Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 10
VIKUBLAÐIÐ 22. NÓVEMBER 1996 Endirinn á upphafínu Jafnaðarstefnan er kjara- stefna. Hugmyndafræði jafnað- arstefnunnar er einhver sú öfl- ugasta leið sem fundin hefur verið upp til leiðréttingar kjara þeirra sem minnst mega sín. Það er aðalmálið. Um það snýst sameiningarumræðan. Það er að sameinast um að leiðrétta kjör alþýðu þessa lands. Óréttlæti og ójöfnuð er víða að finna í ís- lensku samfélagi. Mesta ójöfn- uðinn er að finna í launamun karla og kvenna. A dögunum birti Þjóðhagsstofnun niður- stöður könnunar þar sem fram kom að meðallaun karla eru 50% hærri en meðallaun kvenna. Þetta er þjóðarskömm. Það hlýtur að vera markmið allra ungra jafnaðarmanna að þurfa ekki að útskýra kynbund- in launamismun fyrir bömum sínum þá þau em uppkomin. Nema í þátíð. Hver sá sem heldur því fram að þennan launamun megi leiðrétta með hugarfarsbreytingu er bjáni. Hver sá stjómmálaflokkur sem heldur að þennan launamun megi leiðrétta með því að bæta fjómm konum í einhverja af- dankaða og rykuga miðstjóm er fábjánaflokkur. Róttækra að- gerða er þörf. Hugmyndin um regnhlífar- samtök ungliða úr stjómarand- stöðuflokkunum markar tíma- mót. Þama verður búið að formbinda stjómmálalegar um- ræður þessara aðila án þess að leggja niður hreyfingar. Með því er búið að tryggja að nauð- synleg vinna í málefnum fari fram og nægur tími framundan til næstu kosninga. „Þetta er ekki endirinn, þetta er ekki einu sinni upphafið að endinum en þetta er örugglega endirinn á upphafinu”, sagði Churchill í frægri ræðu. Það er þessi hugsun sem hlýtur að grípa hvem þann sém viðstadd- ur var fund ungs fólks úr jafn- réttisflokkunum að Bifröst um síðustu helgi. Svo sannarlega var þetta endirinn á upphafinu. Það er búið að tala nógu mikið. Nú tekur vinnan við. Þeir sem halda því fram að sá hraði sem nú er á sameiningar- ferlinu valdi því að það eigi að sameinast sameiningarinnar vegna en ekki um málefni hafa rangt fyrir sér. Vinna undanfar- inna vikna hefur verið málefna- vinna og sá tími sem framund- an er fram að stofnun regnhlíf- arinnar verður nýttur til ennþá ítarlegri málefnaumræðna. Það sem sameinar jafnaðar- menn em hugsjónir. Sá eld- móður sem nú knýr okkur unga fólkið til að taka fmmkvæðið og gera eitthvað róttækt er sú samstaða sem við finnum innan okkar raða um það sem máli skiptir. Barátta fyrir réttláttara samfélagi þar sem hagur lítil- magnans er tryggður. Barátta gegn hringamyndun og spill- ingu. í stómm flokki á að vera ágreiningur um einstök mál og þannig verður það í sameinaðri breiðfylkingu jafnaðarmanna. En umfram allt er samstaða um það sem máli skiptir og nú verður ekki stoppað við neitt. Sameiningin verður að vem- leika. uniil fólk með framtíðarsýn stígur stórt skref Um síðustu helgi kom saman á Bifröst í Borgarfirði ungt fólk af vinstri kanti íslenskra stjómmála. Tilefnið var sameining jafnaðar- manna og hvaða skref vænlegast væri að taka til að stuðla að henni. Þama var samankomið fólk úr Verð- andi, Sambandi ungra jafnaðar- manna ásamt fólki úr Þjóðvaka og Kvennalista. Að auki var þar ungt og óflokksbundið fólk úr Háskólanum og vfðar úr þjóðfélaginu. Hreinn, Þóra og Jóhanna alsæl eftir málefnavinnuna. Eftir glaum og gleði á föstudags- kvöldinu var hafist handa við mál- efnavinnu í bítið á laugardagsmorgn- inum. Þá var þeim rúmlega fjöratíu Þóra Arnórsdóttir gat ekki hætt að brosa manna hópi sem þama var saman- kominn skipt upp í málefnahópa og Hrannar segir Björgvini og Tjörva allt um tilurð Reykjavíkurlistans gmndvöllurinn að málefnalegri sam- stöðu kannaður. Öll helstu mál ís- lensks þjóðfélags voru rædd og reif- uð og skemmst frá því að segja að mikill einhugur og samstaða náðist um þau. Hvort sem um var að ræða Evrópusambandið, NATO, sjávarút- vegsmál eða landbúnaðarmál. Þá ekki síst réttindamál samkyn- hneigðra og samband ríkis og kirkju. A þessum eina laugardegi sannaðist það í eitt skipti fyrir öll að sundmng vinstrihreyfingarinnar er á misskil- ingi byggður og ekkert því til fyrir- stöðu að af sameiginlegu framboði verði fyrir næstu kosningar. Akveðið var að stofna samtök sem hafa það markmið að sameina jafn- aðarmenn og stuðla að samfylkingu jafnaðarmannahreyfingu landsins í gíslingu í áratugi. Skipaður var mu manna undirbún- ingshópur sem ætlað er að vinna ötullega að kynningu regnhlífarsam- takanna og öflun félaga í samtökin um land allt. Það form sem verða mun á samtökunum er að fólk geng- ur til liðs við þau á einstaklings- gmndvelli og skiptir þá engu hvort það tilheyrir flokki eður ei. Verðandi og Samband ungra jafnaðarmanna verða aðilar að hinum nýju samtök- um og er það skýrasta dæmið um af- vöru þá sem að baki kröfunni um samflot jafnaðarmanna liggur. Unga fólkið ætlar ekki að láta bjóða sér það lengur að íhalds- og afturhalds- öflin séu einráð r landinu í skjóli samstöðuleysis jafnaðarmanna. Jóhanna og Hólmfríður drukku í sig visku Vikublaðsins þeirra fyrir næstu alþingiskosningar. Niðurstaða málefnavinnunnar verður kynnt þegar nær dregur stofnfundi Kjartan, Róbert, Sigrún Elsa og Binna slappa af eftir erfiði dagsins Krafa unga fólksins er einfalölega sú að íslandi verði siglt inn r' nýjá öld af breiðfylkingu umbótasinnaðra jafn- aðarmanna. Einungis þannig verður framtíð lands og lýðs tryggð og fjötr- ar borgaralegu þjóðemisaílanna los- aðir að mati ungliðanna. Stofndagur samtakanna er fyrir- hugaður 18. janúar 1997. Fram að þeim tíma verður jafnaðarmönnum landsins fylkt saman og samtökin og tilgangur þeirra kynntur rækilega með herferð um land állt. Óhætt er að fullyrða að um liðna helgi hafi verið stigið eitt stærsta skref ís- lenskra stjórmála á þessari öld. Ein- hugurinn og samstaðan á Bifröst gleymist engum sem þar komu og gefur vísbendingar um glæsta fram- tíð jafnaðarmanna og um leið þjóðfé- lagsins alls. bgs og verður spennandi að heyra hvem- ig ungliðamir framsýnu hafa leyst úr þeim ágreiningi sem haldið hefur Katrín Júlíusdóttir mannfræðinemi verður tuttugu og tveggja ára á morgun. Katrín er gjaldkeri Verðandi og hélt á dög- unum á þing UNR, Norðurlandaráðsþing ungliða. Þar kynntist Katrín stjómmálaviðhorfum ungliða hinna Norðurland- anna og tók púlsinn á því sem heitast brennur á þeim. Verðandisíðan tók þessa hressu og lífsglöðu Kópavogsmær tali um Norðurlandapólitíkina og starfsemi þingsins 01 og pólítík á Norðurlandaþingí ungliða Hvað er gert á Norðurlandaráðs- þingi ungliða? Þar koma saman ungliðar allra stjómmálaflokka á Norðurlöndum til þess að ræða pólitík og skemmta sér. Fyrst voru lögð fram drög að loka- plaggi sem hver stjómmálaarmur hafði fengið að semja hluta af fyrir þingið. Að því loknu komu flokks- hópar saman, ræddu plaggið og skiptu sér niður á málefnahópa. Flokkshópamir sem vom samansettir af krökkum með sama hugmynda- fræðilega gmnn og stjómmálastefnu, unnu mikið saman í gegnum þingið og gætti hver hópur sín á því að hafa sína rödd I öllum málefnahópum. Málefnahópamir vom þrír, einn fjall- aði um atvinnuleysi, annar um menntamál og hinn þriðji um ras- isma og fordóma, þessi mál voru þema þingsins. I málefnahópunum var síðan unnið að breytingum á lo- kaplagginu og reynt að ná sáttum milli stjómmálaarma, sem gekk reyndar misvel. Að lokum kom þing- „skemmtilegt og fræðandi þing” segir Katrín Júlíusdóttir ið saman og kaus um breytingatillög- ur og síðan um plaggið sjálft, sem var samþykkt, þó ekki einróma. Fyrir utan þessa vinnu á þinginu var svo auðvitað slegið á léttari strengi og fór slatti af málefnavinnunni fram yfir ölglösum og við billjarðborð sem vora í skólanum sem við gistum Hefitr þingið einhverja vigt? Mér finnst að það gæti haft meiri vigt en það hefur. Það kom upp mikil umræða um þetta í hópi vinstri- manna og fólk var með ýmsar efa- semdir um það. En það var náttúru- lega galli að þessi þrjú þemu vora ekki á auglýstri dagskrá hjá Norður- landaráði „fullorðinna” og finnst mér að ef við ætlum að fá að hafa eitt- hvað að segja þar ættum við að fjalla um þau mál sem þar verða í brenni- depli. Margir vildu meina að við ætt- um að halda okkur við málefni sem tengjast ungu fólki, en þá vil ég spyrja hvort að það sé eitthvað til sem komi okkur unga fólkinu ekki við! Þetta var allt saman mjög skemmtileg umræða og var fólk meira og minna sammála um það að þetta þing ungliðanna væru í það minnsta ágætis æfingabúðir. Var eitthvað á þessu að græða? Það var heilmikið á þessu að græða. Maður fræddist heilmikið um pólitík á Norðurlöndum og stöðu hinna ýmsu stjómmálaflokka þar. En svo var þetta líka mjög skemmtilegt að því leyti að maður kynntist þama góðu og skemmtilegu fólki sem maður kemur til með að vera í ein- hverju sambandi við í framtíðinni og halda þannig áfram að fylgjast með því sem er að gerast á Norðurlöndun- um. Það sem var líka mjög gaman var að fá að fylgjast með Norður- landaráðsþingi „fullorðinna” sem við fóram á eftir þingið okkar. Þar feng- um við að fylgjast með stjómmálun- um og taka þátt í skemmtanahaldi þeirra sem var ákaflega spennandi.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.