Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 22. NÓVEMBER 1996 Aherslan er á Manneskjulegt í Mosfellsbæ, segir Jónas Sigurðsson, formaður bæjarrráðs. S kjölfar bæjarstjórn- arkosninganna 1994 mynduðu Alþýðu- bandalagið og Framsókn- arflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn. Jónas Sig- urðsson er oddviti Al- þýðubandalags og for- maður bæjarráðs í Mos- fellsbæ. Vikublaðið fékk Jónas til að setjast niður og spjalla um stjórn bæj- arins og hvernig tekist hafí að efna kosningalof- orðin. þeim tilgangi að skapa hér betri að- stæður fyrir útivist. Bærinn hefur keypt land í hjarta bæjarins og erum við að vinna að umhverfisskipulagi fyrir það svæði. Jafnframt er hluti af þessu svæði hugsaður til þess að styðja við ýmsa listastarfssemi. Við höfum verið að skoða málefni aldr- aðra ofan í kjölinn, einkum hjúkrun- armálin. Við höfum verið að eiga við heilbrigðisráðuneytið um að gera úrbætur í heilsugæslumálum, en það hefur ekki gengið nægilega vel. Við höfum aukið við í öryggis- málum aldraðra, bætt inn vaktþjón- ustu og fleira á dvalarheimili aldr- aðra sem ekki var áður. Við höfum tekið á stjómkerfi bæjarins og emm lega á okkar hendi era hjúkmnarmál aldraðra. Við höfum gert viðamikla úttekt á aðstöðu aldraðra hér í bæj- arfélaginu og er nú væntanleg mjög yfirgripsmikil skýrsla um þau mál. Á grundvelli þeirrar skýrslu er meiningin að búa til stefnumörkun um hvers konar þjónustu við ætlum að veita. Þar leggjum við væntan- lega áherslu á að allir geti búið sem lengst í sínu heimahúsnæði með þá þjónustu sem þarf á að halda þar, hjúkrunarþjónustu. Og svo er bráð- nauðsynlegt að koma upp hjúkmn- arheimili, sem við þurfum að eiga við ríkið um, sem og aukningu á þjónustu heilsugæslunnar. Svo em það umhverfismálin og það sem lýt- Jónas Sigurðsson: „Við höfum lagt mesta áherslu á málefni sem lúta að börnum og unglingum, auk umhverfísmála. Þar höfum við náð verulegum árangri.” - Hvað hafið þið verið að gera það sem af er kjörtímabilinu, sem þér finnst standa upp úr? „Þar má fyrst til taka okkar stóra mál eða skólamálin og þá sérstak- lega hvað varðar aðstöðu, húsnæði og umhverfi skólanna. Á þetta höf- um við lagt mikla áherslu og orðið mjög mikið ágengt. Við erum nú þegar búin að taka í notkun við- byggingu við gagnfræðaskólann, sem þannig hefur verið stækkaður um þriðjung. Það húsnæði var tekið í notkun núna í haust. Svo emm við að fara af stað með skólastarf á vest- ursvæðinu, sem er nýbygginga- svæði. Einnig höfum við tekið ákvörðun um að byggja við einn leikskólann, í þeim tilgangi að auka plássið þar og bæta við einni deild á næsta ári sem ætti að ná því að láta biðlista hverfa að mestu.” - Hvernig hefur tekist að efna önnur loforð? „Það hefur tekist vel. Við höfum lagt mesta áherslu á málefni sem lúta að bömum og unglingum, auk umhverfismála. Þar höfum við náð verulegum árangri. Við höfum lagt vemlega áherslu á umhverfismálin í núna búin að ganga frá breytingum á því. Við höfum einfaldað kerfið með að markmiði að gera það skil- virkara, þannig að glögg skil séu á milli annars vegar embættismanna og hins vegar nefndakerfisins. Við höfum fækkað nefndum verulega, sett saman undimefndir skyldra málaflokka og stillt málefnum þann- ig upp að embættismannakerfið og nefndakerfið vinni betur saman. Einnig höfum við tekið vemlega á ýmsum innri málefnum stjómkerfis- ins sem lúta að fjármálunum, en það hefur gert alla vinnu við t.d. fjár- hagsáætlun markvissari en áður.” - Hver eru næstu mál á dag- skrá? „Áframhaldandi uppbygging, sér- staklega í skólamálum. Þar þarf að taka vel til hendinni. Annað mál sem er mjög brýnt og er ekki alger- ur að þróun bæjarfélagsins. Nú er að fara af stað vinna við endurskoðun aðalskipulags. í tengslum við það er hugmyndin að vinna vel í því og skapa gmndvallarframtíðarsýn fyrir bæjarfélagið með tilliti til allra þátta og með áherslu á manneskjulegt umhverfi og fjölskylduna.” - Sérðu fyrir þér sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna í næstu kosningum? „Við gerðum tilraun um sameig- inlega lista í kosningunum 1990, Einingarlistann, en hann fór mjög illa. Kratamir virðast vera týndir. Þeir komu ekki að manni síðast og hafa ekki átt mann hér í bæjarstjóm í mörg ár. Hins vegar höfum við átt samstarf við einstaklinga bæði úr Alþýðuflokki og Kvennalista. Þeir hafa m.a. setið í nefndum fyrir okk- ur. Ég er mjög jákvæður fyrir sam- starfi við þess aðila í næstu kosning- um. Það hafa hins vegar ekki verið neinar formlegar viðræður í gangi. En í tengslum við þær almennu um- ræður sem eiga sér stað um þessar mundir, um samstarf eða jafnvel sameiningu, þá hlýtur sú urnræða að eiga sér stað hér eins og annarsstað- ar.” RM M beytá eittlwftð (jtCttWÆMÍ? Hringið þá í ritstjóra Vikublaðsins. 552-8655 Sértilboð til London OCk 47A 28. nóvember kr. i U Flug og hótel Aðeins l vinnudagur " 1 Tryggðu þér nú síðustu sættn til London á iága verðinu í vetur. þessarar mestu hdmsborgar Evrópu. Viðbótargistirtg á Butlins hótciinu, sem hefur notið mikilla vinsælda hjá farþegum okkar enda skammt frá öxíordstræti. Oll herhergi eru með sjónvarp, síma og baðherbergi. Og að auki getur þú vaiið um fjölda annarra hótdvalkosta í hjarta London. Verö kr. 17.570 Flugsæti. Verð mcð fiugvallatskömim, rnánudagur tti fimmtudágs í okt. og nóvernber. Verö kr. 29.270 M.v 2 í herbcrgt, Bútlins Hotel trteð morgunvcrðí, 28. nóvembei, 3 nxlur. Skattar innifaldir. Ótrúlegar undirtekúr Síðustu Síí’tin í vetur Hvenær er iaust? 25. nóv. — ! B veti 28. nóv, - 21 sxú Austurstræti 17, 2. h»d, síttti B62 <1600 UTBOÐ F.h. Bygingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftirtil- boðum í viðhald pípulagna í 7 félags- og þjónustumiðstöðv- um aldraðra. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,-. Opnun tilboða: þriðjud. 3. desember 1996, kl. 14:00 á sama stað. F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í sprenging- ar á Klettasvæði, ámokstur og flutning efnis og nefnist verk- ið: Klettagarðar - sprengingar. Helstu magntölur eru: Gröftur og burthreinsun á lausum jarðvegi: 13.500 m3 Klapparlosun, ámokstur og flutningur efnis: 37.500 m3- Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 19. nóv. Gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 27. nóvember 1996, kl. 14:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í hreinsibúnað og hringrásardælur fyrir nýja sund- laug í Grafarvogi í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: þriðjud. 10. Desember 1996, kl. 11:00 á sama stað. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignarstofn- unar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum í sjúkrakallkerfi fyrir hjúkrunarheimilið Skógarbæ að Árskógum 2, Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu borri frá þriðjud. 19. nóvem- ber gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 5. desember 1996, kl. 11:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍNKUBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík Sími: 552 5800 Bréfasími 562 2616

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.