Vikublaðið - 09.12.1994, Side 11
VTKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994
11
Guðrún skapar fyrir framtíðina
Stjórnmál eru sannarlega merki-
legt fyrirbærí. Þau geta til
dæmis snúist um að skapa úr
augnablikinu eða þá að fylgja af sam-
viskusemi samþykktum flokksins.
Vandi stjómmálamannsins er oft á
tíðum fólgin í því að skynja sinn vitj-
unartíma. Hvenær á að skapa og hve
lengi á að halda sig við formið?
Forsendum breytt í einni
svipan
Mikið vonleysi rfkti í Reykjavík
fyrir jólin 1993 og samstarf til þess
að fella íhaldsmeirihlutann í höfuð-
borginni var talið óhugsandi. En á
einni nóttu breyttu forystumenn
flokkaima stöðunni í samfellda sig-
urgöngu sem lauk með sigri Reykja-
víkurlistans í borgarstjómarkosning-
tmum. Flokksstofinunum var stdllt
ftammi fyrir orðnum hlut og allir
klöppuðu.
Forystmennimir höfðu gert rétt
og vom í takt við vilja og tilfinningar
flokksmanna og almennings í borg-
inni.
Guðrún Helgadóttir var að skapa í
Alþingishúsinu sl-. mánudag. Blaða-
menn vom gapandi hissa þegar hún
greindi frá tdlboði sínu til kjörnefnd-
ar um að standa upp úr 2. sætinu fyr-
ir upprennandi forystukonu. Með
snjöllum leik sínum opnar hún Al-
þýðubandalagið fyrir nýjum mögu-
leikum og læsir um leið ffamboðs-
málin í stöðu sem er henni og sjálf-
sagt mörgum öðmm að skapi. Ekki
er þó víst að öllum hugnist sú staða,
meðal annars ekki þeim sem hugðu á
Veik staða verður sterk
„Kosningarnar í vor munu snúast
um val milli Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðubandalagsins hér í Reykja-
vík“, sagði glöggur stjómmálaskýr-
andi við greinarhöfund eftir útspil
Guðrúnar Helgadótmr. I einni svip-
an hefur veikri stöðu verið breytt í
sterka, magnleysi í magnaða ffam-
framboð í boðuðu forvali, en er hægt
að hafna tilboði Guðrúnar?
Framtíðarsýn sem rímar
Kjörnefnd og kjördæmisráð munu
svara þeirri spumingu á næstu vik-
um. Sömuleiðis Bryndís Hlöðvers-
dóttir lögffæðingur ASI og Ög-
mundur Jónasson formaður BSRB.
Auðvitað yrðu þau ekki fulltrúar
sinna samtaka á lista Alþýðubanda-
Iagsins og vonandi koma óháðir inn
á lista með Ögmundi í fleiri kjör-
dæmum en Reykjavík. En óneitan-
lega hefði ffamboð Bryndísar og
Ögmundar í för með sér skýrari tdl-
vísun til samtaka launafólks og
stefnu þeirra heldur en verið hefur í
starfi Alþýðubandalagsins um árabil.
Nýjar forsendur hafa skapast með
þeirri stefnumótun sem átt hefur sér
stað innan Alþýðusambandsins og á
vegum BSRB síðustu misseri. Nægir
þar að nefna ffamtíðarsýn ASI í efna-
hags-, atvinnu- og kjaramálum, sem
Alþýðubandalagið hlýtur að taka
mið af í pólitísku starfi sínu. Hún
rímar vel við þá vinnu sem það hefur
sjálft lagt í stefnumótun síðustu ár,
t.d. með Grænu bókinni.
boðsmöguleika og inntaki stjóm-
málabaráttunnar jafnvel hnikað til
um spönn. Það er aðeins á færi þeirra
sem hafa sjötta sansinn, einhvers-
konar snilligáfú í stjórnmálum, að
tefla á réttum tíma fram hugmynd
sem sprengir og sameinar í senn.
Guðrún Helgadóttir var í fjórða
sæti þegar hún felldi borgarstjómarí-
haldið 1978. Hún var í fjórða sæti á
lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík
þegar hún var fyrst kjörin' á þing árið
1979. I þriðja sinn sest hún nú í
fjórða sætið til þess að vinna það.
Einar Karl
Haraldsson
Vonlaust verk segja andstæðingar og
tískuffíkin á fjölmiðlunum. Þá skulu
menn vita að Guðrún Helgadóttir á
þúsundir stuðningsmanna í Reykja-
víkurborg og nýir kjósendur em þess
utan allir aldir upp á bókunum henn-
ar.
Óvænt uppátæki hennar hefur
mælst ákaflega vel fyrir meðal al-
mennings og þegar era stuðnings-
konur og menn famir að skipuleggja
endurkjörshreyfingu kringum Guð-
rúnu. Meðan stjórnmálahreyfing og
helstu menn og konur innan hennar
geta komið háttvirtum kjósendum
þægilega á óvart á hún framtíðina
fyrir sér.
Hvað er að gerast?
Lí
íf mitt tók nýja stefnu fyrir
þremur vikum þegar ég eign-
/ aðist dóttur. Síðan hef ég ver-
ið að reyna að fóta mig í móðurhlut-
verkinu og venjast því að fá lítinn og
ósamfelldan svefn. Mér finnst eins
og mér hafi verið kippt úr sambandi
við umheiminn og á erfitt með að
sætta mig við það. Eg næ að hlusta á
fréttir endmm og sinnum en dag-
blöðin hrannast upp meira og minna
ólesin. Þess vegna finnst mér ég hafa
ffemur brotakennda sýn af heimin-
um þessa dagana.
Mér finnst iðulega sem ég hafi
misst af forleiknum og því get ég
sjaldnast skilið næsta útspil. Hvers
vegna em t.d. allir að yfirgefa Ólaf
Ragnar og Alþýðubandalagið? Áður
en ég lagðist á sæng virtist hann vera
hið mikla sameiningartákn, hvað
gerðist í millitíðinni? I viðtali við
síðustu Vem virðist Svanffíður Jón-
asdóttir nokkuð sátt við flokkinn en
er nú gengin úr honum, hverju sætir
það? Og síðan hvenær á Guðrún
Helgadóttir annað sætið hjá Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík og getur
boðið það eins og hvem annan
erfðagrip? Og hvers vegna bíður hún
Bryndísi Hlöðversdóttur sætið þegar
bæði Auður Sveinsdóttdr og Hildur
Jónsdóttdr hafa lýst yfir áhuga á því
samkvæmt ffétt í Vikublaðinu um
daginn? Er Alþýðubandalagið sama
marki brennt og hin ffómu stjóm-
málasamtök sem ég tilheyri að þeir
sem sýna áhuga á einhverju em nær
pottþéttir að fá það ekki?
Það er ekki aðeins hin flókna leik-
flétta í Alþýðubandalaginu sem mgl-
ar mig í ríminu. Eg á líka erfitt nreð
að ímynda mér Sigríði Dúnu sem
frummælenda á fundi þar sem Egill á
Seljavöllum er sérstakur gestur! Ef
þau em orðin samherjar í kvenna-
baráttunni þá lifum við svo sannar-
lega á ótrúlegum tímum. Annars
Ragnhildur
Vigfúsdóttir
finnst mér þessi vakning ungra sjálf-
stæðra kvenna það eina spenn-
andi sem gerst hefúr innan Sjálf-
stæðisflokksins hin síðari ár.
Hvers vegna var Vilhjálmi Egils-
syni hafnað heima í kjördæmi,
hann sem er einn af fáum „ó-
breyttum“ þingmönnum flokks-
ins sem eitthvað kveður að? Og
er ekki soldið seint í rassinn grip-
ið hjá Ama Sigfússyni fyrrverandi
borgarstjóri að finna loksins núna
600 milljónir sem hægt er að
spara í borgarrekstrinum?
Líklega hefúr það farið fram
hjá mér í amstri daganna þegar
Alþýðuflokkurinn var formlega
lagður niður. Það eina sem ég hef
heyrt úr þeirri átt er að varafor-
maðurinn hafi gefið út opinskáa
minningabók, eins og það hafi
verið skortur á þeim. Eg hef lítrið
heyrt úr herbúðum ffamsóknar-
manna. Mér sýndist þeir hefna
sín á brotthvarfi Helga Pé úr
flokknum með því að fella bróður
hans úr miðstjórn og leggst þá lít-
ið fyrir kappana, Það eina spenn-
andi í þeim flokki er prófkjörið á
Reykjanesi um helgina.
Þá er það blessaður Þjóðvak-
inn. Hvílíkt nafn! Var virkilega
ekki hægt að finna eitthvað betra?
Það sem er spennandi við þá
hreyfingu er kannski fyrst og
fremst fólkið sem stendur að
henni. Eg hef þó á tdlfinningunni
að tími samfylkingar sé ekki kom-
inn. En kannski er þetta nauðsynleg-
ur undanfari eins og Nýr vettvangur
fyrir Reykjavíkurlistann?
Hvað mín eigin stjómmálasamtök
áhrærir held ég að ég sé með á nót-
unum þar, en það mun reyndar
koma í ljós næstu daga hvort svo sé.
En líklega verð ég að stóla á að
áramótauppgjör sjónvarpsstöðvanna
svari spumingum mínum og fylli
uppí brotakennda heimssýn mína.
Frá fjölmennum baráttufundi sjúkraliða á laugardaginn var. Formaðurinn Kristín Á.
Guðmundsdóttir, í ræðustól. Mynd: Ól. Þ.
VMSl styður
sjúkraliða
Si
ameiginlegur fundur ffam-
kvæmdastjómar Verkamanna-
sambands Islands og stjóma
deilda sambandsins, haldinn 6. des-
ember 1994, lýsir stuðningi við
sjúkraliða í verkfalli og þá baráttu
sem þeir eiga í.
Skorar fúndurinn á fjármálaráð-
herra að koma nú þegar til móts við
kröfur sjúkraliða þannig að þessi erf-
iða kjaradeila leysist sem fyrst.
hagtöluárbók Hagstofunnar
í þessu riti er að finna yfirlitstöflur um land og
þjóð, umhverfismál, atvinnuvegi, utanríkis-
verslun, laun og tekjur, orkumál, verslun,
samgöngur, verðlag og neyslu, fjármál hins
opinbera, banka- og peningamál, þjóðhags-
reikninga, heilbrigðis-, félags- og menntamál,
rannsóknir og þróunarstarfsemi auk kosninga.
Landstiagir 1994 nýtast fólki í viðskiptum,
opinberri stjómsýslu, við rannsóknir, skóla-
fólki og öllum almenningi. Laodstiagir 1994
fást einnig á disklingum í Excel fyrir PC.
Verð 2.100 kr.
Hagstofa íslands, Skuggasundi 3,150 Reykjavík.
Sírni 91- 60 98 60 eða 60 98 66, bréfasími 91- 62 33 12