Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 6
1
81»
imu i
„Éff hef óbilandi tru
á dómgreind kjósenda.”
Hvar sér þess stað að vinstri meirihluti hefur
verið við völd í 2 1/2 ár?
„Það er margt sem vitnar um þær áherslu-
breytingar sem hafa átt sér stað í stjóm og upp-
byggingu Reykjavíkurborgar á þessu kjörtíma-
bili. Við höfum lagt áherslu á að búa svo um
hnútana að fólki líði vel hérna og koma til móts
við þarfir barnafjölskyldna í borginni. Hér á ég
við dagvistarmál, skólamál, umferðaröryggis-
mál í hverfunum, uppbyggingu grænna svæða,
endurbætur á útivistar- og leiksvæ.ðum. Dag-
vistar- og skólamál sátu áður á hakanum en við
höfum gert þau að forgangsmáli. Leikskólakerfi
borgarinnar hefur verið byggt upp og stefnt er
að einsetningu grunnskólans á næstu árum.
Þá vil ég nefna nýjar áherslur í kjarasamning-
um þar sem lögð hefur verið áhersla á að bæta
lægstu launin og það hefur meðal annars leitt til
þess að laun kvenna hafa hækkað talsvert meira
en laun karla. Það hefur vonandi ekki farið fram
hjá neinum að að hlutur kvenna í ábyrgðar- og
stjómunarstörfum hefur aukist mikið og era þær
nú líklega fjóram sinnum fleiri en fyrir tveimur
árum. Jafnréttismálin hafa verið forgangsmál og
ýmislegt sem lýtur að starfsmannamálum, svo
sem gerð starfsmannastefnu.
Reykjavíkurlistanum
hefur tekist að ná nokkuð
góðum tökum á fjármála-
stjóm borgarinnar og
draga úr þeirri árvissu
skuldasöfnun sem hér hef-
ur verið og nú er markvisst
stefnt að því að ná í jafn-
vægi í íjármálum borgar-
innar. Reykjavíkurlistinn
hefur það að leiðarljósi að
starfa á grandvelli jafn-
ræðis og heiðarleika, ekki
aðeins í borði heldur líka í
orði.”
Ertu ánægð með þann
árangur sem hefur
náðst?
„Já, ég er mjög ánægð
með árangurinn og allt
starf Reykjavíkurlistans.
Og við eram þó bara rétt
að byrja. Ég er mjög
ánægð með hvað hópurinn
ér samstilltur og þrátt fyrir
allar hrakspár hefur starf
Reykjavíkurlistans gengið
mjög vel. Þetta er ekki
þvingað samstarf og ef
upp hefur komið ágrein-
ingur þá hefur hann verið
þvert á öll flokksbönd. Ég
leyfi mér að fullyrða að
það er mun samhentari
hópur sem fer með stjórn
borgarinnar núna heldur
en sá sem stjórnaði henni á
síðasta kjörtímabili og var
það þó bara einn flokkur.
Það hefur sýnt sig að hjá
Reykjavíkurborg er mikill vannýttur mannauður
og mikið af fóM sem sýnir framkvæði og hefur
mikinn áhuga á að takast á við breytingar. Þá á
ég ekki við pólitískar breytingar heldur breyt-
ingar í stjómun og skipulagi á vinnuaðferðum.
Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna með
því fólki.”
Ertu bjartsýn á að Reykjavíkurlistinn haldi
borginni eftir næstu kosningar?
„Já, ég er mjög bjartsýn á það. Ég held að
Reykvíkingar vilji að réttlæti og ábyrgð ráði för
í stjóm borgarinnar og að almannahagsmunir
seú þar útgangspunktur en ekki sérhagsmunir.
Ég hef óbilandi trú á dómgreind kjósenda.”
Er Reykjavíkurlist-
inn að missa
dampinn við
stjórn borgarinn-
ar? Hann hefur
sœtt vaxandi gagnrýni að
undanfömu og hefur verið
viðkvœmur gagnvart gagn-
rýnisröddum og er nœrtæk-
ast að.nefna holrœsamálið.
En undanfarið hafa menn
helst sett út á hækkun þjón-
ustugjalda og kannski ekki
síst í Ijósi þess að útsvar
Reykjavikurborgar er lægra
en gengur og gerist. Það
virðast reyndar vera skiptar
skoðanir innan Reykja-v-
íkurlistans um hvort ekki
hefði átt að hækka útsvarið
strax í byrjun kjörtímabils
enda umdeilanlegt afhverju
borgin nýti ekki allan þann
tekjustofn sem henni ber
með lögum. Þá sætir stjóm
borgarinnar nú harðri
gagnrýni af hálfu BSRB
vegna launastefnu sinnar í
komandi kjarasamningum
en borgin er sögð ganga
þvert á marmið sín og vera
með sömu launastefnu og
ríkisstjómin.
Til þess að kanna hvaða
andar eru ríkjandi í her-
búðum Reykjavíkurlistans
hafði Vikublaðið samband
við fimm borgarfulltrúa list-
ans, þau Guðrúnu Ög-
mundsdóttur, Guðrúnu Ag-
ústsdóttur, Sigrúnu Magn-
úsdóttur, Pétur Jónsson og
Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra til þess
að spyrja þau hvað helst
einkenndi starf Reykja-
vfkurlistans það sem af er
kjörtímabilinu og hvernig
framtíð borgarinnar blasti
við þeim.
Það var ekki að heyra ann-
að á fulltrúum Reykja
víkurlistans en að þeir vœru
mjög ánægðir með samstarf-
ið og að mikil eining ríkti
innan þeirra raða. Það var
samdóma álit þeirra að ár-
angur afmiklu og góðu starfi
Reykjavíkurlistans væri nú
að koma í Ijós.
Dagvist barna ekki
lengur vandamál
Guðrún Ogmundsdóttir, formaður
félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar,
segir Reykjavíkurlistann hafa unnið
vel í félagsmálum. Mikil áhersla hafi
frá upphafi verið lögð á málefni fjöl-
skyldunnar og jafnræðisreglan jafnan
höfð að leiðarljósi. Dagvistarmálin
ber þó hæst en þau mál eru nánast
Ieyst. Þörfínni hefur verið fullnægt
og er þá ekki eingöngu verið að tala
um forgangshópana heldur alla for-
eldra borgarinnar. Einsetning grunn-
skólans er hafin og er áætlað að verja
til þess um fimm milljörðum á næstu
þrernur árum. „Annárs er svo margt
að gerast. Ég get nefnt dæmi um
hjúkrunarheimili í Mjódd sem byrjað
verður að taka í notkun á næsta ári.
Heimaþjónusta hefur verið aukin við
aldraða en það er ekki endilega vísir
um góðæri heldur kannski frekar að
Guðrún Ágústsdóttir: | Við
megum aidrei *lafca ofan
jafnréttísgleraugun, állar
ákvarðanir okkar verða að
lúta jafnrétti
skortur hefur verið á sjúkrarými fyrir
aldraða.
Einnig hefur verið komið á fót fjöl-
skylduheimili fyrir konur og böm
sem meðferðarúrræði t.d. þegar með-
ferð lýkur.
Fólk og fyrirtæki
sækja til borgarinnar
I skipulagsmálum segist Guðrún
Agústsdóttir vera hlynnt þéttingu
byggðar en þó megi ekki gleyma að
hafa það sem hún kallar öndunarop,
það þarf að taka frá lóðir fyrir fram-
tíðina. Það kom berlega í ljós við
Guðrún Ögmundsdóttir:
Heimaþjónusta hefur verið
aukin við aldraða en það er
ekki endilega vísir um góð-
æri heldur kannski frekar að
skortur hefur verið á sjúkra-
rými fyrir aldraða
hina miklu uppbyggingu leikskóla
borgarinnar að víða var erfitt að ftnna
góðar lóðir inni í grónum hverfum.
Guðrún nefnir einnig áætlun, sem er
komin til framkvæmda, um að breyta
iðnaðarhúsnæði í gömlu hverfunum í
íbúðarhúsnæði. Þannig hafi orðið til
margar nýjar íbúðir og hafi iðnnemar
átt þar stóran hlut að máli. „Aldrei
áður í sögu borgarinnar hefur
Reykjavfkurhöfn úthlutað jafnntörg-