Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2
\ VIKUBLAÐIÐ 22. NOVEMBER 1996 Vikublaðið Útgefandi: Tilsjá ehf. Ritstjóri og ábm.: Friðrik Þór Guðmundsson. Blaðamenn: Amdís Þorgeirsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Ólafur Þórðarson og Róbert Marshall. Hönnun, umbrot og ljósmyndir: Ólafur Þórðarson. Próförk: Arndís Þorgeirsdóttir. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Ritstjóm, afgreiðsla og auglýsingar: Laugavegur 3 (4. hæð), 101, Reykjavík. Sími: 552-8655. Fax: 551-7599. Félagslega íbúðakerfið Á aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga kom vel fram í hversu miklum ógöngum mörg sveitarfélög eru vegna þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað innan hins félagslega íbúðakerfis. Mörg þessara sveitarfélaga hafa orðið að leysa til sín félagslegar íbúðir og hafa tekið upp á því að leigja þær út án þess að leigan dugi fyrir afborgununum. Sums staðar hefur félagslega kerfið orðið baggi á sveitarsjóðum vegna þessa. Félagslega íbúðakerfið var sett upp á sínum tíma til að vera viðráðanlegur kostur fypr láglaunafólk sem vildi komast í eigið húsnæði. Það gefur auga leið að menn eru komnir langt frá þessu upphaflega markmiði þegar afborganir í fé- lagslega kerfinu eru láglaunafólki ofviða. Afborganir geta farið upp í 30 til 40 þúsund krónur á mánuði - sem vitaskuld er of mikið fyrir fólk sem býr við laun upp á 50 til 70 þúsund krónur á mánuði. Á þessu verður að taka. Alþýðubandalagið hefur markað þá stefnu að greiðslubyrði í húsnæðiskerfinu eigi aldrei að vera meiri en sem nemur 20% af ráðstöfunartekjum fólks. í slíkri stefnumörkun eru það auðvitað hagsmunir hinna lægst launuðu sem eru í forgrunni og þannig á það að vera. Fé- lagslega íbúðakerfið á ekki að vera þannig að ef efna- minnsta fólkið nær ekki tilteknu lágmarki í iaunum þá eru þeim allar dyr lokaðar. Ástæða er til að óttast að félagsmálaráðherra og ríkis- stjórnin komi fram með lausnir í þessu máli sem leiða það eitt af sér að sveitarstjórnirnar sitja uppi með vandann. Og er þó ekki bætandi á þá erfiðu skuldastöðu sem mörg sveit- arfélaganna búa við. Það væri lýsandi fyrir stefnu ríkis- stjórnarinnar að koma sér undan lausn slíkra mála, en láta stórskuldugar sveitarstjórnir og bláfátækar fjölskyldur sitja uppi með vandann. Páll Péturssson félagsmálaráðherra virðist nefnilega alls ekki hafa það fólk í fyrirrúmi sem mest þarf á samfélagslegri aðstoð að halda. Frumvarp hans til breytinga á atvinnuleys- istryggingum er hrópandi um þetta. Þar er enn þrengt að því fólki sem er svo ólánsamt að vera atvinnulaust. Geta Páll og félagar hans í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ekki farið að finna einhverja aðra til að berja á en þá sem standa verst að vígi? Getur það virkilega verið stefna ríkis- stjórnarinnar að gera þjóðfélag okkar ennþá fjölskyldufjand- samlegra en þegar er orðið? Vinstra samstarf í vikunni hófust formlegar viðræður fulltrúa allra stjórnar- andstöðuflokkanna um aukið samstarf. Markmiðið með við- ræðum þessum er að samvinna þessara afla geti orðið sem nánust. Ástæða er til að fagna þessum viðræðum. Sérstak- lega er fagnað þeirri áherslu sem í viðræðunum er lögð á að ræða fyrst og fremst málefnin, en síður stöðu hvers flokks eða stöðu einstakra forystumanna. Við eigum eftir að heyra talsmenn íhaldsaflanna tala digurbarkalega um vonlausar viðræður og að vinstriöflin geti aldrei átt samleið. Sömu menn eru nú fullir ótta. Það er lengi búin að vera einlæg von fjölmargra vinstri- manna og félagshyggjufólks að þeir flokkar sem nú skipa stjórnarandstöðuna í landsmálum slíðri sverðin. Þeir eru ófáir sem vilja sem fyrst upplifa stofnun öflugs flokks á vinstri væng stjórnmálanna. Ekki síst unga fólkið, sem ekki er heltekið af rimmunni við þrautseiga fortíðardrauga. Ungt fólk innan stjórnarandstöðuflokkanna hittist á Bifröst um síð- ustu helgi og þar ríkti slík samstaða að eftir því hefur verið tekið. Unga fólkið ætlar ekki að láta átök hinna eldri flækjast fyrir sér, heldur stofna regnhlífarsamtök í janúar og í raun sýna hinum bardagamóðu eldri kynslóðum gott fordæmi. Þetta þýðir ekki að hinn stóri jafnaðarmannaflokkur verði til á svipstundu. Það er full ástæða til að fara vel og vand- lega yfir allt málefnasviðið og kortleggja nákvæmlega hvað það er sem sameinar þessa flokka og hvað ber í milli. Ef viðræðurnar einkennast af þolinmæði, einlægni og heiðar- leika þá geta heitustu óskir ræst. tilsja Málfrelsi og mannhelgi Lengi hefur óvandaður málflutn- ingur og stóryrði sett svip á málgögn róttækra jafnaðarmanna, til mikils skaða fyrir málstaðinn. Ekki er alltaf við ritstjórana eina að sakast, þó þeir beri að sjálfsögðu ábyrgð á birtingu greina, líka aðsendra. Mér hefur fund- ist þetta einkenna ritstjómarstefnu Vikublaðsins. I tilsjárgreininni ,,Æran meidd”. í 42. tbl. er fjallað um meiðyrðakæru á hendur ritstjóra Alþýðublaðsins og dóma yftr Vikublaðinu fyrir æm- meiðingar. Þetta vekur þá tilfinningu ritstjórans, að „hugsjónin um tjáning- ar- og málffelsi sé fokin út í veður og vind”. Hér er mikill vindgangur af litlu tilefni. En, ekki er hér um nýtt sjónarmið blaðamanns að ræða. Meiðyrðadómar fjalla ekki um gagnrýni og koma málffelsi ekkert við. Þeir em vöm einstaklinga sem verða fyrir meiðandi ummælum í fjölmiðluni. Vikublaðið hefði með góðu móti getað sparað sér allar sekt- argreiðslur, ef menn þar á bæ hefðu látið sér nægja málefnalega umfjöllun í gagnrýni sinni. En stundum grípa menn til ofbeldis og það er refsivert. Mörgum er það áhyggjuefni hvem- ig fjársterkir menn eignast og deila um völdin í sjónvarpsstöðvum. Um það er full ástæða til að tjallað sé, hvað svo sem mennimir kunna að heita. Sama er að segja um fólk sem er kosið til pólitískra valda í landinu og eyðir miklum fjármunum til að ná þeim; hveijir greiða þessa fjármuni og í hvaða skyni? Em kosningar sem byggja á ijárframlögum lýðræðisleg- ar? Um þetta þarf að fjalla á málefna- legan og ábyrgan hátt. Er það gert? Er það málefnaleg umfjöllun, að benda fram hjá vandamálinu og beina at- hygli fólks fyrst og fremst að þeim einstaklingum sem málið snertir, oft með neikvæðum dómum um persónu þeirra? Þótt ósönnuð sé Ég tel svo ekki vera. Þetta er ein- faldlega fréttamennska sem reynt er að ryðja til rúms hér á landi, en virð- ist vera mjög útbreidd erlendis, víða að minnsta kosti. Þetta er liður í bar- áttu aðsópsmikilla blaðamanna, sem vilja geta fjallað um hvað sem er og jafnvel ráðist á æru manna, án allrar ábyrgðar. Dæmi um það er nærtækt, þar sem er skætingur ritstjóra Viku- blaðsins um æruna í tilsjárgreininni í 42. tbl. Hins vegar er fróðlegt að skoða ummæli Örvar-Odds, sem rit- stjórinn rekur í greininni. Þar er eng- inn maður nefndur með nafni. Höf- undur pistlanna veit, að eina viðmið- unin sem dómstólar geta miðað við, er nafn þess sem fjallað er um. Önnur viðmiðun hlyti að vera mjög teygjan- leg. En, ekki er þetta til fyrirmyndar. Að kalla mann „glæpamannafram- leiðanda” á prenti, hlýtur að vera hugsað sem ærumeiðing, um annan tilgang getur ekki verið að ræða. Nema það sé áform ritstjóra Alþýðu- blaðsins og Vikublaðsins að láta í sí- fellu reyna á það sem Vikublaðið kallar „úrelt lög sem vemda opinbera starfsmenn sérstaklega”. Sé svo, hljóta að vakna spumingar. Með hvaða rétti geta blaðamenn ráðist að æm þeirra sem þeir fjalla um? í stjómarskránni okkar, sem hefur allt of lengi verið í felum ráðamanna, er byggt á ábyrgð og rétti einstakling- anna, en jafnframt tekið fram í 72. grein: „Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða”. Lagagreinin sem blaðamenn hafa mest gagnrýnt, 108. greinin fræga, er í heild á þessa leið: „Hver sem hefur í frammi skamm- aryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdrótt- anir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann út af því, skal sæta sekt- um, varðhaldi eða fangelsi allt að þremur ámm. Aðdróttun þótt ósönnuð sé, varð- ar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þetta er allt og sumt. Hver er bætt- ari með því að mega ráðast að æm manna með þeim hætti sem þama er bannað? Síðasta málsgreinin, sem ég hef feitletrað, er að ég held, það eina sem blaðamenn og rithöfundar hafa vitnað í, þegar þeir hafa ráðist gegn þessari lagagrein. Hún felur þó ekkert annað í sér en áréttingu á því, að ekki sé verið að banna mönnum að gagn- rýna opinbera starfsmenn. Það eina sem er úrelt í þessari grein, er að talað skuli vera um opinbera starfsmenn. Mér sýnist þó, að ekki ætti að þurfa nema sæmilega greindan lögmann til að benda á að nú á dögum em skyldustörf manna þannig, að hugtak- ið opinber starfsmaður ætti að hafa víðari tilvísun en áður. Ræða Styrmis Róttækir jafhaðarmenn og annað gott fólk, þyrfti að eiga sér verðugri málsvara en þá sem hafa ráðið rit- stjómarstefnu Vikublaðsins. Hún er eins ómerkileg eins og hún er ofbeld- issinnuð. Og þar sem ég hef nýlega lesið frábæra og fróðlega ræðu Styrmis Gunnarssonar, þar sem hann rekur sögu Kópavogs, en víkur jafn- framt lítillega að valdi fjölmiðlanna og, án þess að mér detti hann í hug sem málsvari kommúnista, þá verð ég að segja, að miklu heilbrigðari blaða- maður er Styrmir en ritstjórar Viku- blaðsins. Hér verð ég að gera lítinn eftir- mála, þar sem Kristján Ragnarsson hefur valið ritstjómm Morgunblaðs- ins heiðursheitið „síðasti sósíalist- inn". Ek]ci-skal ég-þ)anda mér í það mat. En þegar við syngjum saman baráttusöng jafhaðarmanna og það skulum við gera sem oftast, þá mætt- um við gjama taka eftir því, að í hon- um er aðeins eitt markmið, „að byggja réttlátt þjóðfélag”. Þó okkur geti greint á um einstök atriði, þá held ég að enginn muni andmæla þessu markmiði, hvar í flokki sem hann er. Baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagi líkur aldrei. en það hlýtur að þróast í átt til meiri jafnaðar- og Vifðingar; einstak- linga. Barátta 'fyrir- réttlátu-þjóðfélagi verður aldrei háð méð ótíeiðarlegu móti, svo sem að sverta mannorð ein- staklinga, eða með því að koma á þá ákveðnum stimpli, sem fyrirfram hef- ur verið gerður tortryggilegur. Þetta gerði Morgunblaðið alveg miskunn- arlaust, meðal annars gagnvart for- ystumönnum sósíalista í Kópavogi, sem Styrmir Gunnarsson þekkir vel. Þetta gerir Vikublaðið líka og virðist montið af. Helgi Jónsson 240923-2469 Litlar vinsældir formanns SUS Sem kunnugt er hefur lítið farið fyrir ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri, sérstaklega í samanburði við þann kraft og það frumkvæði sem einkennt hefur ungliðahreyfingar A- flokkanna. Ástæðan fyrir deyfð stuttbuxnaliðsins er sú, að Davíð LSB7- Oddssyni, formanni flokksins, er ákaflega illa við allt sem gengur gegn flokkslínunni. Af- leiðingar þessa eru þær að vin- sældir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, formanns SUS, hafa horfið með öllu. Ekki þykir þetta gott veganesti fyrir Guðlaug inn í framvarðasveit flokksins, enda gef- ur það auga leið að maður sem ekki getur haldið úti virkri ungliðahreyfingu í stærsta flokki landsins hefur ekkert að gera í alvörupólitíkina. Ekki bætir úr skák að það litla sem SUS hefur staðið fyrir felst í að vekja at- hygli á erlendri skuldasöfnun ríkisstjórna Davíðs. Framsókn og vinstra samstarf Eins og fram kemur í úttekt Vikublaðsins á innri mál- um Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir innan hans um hugsanlegt kosningabandalag félagshyggju- aflanna á landsvísu. Meðan Siv Friðleifsdóttir þver- tekur fyrir það að Framsóknarflokkurinn eigi að taka þátt í slíku samstafi þá lýsir Ölafur Orn Haraldsson þvf yfir að flokkur- inn eigi ekkert að útiloka. Þetta þykir bera vott um þau áhrif sem Reykja- víkurlistinn hefur haft á viðhorf framsóknarmanna í Reykjavík til samvinnu á vinstri væng. Ljóst er að grasrót flokksins í Reykjavík mun á komandi flokksþingi þrýsta á foryst- una um að skoða alla möguleika á þátttöku Framsóknar í kosningabandalagi á landsvísu. Áreiðanlegar heimild- ir innan flokksins herma að Halldór Ásgrímsson muni beita öllum ráðum til að þagga þessar raddir niður á flokksþinginu. Honum þykir samstarfið við Sjálfstæð- isflokkinn standa tæpt eftir átökin um LÍN og vaxandi umræður um samstarf til vinstri eftir næstu alþingis- kosningar. Atkvæðin 19 Alþýðubandalagsmaður hafði samband við Vikublaðið og sagðist hafa farið á fund á Kornhlöðuloftinu skömmu eftir flokksþing Alþýðuflokksins. Þar var Sighvatur Björgvinsson með fund um framtíð Al- þýðuflokksins. Gestir á fundinum voru 19 fyrir utan al- þýðubandalagsmanninn sem taldi þetta þá stuðnings- menn Sighvats sem tryggðu honum sigurinn. Heimild- armaður Vikublaðsins sagði Sighvat greinilega vilja vera mjúkan fyrir sameiningarmálunum á fundinum. Þó hafi Sighvatur lagt áherslu á að Alþýðuflokkurinn þyrfti að koma fram af styrk í sameiningarmálunum og þess vegna hafi ítrekun á stefnu flokksins í t.d. Evrópu- málunum verið nauðsynleg á flokksþinginu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.