Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 22. NOVEMBER 1996 1 m Þmgflokkur Álþýðubandalagsiiis og óháðrn: Könnun hefur leitt í ljós að um 20% ung- linga á fermingaraldri hafa einhvern tíma íhugað að svipta sig lífi. Þetta er sláandi tala sem undirstrikar þörf fyrir þjónustu sálfræð- inga og félagsráðgjafa við börn og unglinga, en það er einmitt kjarninn í lagafrumvarpi sem Margrét Frímannsdóttir hefur lagt fram á Alþingi og Ingibjörg Sigmundsdóttir mælti fyrir nú í vikunni. Eins og er stunda sálfræðingar í skólum aðeins greiningarstarf á vanda einstaklinga og senda þá síðan áfram til sérfræðinga utan skólans. Slík þjónusta getur orðið foreldrum dýr, þvf h'ver tími hjá sálfræðingi getur kostað alit að fimm þúsund krónumo I frumvarpi Margrétar er lagt til að almannatryggingar greiði niður kostnað við sérfræðiþjónustu af þessu tagi, fyrir böm og unglinga að 18 ára aldri. Það er enda talið óvið- unandi að efnahagur fólks ráði því hvort böm og unglingar geti notið slíkrar þjónustu og ekki örgrannt um að mörg böm og unglingar glíma við alls kyns erftð vandamál. ^axpnúi þörf- þáttur samfélagsins f frumvarpi Margrétar er gert ráð fyrir eftirfarandi lagagrein: „Fyrir sálfræðiþjónustu bama og unglinga, 18 ára og yngri, sem veitt er utan sjúkrahúsa greiða sjúkratryggingar samkvæmt reglum og gjaldskrá sem ráðherra setur að fengnum tillögum tryggingaráðs. Gjaldskráin gildir Margrét Frímannsdóttir: Það er staðreynd að mjög margar fjöiskyldur búa við það bágan efna- hag að geta ekki mætt þeim kostnaði sem því fylg- ir að fjölskyldumeðlimur þurfi í lengri eða skemmri tíma að nýta sér þjónustu sálfræðings. bæði um sálfræðiþjónustu sem veitt er af hinu opinbera og öðmm. í stað gjaldskrár ráðherra er Trygginga- stofnun þó heimilt að semja um gjaldskrá er gildi um sálfræðiþjón- ustuna.' Sálfræðiþjónusta bama og unglinga utan sjúkrahúsa er því að- eins greidd að fyrir liggi sérstök um- sókn og samþykki sjúkratrygginga. Reikningi fyrir sálfræðiþjónustu skal framvísað á reikningsformi sem Tryggingastofnun ákveður.” I greinargerð Margrétar með fmm- varpinu er nánar fjallað um þessa þörf og þar segir: „Með fmmvarpi þessu er lögð til sú breyting á löggjöf um almanna- tryggingar að sálfræðiþjónusta fyrir börn og ungmenni utan sjúkrastofn- ana og skólakerfisins verði að hluta greidd úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ýmislegt bendir til þess að vaxandi þörf sé fyrir sálfræði- þjónustu fyrir böm og ungmenni. Þessi þjónusta er og á að vera fastur liður í starfsemi skólanna. Málefni krabbameins- sjúkra barna Böm og ungmenni, sem dvelja á sjúkrastofnunum, geta átt kost á sál- fræðiþjónustu án þess að þurfa að greiða fyrir hana. Þrátt fyrir að á síð- ustu ámm hafi starfsemi sálfræðinga öðlast fastari sess í starfsemi skóla- kerfisins er það staðreynd að fjöldi bama og ungmenna þuífa á þjónust- unni að halda utan skóla og sjúkra- stofnana. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra bama hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að bömum, sem lengi hafa átt við erfiða líkamlega sjúk- dóma að stríða, standi til boða sál- fræðiþjónusta sem greidd verði að fullu eða að hluta úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Félagið hefur einnig bent á að ekki aðeins bamið eða unglingurinn, sem hefur átt við alvarleg veikindi að stríða, þurfi á sálfræðiþjónustu að halda heldur og ekki síður ijölskylda bamsins. Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama hefur ráðið sálfræðing til þess að sinna þessari þjónustu sem marg- ar fjölskyldur krabbameinsveikra bama nýta sér. Félagið hefur þannig reynt að bregðast við vanda sem til staðar er hjá þessum fjölskyldum. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma litið getur félagið ekki staðið al- farið undir þessari þjónustu, enda verður ekki séð að þjóðfélagið geti ýtt þessu verkefni yfir á félagasam- tök. Dýr þjónusta - bágur efnahagur Það er einnig ljóst að böm og ung- menni, sem hafa mátt þola hvers konar ofbeldi, þurfa oft um langan tíma á þjónustu sálfræðinga að halda sem og þau böm og ungmenni sem hafa leiðst út í neyslu fíkniefna. Fleiri ástæður mætti að sjálfsögðu nefna, þörftn fyrir sálffæðiþjónustu við böm og ungmenni fer stöðugt Vaxandi. Það er staðreynd að mjög margar fjölskyldur búa við það bágan efna- hag að geta ekki mætt þeim kostnaði sem því fylgir að fjölskyldumeðlim- ur þurfi í lengri eða skemmri tíma að aýta sér þjónustu sálfræðings. Við slíkt verður ekki unað, sérstaklega ekki þegar um er að ræða böm eða ungmenni, og því er þetta frumvarp flutt.” Hjörleifur Guttormsson: Hjörleifur Guttormsson mælti á dögunum fyrir þingsályktunartillögu sinni og annarra þing- manna Alþýðubandlags- ins og óháðra um undir- búning vegna flutnings ríkisstofnana. í umræðum á Alþingi kom meðal ann- ars fram hjá Guðmundi Bjarnasyni umhverfísráð- herra að hann tæki undir mjög margt sem fram kæmi í tillögunni og grein- argerð hennar og fleiri þingmenn voru málinu hlynntir. Staða ýmissa stofnana kom mikið til tals, ekki síst mál Land- mælinga ríkisins, sem um- hverfisráðherra hyggst flytja á Akranes. Einnig staða landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgar- svæðinú almennt. Hjör- leifur lagði sjálfur áherslu á að byggð verði upp svæðisbundin þjónusta í stað þess að „taka stórar eða grónar ríkisstofnanir í ríkum mæii upp úr sínu umhverfi”. Tillagan gerir ráð fyrir því að fela ríkisstjóminni að móta reglur um málsmeðferð við flutning ríkisstofh- ana milli landshluta. Taki þær reglur m.a. á aðstöðu stofnunar í nýju um- hverfi, kjömm og réttarstöðu starfs- manna sem flytja með stofnuninni, kjömm og réttarstöðu starfsmanna sem ekki kjósa að flytja og málsmeð- ferð gagnvart Alþingi áður en ákvörðun er tekin. Haft verði samráð við samtök opinberra starfsmanna og önnur stéttarsamtök, eftir því sem við á, um mótun reglnanna. Niðurstöður verði kynntar Alþingi eigi síðar en vorið 1997. Lítið hefur gerst í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Flutningur opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar hefur oft verið til umræðu undanfarin ár og hafa stjóm- skipaðar nefndir skilað tillögum um það efni. Minna má á viðamiklar til- lögur nefndar frá árinu 1975 um þetta efni og önnur nefnd skilaði áliti árið 1993. Lítið hefur í reynd gerst í þess- um efnum og flutningur ríkisstofnana ekki verið í neinu samræmi við um- fang tillagna og mikla umræðu um málefnið. Stefnumörkun stjómvalda um uppbyggingu og dreifingu opin- berrar stjómsýslu hefur lengst af ver- ið afar óskýr og vöntun á svonefndu þriðja stjómsýslustigi sem er til stað- ar annars staðar á Norðurlöndum hef- ur gert málstök erfiðari en ella. Miklu skiptir fyrir byggðaþróun að dreifa um landið þeim verkefnum sem til falla á vegum ríkisins. Því fylgja m.a. störf fyrir sérhæft fólk sem kemst þá í snertingu við mannlíf og viðfangsefni f byggðum víða um landið. Að mati flutningsmanna til- lögunnar hefur of mikill kraftur farið í skeggræður um að flytja stórar og grónár ríkisstofnanir-ffá höfuðstaðn- um út á land í stað þess að byggja með samræmdum hætti upp þjónustu við íbúana í hveiju kjördæmi á helstu umsýslusviðum ríkisins. Skortur á skýrum reglum Mikilvægt er að þessi mál verði tekin öðrum og ákveðnari tökum en hingað til með það að markmiði að færa þjónustu ríkisins með samræmdum hætti nær fólkinu og styrkja svæðis- bundna umsýslu. Þannig má stuðla að betri stjómsýslu, treysta stöðu landsbyggðar með fjölgun starfa og draga úr miðstýringu. f umræðu um þessi mál hefur hingað til skort verulega á umfjöllun um starfsaðstöðu þeirrar stjómsýslu eða stofnana sem flytja á í nýtt umhverfi og enn óljósari hefur stefnan verið að því er varðar kjör og réttindi hlutað- eigandi starfsmanna. Hefur þetta í senn leitt til ómarkvissra vinnu- bragða og til óvissu og óánægju hjá starfsmönnum sem átt hafa hags- muna að gæta vegna fyrirhugaðs flutnings. Tilfinnanlega skortir á að til séu skýr- ar reglur m.a. um samskipti við starfsmenn viðkomandi stofnunar, bæði þá sem vilja halda starfi sínu áfram og hina sem ekki kjósa að flytjast með stofnuninni. Réttur verkafólks tryggður Segja má að hér se um að ræða mál- efni sem varðað geti vinnumarkaðinn í heild og þörf sé á að skoða í víðara samhengi sem viðfangsefni kjara- samninga eða í löggjöf. Til dæmis er full ástæða til að setja almennar regl- ur sem tryggi frekar rétt verkafólks til sjós og lands, við þær aðstæður að skip eða kvóti er seldur frá því fyrir- tæki sem það starfar við. Flutnings- mönnum þykir rétt að skipta málinu í tvennt, annars vegar setja reglur gagnvart starfsemi ríkisins, eins og lagt er til hér, og hins vegar um aðra atvinnustarfsemi, sem huga þarf bet- ur að.”

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.