Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Page 3

Vikublaðið - 22.11.1996, Page 3
VIKUBLAÐIÐ 22. NÓVEMBER 1996 Ur alfaraleið Hjúkkur í iðnaðarstörf? „A sjúkrahúsunum töldu stjómendur æskilegt að fækka um 100 manns eða um 1,5% af áætluðu vinnuafli á sjúkrahúsunum. Viljinn til fækkunar kemur allur fram á höfuðborgarsvæð- inu. A sama tíma í fyrra vildu stjóm- endur sjúkrahúsa fækka um 15 á höf- uðborgarsvæðinu en fjölga um 10 manns á landsbyggðinni.” - Úr könnurÚÞjóðhagsstofnun- ar á atvinnuástandi í septem- ber. Um leið kom fram að stjórnendur í iðnaði vildu fjölga hjá sér um 175 manns og í fiskiðnaði um 60 manns. Aðkast við sjúkraflutninga „Það fer því í mínar fínlegusm taugar þegar aðilár eins og bæjaryfirvöld álykta um hluti sem þeir virðast eng- an áhuga hafa á að kynna sér á hlut- lausan hátt. Ég hef nefnt það við aðila sem skilja slík málefni hversu erfitt sé að vinna við skilyrði þar sem lög- reglumaður sendir út með framkomu sinni tvöföld skilaboð. Hin nauðsyn- lega tilfmningabrynja lögreglumanns- ins, sem vinna verður verk, sem ekki öllum líkar, fer fyrir bí í hlutverki sjúkráflutningamannsins, sem byggir « þersónulegri. og sálrænni aðhlynn- ingu jgágnyart sjúklingi 'og aðstand- .endum: • Sjúkraflutrlingamenn hafa orðið fynr aðkasti ffá drukknu fólki við aðhlynningu slasaðs fólks fyrst og fremst vegna þess að sjúkraflutninga- mennimir eru einkennisklæddir lög- reglumenn.” " - Kolbeinn G. Engilbertsson lögregumaður í blaðinu Hellan (Siglufirði), þar sem mikið er rætt um fyrirkomulag sjúkra- flutninga. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað „Samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er ffamtíð Hússtjómarskólans á Hallormsstað í hættu í því formi sem hann er rekinn í dag. Hússtjómarskólinn á Hallorms- í bakspeglinum „Tippadekrið - afsakið orðbragðið - er algert. Kenningar um að tumar og önnur slík fyrirbrigði væm tippatákn þóttu broslegar. En hvað á að halda þegar flett er heilu blaði þar sem allar myndskreytingar falla eins og flís við rass þeirrar kenn- ingar? Á forsíðumii, sem er kapítuli út af fyrir sig, er útkýldur sterabolti á sundskýlu tilbúinn að stinga raf- magnssnúm í samband. Reyndar í vitlausu landi, því effir myndinni að dæma em Islendingar komnir á fremsta hlunn með að kaupa orku í Bretlandi. Karlar að klífa stiga, karlar á einhveijum tindum út og suður, tumar, súlur og pýramídar. Karlar í hlutverki Guðs almáttugs. Eina myndin sem sýnir einvers konar vinnu innta af hendi er af vélmenhi." - Úr Vikublaðinu, 1. tbl., 1. árg. 19. nóvember 1992. stað hefur um áratugaskeið gegnt mikilvægu hlutverki í austfirsku skólahaldi og því gjörsamlega óvið- unandi að skólanum verði ekki tryggðir nægilegir fjármunir til að gegn því hlutverki áfram. Þingmenn Austurlands em hvattir til að tryggja framtíð Hússtjómarskólans á Hall- ormsstað sem og annarra framhalds- skóla í kjördæminu.” - Guðmundur Bjarnason í leið- ara Austurlands. Landinn og vallarklúbbarnir „Það er ekki ný saga að klúbbamir á Keflavíkurflugvelli heilli Islendinga. Það er gömul saga og ætti að vera þannig. Landinn getur nú valið úr fjölbreyttari skemmtanaþjónustu og mörgum veitingastöðum á Suðumesj- um sem og víða um land. Engu að síður þykir það ekki tiltökumál fyrir íslenska hópa að halda árshátíðir eða skemmtanir í vamarliðsklúbbum. Samkeppni íslenskra veitinga- og skemmtistaða við vallarklúbba sem bjóða bjór og vín á margfalt lægra verði m.a. vegna þess að hér er um herstöð að ræða, er ekki sanngjöm. Þetta er mál sem að yfirvöld eiga að taka fyrir.” - Úr leiðara Páls Ketilssonar í Vfkurfréttum. 90.000 krónur ,JÉg tel að lágmarkslaun eigi að vera að minnsta kosti níutíu þúsund á mán- uði [fyrir átta tíma dagvinnu]. Skatt- amir mættu líka lækka. Fiskvinnslu- fólk vinnur oft myrkranna á milli í tamavinnu og greiðir síðan stóran hluta launanna í skatta. Mér þætti því ekki óeðlilegt að það kæmi ein- hvers konar ver- tíðarafsláttur á skatta hjá okkur, þegar vinnutamir em, eins og t.d. í sfldinni, eitthvað hhðstætt við sjó- mannaafsláttinn.” - Stella Steinþórsdóttir, fisk- verkakona Neskaupsstað, svarar spurningu dagsins í framsóknarblaðinu Austra. Það er kraftur í Birni Bjarnasyni bardagaljóni af víkingakyni ber'ann á LÍN bar'upp á grín betra er að eiga þann mann að vini. Pólitískt lesmál Þessi samþykkt sem nú er lagt af stað með hefur það að leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi bæði líkam- lega, sálarlega og félags- lega. Með því móti er talið kieift að skapa að- stæður fyrir mun fleiri börn og unglinga til að njóta sín innan íþrótta- hreyfingarinnar. Eins og tlestir vita er íþróttaþátt- taka barna og unglinga stór þáttur í því að þau ánetjist síður vímu- og fíkniefnum sem nú virð- ist aukast jafnt og þétt meðal þeirra. Með þess- ari stefnuyfirlýsingu er stigið skref í þá átt að minnka keppni meðal hinna yngstu og að í staðinn verði haft að leiðarljósi að íþróttaiðk- un barna og unglinga skuli vera þroskandi. - Helga Guðjónsdóttir, formaður ÚÍÓ á Ólafsfirði, í grein í Múla um niður- stöður ÍSÍ-þings. 55 Þroskahjálpar Þroskahjálp er tímarit um málefni fatlaðra og samnefnd samtök halda í ár upp á 20 ára afmæli sitt. Tímaritið er upp á heilar 66 síður og kennir þar margra grasa, meðal annars er að fmna ámaðargreinar frá núverandi og fyrrverandi félagsmálaráðherrum, Páli Péturssyni og Rannveigu Guð- mundsdóttur. Það eru vitaskuld já- kvæðir tónar sem fylgja ámaðargrein- um þessum og ekki að ósekju, enda um samtök að ræða sem lyft hafa grettistaki í málefnum fatlaðra. Þessir tveir stjómmálamenn geta þó ekki talist bestu vinir fatlaðra á Is- landi, sfst af öllu Páll og raunar öll núverandi ríkisstjóm. í leiðara tíma- ritsins, sem Jóhann Amfmnsson stjómarmaður skrifar, er knúið á um stóraukin útgjöld til málefnisins í ljósi gildandi laga - sem fela í sér lof- orð um að fötluðum séu tryggð jafn- rétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna. í leiðaranum segir Jónas: „Við sættum okkur ekki við að dagvistar- mál fatlaðra séu endalaust látin sitja á hakanum. Við viljum hafa bömin okkar og unghngana í heimahúsum eins lengi og kostur er og á það jafnt við um þau fötluðu. Til þess að gera foreldrum fatlaðra bama og unglinga þetta kleift verður að stórauka stoð- þjónustu við þá, sem kallar á aukin útgjöld. Ég lýsi eftir framkvæmda- stefnu stjómvalda I máJefnum fatl- aðra. Hvenær á að heljast handa við að leysa úr búsetumálum þeirra fjöl- mörgu sem em á biðlistum hjá svæð- isskrifstofum málefna fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi?” I fyrrgreindu ámaðarávarpi Páls Péturssonar má e.t.v. finna svar: „Vissulega er margt ógert í málefnum fatlaðra þótt margt haúfi áunnist. Tak- markið er að búa fötluðum viðunandi lífsaðstöðu.” Það hefur vissulega margt áunnist, en hlutimir gerast hægt. Það em ekki nema tæp 30 ár síðan hætt var að kalla þroskaheft fólk fávita í opinber- um gögnum. Til dæmis vom sett „lög um fávitastofnanir” árið 1967 (á stjómarámm Viðreisnar). Svona hugsa ráðamenn væntanlega ekki lengur (á hinn bóginn kalla sumir at- vinnulaust fólk aumingja sem nenna ekki að vinna), þótt þeir stökkvi ekki til við að bæta aðgengi fatlaðra eða sinna þeirra hagsmunamálum að öðm leyti af festu. Það er nefnilega verið að spara og skera niður og þá er stundum ekki spurt ítarlegra spum- inga um hverjir verði fyrir barðinu á slíkum aðgerðum. FJOLMIÐLAR Sverrismál Morgunblaðsins Ritstjórar Morgunblaðsins eru komnir út í verulegar ógöngur út af litlu lesendabréfi sem blaðið birti fyrir nokkru og undirritað var af Birni nokkrum Ólasyni, krata í Hafn- arfirði. Vesenið með bréf þetta er að líkjast illdeilunum innan þjóðkirkjunnar; sama hvað hver gerir þá versnar ástandið. Morgunblaðið birti sem sé lesendabréfið 21. ágúst síðastliðinn og þar var skammast út í uppreisnarmenn Hafnarfjarðaríhaldsins, Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson. Mogginn birti sem sé bréfið og hafði þar af leiðandi ekkert út á innihaldið að setja. Svo kom babb í bátinn þegar Bjöm sendi blaðinu yfirlýs- ingu um að hann væri alls ekki höfundur bréfsins, heldur Sverrir Ólafsson myndlistarmaður. Þetta birti Morgunblaðið án þess að bera efnið undir Sverri, en lét íylgja með athugasemd um að blað- ið frábiðji sér vinnubrögð og efni af þessu tagi. Blaðið einfaldlega trúði Bimi möglunarlaust. Og nú var efni fyrra bréfsins sem sé orðið óprenthæft. Sverrir Ólafsson hefur aldrei viðurkennt að hann sé höfundur bréfsins sem undirritað var af Bimi. Svo einarðlega heldur hann þessu fram að hann kærði Morgunblaðsritstjórana til siðanefndar Blaðamannafélags Islands. En í stað þess að leyfa málinu að ganga sinn veg innan siða- nefndar þá sendu Morgunblaðsritstjóramir stórkanónuna Jón Steinar Gunnlaugsson á vettvang og sá hljóp beinustu leið í Rannsóknarlögreglu ríkisins með kröfu um rannsókn. Bogi Nils- son hjá RLR komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að embættið ætti ekkert með að rannsaka þetta mál, enda ekki fyrir hendi gmnur um refsivert brot. Hér var ekki látið staðar numið, heldur hjólaði Jón Steinar í Ríkissaksóknara með kvörtun um afgreiðslu RLR og endumýjaða kröfu um rannsókn. Á meðan hefur siðanefnd BI orðið að leggja sína umíjöllun til hliðar. Morgunblaðsritstjóramir segja nú að birting upphaflegs bréfs hafi verið „ritstjómarleg mistök”. Það er út af fyrir sig ágætis iðr- un að segja þetta. En þá vakna um leið spumingar um ýmis önnur bréf sem Mogginn hefur birt, eins og í forsetaslagnum. Þar fékk nú ýmislegt að flakka (t.d. illræmt bréf Rannveigar Tryggvadótt- ur). I lokin er ekki úr vegi að minnast á leiðara Morgunblaðsins sl. þriðjudag, þar sem „sigri lýðræðisins” í Rúmeníu var fagnað. Það má taka undir að endanlega sé búið að ganga frá valdakerfi kommúnista í Rúmeníu með sigri Constantinescu í forsetaslagn- unt þar í landi. Sá maður vann sigur með þvf að boða fijálst markaðskerfi og uppræta spillingu. En hann vann lfka sigur með því að lofa því að bæta félagslega þjónustu. Spuming okkar er einföld; hvað af þessu skyldi hafa vegið þyngst hjá kjósendum?

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.