Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 12
-4- Vikublaðið 552 8655 Á FÖSTUDÖGUM Vikublaðið FÖSTUDAGURINN 22. NÓVEMBER 1996 Samræmd og einelu Á fulltrúaráði Kennarasambands íslands mánudaginn 18. nóvember síðastliðinn var varað við því að nið- urstöður samræmdra prófa væru not- aðar sem algildur mælikvarði á gæði skólastarfs. Fulltrúaráðið vekur at- hygli á því að fjölmargt hafi áhrif á árangur nemenda í skóla. Þar spili hlutverk foreldra stóra rullu ásamt framlagi sveitarfélaga og ríkisins til starfsaðstæðna í skólanum. Jafnframt varar fulltrúaráðið við því að erlend- ar rannsóknir séu yftrfærðar gagn- rýnislausar á íslenskt skólastarf og er þar átt við norska rannsókn á einelti í skóla. Hömlulaus umræða um málið getur orðið til þess að heil starfsstétt sé lögð í einelti. Umræða um líðan bama í skóla verður umfram allt að vera fagleg, segir í ályktun ráðsins um einelti. Þrítugir sjúkraliðar Sjúkraliðafélag Islands verður þrí- tugt 23. nóvember næstkomandi. f tilefni þess stendur félagið fyrir op- inni ráðstefnu um heilbrigðismál. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum föstudaginn 22. nóvem- ber og er öllum opin. Á meðal fyrir- lesara má nefna Olaf Ólafsson land- lækni og Sölva Sveinsson skóla- meistara Fjölbrautaskólans við Ár- múla. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru bæði erlendir og innendir. Aðbúnaður fiskverkafólks verði tryggður Alþýðusamband Vestfjarða hélt 31. þing sitt á fsafirði dagana 16-17 nóvember. Þar var sett fram krafa þess efnis að lágtekjufólk fengi sinn skerf af góðærinu og lægstu laun yrðu hækkuð upp í 100.000 kr. á næstu tveimur árum. Einnig telur þingið að eðlilegt verði að skattleys- ismörk miðist við þá tölu. Kaup- tryggingarákvæði þarf að tryggja þannig að fiskvinnslufólki verði tryggt sama starfsöryggi og öðrum stéttum. Þingið telur brýnt að auka þurfi alla starfsmenntun til sjós og lands. Þá er varað við hugmyndum um veiðileyfagjald og stefnt skal að því að allur afli fari á markað og þannig komið í veg fyrir kvótabrask. Amnesty International: Akall um hjálp í nýlegri skýrslu frá samtökunum Amnesty Intemational er sagt frá því að þingnefnd í Ástralíu lagði til að fram færi óhlutdræg rannsókn dauða Stephen Wardle sem lést í varðhaldi. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur og var áverkalaus þegar í varðhaldið var komið. Morguninn eftir fannst hann látinn í klefa sínum, illa lim- lestur. Amnesty óttast að Stephen hafi sætt illri meðferð í varðhaldi og við rannsókn málsins neituðu þeir sautján lögreglumenn sem á vakt voru að svara spumingum er vörð- uðu umrætt kvöld. Frá því að rann- sókn málsins hófst hefur fjölskylda Stephen verið undir smásjá lögregl- unnar og margar smávægilegar ákærur verið lagðar fram á hendur stjúpföður hins látna. Amnesty Inter- á 500 g jólasmjörstyk Áður 176 kr. Nú 132 kr. Notaðu tækifærið ocj njóttu smjörbragðsms national hvetur til að beðið verði um óhlutdræga rannsókn á málinu og meintri áreitni lögreglunnar í garð foreldra hans. Prentsmiðjan Oddi styrkir Barnaheill Bamaheill hafa undanfarin jól gef- ið út falleg jólakort til styrktar sam- tökunum, svo er einnig um þessi jól og nú í samvinnu við Prentsmiðjuna Odda. Félagsmenn í samtökunum fá send fimm kort hver sem vonast er til að þeir kaupi. Þá er hægt að panta kortin og velja í þau áritun. Starfs- menn prentsmiðjunnar Odda taka á móti pöntunum og hafa veg og vanda af prentun þeirra og útsend- ingu. Rauði kross íslands í Saír Rauði Kross Islands sendir tvo hjúkrunarfræðinga til hjálparstarfs í Saír. Framlag Rauða krossins nemur á sjöundu milljón og kemur bæði frá almenningi, ríkisstjóm og hinum ýmsu deildum hans. Fulltrúar íslands heita Ólafur Guðbrandsson og Hólmfríður Traustadóttir, þau eru bæði hjúkrunarfræðingar. Auk þeiiya era 13 sendifulltrúar Rauða kross ís- lands að störfum um þessar mundir víða um heim. Hólmfríður gefur fjöl- miðlum upplýsingar í síma 551 8878. Aðrar upplýsingar gefur skrif- stofa Rauða krossins. Stóraukin aðsókn í neyðarathvarf Ólöf Helga Þór, forstöðumaður neyðarathvarfs bama og ungmenna hjá Rauða Krossi íslands, lýsti því yfir í viðtali við Dag-Tímann sl. miðvikudag að aðsókn í athvarfið hafi í ár verið meiri en dæmi era um áður. Þegar hafa 145 komur verið skráðar, en mest hafa áður 133 verið skráðar árlega í athvarfið. Helstu or- sakir þessa era að mati Ólafar „sam- skiptaörðugleikar við forráðamenn, vímuefnaneysla og húsnæðisleysi hjá elsta hópnum, ungmennum um 18 ára aldur”. Ólöf segir að ofbeldi spili þama einnig rallu. Hún segir að milli 25 og 30 prósent þessara ung- linga eigi við alvarlegan áfengis- og fíkniefnavanda að glíma. Einnig nefnir hún að takmarkað framboð á vinnu hafi sitt að segja. Björn vill enn eina utvarpsnefndina Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra lýsti því yfir í viðtali á Rás 2 sl. sunnudag að æskilegt væri að setja á laggimar nefnd til að endur- skoða útvarpslögin. Þetta yrði ekki fyrsta nefndin sem íhaldið töfrar fram til að endurskoða RUV og út- varpslögin almennt og enn er sjón- deildarhringur Bjöms svo þröngur að hann vill aðeins fulltrúa stjómar- flokkanna í nefndina. Síðasta út- varpslaganefndin hans Bjöms (sem var kölluð starfshópur til tilbreyting- ar) skilaði skýrslu fyrir nokkram mánuðum. Sú skýrsla virðist sam- kvæmt þessu vera ónýt. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur auglýsir sýningu nýrra íbúða að Dvergaborgum 5, Grafarvogi Sýndar verða nýjar fullbúnar íbúðir sem byggðar eru á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Sýningin stendur yfir á laugardag frá kl. 14-17 og sunnudag frá kl. 13-17.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.