Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Síða 1
Laugardagur 29.1. | 2005
[ ]Jafnréttisbaráttan 2004 | Skiptir kyn máli í stjórnmálum og viðskiptum – eða ekki? | 6Niflungahringurinn | Þýsk kvikmynd um Brynhildi og Sigurð Fáfnisbana vekur hörð viðbrögð | 4John Grisham | Konungur flugvélabókmenntanna sendir frá sér nýjan lögfræðitrylli | 11
LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005
Æ
tla má að Íslendingar hafi verið
afvopnaðir seint á 16. öld með
vopnabroti svonefndu eins og
sjá má af vopnadómi Magnúsar
prúða Jónssonar 1581. Eftir það
fór lítið fyrir hernaði þeirra eða
vopnaburði. Voru Íslendingar
komnir í hlutverk þolenda í stað
gerenda þegar til vopnaviðskipta kom við útlendinga.
Hins vegar hefur Ísland aldrei verið óvarið land eða her-
laust, þótt ýmsir nú á tímum hafi haldið því fram. Við siðbreyt-
ingu tók Danakonungur að sér varnir landsins, í stað inn-
lendrar valdastéttar. Hann sendi hingað árlega herskip til
verndar verslun og landhelgi Íslands en lítið var hugað að
vörnum landsins sjálfs, t.d. var ekki haft danskt setulið á mik-
ilvægum stöðum (s.s. í Vestmannaeyjum). Herlið var sent
hingað til að þröngva fram vilja konungs þegar hann vildi koma
fram sínum málum og vænta mátti að hann myndi mæta mót-
stöðu. Sat slíkt herlið jafnan stutt við og taldist ekki varnarlið
landsins.
Hins vegar var landið lögformlega undir hervernd konungs
allt til ársins 1940 þegar Íslendingar tóku utanríkismálin í sín-
ar hendur. Síðan hefur landið ætíð verið undir hervernd er-
lends ríkis, fyrst Breta og síðar Bandaríkjamanna á 20. öld og
erlent herlið hefur meira eða minna setið á landinu frá 1941.
Spurningin hér er hins vegar hvort innlendir menn hafi haft
einhverjar áætlanir um að verja landið ef til þess þyrfti að
koma og hvort menn hafi velt þessum málum fyrir sér. For-
sendur umrædds dóms Magnúsar prúða má líklega rekja til
ránsins á Bæ á Rauðasandi árið 1579 þegar bær Eggerts lög-
manns Hannessonar var rændur og hann sjálfur tekinn hönd-
um. Þarna kom berlega í ljós að ekki einu sinni lögmaður
landsins gat varið sig fyrir ræningjaflokki og var það líklega
sakir vopnleysis. Lögmaður hefur því líklega kvartað sáran
undan þessari ósvinnu og afleiðingin sú, að Friðrik II sendi
vopn hingað til lands árið 1580.
Ekki hafa varnarmál Íslands horfið Danakonungi algjörlega
úr huga því að árið 1586 lét sami konungur reisa virki í Vest-
mannaeyjahöfn til að verja konungsverslunina í Eyjum fyrir
ágangi breskra kaup- og sjómanna. Hér gætti því dálítillar við-
leitni konungsvaldsins til varna en að vísu til að gæta sinna eig-
in hagsmuna en ekki landsins sjálfs.
Þessi fyrrnefnda vopnasending styður því líka ummælin í
vopnadómi Magnúsar prúða að hér hafi farið fram vopnabrot.
Það hefði verið óþarfi að senda hingað vopn ef þau hefðu verið
fyrir í einhverjum mæli í landinu. Hins vegar er það ekki trú-
legt að stjórnvöld hafi getað náð öllum vopnum landsmanna og
hefur Magnús líklega ýkt töluvert til að ná athygli ráðamanna.
Telja má ólíklegt að vopnaburður hafi lagst hér algjörlega
niður eftir siðbreytingu. Stöku heimildir greina frá vopnaeign
einstaklinga. Annað mál er hvort einhverjar áætlanir hafi verið
um að vopna sérstaka hópa manna til varnar landinu og er
komið inn á það hér á eftir.
Líklega hafa engar heildaráætlanir verið gerðar af alvöru
um slíkt varnarlið af hálfu Alþingis eða danskra stjórnvalda á
16. og 17. öld og hafa báðir aðilar litið svo á að það væri í verka-
hring hinna síðarnefndu að sjá um varnir landsins. Ekki voru
Íslenskur
her
Umræðan um hvort líta beri á einstaka starfsmenn íslensku
friðargæslunnar sem hermenn eða hvaða hlutverki hún eigi
að gegna almennt hefur verið hörð undanfarnar vikur og
mánuði og sitt sýnist hverjum. En er þetta eitthvað nýtt í ís-
lenskri samfélagsumræðu og hafa Íslendingar verið eins
sinnulausir í gegnum aldir um varnir landsins og sagt hefur
verið? Í þessari grein verða hugmyndir Íslendinga um varn-
ir landsins rifjaðar upp, allt frá miðöldum til vorra daga.
Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir
Hugmyndir um stofnun
íslensks hers í 400 ár
Eftir Birgi Loftsson | birlof@mi.is
8