Vikublaðið


Vikublaðið - 18.08.1995, Síða 6

Vikublaðið - 18.08.1995, Síða 6
T Umræðan VIKUBLAÐIÐ 18. AGUST 1995 Ráðliús Reykjavíkur, innkeyrsla í kjallara frá Tjamaiy;ötu Vesturgata 7, innkeyrsla frá Vesturgötu um Mjóstræti. Lesið grein mína aftur og betur! 18. águst afimæli Reykjavíkurborgar Velkomin í miðborgina! jótið lífsins notið húsin • Vegna hátíðarhalda á afmælisdegi Reykjavíkur föstudaginn 18. ágúst, verður lokað fyrir bílaumferð um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og neðsta lduta Skólavörðustígs frákl. 13:00- 18:00. • Fjölbreytt skemmtidagskrá mun setja svip sinn á miðborgina og ennfremur verða útimarkaðir ef veður leyfir. Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að njóta lífsins í lifandi borg. • Á meðan þið röltið um miðborgina er tilvalið að geyma bflinn í einhverju af hinum sex glæsilegu bílahúsum borgarinnar. Þar þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að tíminn renni út, þú borgar aðeins fyrir notaðan tíma. ■ Uppbfið mannlíf og menningu í miðborginni og kynnið ykkur kosú bflahúsanna í leiðinni. |W BILASTÆÐASJOÐUR Bílastœöi fyrir alla Agætu félagar af Suðurlandi. Mér hefur alltaf fundist skemmti- legt að fá bréf fram undir þetta en opna bréfið frá ykkur í Vikublaðinu síðasta olb mér vonbrigðum. Það olli mér vonbrigðum vegna þess að þar er verið að herma upp á mig hlutd sem eiga ekld við rök að styðjast. Ef þið á- gæm félagar takið það til ykkar sem ég segi um utanflokksmenn þá bend- ir það til þess að þið hafið ekld lesið grein mína á réttan hátt og með nægjanlegri athygb. Auðvitað eiga drengskapur og prúðmennska að ráða í okkar samskiptum. í grein minni ræðst ég ekki á Margréti en tel hana hins vegar eiga betra skilið en þau trilskrif í ýmsum blöðum undan- farið þar sem utanflokksmenn sem ekki hafa kosningarétt í þessum for- mannskosningum koma við sögu. Um sameiningu og stefnu Eitt sinn var Alþýðubandalagið talið róttækur stjómmálaflokkur en undanfarin ár hefur verið reynt að út- þynna steftiu flokksins þannig að fáir vita hvað flokkurinn vill eða hefúr upp á að bjóða. Það er til dæmis ekk- ert auðvelt að átta sig á því sem kallað er „útflutningsleiðin“. Á síðasta landsfundi kallaði ég þetta uppaleið- ina og ég tel að þar fari lítrið fyrir jafn- aðarstefnunni. Þetta hefur auðvitað verið gert til þess að auðvelda samruna við miðju- flokka, en svoleiðis sameiningu er ég ekki sammála. Eg (og vonandi þið) er til dæmis ekki sammála mörgu því sem Alþýðuflokkurinn stóð að í síð- ustu ríkisstjóm. Leiðin til að sameina vinstrimenn er ekld sú sem margir af okkar fýrr- verandi félögum (sem nú virðast vera í stuðningsmannaliði Margrétar) hafa valið, þ.e. að sundra fýrst og fara npm JP mm Cy ffjlllllll m jr m jr mL fjarsjodur á heimilinu? A mörgum heimilum má finna ,Jalinn fjársjóð“; útgjaldaliði sem má lœkka. Þetta veitir svigrúm til að lœkka skuldir, byrja . reglulegan sparnað og vera á grœnni grein í Búnaðarbankanum. gnew MEÐ SPARIASKRIFT ® BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki heimilislínaN - Einfaldar fjármálin Einar Gunnarsson skrifar síðan fram á viðræður um samein- ingu, og ef að líkum lætur á þeirra forsendum. Allir sem eklri em sam- mála þeim em á móti þeim og að þeirra mati ólýðræðislega þenkjandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla af samskiptum við þá. Vonandi hef ég rangt fýrir mér. Eg er á því að leiðin til ffamfara sé einmitt sameining vinstri manna en þá er víst betra, til að árangur náist, að víðsýni ráði í framvarðasveitinni og að ný hreyfing vinstri manna vilji gera róttækar breytingar á íslensku þjóðfélagi til heilla fýrir alþýðuna. Sem sagt; stofh- um róttækan jafhaðarmannaflokk sem hefur það að leiðarljósi að skoða heiminn af sjónarhóli jöfhuðar, af- náms á arðráni manns á manni og með hagsmuni launamanna í fyrir- rúmi. Sá flokkur þarf ekki endilega að heita Alþýðubandalagið en getur það engu að síður. Hugsum ekld frekar um eitthvert miðjumoð sem engixm skilur. Stuðningur við Steingrím J. Eins og þið hafið réttilega lesið út úr mínum skrifúm, þó ég hafi bein- línis ekki sagt það, þá styð ég Stein- grím J. Sigfússon í formannskosning- unum og treysti honum betur til þess að leiða flokldnn okkar í bæði sam- einingarviðræðum og væntanlegum ríkisstjómarviðræðum. Ég hef nefni- lega kynnst honum betur vegna þess að hann hefúr látið til sín heyra varð- andi flesta málaflokka sem skipta okkur máli, bæði innan Alþingis og einnig hefúr hann verið ötull við að kynna sín sjónarmið bæði hér á síð- um Vikublaðsins svo og í öðrum fjöl- miðlum en því miður hef ég ekld oft séð blaðagreinar eftir Margréti eða heyrt í henni í sölum Alþingis. Með þessum orðum er ég ekld að kasta rýrð á Margréti og ég treysti henni á- gætlega sem þingmanni og félaga. Eg segi það enn og aftur, að ég vona að þessar formannskosningar verði drengilegar, en ég óttast að ef þeir aðilar sem vilja nú skipta sér af þeim og standa utan við okkar flokk og hafa eyðilagt áður fýrir, fái að ráða þá fari lítið fýrir drengskapnum. Að síðustu ágætu félagar. Lesið aftur grein mína og gáið að hvort ekki finnist annað innihald en þið rákust á sfðast. Formaður Félags blikksmiða og félagi í ABR

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.