveiðitogarann Óttar Birting frá Fáskrúðsfirði, staddan í Reykjavíkurhöfn þar sem skipt var um toghlera. Óttar Birting er í eigu Skriðjökla hf. á Fáskrúðsfirði en siglir undir hentifána og telst vera í skipaflota Panama. Ekki verður betur séð en að ásamt nýjum toghlerum skarti togarinn þremur nýjum möstrum. Svo er þó ekki. Að baki Óttari Birting er úkraínska skipið Khersones, sem hingað kom til lands frá Svartahafi. Skipverjar á Khersones kalla skip sitt skonnortu en aðrir vilja meina að um e.k. bastarð sé að ræða. Mynd: ÓI.Þ. HUGUR UM HEIM- SPEKI KOMINN ÚT Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram fimmtándi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989, tólfti útdráttur í 1. flokki 1990, ellefti útdráttur í 2. flokki 1990, níundi útdráttur í 2. flokki 1991 og fjórði útdráttur í 3. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1994. Hugur, tímarit Félags áhuga- manna um heimspeki, er komið út undir ritstjórn Agústar Hjartar Ing- þórssonar. Þema þessa heftis er stjórnmála- heimspeki og eru þrjár greinar bein- línis um það viðfangsefni. Það eru greinar eftir dr. Sigríði Þorgeirsdótt- ur sem nefnist „Frelsi, samfélag og fjölskylda" og dr. Jóhann Pál Arnason, „Samfélagssýnir og lýðræðismynstur“ sem þau fluttu á alþjóðlegu þingi rétt- arheimspekinga sem haldið var í Reykjavík vorið 1993. Dr. Jóhann er T • • • • 1 Long og ijol- breytt dagskrá þj ó ð hátíð arhelg- ina í Reykjavík Lýðveldishátíðarnefhd Reykja- víkur hefur undirbúið mjög vandaða dagskrá vegna lýð- veldishátíðarhelgarinnar 17., 18. og 19. júní. Þriggja daga stanslaus hátíð- arhöld standa fyrir dyrum. Hvers konar uppákomur og skemmtan verð- ur urn alla borg. Dagskráin verður hefðbundin að morgni 17. júní. Samhljómur kirkju- klukkna í Reykjavík hefst kl. 8.25 og forseti borgarstjórnar leggur blóm- sveig ffá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum 'við Suðurgötu. Við Austurvöll hefst dagskráin kl. 9.00 þar sem Júlíus Hafstein, formað- ur lýðveldishátíðarnefndar, setur há- tíðina. Síðan rekur hver atburðurinn annan fram eftir degi og langt ffani á kvöld, m.a. með skrúðgöngum, götu- leikhússýningum, Spaugstofugríni, danssýningum, kínversku leikltúsi, tæ- lenskum dönsurn, kvennakórum, karlakóruin og harmoníkuleikurum, svo eitthvað sér nefnt af fjölbreyttri dagskrá dagsins. Kvöldinu lýkur með einkar líflegri kvöldskemmtun í mið- bænum þar sem dansað og sungið verður bæði í Lækjargötu og á Ing- ólfstorgi. Þann 18. hefjast hátíðahöldin með ýmiss konar íþróttakeppni svo sem sundi, frjálsum íþróttum og knatt- spyrnu. Margs konar skemmtiatriði fara ffam á gervigrasvellinum í Laug- ardal, á skautasvellinu, á Tjarnarsviði og hægt verður m.a. að láta teyma undir sér í Húsdýragarðinum. Sér- stakt tívolí verður sett upp austan við íþróttahöllina og skátar verða með tjaldbúðir og sölutjöld á víð og dreif urn Laugardalinn. Sunnudagurinn 19. júní hefst með Reykjavíkurmóti í sundi og síðan rek- ur hver viðburðurinn annan, s.s. kvennaknattspyrna, lúðrasveitaleikur, kvennamessa, glíinusýning, þjóðdans- ar, blús, kabarett, kraftakarlar, Brúðu- bíll, tónleikar og svo mætti lengi telja. Björk Guðmundsdóttir slær svo botn- inn í skemmtunina með tónleikum í Laugardalshöll kl. 20.30. Þetta er aðeins brot af því sem Reykvíkinguin gefst kostur á að njóta í þá þrjá daga sem hátíðin sendur í Reykjavík. prófessor við La Trobe háskólann í Melbourne í Astralíu en dr. Sigríður kennir heimspeki við háskólann í Rostock í Þýskalandi og vinnur þar að rannsóknum. Þriðja greinin um stjórnináiaheimspeki er eftir Vestur- íslendinginn Wayne J. Norman sem er prófessor við Ottawa háskóla í Kanada. Þá eru einnig í heftinu greinar eftir Mikael M. Karlsson og Þorstein Gylfason sem báðir eru kennarar við Háskóla Islands. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Morgunblaðinu föstudaginn 10. júní. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni áAkureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00 FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagið á Austurlandi Heimsóknir og fundir á Mið-Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og vara- þingmennirnir Einar Már Sigurðsson og Þuríður Backman fara um byggðarlög og halda fundi á Mið-Austurlandi dagana 6.-13. júní. Hjörleifur Guttormsson Einar Már Sigurðsson Þuríður Backman Opnir fundir verða á stöðunum sem hér segir: Reyðarfjörður, Verkalýðshúsi, föstudag 10. júní kl. 20.30 Stöðvarfjörður, í skólanum, sunnudag 12. júní kl. 13.00 Breiðdalsvík, Hótel Bláfelli, sunnudag 12. júní kl. 16.00 Fáskrúðsfjörður, Skrúði, sunnudag 12. júní kl. 20.30 Djúpivogur, Hótel Framtíð, mánudag 13. júní kl. 21.00 Allir Velkomnir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur - Samfagnaður með nýjum sveitarstjórnarmönnum Alþýðubandalagið heldur miðstjórnarfund laugar- daginn 11. júní n.k. Fundurinn er haldinn á Hótel Loftleiðum í Reykja- vík og stendurfrá kl. 9.30 -19.00. Sveitarstjórnar- mönnum Alþýðubandalagsins verður boðið til sér- staks hátíðarhádegisverðar á Hótel Loftleiðum sama dag kl. 12.30 - 14.00 þar sem miðstjórnar- menn munu samfagna þeim og gleðjast yfir góð- um árangri í kosningunum. Dagskrá. 1. Yfirlit um úrslit kosninga. Þátttaka Alþýðubandalagsins í myndun meirihluta í bæjar- og sveitarstjórnum. 2. Flokksstarfið. 3. Hátíðarhádegisverður. 4. Stjómmálaviðhorfið og komandi kosningar. 5. Önnur mál.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.