Vikublaðið - 18.11.1994, Qupperneq 5
VTKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994
Stpúktúpspilling,
ppívatspilling
og pegnskapup
Fáeinum klukkutímum áður en Guðmundur Ámi
Stefánsson boðaði til blaðamannafundar á föstu-
dag til að segja af sér var Alþýðublaðinu dreift til
áskrifenda með grein eftir Jón Baldvin Hannibals-
son formann Alþýðuflokksins. Ritsmíðin er tilraun
formannsins til að útskýra ömurlega stöðu Alþýðu-
flokksins fimm mánuðum fyrir þingkosningar.
Grein Jóns Baldvins er tvískipt. í fyrri
hluta hennar rekur hann einfaldaða
sögu íslenskra stjómmála sem hann
kennir við samtryggingu, helmingaskipti
Framsóknar og Ihalds, sérhagsmunapot og fyr-
irgreiðslu. Hann hefur áður notað hugtakið
strúktúrspilling um þetta kerfi og segir Al-
þýðuflokkinn stand^ fyrir utan það. I seinni
hluta greinarinnar kennir formaðurinn fjöl-
miðlum um að hafa stimplað Alþýðuflokkinn
spilltasta flokk landsins. Af orðum hans að
dæma virðist að vanþekking, fordómar og fals
íjölmiðlamanna hafi með sérstaklega illþyrmis-
legum hætti bitnað á Alþýðuflokknum. Guð-
mundur Ami Stefánsson varaformaður flokks-
ins og fyrrverandi félagsmálaráðherra hafði
uppi sömu rök þegar hann sagði af sér ráð-
herradómi eftir hádegi á föstudag. Hvomgur
reyndi að útskýra hvers vegna Alþýðuflokkur-
inn verður umfram aðra fyrir barðinu á vond-
um fjölmiðlum. Málflumingur forystumann-
anna er ekki trúverðugur en þegar þannig er
komið fyrir elsta flokki landsins að ráðherrar
ýmist hætta í honum eða segja af sér embætt-
um við lítinn orðstír og kjósendur yfirgefa
hann í hrönnum er ástæða til að velta fyrir sér
hvað raunverulega hrjáir Alþýðuflokkinn.
Það sem Jón Baldvin kállar strúktúrspillingu
er arfleifð samfélagskerfis sem myndaðist þeg-
ar fámenn þjóð fékk sjálfsforræði án þess að
vera almennilega í stakk búin til að takast á við
verkefnið. Kerfið fór Iangt með það að tryggja
helsm hagsmunaöflum samfélagsins aðgang að
þeirri uppsprettu valda og fjármagns sem var
að finna í stjómarráðinu. Fyrir utan sam-
keppnina um atkvæðafylgið, sem ædast er til að
stjómmálaflokkar stundi, vom pólitískar deilur
af tvennum toga. Annarsvegar innbyrðis erjur
innanflokka milli einstaklinga sem keppm um
forystu og hinsvegar milli stærri og smærri
hópa sem reyndu að tryggja aðstöðu sína í op-
inþera kerfinu. Innanflokksátök snemst iðu-
lega meira um persónulegan memað en mál-
efni og átm meira skylt með héraðsríg sveita-
höfðingja en nútíma stjórnmálabaráttu. Hags-
munahópar klæddu kröfur sínar þeim rökum
sem hverju sinni þóttu líkleg til árangurs.
Þeir flokkar sem vom hvað þaulsetnastir í
ríkisstjórn, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur, vom að hluta til með talsmenn sömu
hópanna innan sinna vébanda; bændur, út-
gerðarmenn og embættismenn. Fulltrúar laun-
þega hreiðmðu um sig í Alþýðuflokknum sem
klofhaði nokkmm sinnum þegar ungir flokks-
menn gengu róttækri hugmyndaffæði á hönd.
Kommúnistaflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn
og loks Alþýðubandalagið vora allir skipaðir
fyrram alþýðuflokksmönnum. Hugmynda-
fræði skipti hvað mestu máli fyrir róttæka sósí-
alista, en þó ekki meira en svo að strax árið
1944 gengu þeir til stjómarsamstarfs með höf-
uðandstæðingi sínum, Sjálfstæðisflokknum.
Stjórnmálakerfið náði utanum mikilvægustu
svið þjóðfélagsins; atvinnu- og efnahagslíf,
menntakerfi og menningu. Gagnvart einstak-
lingum kom það ffarn sem skömmtunarkerfi
og til að hafa aðgang að gæðum þess varð mað-
ur að tilheyra stjórnmálaflokki. Oll opinber
umræða á Islandi laut forsjá flokkakerfisins.
Dagblöð vom ýmist í eigu flokkanna eða
fylgdu þeim skilyrðislaust að málum vegna
annarra tengsla og stjómmálaflokkamir höfðu
ítök í yfirstjórn Ríkisútvarpsins í hlutfalli við
þingstyrk.
Fjölhyggjuþjóðfélag
Þetta er kerfið sem Jón Baldvin kallar strúkt-
úrspillt. Hann gleymir affur á móti að geta at-
riða sem skipta sköpum í umræðunni og fara
langt með að skýra hörmtmgamar sem dunið
hafa á Alþýðuflokknum síðustu misserin. Kerf-
ið varð til þegar vanþróað samfélag þurfti að
axla ábyrgð sem það reis tæplega undir. Það
þýðir að upphaflega var einkenni kerfisins van-
geta ffemur en .spilling. Það er einfaldlega
söguleg staðreynd að á fyrri hluta aldarinnar
vom ekki til þær forsendur sem nauðsynlegar
em borgaralegu fjölhyggjuþjóðfélagi. Því er í
meira Iagi hæpið hjá Jóni Baldvin að stilla þeim
Olafi Thors, Jónasi Jónssyni og forstöðu-
mönnum samvinnufyrirtækja upp við vegg og
saka þá um spillingu árið 1937 fyrir það að á-
stunda þá pólitík sem var bein afleiðing af
ffumstæðu stjórnmálakerfi.
Spilling opinbera kerfisins á Islandi felst í því
að aðlaga sig ekki að þróun fjölhyggjuþjóðfé-
lags og þar her Jón Baldvin sinn hluta ábyrgð-
arinnar, eins og vikið verður að. Kerfið er fjarri
því að vera gjörspillt. Það dugði til síns brúks á
sínum tíma og er ekki ónýtara en svo að hægt
er að endurbæta það. En það er ekki hægt að
bíða ffam í það óendanlega. Á síðustu ámm
hefur myndast misgengi milli stjómmálakerf-
isins og lýðræðislegra hugmynda sem sífellt
stærri hluti þjóðarinnar aðhyllist. Þetta mis-
gengi hefur valdið skjálftum í kerfinu. Tilurð
og sigur Reykjavíkurlistans í borgarstjómar-
kosningum í vor er einn slíkur skjálffi og af-
sögn Guðmundar Árna Stefánssonar er annar.
Misgengi
Það sem felldi Guðmund Árna var að hann
starfaði í anda gömlu stjómmálanna á sama
tíma og fjölmiðlar leitast við að túlka sjónar-
mið fjölhyggjusamfélags sein gerir meðal ann-
ars skýran greinarmun á persónulegum hags-
munum og opinberam hagsmunum.
Um miðjan september skrifaði Helgi Jóhann
Hauksson grein í Morgunblaðið Guðmundi
Árna til stuðnings. Helgi beinir spjómm sínum
að blaðamönnum sem hann segir ekki skilja að
„rótgróin ættar- og félagatengsl“ liggi eins og
„margofið net um allan bæinn. Guðmundur
Arni er af stórri og virtri ætt í Hafharfirði og
trúlega þeirri áhrifamesm í seinni tíma sögu
bæjarins,“ skrifar Helgi og telur að Guðmund-
ur Árni gæti ekki „afgreitt nokkuft mál í Hafn-
arfirði án þess að þar kæmu við sögu sam-
flokksmenn, ættingjar, kunningjar, vinir og í-
þróttafélagar."
Osköpin dundu yfir þegar Guðmundur Árni
flutti með sér yfir í höfuðborgina stjómunarstíl
sem gefist hafði ágætlega í Hafiiarfirði í sjö ár.
Honum fannst ekkert athugavert við það að
gera vel við Bjöm Onundarson, föður æsku-
vinar síns, og Iét hann fá stórar upphæðir úr
ríkissjóði þegar Björn missti opinbert embætti
vegna skattsvika. Guðinundi Ama þótti einnig
sjálfsagt að búa til verkefni handa frænda sfn-
um, Hrafnkeli Ásgeirssyni, og greiða honum
i Jón Baldvin Hannibalsson hefur
kappkostaö að koma vel út á
mœlistiku kerjisins sem hann þykist
þó standa utanvið. Samtímis hefur
hann gœtt þess að eiga í handraðan-
um klisjur handa þeim sem trúa því
að stjórnmál séu eitthvað meira en
valdastólar og hrossakaup. Fyrir
fimm árum mœlti Jón Baldvin fagurt
um sameiningu vinstrimanna en
núna er lausnarorðið Evrópa.
350 þúsund krónur fyrir 3,5 vélritaðar síður af
lögfræðiáliti.
Á blaðamannafundinum á föstudag réttlætti
Guðmundur Árni gerðir sínar með þeim orð-
um að hann vildi „huga að hverjum einstak-
lingi, þörfum hans og vonum.“ Stjórnmála-
maður sem starfar eftir þessari forskrift mun
alltaf hygla vinum sínum og vandamönnum á
kosmað annarra einfaldlega vegna þess að
hann þekkir þarfir og vonir þeirra betur en ó-
kunnugra og vandalausra. Einstaklingur í fjöl-
hyggjuþjóðfélagi á ekki að þurfa að eiga vini
eða ættingja í stjómarráðinu til að þarfir hans
og vonir fái hljómgmnn. 1 alvöraríkjum túlka
stjómmálamenn þarfir og vonir þegnanna
allra.
Löng saga gerð smtt: Fjölmiðlar og almenn-
ingsálitið snemst gegn ráðherranum og hann
missti embættið. Það er svo í takt við annað í
þessari sögu að ættarlaukurinn hélt sneyptur
heim í fjörð og strengdi þess heit að safna liði
til að ná aftur til sín hásætinu.
Tvískinnungur
Jón Baldvin ræddi ekki Guðmundarmál í Al-
þýðublaðinu á fösmdag og hefur ekki látið í
ljós efasemdir um stjórnarhætti fyrmm bæjar-
stjóra Hafharfjarðar. Ekki heldur ræddi hann í
föstudagsgreininni þau tækifæri sem hann hef-
ur haft til að gera grundvallarbreytingar á kerf-
inu sem hann skilgreinir sem spillt.
Formaður Alþýðuflokksins hafði eftir síð-
ustu kosningar tækifæri til að mynda vinstri
stjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðu-
bandalagi. Það hefði verið rökrétt framhald af
ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Það
hefði verið rökrétt framhald af hugsjónum sem
Jón Baldvin þóttist þafa um stóran jafnaðar-
inannaflokk. Það hefði verið rökrétt framhald
af þeirri stefnu sem Jón Baldvin þóttist hafa uin
endurbæmr á stjómmálakerfinu. En það var
ekki rökrétt framhald á stjórnmálaferli manns
sem metur árangur sinn á kvarða kerfisins.
Helmingaskiptastjóm með Sjálfstæðisflokkn-
um var stórsigur fyrir litla Alþýðuflokkinn og
setti fonnann hans á stall með þeim forysm-
mönnu flokksins sem tryggt hafa flokknum
hvað lengsta stjórnarsem.
Jón Baldvin hefur haldið Alþýðuflokknum í
ríkisstjóm í sjö ár og það var þessi langa stjóm-
arseta sem Friðrik Sophusson fjámiálaráðherra
benti á þegar hann hrósaði stjórnmálahæfileik-
um formanns Alþýðuflokksins í útvarpsþættin-
um Þriðji maðurinn á Rás 2 um helgina. Kerf-
ið mælir árangur stjómmálamanna eftir því
hversu lengi þeim helst á stjórnartaumunum,
allt annað er aukaatriði. Jón Baldvin hefúr
kappkostað að koma vel út á þessari mælistiku.
Samtímis hefur hann gætt þess að eiga í hand-
raðanum klisjur handa þeim sem trúa því að
stjómmál séu eitthvað meira en valdastólar og
hrossakaup. Fyrir fimm árum mælti Jón Bald-
vin fagurt um sameiningu vinstrimanna en
núna er lausnarorðið Evrópa.
Fólk, og sérstaklega ungt fólk, er farið að
átta sig á gangverkinu og líst illa á. I sama tölu-
blaði Alþýðublaðsins og ritsmíð formannsins
birtist er grein eftir ungan alþýðuflokksmann
ogvaraborgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, Ingv-
ar Sverrisson. „Hatur og heimska tröllríður
forystuklíku smáflokkanna,“ er fyrirsögnin
sem Ingvar velur pistlinum enda er honum
heitt í hamsi. Hann segir ungt fólk vilja sjá
stóran og breiðan jafhaðarmannaflokk. „En
hvað er það sem stendur í veginum?,“ spyr
Ingvar. ,Jú, enn sem fyrr era það smákóngar í
forystu flokkanna sem vegna einhverra fortíð-
ardrauga og eiginhagsmunagæslu standa í vegi
fyrir því að hinn stóri draumur fólksins verði
að vemleika. Hjá þessum forystumönnum
ræður [ferðinni] persónuleg valdabarátta, hat-
ur og heimska [...] Almenn ffamtíðarsýn hefur
vikið fyrir stundarhagsmvmum,“ skrifar Ingvar.
Leikreglur
Eitt athyglisverðasta stjómmálarit síðustu
ára er Making Democracy Work: Civic Tra-
ditions in Modem Italy eftir Robert Putnam.
Bókin er affakstur tveggja áratuga athugana á
sveitarstjómum á Italíu sem fengu fyrir aldar-
fjórðungi aukin völd. Málefhi sem sveitastjóm-
ir sinna núna em meðal annars heilsugæsla og
sjúkrahús, landbúnaður, húsnæðismál og efna-
hagsþróun. Pumam reynir að svara þeirri
spumingu hvers vegna sumar sveitarstjómir
skila góðu verki til ánægðs almennings á með-
an aðrar sveitarstjórnir em spilltar og klúðra
hverju málinu á fætur öðm öllum til armæðu.
I smttu máli er ekki hægt að skýra ólíka
ffammistöðu sveitarstjóma með hefðbundnum
hætti. Stjórnmálaflokkar geta allir verið ofur-
seldir spillingu, mennmnarstig hefur lítið að
segja og efhahagsstaða skýrir ekki muninn á
heilbrigðu stjómarfari og spilltu.
Það sem ræður mesm, samkvæmt Putnam;
er þegnskapur þeirra sem samfélagið byggja.
Þegnskapur verður til þegar sátt næst um leik-
reglur, þegar opinbert vald er takmarkað og
réttindi einstaklingsins vel skilgreind, þegar
sjálfsagt er að persónulegur memaður stjóm-
málainanna víki fyrir almannaheill.
Þegnskapur verður ekki til í kerfi hagsmuna-
stjórmála og lukkuriddarapólitík verður heldur
ekki til að auka þegnskap. Það er ekki hægt að
búa til þegnskap en affur á móti er hægt að
leggja sig fram um að skilyrðin séu fyrir hendi.
Það er ekki óhugsandi að einhver hluti ís-
lensku þjóðarinnar hafi á síðasta áramg trúað
því að Alþýðuflokkurinn væri það pólitíska afl
sem myndi hnika okkur ffá gamla úrelta kerf-
inu og skapa skilyrði fyrir nýrri stjómmála-
hugsun. Sé "það raunin gæm hörmungar Al-
þýðuflokksins legið í því að vonsvikin þjóð sé
að refsa litlum flokki fyrir að standa ekki undir
miklum væntingum.
Páll Vilhjálmsson