Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 22. NÓVEMBER 1996 5 Undiralda í Framsóknarflokknum Siv Friðleifsdóttir: „Það er aldrei meiri þörf fyrir sterkan Framsóknarflokk en eftir sam- einingu jafnaðarmanna.” á móti tekur Siv Friðleifsdóttir því víðs fjarri. „Það hefur aldrei verið meiri þörf á miðjuafli en nú. Hugs- anlegt samflot vinstriflokkanna eflir Framsóknarflokkinn og eykur þörf- ina fyrir hann.” Ólíklegt er því að Framsóknar- flokkurinn sveigi til vinstri á lands- þinginu þar sem það myndi valda óróa í ríkisstjómarsamstarfinu sem virðist hafa breyst til hins verra eftir átökin um LÍN og deilumar um heil- brigðismálin. Greinilegt er að átök munu verða innan flokksins um hvert stefna skuli í framtíðinni. Sömu ráðherrar út tímabilið í kjölfar læknadeilunnar fyrr á ár- inu vom uppi raddir um að til ráð- herraskipta kæmi hjá Framsóknar- flokknum, til að mynda í heilbrigðis- ráðuneytinu. Slíkt er af og frá segir Egill Heiðar Gíslason, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins: „Það er alls ekki á döfinni í flokknum að skipta út ráðherrum og ég hef ekki heyrt minnst á að það verði tekið upp á landsþinginu. Slíkar raddir hafa ekki heyrst meðal ráðamanna flokks- ins. Það er almenn ánægja með störf allra ráðherranna og engin þörf á breytingum.” Guðni Agústsson tekur í sama streng „Ég hef ekki heyrt annað en að ánægja sé með störf ráðherra flokksins og engin þörf á hrókering- um þar að lútandi”. Útlit er því fyrir að þeir ráðherrar sem nú skrpa sæti ríkisstjómarinnar að hálfu Framsóknarflokksins muni sitja þar út tímabilið. Þrátt fyrir það fer ekki hjá því að skiptar skoðanir séu um ágæti einstakra ráðherra. Óbreytt ástand í sj ávarutvegsmálum Ólafur Öm Haraldsson er á þeirri skoðun að umræða um breytingar í sjávarútvegsmálum muni einkenna flokksþingið en um það em greini- lega mjög skiptar skoðanir. Siv Frið- leifsdóttir sagði mikla ánægju með kvótakerfíð og enga þörf á að breyta um stefnu í sjávarútvegsmálum. „Það má ræða málin út frá öllum hliðum og skoða ýmsa þætti þess betur. Gjaldtaka í greininni kemur ekki til greina fyrr en hún hefur rétt úr kútnum.” Af þessu má ráða að innan Fram- sóknarflokksins em skiptar skoðanir um bæði utanríkismál og sjávarút- vegsmál og má búast við heitum um- ræðum um þau á flokksþinginu. Sú eining sem virðist ríkja um stefnu og forystu flokksins er nokkuð málum blandin og verður spennandi að fylgjast með hvort sá ágreiningur sem til staðar er komi upp á yfir borðið. Um eitt vom þau Siv og Ólafur Öm sammála. Jafnréttismálin verða í brennidepli og til stendur að leggja fram róttæka jafnréttisáætlun sem gæti stolið senunni frá ágreiningi um hin stóru málin. bgs. Ólafur Örn Haraldsson: „Við eigum að halda öllu opnu hvað varðar samstarf við vinstriöflin.” v Guðni Ágústsson: „Nei, guð hjálpi mér, við höfum ekkert í Evrópusambandið að gera.” Framsóknarflokkurinn heldur 24. flokksþing sitt nú um helgina. A yfír- borðinu virðist vera eining um stefnu flokksins í öll- um stærri málum og ánægja með forystuna. En ýmsar blikur eru á lofti, eins og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á til dæmis í sam- bandi við breyttar áhersl- ur í málflutningi formanns flokksins í Evrópumálum. Eins virðist Framsóknar- flokkurinn eiga í miklu basli með að efna stóru loforðin sem hann gaf í síðustu kosningabaráttu. Eru átök í uppsiglingu á flokksþinginu nú um helg- ina? Kraumar óánægja undir sléttu yfirborðinu með störf einstakra ráð- herra og málefnastöðu flokksins í ríkisstjórnar- samstarfínu? Er vinstri- sveifla í flokknum? Viku- blaðið leitaði svara og tók púlsinn á Framsóknar- flokknum. Aðspurður sagði Guðni Ágústsson um það hvort flokkurinn væri að skipta um stefnu í Evrópumálum: „Nei, guð hjálpi mér. Stefna flokks- ins er afdráttarlaus gegn inngöngu í Evrópusambandið og ef einhverjar raddir í flokknum eru í aðra átt þá ná þær engum árangri með það. Það eru engar forsendur fyrir því að íslend- ingar gangi í Evrópusambandið”. Baldur Þórhallsson stjómmála- fræðingur bendir á hugleiðingu í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þar sem því er velt upp hvort Fram- sóknarflokkurinn sé að koma sér í fyrri stöðu Alþýðuflokksins, með opna utanríkisstefnu við hliðina á og í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem er með fastmótaða og ákveðna stefnu í utanríkismálum. Baldur: „Það er athyglisvert hvað það hefur verið áberandi í málflutn- ingi Halldórs Ásgrímssonar að flokkurinn sé að opna á umræður um aðild íslands að Evrópusambandinu. Ég held að flokkurinn kúvendi ekki í afstöðu sinni til utanríkismála en hann er greinilega að fara að skoða þau. Framsóknarflokkurinn er að stíga fyrstu skrefin í átt til stefnu- breytinga en við sjáum ekki neinar sviptingar á landsfundinum nú um helgina.” Siv Friðleifsdóttir vill ekki sjá stefnubreytingu í Evrópumálum. „Við höfnum aðild að Evrópusam- bandinu en erum ánægð með EES. Vegna sameiginlegrar sjávarútvegs- stefnu kemur aðild ekki til greina af minni hálfu.” Einhver hluti Framsóknarflokks- ins, með Halldór Ásgrímsson í farar- broddi, virðist fús að skoða aðild að Evrópusambandinu en almennt séð má ætla að á þessu stigi málsins verði ekki tekist á um Evrópumálin á þessu flokksþingi. Vil samstarf til vinstri Guðni Ágústsson vill að Fram- sóknarflokkurinn skýri stefnu sína í velferðarmálum á komandi flokks- þingi. „Ég vil sjá samstarf til vinstri eftir næstu alþingiskosningar ef kost- ur er á. Samstarf við jafnaðarmenn kemur vel til greina en þá þurfa jafn- aðarmenn að skýra stefnu sína í öll- um málum,” segir Guðni. Baldur Þórhallsson segir að það hljóti að valda togstreitu innan Fram- sóknarflokksins, til lengri tíma litið, að hann bjóði ekki fram undir eigin nafni í sveitarstjómarkosningum í stærsta kjördæmi landsins. „Þó það hafi ekki skaðað flokkinn enn sem komið er þá hlýtur maður að spyrja sig hvaða áhrif það hafi á flokkinn þegar til lengri tíma er litið. Mörgum framsóknarmanninum hlýtur að svíða það sárt að flokkurinn skuli ekki bjóða fram undir eigin nafni í Reykjavík. Ólíklegt er þó að lands- fundurinn taki ákvarðanir sem hefti stöðu Framsóknarflokksins hvorki í Reykjavík né í samstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn,” segir Baldur. Ólafur Öm Haraldsson vill halda því opnu að Framsóknarflokkurinn skoði samstarf við vinstriöflin á landsvísu og vill ekki að flokkurinn útiloki kosningabandalag heldur fylgist jákvætt með þróuninni. Aftur Er íslensk tónlist annars flokks? Félag íslenskra hljóðfæraleikara, Félag tón- skálda og textahöfunda og Samtök hljómplötu- framléiðenda hafi vakið athygli þjóðarinnar á hlutdeild íslenskrar tónlistar í dagskrá íslenskra útvarpstöðva. Þar kemur fram að hlutfall ís- lenskrar tónlistar á rás 2 á síðasta ári hafi verið rúm 17% og minna á hinum stöðvunum. Einn- ig mátti lesa í Helgarpóstinum um daginn við- tal við Magnús Kjartansson um flutning ís- lenskrar tónlistar í útvarpi. Þar kom m.a. fram að hlutur íslenskrar tónlistar hefur minnkað á undanfömum árum. Sé rétt með farið, þá er þetta óheillaþróun. Menn spyrja sjálfa sig, hvort stöðvunum beri ekki í það minnsta siðferðileg skylda til að leika svo og svo mikið af íslenslói tónlist í dagskrám sínum. I stuttu máli: Nei. Það eru öngvir kvótar í gangi og hver og einn getur leikið það sem honum sýnist, nema þar sem svokallaðir „spilunarlistar” em brúkaðir (eins- konar kvóti). Það þýðir að dagskrárstjórar/tón- listarstjórar velja ákveðin lög, til spilunar hverju sinni og hversu oft á dag viðkomandi lög skulu leikin. Yfirleitt em þetta nú erlend lög, einkum ensk og amerísk, sem maður fær að heyra nokkrum sinnurn á dag, mörg hver ágæt. Sú skoðun hefur lengi verið upp að allur al- menningur kýs frernur að hlusta á íslenska tón- list en erlenda. Hvemig stendur þá á því að nlutur þeirrar íslensku er ekki stæni en raun Sú skoðun hefur lengi verið upp að allur almenningur kýs fremur að hlusta á íslenska tónlist en erlenda. Hvernig stendur þá á því að hlutur þeirrar íslensku er ekki stærri en raun ber vitni? ber vitni? Er það vegna þess að hún sé verri, eða á einhvem hátt óáheyrilegri en erlenda tón- listin? Almennt em menn ekki á þeirri skoðun. Á undanfömum ámm hefur íslensk tónlist tek- Sjónarhóll Olafs Þórðarsonar blaðamanns ið miklum framförum. Fjöldi góðra hljóðfæra- leikar, laga- og textahöfunda og útsetjara hafa komið fram í sviðsljósið. íslenska tónlistarflór- an hefur að sama skapi breikkað og fjölbreytn- in aukist. Það er því ákaflega sárt að þurfa að kyngja því að íslensk tónlist sé svo léleg að það sé ekki hægt að leika hana í útvarpi. Menn hljóta þá að velta fyrir sér hvort þeir sem ráða tónlistarvalinu hverju sinni séu hræddir við að leika íslenska tónlist, halda að jafnvel að hún falli hlustendum ekki í geð. Það sé einfaldlega auðveldara og vinsælla að spila eitthvað upp á ensku, jafnvel þó það gæti hljómað eins og loftpressa í eyrum hlustenda. Sé nú allt þetta rétt, er þá ekki kontinn tími til að breyla um og auka hlutfall íslenskrar tón- listar á öllum útvarpsstöðvum. Nákvæmlega eins og það þarf að auka hlut íslenskrar tónsist- ' iir i) *y‘ 1 ' ' ar í sjónvarpi. Við erum íslensk og íslensk menning skiptir okkur máli. Þá á að styðja við íslenska menningu og þar með íslenka tónlist, Það má m.a. gera með því að leika meira af henni í útvarpi. Það væri kanski ráð að mæla vísindalega hlutfall íslenskrar tónlistar og erlendrar, sem leikin er á íslenskum útvarpsstöðvum og sjá hveiju við komumst að? Ekki er ólíklegt að fram kæmi, að auka mætti spilun íslenskra, þýskrar, ítalskrar, sænskrar, danskrar, spænskr- ar, ískrar, suður-amerískrar og franskrar tón- listar svo eitthvað sé nefnt. Einhæfnin gerir mann að slæmum hlustanda. Það er nefnilega, þegar grannt er hlustað verið að leika það sama aftur og aftur, dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Rétt eins og saltfiskur er ágætis fæða getur maður fengið leið á honum, sé hann etinn í sama hlutfalli og stöðvamar leika sömu tónlistina. Einu sinni höfðu menn metnað fyrir hönd sinnar útvarpsstöðvar og bjuggu til ágætt út- varpsefni, vel unnið og framsett. Nú er eins og allur vindur sé úr mönnum og samkeppnin fellst í einhveiju allt öðra en vandaðri dag- skrárgerð. Dagskrárstjórar takið nú til hendinni eflið innlenda dagskrárgerð með íslenskri tón- list í eðlilegu hlutfalli við þá erlendu. ‘>v<y fv

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.